Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 68

Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 félk f fréttum BRÚÐKAUP Sá þroska- heflti tví- giflti sig! Larry Drake, sá er leikur þroskahefta aðstoðarmanninn á skrifstofunni í Lagakrókum, gekk í það heilaga fyrir skemmstu. Hin lukkulega heitir Ruth DeSosa. Brúðkaup þeirra Larry og Ruth var heldur óvenjulegt að því leyti, að þau voru gefin saman í tvígang! Einu sinni að hætti búddatrúar- manna og öðra sinni að hætti kris- tinna manna. Brúðurin aðhyllist búddisma og lagði hart að Larry að hennar trúarbrögð yrðu virt til jafns við kristindóminn. Fjórar vik- ur liðu milli brúðkaupa og tryggðu skötuhjúin að ættingjar og vinir gátu allir andað léttar. Larry lét hafa eftir sér eftir búddismaathöfnina, að hún hefði verið í senn seiðandi og foi'vitnileg. Æðsti prestur einn hefði slegið stef á litla trommu og síðan rauluðu allir viðstaddir lykilorð sem eiga að tryggja algera hamingju. Þau skáluðu síðan í sérstöku víni, drógu Larry og Ruth. hringa á fingur og voru lýst hjón. Svo var það hin veislan, 200 manns voru samankomnir, þar á meðal nær allir leikarar Lagakróka. Ekk- ert skorti á mat og drykk og stóð gleðskapur fram á rauða nótt. . . FJÁRÖFLUN Fórnarlömbum Tsjernobyl hjálpað Sovéska fimleikastjarnan Olga Korbut (til hægri á myndinni), gull- og silfurverðlaunahafi frá Olympíuleikunum i Miinchen 1972 og Montreal 1976, er nú stödd í Bandaríkjunum til að afla fjár handa 12 veikum börnum, sem urðu fyrir geislun í kjarnorkuslysinu i Tsjernobyl 1986. Ætlunin er að koma börnunum í sérstaka meðferð á spítala í Indianapolis í Banda- ríkjunum. „Við skulum ævinlega vera þess minnug,“ segir Korbut, „að framtíð okkar allra stendur og fellur með börnunum." Ferskt ávaxtasalat með pöstu í tandoorisósu Lambarúllupyls Sviðasulta Lambapate Glóðarsteikt lambalæri Lambarif barbeque Fylltur lambsbógur Hangikjöt Rauðvínshjúpað grísa- læri jólaskinka Rjómalöguð súpa dagsins Fjórar teg. af síld Þrjár teg. af grænmetis- paté • Sjávarpaté Sjávarréttir í hvítvíns- hlaupi • Reykt hámeri Grafin hámeri Reyktur lax Grafinn lax Ferskt jöklasalat með pöstu í jógúrtsósu Jólagrísarifjasteik Svart pönnubrauð Munkabrauð Þriggja korna brauð- hleifur • jólabrauð Rúgbrauð • Hrökkbrauð Kaldar sósur Sex teg. af meðlæti Ostar • Ávextir Allar teg. af Baulu-jógúrt Borði nú hver sem betur getur Hverfisgötu 8-10-pantanasími 18833 SKEMMTANIR Tágliðugur í flösku Argentínska snákmennið Hugo Zamoratta, sem er óvenju liðamjúkur og æfðúr í að vinda margvíslega upp á sig, sýnir hér listir sínar á gangbraut í Lundúnum. Zamoratta er 1,75 m að hæð treður sér inn í flösku, sem er aðeins 66 sm há og 45 sm breið. Hann tekur þátt í jólasýn- ingu fjölleikahúss í borginni, sem hefst á Þorláksmessu. COSPER 11^33 C05PER Hann neyðist til að halda áfiram að boxa - vegna skattanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.