Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 69

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 69
Ö9 ELLI KERLING Vinsæl þrítug - óvinsæl sextug? Þessi föngulega kona heitir Linda Lusardi og síðustu árin hefur hún sýnt meira og minna beran kroppinn á blaðsíðu þijú bresku síðdegisblaðanna. Aragrúi Breta þekkir hana á götu, hún getur vart snúið sér við án þess að einhver beri kennsl á hana og vilji ræða málin, bera henni bónorð eða hreppa eiginhandaráritun. Fyrir skömmu tók hún þátt i léttu sprelli, leyfði einum snjallasta förðunarmeistara Breta, Cristop- her Tucker, að farða sig. Bókstaf- lega breyta sér í sextuga konu. Síðan rölti hún um götur Lundúna daglangt og kannaði viðbrögð fólks. „Jafnvel góðvinir mínir þekktu mig ekki og reyndu að eyða talinu er ég yrti á þá. Leigubílstjóri einn stjakaði mér út úr bíl sínum með þeim orðum að hann mætti ekki vera að því að aka mér. Og fleira mætti telja. Ef fólk gaf mér á annað borð gaum þá var það helst til þess að koma einhveiju nei- kvæðu á framfæri. Ekki hlakka ég til að eldast eftir þessa reynslu," sagði þokkadísin er hún var búin að sópa framan úr sér farðanum. á \\ £ Jj m 6 ■ m/ ;; M kT w/ ^ ttf; f'AíSS^br q ’i . -Æ (í 'W il.. w *** SHMit i,. Hin þrítuga Linda og hin sextuga Linda. 30 ár eru langur tími á mannsævi. in Norðmtmnsþinur er jóla- tréð sem ekki fellir bnrrið. Shakira sýnir sitthvað af fram- leiðslu sinni. SKARTGRIPIR Shakira Cain slær í gegn Shakira Cain, hin 41 árs gamla eiginkona leikarans Michael Ca- in hefur nú haslað sér völl sem eftir- sóttur hönnuður tískuskartgripa. Það eru tvö ár síðan hún kynnti fyrstu „línuna“ sína og eftirspurnin hefur vaxið jafnt og þétt. Shakira er ættuð frá Guyana. Þegar hún skoðaði list- munasýningu í New York fyrir þrem- ur árum, þar sem indverskir munir voru til sýnis, hreifst hún mjög. „Það var og er í tísku að skartgripir séu þjóðlegir og áberandi, ég vildi þv! slá til og reyna þetta,“ segir Shakira. í fyrstu voru skartgripir Shakiru einungis til sýnis og sölu í Harrods í Lundúnum, en nú hefur hróður hennar borist víða og sölustaðir eru ýmsir og má nefna Bergdorf/Good- man og Nieman/Mareus. Gripimir eru handunnir í Jaipur á Indlandi og verkstjóri þar er Sunita Pitamber, gömul vinkona Shakiru. Sjálf þykir Shakira Cain afar glæsileg og geðþekk kona. Michael Cain sá hana fyrir tilviljun í sjón- varpsauglýsingu árið 1971 og heill- aðist svo gersamlega að hann eirði hvergi fyrr en hann hafði haft upp á henni. Þá fór hann að stíga í væng- in við hana með þeim árangri að þau eiga nú að baki 16 ára farsælt hjóna- band. Cain segir leit sína að Shakiru um árið hafa verið það markverðasta og snjallasta sem hann hafi gert í lífinu. Rithöfundurinn Jacki Collins er ein besta vinkona Shakiru. Hún segir um hina fyrrum ungfrú Guy- ana, að glæsileiki hennar hafi ekkert með ríkidæmi hennar að gera, glæsi- leikinn sé allur frá hjartanu kominn. Hún búi yfir ótrúlegri hugar- og sálarró, áorki fádæma miklu án þess að af henni gusti. Og hún sé eins mikill vinur vina sinna og hægt er að láta sig dreyma um. „Svo kann hún alltaf allar helstu kjaftasögurn- ar“, bætir ungfrú Collins við. Landsbyggðnþjénustn Sendum jólatré hvert ó land sem er. Jólatrén okkar eru óvenjufalleg í ór. Komió í jólaskóginn og veljió jólatré vió bestu aóstæöur. Sjón er sögu ríkari. Ævintýraheimur fyrir börn á öllum aldri. Opiö ffrá kl. 9-22 til jóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.