Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 Viðskiptin við Sovétríkin: Krafizt er 20 til 35% verðlækkunar á lagmeti INNKAUPASTOFNUNIN Sovrybflot í Sovétríkjunum hefur fengið fimmtungi minna af gjaldeyri til kaupa á lagmeti héðan en í fyrra og hafa forystumenn þar eystra því krafizt 20 til 35% verðlækkunar í dollurum talið á afurðum héðan til að geta keypt sama magn og síðast. Náist samningar um söluna til Sovétríkjanna er ljóst að bæði kemur til verðlækkun og minna magn. Á síðasta ári seldum við lag- meti til Sovétríkjanna, alls 1.060 tonn, fyrir um 285 milljónir króna á meðalgengi dollars, en það er um fimmtungur af heildarverðmæti útflutts lagmetis. Morgunblaðið/Bjami Skemmdirnar á Heiðrúnu kannaðar í slipp í Reykjavík í gær- morgun. Gat á síðu Heiðrúnar Bolungarvík. GAT kom á síðu skuttog'arans Heiðrúnar frá Bolungarvík að- faranótt fostudags er skipið rakst á ísjaka þar sem það var að veiðum um 30 sjómílur norður af Horni. Á þessum slóðum var dimmviðri og jakahrafl og fékk skipið högg á síðuna aftan- verða, þar sem vélarrúmið er. Samninganefnd frá Sölusamtök- urrí lagmetis hefur um tíma ver- ið í Moskvu til samningaviðræðna og verður þar fram yfir helgi, en fundur er fyrirhugaður á mánudag. Garðar Sverrisson, framkvæmda- stjóri SL, sagði að töluverð stífni væri komin í viðræðurnar. Fulltrúar SL hefðu komið nokkuð til móts við sovézku samningamennina, en með afar litlum árangri. Ljóst væri, að næðust samningar, yrði um sam- Virðisauki talinn til kostnaðar VERÐLAGSSTOFNUN hefur gef- ið út tilkynningu, þar sem athygli þeirra sem framleiða, flytja inn eða kaupa virðisaukaskattskylda vöru til endursölu, er vakin á því að óheimilt sé að telja skattinn til kostnaðarverðs vöru, og skuli skatturinn því ekki vera hluti af álagningarstoftii. Smásali leggur síðan álagningu sína á kostnaðarverðið frá heild- salanum, og síðan virðisaukaskatt þar ofan á, þannig að varan er þar með orðin tvískattlögð. Við ætlum að þetta sé athugunarleysi, þar sem menn eru vanir því að sá kostnaður sem fellur til í tolli tilheyri kostnað- arverði, og sé þar af leiðandi hluti af grundvelli til álagningar," sagði Guðmundur Sigurðsson lögfræðing- ur hjá Verðlagsstofnun. drátt frá síðasta ári að ræða. Fram- leiðendur gætu ekki sætt sig við það verð, sem Sovétmenn byðu enda þýddi það einfaldlega taprekstur. Þessi staða væri mjög alvarleg, bæði vegna þess hve mikill hluti við- skiptin við Sovétríkin væru af heild- inni og ennfremur vegna þess að rekstur sumra niðurlagningarverk- smiðjanna byggðist nær allur á framleiðslu fyrir þennan markað. Helztu afurðir, sem seldar hefðu verið í austurveg væru gaffalbitar, reykt síld, matjessíld og þorsklifur. Hvað aðra markaði varðaði sagði Garðar að salan til Vestur-Þýzklands væri að færast í eðlilegt horf eftir áföllin vegna mótmæla hvalfriðunar- sinna. Tengelmann væri byijaður að kaupa lagmeti héðan, en samningar við Aldi-Sud hefðu ekki enn verið endumýjaðir. Gert væri ráð fyrir því, að salan til Vestur-Þýzkalands næmi allt að 500 milljónum á þessu ári. Hins vegar væri staðan verri hvað sölu á grásleppuhrongakavíar varðaði. Mest af honum færi til Frakklands, en þar geysaði harð- vítugt verðstríð, sem hefði meðal annars knúið seljendur til lækkana. Sala til Bandaríkjanna færi vax- andi, en þar er SL í samvinnu við norska fyrirtækið King Oscar Inc., sem sér um dreifingu afurðanna héðan. Vestur-Evrópa, einkum Vestur- Þýzkaland og Frakkland, er mikil- vægasti markaður okkar fyrir lag- meti. Þangað fara um 60% af öllum ' útflutningnum. Til Sovétrtíkjanna fara um 20% og til Bandaríkjanna 10 til 15%. Andvirði útflutts lagmet- is á síðasta ári nam 1.306 milljónum króna. Við höggið dældaðist skipið nokkuð og gat kom á byrð- inginn. Engin hætta var á ferðum. Skipverjum tókst að þétta lekann og var haldið til hafnar í Bolung- arvík. Þangað kom skipið um hádegi í gær og voru skemmdir þá kannaðar nánar. Ákveðið var' að skipið færi í slipp til Reykjavík- ur og kom þangað laugardags- morgun. Gert er ráð fyrir að við- gerð taki 2-3 daga. Gunnar Sendiherrar geri grein fyrir risnu- reikningum MEÐAL nokkurra sendiherra ís- lands er nú kurr, vegna þess að þeir þurfa að gera utanríkisráðu- neytinu grein fyrir risnureikning- um sem eru umfram 750 sterlings- pund á mánuði (75 þúsund krón- ur). Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra sagðist telja fullkomlega eðlilegt að sendiherr- arnir skili greinagerð um notkun sína á risnu í þágu þjóðarinnar. etta er eðlileg stjómsýsluregla og ég hef ekki orðið var við neinn kurr, vegna þess að henni sé fylgt eftir,“ sagði utanríkisráðherra. Ráðherra var spurður hvort hér væri um nýbreytni að ræða hjá ut- anríkisráðuneytinu: „Nei, en þessari reglu er nú fylgt eftir. Það er regla að sendiherrum er gert að skila skýrslu um hvernig þeir nýta risnu- j reikninga sína. Það er sjálfsagt vegna þess að þeim er greidd ákveð- in upphæð af launum vegna risnu, og til þess ætlast að henni sé varið í þágu ríkisins," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. Snjór fyrir skemmtun eldra fólks Siglufirði. SNJÓ kyngdi niður á Siglufirði í fyrrinótt. Snjórinn kom Siglfirðingum ekki á óvart, enda eru þeir vanir því að veðurguðirnir geri mönnum erfitt fyrir þegar Kvenfélagið Vor heldur árlega skemmtun fyrir eldri borgara, en skemmtunin var einmitt haldin í gær. Oft hefur gert versta veður þann dag, en veðrið í gær var milt, þó ekki væri greiðfært um bæinn. Matthías Hugmyndir samgönguráðherra um jarðgöng á Vestfjörðum: Framkvæmdir hefjist á næsta ári o g* ljúki 1995 SAMGÖNGURÁÐHERRA, Steingrímur J. Sigfússon, kynntí í ríkis- sljórn í vikunni hugmyndir sínar um að flýta gerð jarðganga á Vestfjörðum. Hann segir hugmyndirnar tengjast stöðu byggða- mála og fólksfækkun á þessu svæði. Ráðherra vill að byijað verði á verkinu um mitt næsta ár og því lokið 1995, en vegaáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 1992 og þeim ljúki 1999. Vestfirskum sveitarstjómarmönnum sém rætt var við bar saman um að jarðgöngin gætu skipt sköpum fyrir aðliggjandi byggðalög og því fyrr sem hafist væri handa, því betra. Hugmyndir um að byija fyrr og hraða gerð jarðganga á Vest- fjörðum hafa verið kynntar í ríkisstjórninni. Neðri kortin sýna tvær gerðir ganga sem til greina koma. Um kostnað við að flýta og hraða verkinu segir sam- gönguráðherra, að ef af verði þurfi að taka nokkur lán til þess að brúa bilið að þeim greiðslum sem gert er ráð fyrir á vegaáætl- un. Þó þurfi alls ekki að verða dýrara að vinna verkið hratt. Lán- in myndu verða tekin til skamms tíma og að mestu greidd á árunum 1996-99 eftir þvf sem fé félli til af vegaáætlun. Hins vegar þyrfti að finna leiðir til að greiða vexti af lánunum. Vegaáætlun gerir ráð fyrir að heildarkostnaður við göngin verði 2.400 milljónir króna. Ráðherra segir ekki ljóst hve mikil lán þurfi að taka, þau muni þó nema hundr- uðum milljóna. Fyrsta fram- kvæmdaárið, 1991, gæti lántöku- þörfin legið nærri 240 milljónum. Ennþá verði ekki séð hvort lánin þyrfti að taka erlendis, en vissu- lega væri ánægjulegt ef hérlendis yrði haldið sérstakt skuldabréfa- útboð vegna þessa verkefnis. Þá segir ráðherra að hann vilji láta endurskoða langtímaáætlun í vegamálum á næsta ári og þá yrði hægt að taka Iánagreiðslum- ar inn í myndina. Til þess að greiða vaxta- kostnað komi til greina bein framlög ríkisins, nokkurs konar byggðaframlög, auk þess sem heimamenn kynnu að leggja sitt af mörkum með því að greiða nokkurra krónu gjald af hveijum bensínlítra sem seldur er á Vestfjörðum. Fyrir því séu fordæmi, til dæmis frá Noregi. Þá sé hugsanlegt að endurskoða eða hægja á öðrum framkvæmd- um á svæðinu, eins og við hafnir og flugvelli. Það hljóti að nægja að hafa vöruflutningahöfn á ísafirði en fiskihafnir annars staðar. Steingrímur segist enn- fremur hafa beðið aðra ráðherra að kanna hvort hægja megi á framkvæmdum á sviði skóla- og heilbrigðismála. Ragnar Jörundsson, sveitar- stjóri á Suðureyri, segir að jarð- göngin muni hafa geysimikla þýð- ingu fyrir Vestfirðinga. „Hér strandar allt á samgöngunum. Með jarðgöngum yrðu firðirnir eitt atvinnusvæði, greitt myndi fyrir miðlun á fiski milli plássa og samvinnu sveitarfélaganna á öðrum sviðum. Því fyrr sem byij- að verður á framkvæmdum, því fyrr hefst framþróunin. Hugarfar fólks breytist og það öðlast aftur trú á sitt byggðarlag." Kristján J. Jóhannesson, sveit- arstjóri á Flateyri, tekur undir með Ragnari og segir að göngin muni hafa góð áhrif á alla mála- flokka. „Bættar samgöngur hafa beinlínis sálarleg áhrif á fólk. Ef gerð ganganna verður flýtt er líklegt að einhveijir sem nú hyggja á að flytja á mölina hætti við það.“ Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, segir jarð- göngin eitt mikilvægasta mál sem komið hefur upp á undanförnum árum varðandi þróun byggðar á norðanverðum Vestfjörðum. „Ef göngin verða ekki grafin næstu ár má óttast enn frekari fækkun á fjörðunum,“ segir Haraldur. Hann segir að öll þjónusta, til dæmis í heilbrigðismálum, muni batna með jarðgöngunum. Þau verði atvinnulífi almennt til fram- dráttar og geti haft þau áhrif að húsnæði fari að stíga aftur í verði. Þeir Haraldur og Kristján segja báðir fulla ástæðu til að skoða hugmyndir um bensfngjald og að hægja á öðrum framkvæmdum til að greiða fyrir gangagerðinni. Ragnar kveðst hins vegar telja að bensíngjald á Vestfjörðum sé ekki sanngjörn leið, þegar litið sé á það sem Vestfirðingar leggja í þjóðarbúið. En Haraldur nefnir að öll fjárfesting komi einhvers staðar niður og spyr hvers vegna þeir sem hagnast mest ættu ekki að kosta einhverju til. BAKSVIÐ eftirÞórunni Þórsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.