Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 19 CAJ* o Teikning/Pétur Halldórsson „ Við tökum fullt mark á því sem hefurgerst á þessum markaöi og ég spái að þaðfcekki slíkum bókum en hér munum við reyna aðgera betur og sjálfsagt verður svo með útgefendur al- mennty “ sagöi Þórarinn Friðjónsson, útgáfustjóri Vöku/Helgafells. Einstigið milli talmáls og ritmáls er vandratað og ofnotkun segulbands getur verið bölvaldur samtalsbókanna, sagði Gylfi Gröndal skáld. vinnuna. Gylfi Gröndal tók svo djúpt í árinni að segulbandið væri mesti bölvaldur samtalsbókanna. Þórarinn hjá Vöku/Helgafelli var á öndverðri skoðun og taldi að jafn óréttmætt væri að beina spjótum að því að menn notuðu segulbönd og-að gagn- rýna rithöfunda fyrir að skrifa á tölvu. Gylfi sagði að væri frásögn skráð í fyrstu persónu væri einstigið milli talmáls og ritaðs máls vandrat- að og árangur hroðalegur ef menn tækju upp á band og síðan væri vélritað upp af því gagnrýnislaust. Hann sagðist vita þó nokkur dæmi þess að útgefendur hefðu á síðustu árum orðið að leita annað eftir að handrit hafði verið afhent til að fá það nánast skrifað upp. Sjálfur hefði hann verið beðinn um þetta nokkrum sinnum en ekki talið að hann gæti sinnt slíku. „Það er synd og skömin hvað vond vinnubrögð hafa komið slæmu orði á þessar bækur, ævisög- urnar, því að þær geta tvímælalaust haft gildi, bæði sem pérsónusaga og heimildarlega séð.“ Þórarinn sagðist hafa heyrt dæmi um að útgefendur hefðu þurft að láta vinna bækur upp að nokkru leyti, en það hefði ekki gerst hjá Vöku/Helgafelli. Aðspurð- ur nánar um segulbandsnotkunina sagði hann að sönnu rétt að það væri ekki á allra færi að nota segul- band og það mætti aldrei verða ann- að en hjálpartæki og hann tæki undir að vandfetaður væri milliveg- urinn milli ritmáls og bókmáls. „Á hinn bóginn getur það hjálpað til að ná fram einkennum í máli og hugsun manna,“ sagði hann. Yfirleitt virtust viðmælendur mínir því vera á því að nú þyrfti að stokka spilin rækilega og gera betur áður en gefið væri á ný. Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu sagði afleitt að bókatíminn væri allt- af að styttast og nú seldust bækur naumast nema síðustu þijár vikur fyrir jól. Hann sagði að útgefendur ættu að senda bækurnar fyrr á markaðinn og hafa kynnt þær betur áður en þær kæmu út. Því væri ekki að leyna að „skammtímaminnið verður æ meira" og hann viður- kenndi að bók sem kæmi út um mánaðamótin október/nóvember væri af kaupendum talin hálfgerð lumma í desember. „En það er hvorki hægt að bjóða lesendum né öðrum upp á það ástand sem var fyrir þessi jól, að láta flestar bækur koma út í lok nóvember og byija ekki að kynna þær fyrr en nokkru síðar. Fólk nær ekki áttum,“ sagði Halldór. Það virðast allir á einu máli um að framboð hafi verið of mikið af þessum bókum og gæðin ekki í sam- ræmi við það. Það gæti leitt til að betri bækur verða í boði á næstu árum. Þá gæti þetta endað vel og lukkulega eins og ævintýrin. Mikið væri það nú gaman. Þá gæti líka orðið meira spennandi að vita allt um þig. BÆKUR SEM ÉG LAS VEGNA ÞESSARAR GREINAR: Eins manns kona Dúfa töframannsins Lífsspegill Hallbjörg - eftir sínu lagi Regína Lífsbók Laufeyjar Frændi Konráðs Sendiherrafrú segir fi-á Sagan sem ekki mátti segja Ég og lífið Helgi læknir Ingvarsson Betri helmingurinn Skýrt og skorinort, Davíð Þegar upp er staðið Áfram Islandí ^SVHeimsmeistarakeppni ^jjhandknattleik 1991 KprnE Mosunrm Ferðaskrifstofurnar vatóo, f Tékkös'övjtóu 0°oTÁ°? 9lSt »ar 1 nötrFv“ritr "°9ið *" ast þeim fyrri í Brati<=ia> ^ ^9,st með leikjum í 0 riðii I ^opurinn ekur til Gott Prag til aðháátfaSotk" "i h°rfa á '^ná 7mSnIl? c6'001' hóPur'nn sámein - » aa hvetja Z ö ll 'i a? 'hor,a á liStS T* hÓPmin" «m«r “araur ekia ,i, ' í*wSu oTio" ' 1 Ihg, Gunnarsson sér ð he,m Þaaan í i ín,)r.9 Fmars- Frá Prat ?sms- W Um að ha ða uPPi fjörinu og réttri s/S'J okkar I5XGGÐU ÞÉR SÆTI í TIM^ ^erð 1- ~ 13 dagar pyZí* - »ÖmT" verð Innifflið'i verð^nugY 3- ma^ 11 ^ kr- 82.900,- ' Gottvaldov og Brati<ú akStUr' fararstíórn, gjstinq Mhr kr■ 71.900 - iÍt lif m inn FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7, sími 624040. ÚRVAt/ÚTSÝN Álfabakka 16, sími 603060.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.