Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 37
37 MQRGUNBLAfflÐ MINMINGAR SUNNtpAQLR 14. JANÚAR 1990 Laufey Benedikts- dóttír frá Akureyri mönnum sendum ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi hin eilífa hvíld vera með henni. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessí, hafðu þðkk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (V. Br.) Harpa Guðmundsdóttir Stefanía Guðjónsdóttir fæddist ekki inní neitt veraldlegt ríkidæmi. En að henni stóð fólk sem vandaði líf sitt og lagði uppúr auðlegð hjart- ans og því kristilega hugarfari sem einkenndi svo mjög æskuumhverfi okkar sem nú erum á miðjum aldri. Þá var arfur íslendinga enn í háveg- um hafður, en stéttaskipting meiri en nú. Og þótt ýmsu hafi farið aft- ur frá því sem áður var hefur þjóð- félagsbreytingin helzt orðið til jöfn- unar sem betur fer. Öðru hefur hrakað og mættum við hafa þó nokkrar áhyggjur af því; tilað- mynda eru tengslin við íslenzka menningu og þjóðlíf í þúsund ár því miður önnur en áður var. Stefanía minntist á breytt þjóðlíf í samtals- grein sem Guðrún Guðlaugsdóttir skrifaði um hana í Lesbók í febrúar í fyrra og má vísa til þess nú þegar hún er kvödd. Þá getur Agnar Ko- foed Hansen æskuheimilis hennar í ágætri minningabók Jóhannesar Helga, Á brattann, en þar rifjar Agnar upp hvemig foreldrar hans kynntust í Ásbyrgi að Hverfisgötu 71, bætir því svo við að „í austur- éndanum bjó Guðjðn Sigurðsson, faðir Stefaníu síðar konu Lárusar Jóhannessonar hæstaréttardómara. Stefanía var mikil námsmanneskja og í hópi fyrstu kvenstúdenta hér á landi, las upphátt, einkum undir próf — og hafði ég gaman af að hlusta á hana í gegnum þilið. Guð- jón var grandvar og alvörugefinn maður, kom mér alltaf fyrir sjónir eins og rússneskur bóndi úr skáld- sögu eftir Tolstoy." Eg man Guðjón vel og lýsing Agnars er ágæt. Það var ekki sízt skeggið á efri vör sem minnti á rússnesku bænduma enda var það mikið og eftirminnilegt. Guðjón hafði verið sjómaður á Suðumesjum þegar hann kynntist Guðnýju Ein- arsdóttur, móður Stefaníu. Hún var hlý kona og eftirminnileg, en hlé- dræg einsog bóndi hennar. Bæði vom þau Guðjón hneigð til bóka og fróðleiks og sjálfsmenntun þeirra auðlegð sem var öðru ríkidæmi betri. Láms tengdasonur þeirra lýs- ir ættum þeirra í því mikla riti sínu Blöndalsættinni og má enn vísa til þess. í minningu minni rís Guðný úr æskuumhverfinu einsog þær góðu gömlu konur sem Halldór Laxness lýsir í sögum sínum og eru öðm fólki eftirminnilegri, og sann- menntaðri til hjartans en tíðkast í mergðarþjóðfélagi nútímans. Og verkamaðurinn Guðjón Sigurðsson ávallt með bók í hendi þegar færi gafst. Þetta var þá það mannræktarfólk sem að Stefaníu stóð. Þetta var andrúm hennar í æsku. Og í þess- ari umgjörð ólust frændsystkin mín upp, börn Stefaníu og Lámsar; Jó- hannes, Guðjón og Jósefína Lára. Með þennan arf og auðlegð hjarta síns tókst hún á við lífið. Það var ekki alltaf dans á rósum en þó oft einsog verða vill. Sjálf sagði hún það hefði í senn verið sigur hennar mestur og gæfa alla tíð er hún kynntist Lárusi móðurbróður mínum og tilfinningar þeirra flétt- uðust saman einsog fögur blóm og fjölær. Hún sagði ávallt: Láms minn, ef hún nefndi hann á nafn. Og óhikað hélt hún því fram að ást hennar á honum hefði aukizt með ámnum en ekki dvínað. Lárus þreyttist aldrei á að sýna henni ástúð í verki og bar hana raunar á höndum sér alla tíð. Hann þurfti á henni að halda, það vissi hann. Og hún var stór í breyskleika hans sem Guðjón læknir, sonur þeirra, dregur framí fróðlegum inngangi sínum að BlÖndalsættinni. Þau giftust tveimur ámm eftir að hún tók stúd- entspróf og var hún þá 22ja ára, fædd 15. janúar 1902. Lárus reyndi það einnig oft hvflíkur bakhjarl hún var honum í þeim stormum sem oft næða um stjórnmálamenn og þá sem þurfa að takast á við umhverfí sitt. Þegar þrútnaði með honum og pólitískum andstæðingum hans þurfti hann að segja af sér emb- ætti hæstaréttardómara og sækja æm sína aftur til dómsvaldsins. Þá kurraði í hveiju húsi, sól skein á vopnin og svo fjandskaparfull sú pólitíska gusa sem á hann gekk að hann þurfti á öllu sínu að halda til að standast veðrin. Slík reynsla er í raun þjóðfélagslegt böl og vonandi liðin saga að mestu. En meðan hún gengur yfir er nauðsynlegt að blása í kaun og lifa næðinginn af. Það gerðu þau Lárus með sóma enda samhent í öllu og sáttfýsi hans arf- ur sem hann hlaut í ríkum mæli frá föður sínum, Jóhannesi bæjarfógeta og alþingisforseta. Sá eðlisþáttur er dýrmæt eign og raunar mikils- verð gjöf þeim sem fá að njóta hans en vandmeðfarinn einsog ann- að í návígi næðingssams þjóðfélags. í þessum eldi hertist Lárus og úr honum kom hann svo sáttur við guð og menn að undmn sætti. Þá gat hann í friði fundið óvenjulegum gáfum viðnám í ættfræði og þjóð- legum fróðleik sem urðu hugðarefni hans síðustu árin. Þar fann hann svör við áleitnum spurningum, þar voru skýringar á ýmsu sem áður var einsog hver annar leyndardóm- ur; þar birtist maðurinn í reisn sinni og smæð, einn og afhjúpaður af áleitnum miskunnarlausum tíma sem einnig felur ótalmargt undir líknsömu yfírborði gleymskunnar. En umfram allt geta þessi fræði verið sú hvönn sem hægt er að halda í þegar sextugt dýpi samtím- ans og öryggisleysi líðandi stundar blasa við. I þessari haustfölu kyrrð þegar lygndi í kringum þau Lárus var eins og þessi orð úr Predikaran- um yrðu yfírskrift ævikvöldsins í hliðhollu og vinsamlegu umhverfí: Betri er handfylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi. Það er gott að eldast inní svo þroskandi fullnægju, með fyrirheit eilífðarinnar fyrir stafni. Stefanía kunni vel að meta Hann- es Hafstein og skáldskap hans — og raunar held égliún hafi metið hann öðrum fremur. Það var einnig arfur úr föðurgarði þvíað sjómaður- inn Guðjón Sigurðsson fylgdi heimastjórnarmönnum og Hannes stóð þjóðfélagshjarta hans næst. Það var keppnislund og karl- mennska Hannesar sem dró Stef- aníu að honum og verkum hans og engu líkara en það væri fomkonu- þráður í henni þegar hún leit yfír líf sitt, svo hreinskilin og hetjulund- uð sem hún var. Sjálf hafði hún verið í sporum fjalldrapans, bæði í foreldrahúsum þegar fátæktin var fylgikona alþýðufólks og þá ekki síður í hretunum seinna á ævinni, en þessari jurt lýsir Hannes svo: Hann vex upp í kjarri og hreykist ei hátt, en heldur við jörðina, blðmskreytir fátt, en stendur því fastar og lifir því lengur og lætur ei buga sig, hvemig sem gengur. Stefanía Guðjónsdóttir blóm- skreytti að vísu umhverfi sitt. En hún var óbuguð þrátt fyrir mótlæti og vonbrigði ýmiss konar. Og hún var góð kona samkvæmt hugmynd- um Njálu; minnir á Þórhöllu Ás- grímsdóttur sem var „vel að sér gör í öllu“. Hún er góð kona, segir Njáll í brennunni um þessa tengdadóttur sína sem var gift Helga Njálssyni og stóð með bónda sínum meðan stætt var en ræktaði minningu hans að brennu lokinni. Þannig reyndum við einnig öll Stefaníu sem var höfðingi fjölskyld- unnar þegar hún lézt, svo vel sem hún hélt andlegri ró og auðlegð hjartans. I síðasta samtali okkar Stefaníu hafði hún litlar sem engar áhyggjur af veröldinni. Hún var vongóð enda trúuð kona og vel sjóuð. En hún kveið fyrir einu — og aðeins einu: Að ég hitti ekki Lárus minn, einsog hún komst að orði. Svo óendanleg fannst henni eilífðin að það slys gæti hent að þau Lárus færust á mis. Það eitt var óbærileg tilhugs- un. Matthías Johannessen Fædd 23. júní 1898 Dáin 7. janúar 1990 Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Gleði og sorg skiptast á. Mikið sem það getur verið erfítt að setja samasemmerki milli aldurs og frá- falls ástvinar. Amma mín, Laufey Benedikts- dóttir, fæddist í Svartárkoti í Bárðar- dal. Hún var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Vigfúsdóttur og Benedikts Benediktssonar. Ung að árum flutt- ist hún frá Þingeyjarsýslu ásamt for- eldrum sínum til Akureyrar og ólst þar upp við - hin bágu og ótryggu kjör alþýðu þeirra tíma. Hin kröppu kjör hvöttu hana og efldu til sjálf- stæðis. Ung kona, 22 ára, hélt hún til Hafnar sér til menntunar. Hún átti sér þann draum að verða ljósmóðir en úr því gat ei orðið. Hún kynntist hins vegar starfrækslu þvottahúsa, vann í einu slíku og sótti sér mennt- un á því sviði. Henni líkaði vistin vel í Kaupmannahöfn en eftir tveggja ára dvöl og menntun þar í borg varð tryggð hennar í garð foreldranna yfirsterkari og sneri hún því heim til Akureyrar. í heimabæ sínum lét hún ekki deigan síga, setti á stofn straustofu á heimili foreldra sinna í Hafnarstræti sem varð upphaf að víðtækari rekstri. Átti hún og rak þvottahúsið Mjöll til ársins 1943. Þegar Húsmæðraskóli Akureyrar tók Studioblóm Þönglabakka 6, sími 670760. Kransar Krossar Kistuskreytingar Heimsendingar- þjónusta. Þ.ÞOBBBlMSSON &C0 [3000000. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI til starfa réðst Laufey til hans og kenndi þar um nokkurra ára skeið. Árið 1953 fluttist hún til Reykjavíkur ásamt öldruðum föður sínum. Þar stundaði hún sitt fyrra starf um ára- bil og hóf síðan störf í iðndeild ÁTVR þar sem hún endaði sinn starfsferil. Með breyttum lífsskilyrðum hófst síðasti kafli lífshlaups Laufeyjar Benediktsdóttur. í fyrsta skipti réð hún tíma sínum sjálf og naut þess að veija honum sjálfri sér og fjöl- skyldunni til gagns og gleði. Bók- menntir almennt, leikhús og listsýn- ingar höfðuðu sterkt til hennar og naut hún þessa í ríkum mæli og miðlaði okkur barnabörnunum óspart af sinni reynslu. Amma Laufey hélt andlegri reisn sinni til síðustu stundar. Líkamlegir kraftar fóru hins vegar þverrandi síðustu árin og sótti hún þá dótturina Rögnu oftar en áður heim og naut þar góðrar umhyggju og alls þess er hún sjálf hafði gefið öðrum allt sitt líf. Þrotin að kröftum kvaddi hún þennan heim eftir stutta legu. Hún andaðist að morgni sunnudagsins 7. janúar í Sjúkrahúsi Akraness. Það var allt til í fari þessarar konu sem við barnabömin getum tekið okkur til eftirbreytni. Nú þegar amma er öll er margs að minnast. Fyrst og fremst er þakk- læti okkur efst i huga, þakklæti fyr- ir allt veraldlegt sem og andlegt sem hún færði í okkar hús. Við erum rík af reynslu og minningu um góða og fórnfúsa konu, konu sem fómaði lífí sínu fyrir einkadóttur sína og börn hennar átta. Minningin um ömmu og allt hið góða sem hún veitti okkur gerir okkur sterk og samhent. Ég vil ljúka þessum kveðjuorðum með kafla úr ljóðinu „Kveðja" eftir eitt eftirlætisskáld hennar, Davíð, Stefánsson. Við framtíð mína fléttast örlög þin. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og legðu svo á höfín blá og breið. - Þó blási kalt, og dagar verði að árum, þá veit ég, að þú villist rétta leið og verður mín - i bæn, í söng og tárum. Fyrir hönd barnabarnanna, Bergljót Skúladóttir Faðir okkar, t KJARTAN PÉTURSSON vélstjóri, Hraunbæ 84, lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. janúar. Edda Kjartansdóttir, Stefania Kjartansdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS BJÖRNSSON trésmiður, Hrauntungu 83, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 16. janúar kl. 13.30. Hildur Einarsdóttir, Björn Magnússon, Anna Sigurveig Ólafsdóttir, Einar Magnússon, Guðný Helga Gunnarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Þorbergur Karlsson, Hildur Magnúsdóttir, Þóroddur Helgason, Hjördís Magnúsdóttir, Benedikt Höskuldsson, Sverrir Magnússon og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÁSGEIRSSONAR, Krosseyrarvegi 11, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnar- firði. Hallbjörg Gunnarsdóttir, Guðni V. Björnsson, Erla Gunnarsdóttir, Guðmundur Jafetsson, börn, tengdabörn og barnabörn. LEGSTEIINIAR GRANIT-'MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.