Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 12
12 MOHGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 ' ! m wm m.« »s m s í ss VERKST JÓRN - grunnnámskeið Námskeiö ætlaö nýjum stjórnendum og þeim sem haffa áhuga á aö bæta námi viö reynslu. Verkstjórnarfræöslan býöur nú nýtt námskeiö um grundvallar- atriði stjórnunar. Markmiö námskeiösins er aö þátttakendur kynnist og læri aö beita grundvallarþáttum stjórnunar, þáttum sem eru sameiginlegir öllum stjórnendum, óháö starfsgreinum. Námskeiöinu er skipt í fimm meginþætti: - Samvinna og samskipti, þ.e. mannleg samskipti frá sjónarhóli stjórnandans - Verkstjórn og vinnutækni - Verkskipulagning og tímastjómun - Vinnuhagræöing - Öryggismál og vinnuvernd Kennt er á Iðntæknistofnun íslands, dagana 30. jan. - 3. feb. 45 kennslustundir. Upplýsingar og skráning í síma 91-687000 og 91-687440. ntæknisitof nun 11 IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSUNDS Keldnaholt, 112 Reykjavík Simi (91) 68 7000 inniiffiHBiaiiiHiiiiiMi m m m. m m i TILBOÐ OSKAST i Ford Bronco II, Eddie Bauer, 4x4 árgerð '86 (ekinn 41 þús. mílur), ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 16. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna. Sinfóníuhlj ómsveitin: Brahmstónleik- ar í Háskólabíói Tónlist Ragnar Bjömsson Hið rómantíska yfirbragð Brahms leysir flytjandann ekki undan þeirri skyldu að spila nákvæman ritma. Brahms- línuna þurfa hljóðfærin að syngja og ef skáldlegt innsæi vantar í flutninginn er betur heima setið. Þetta er jú einfald- ur sannleikur sem allir vita. En hér er auðveldara um að ræða en í að komast og öllum er ekki gefið að laða fram ljóðrænu, þunglyndi og glettni Brahms, eða að þroskinn til þess er ekki kominn. Strax í upphafi Ti-ag- iska forleiksins var hraðavalið óskýrt, ritminn ónákvæmur, for- teið aðeins forte án tilgangs og söngur allur víðs fjarri. Hér skal tekið fram að ekkert af þessum vanköntum er hljómsveitarmeð- limunum að kenna, þeir hafa oft skilað Brahms eins og til er ætlast. Vöntunin að þessu sinni bjó í stjórnandanum. Þessi ágall- ar héldu áfram í D-dúr sinfóní- unni (,,Sveitasinfóníunni“). Hraðavalið í byijun of hratt, mótífin fengu ekki tíma til þess að breiða úr sér, sönginn vant- aði og forteið því gróft. Tempóið í þriðja þættinum er mjög við- kvæmt, má hvorki vera of hægt né of hratt vegna presto-hlut- ans. Því miður hitti stjórnandinn ekki á réttan hraða og hlustaði maður því sem á nálum á prestó- ið, en þar stendur „non assai“. Síðasta þættinum verður að stjórna á rólegum tveim ef hljómsveit á að ráða við að „in- tónera“ og fá tíma til að músis- era,en þátturinn var yfirkeyrður og í þessum flutningi ekki sá Brahms sem við höfum oft heyrt í meðferð hljómsveitarinnar. Best skiluðu sér staðir í öðrum þættinum þar sem hljómsveitin fékk tíma til að tjá sig. Upp úr stóð samleikur þeirra 'Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gunnars Kvaran í Konsertinum fyrir fiðlu og selló. Þennan mjög svo erfiða konsert fluttu þau af öryggi, yfii-vegun og skilningi. Þar í salnum sem undirritaður sat hljómaði fiðlan of veikt á móti sellóinu, en þeim sem aftar sátu í salnum fannst það gagnstæða. Þetta er aðeins eitt dæmið um það hvað aðkallandi er að tón- listarhúsið verði sem fyrst annað og meira en draumur sem ræt- ast mætti áður en handboltahöll ópus ? rís. Kannske ætti ég að læsa þennan ritdóm niður í skúffu, því Sakari hefur vissu- lega gert góða hluti og á von- andi eftir að gera, en tími hans sem Brahms-stjórnandi er enn ekki kominn. En mætti maður um leið spyrja, hefur íslenskum hljómsveitarráðunautum _ aldrei dottið í hug að til væru íslend- ingar sem lært hafa hljómsveit- arstjórn og gætu stjórnað Brahms og kannske einhverju fleiru? Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeió í skyndihjálp sem hefst þriðjudaginn 16. janúar kl. 20 á Öldu- götu 4 og stendur yfir í 4 kvöld. Kennt verður 16., 18., 22. og 24. janúar. Skráning í síma 28222. Leiðbeinandi: Guðlaugur Leósson. Öllum heimil þátttaka, 15 ára og eldri. Skráió ykkur strax Rauði Krosslsiands Um áramótin lækkaði allt lambakjöt um 8,8%. I Sparaðu og kauptu lambakjöt. SAMSTARFSHOPUR U M SÖLU LAMBAKJÖTS J______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.