Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 72

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Eignist ég bróður vildi ég 'hann væri eins og þú. Þú þarft ekki að ausa meira... HOGNI HREKKVISI ^mrA-OSKA KORT j --HSr^rrír \ ^ „HONÚM FINNST GOTT AE> LE-SA IpBTTA pBGAR HANN ER EKKI HRESS.'/ Ráðamenn sýni gott fordæmi Velvakandi góður Mikið er rætt um miðbæ Reykjavíkur og allan óróa þar á kvöldin og fram á nótt og allt sem af því hlýst. Rán og gripdeildir fara í vöxt og uppgjöf margra endar á drykkjumannaheimili eða afvötnunarstofnunum eins og þau eru nú nefnd. Hvað skal gera? segja ráðamenn og standa undr- andi andspænis þessu vandamáli. Sandvík og Sandvík- urstígur Til Velvakanda. í merkilegu plaggi sem snertir íþróttir hér í Reykjavík árið 1921 er m.a. lýst 5.000 m víðavangs- hlaupi. Hlaupabrautinni er þannig lýst: „l’A hringur á íþróttavellinum, hlaupið út um norðurdyr Vallarins norður á Bráðræðisholt; þaðan vestur Eyðsgranda, yfir túnið Eyði, á Seltjarnarnesveg laust vestan við Sanitas og eftir vegin- um að Kaplaskjóli. Þá til hægri út af veginum sunnan við Lamba- staðatjörn vestur að sjó; síðan eft- ir fjörunni fyrir neðan Kaplaskjól suður í Sandvík; þá upp á Sandvík- urstíg og austur að Iþróttavellin- um sunnanverðum; þar inn um aðaldymar og inn á Völl og 114 hring þar á skeiðbrautinni." Viljum við biðja þig, Velvak- andi, að birta þetta. Spyijast fyrir um það, um leið, hvort einhver lesandi Morgunblaðsins geti sagt frá því hvar Sandvík er eða var og sagt frá Sandvíkurstíg, legu hans að aðalinngangi á íþróttavell- inum gamla á Melunum. íþróttakappar Skrifið eða hringið til Yelvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum uin hvaðeina, sem hugn<r þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til Ristudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efhis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efhi til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Það þarf að auka fræðslu, en er þessi fræðsla ekki það sama og menn hafa alltaf fyrir augunum þar sem áfengisveitan er á fullu spani. Eða er það svo að sjáandi sjá menn ekki eða vilja ekki sjá. Eftir að öllum þessum bjór — og áfengisstöðum hefir fjölgað í Reykjavík, þá sjá menn afleiðingar bjórbununnar sem alþingismenn veittu yfir okkur, og helst þeir sem þykjast vera að vernda þann veik- ari._ Ég lreyrði í útvarpi fyrir skömmu að um 70 slíkir staðir væru tengdir miðbænum. Nú er hrópað á fleiri lögreglumenn, sem þýða mikil útgjöld fyrir ríkissjóð, en mundi það bæta þegar hert er svona __ á brennivíni og bjórbun- unni? Ég hef takmarkaða trú á því. Eigum við ekki heldur að fækka þessum bjórstofum _og laga ástandið af sjálfu sér. Ég tel það bestu lausnina. Einnig má athuga hvort þeir fullorðnu, heimilin, eigi ekki hér sök. Hvernig eru heimili þessara ungu manna sem lenda á glapstigum? Við eigum alltof góða unglinga til að fórna þeim á altari ólifnaðar og eiturs. Ef ráðamenn vildu hætta öllum þessum veislum sem eru bundnar áfengi og sýna þannig fordæmi með heilbrigða lifnaðarhætti, myndi breytast margt til batnað- ar. Hvers vegna höfum við þessar eiturlindir? Jú það þurfa svo marg- ir að græða á óförum annarra. Væri nú ekki gaman ef um þessi jól og áramót tækju allir sem eru í fararbroddi íslensks þjóðlífs sig til og hættu að veita áfengi, yrðu þannig æskunni til fyrirmyndar og árið 1990 gæti orðið ár reglu- semi og heilbrigðis og hver gæti boðið öðrum gleðilegt ár með sanni. Árni Helgason Þessir hringdu . . . Lengið Stundina okkar Móðir hringdi: „Ég á tvö börn og finnst þeim að Stundin okkar hjá Sjónvarpinu sé allt of stutt. Væri ekki mögu- leiki að hún yrði lengd? Það væri upplagt að hafa meira af brúðu- leikhúsi því það þykir börnunum skemmtilegast." Kettlingur Svartur og hvítur þriggja mán- aða kettlingur fór að heiman frá sér að Eyjabakka 2 á sunnudags- morgun. Vinsamlegast hringið í síma 72164 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram.“ Taska Brún skólataska með norskum stílum og'norskum kennslubókum var skilin eftir í Fiskbúðinni, Dun- haga 18, fyrir hálfum mánuði og getur eigandinn vitjað hennar þar. Vísa Lesandi hringdi: „Ég kann hluta af vísu um stjömumerkin sem byijar þannig: Hútur, boli, burar tveir . . . Langar mig til að fá vísuna alla og eins að vita hver höfundur- inn er.“ Þrífótur Þrífótur fannst 1 Garðabæ. Upplýsingar í síma 42806 'éftir Kl. 18. Víkverji skrifar Skrifari átti þess ko.st á dögunum að skoða tvö glæsileg mannvirki Reykjavíkurborgar, Borgarleikshúsið í Kringlunni og veitingahúsið á Öskjuhlíð. Ekki þarf að hafa mörg orð um að bæði þessi mannvirki em hin glæsilegustu og eðlilega kosta þau mikla peninga. Víkveiji efast ekki um að borgarbúar, aðrir lands- menn og erlendir gestir þeirra eiga eftir að hrífast af þessum húsum og varðandi Öskjuhlíðarhúsið verður heimsókn þangað ábyggilega einn af föstum liðum á dagskrá útlendinga sem hingað koma. Það er ekki aðeins að húsið sjálft sé þess virði að skoða það heldur er útsýni þaðan stórkost- legt. Fjallahringurinn og Faxaflóinn og öll byggðarlögin á þessu svæði innan seiiingar. Reyndar er veitingahúsið á Öskjuhlíð gott meira en „perian" efst á hitaveitutönkunum. Gengið er inn. í sal einn mikinn þar sem í framtíð- inni verður væntanlega blómaskrúð og gróðurangan og um að litast eins og á suðlægari sióðum. Af gólfi hans eru um 12 metrar upp í veitingasal, en á svölum þess salar verður einnig hægt að neyta veitinga. Nokkmm metrum ofar tekur svo við sjálfur snúningssalurinn, sem mest hefur verið talað um. landi, jafnvel að allt þetta brambolt sé voðalega þjóðlegt og rammís- lenzkt. Svo er ekki, langt í frá. Jólaglöggið, svo dæmi sé tekið, er innflutt eins^og svo margt annað, reyndar ættað frá Svíþjóð, og svo eigum við ekki einu sinni almennilegt orð yfir það. Glögg fer þó ekkert sérstaklega vel í málinu í þessari merkingu og ekki verða menn gleggri af glöggþambi. Þá vefst kyn þessa orðs líka fyrir mönnum. Er það kven- kyns eins og lögg eða hvorugkyns eins og högg. Gísli Jónsson menntaskólakennari vék að þessu orði í 514. þætti sínum um íslenzkt mál í Morgunblaðinu 25. nóvember síðastliðinn og verða oi-ð Gísla þau síðustu í þessum pistli. stað sænska tökuorðsins jolaglögg höfum við jólaglóð skv. upprana orðsins. Hiýjar ekki glóð?“ XXX Marga jólasiði hafa Islendingar apað upp eftir útlendingum og halda að þeir séu upp fundnir hér á „Auk þess legg ég til (sbr. bréf Bjama Sigtryggssonar í fyrra) að í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.