Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 15 ■Propaganda Films, fyrirtæki Sigur- jóns Sighvatssonar i Kalif orniu, veltí um 3,6 milliöróum islenskra króna á sióasta óri. Hótt i 200 manns eru ó launaskró og fyrirtækió er meó á milli 30% og 40% af tónlistarmynd- bandamarkaóinum i Bandarikjunum — og umsvif in aukast stöóugt. ■Meóal vióskiptavina eru stór- stjörnur á boró vió Madonnu, Prince, Sting og nýjasta söngst jarna Banda- rikjamanna, Paula Abdul. ■Kvikmyndin „Wild at Heart" kost- aói um 12 milljónir dollara i ffram- leióslu og veróur f rumsýnd á kvik- myndahótióinni i Cannes. Inýjasta hefti tímaritsins Int- erview eru tvær greinar sem tengjast Propaganda Films og segir þáð ef til vill sitt um umsvifin. Annars vegar er grein um hlutdeild fyrirtækisins á myndbandamarkaðinum og viðtal við þá félaga Siguijón og Steve Golin. Hins vegar er umfjöllun um kvikmyndina „Wild at Heart“ sem framleidd er af Propaganda Films undir leikstjórn David Lynch, eins af fremstu leikstjórum Banda- ríkjanna (fyrri myndir hans eru m.a. Fílamaðurinn og Blue Velvet). í fyrrnefndu greininni segir meðal annars að Propaganda Films, ásamt hliðstæðum fyrirtækjum, Limeiight og 0. Pictures, hafi breytt fremur frumstæðum tónlistarmyndbanda- markaði í þróaðan iðnað. Um þá Steve Golin og Joni Sighvatsson, eins og Sigutjón er nefndur vestra, segir að þeim harðsnúnu vinnu- brögðum, sem þeir hafi byggt vel- gengni sína á, sé best lýst með þeirri iðjusemi sem þeir sýndu sem nemendur í The American Film Institute á lokaári, þegar þeir réðu sér starfsfólk og bjuggu til auglýs- ingar fyrir Coca-Cola á meðan sam- stúdentar þeirra gerðu hina hefð- bundnu tuttugu mínútna lokakvik- mynd. Hugmyndafræðin gekk upp „Hlutirnir hafa vissulega gengið hraðar fyrir sig en við áttum von á þótt segja megi að ég hafi verið að leggja grunninn að þessu starfi síðastliðin fimmtán ár,“ sagði Sig- urjón er við náðum símasambandi við hann á skrifstofu Propaganda Films í Los Angeles. „Það eru margir samverkandi þættir sem hafa skapað þessa velgengni, til dæmis það að við komum inn á þennan markað á réttum tíma með ákveðna hugmyndafræði sem hefur gengið upp. Þegar við Steve fórum af stað með fyrirtækið var fyrsta myndbandaaldan að ganga yfir og talsverður losarabragur á öllum vinnubrögðum. Menn voru með bókhaldið í rassvasanum og list- rænn og faglegur metnaður var ekki mikill. Menn voru jafnvel að þessu inni í bílskúr heima hjá sér. Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og á faglegum grundvelli sem líktist meira þeim vinnubrögð- um sem viðgangast hjá kvikmynda- verum. Við byggðum því upp dálí- tið flókið deildakerfi með mun sterkari framleiðslugrundvelli en tíðkast hafði í þessum bransa, sem meðal annars felst í því að við get- um boðið upp á fleiri valkosti, til dæmis varðandi leikstjóra, en önnur fyrirtæki á markaðnum. Ennfremur leggjum við áherslu á að hafa um- sjón með og heildarsýn yfir hvert verkefni frá upphafi til enda, en á því vildi verða misbrestur hjá mörg- um. Yfirstjórn fyrirtækisins er í hönd- um okkar Steve. Síðan erum við með sérstakt fólk sem sér um sölu- mál, annað fólk sem annast mark- aðsmál, einn aðila sem sér um fram- leiðsluna á vissu stigi og annan sem sér um eftirvinnsluna svo dæmi séu tekin um deildaskiptinguna. Fastir starfsmenn eru um 60 talsins en að meðaltali eru um 150 til 200 manns á launaskrá. Og þessi hug- myndafræði sem við byggðum á virðist ætla að ganga upp því við gerum nú flest dýrustu tónlistar- myndböndin og erum með um 30% til 40% af markaðnum," sagði Sig- utjón. Að vinna með stórstjörnum Sigutjón kvaðst lítið finna til þess að umgangast og vinna með stórstjörnum í bandarískum rokk- og kvikmyndaheimi. „Þetta er ekk- ert merkilegra fólk en við,“ segir hann. „En til marks um mismun- andi vinnubrögð þessa fólks má taka Madonnu og Sting sem dæmi. Hún kemur gagngert til að vinna með ákveðnum leikstjóra og þau vinna mjög náið saman. Madonna hefur mjög ákveðna hugmynd um sína eigin ímynd og það er hennar sniild í rauninni, fremur en að hún sé einhver yfirburða songkona. Á þann hátt gerir hún miklar kröfur og fylgist sjálf náið með öllu fram- leiðsluferlinu. Sting er hins vegar ailt önnur manngerð. Við höfum unnið með honum lengi og hann treystir okkur fullkomlega. Þegar eitthvað stendur til hjá honum hef- ur hann samband og leggur málið í okkar hendur. Við veljum jafnvel fyrir hann leikstjóra. Einn hluti af starfi okkar er að búa til myndrænar ímyndir fyrir listamenn sem eru að bytja í brans- anum. I því sambandi má nefna Paulu Abdul. Við höfum algerlega skapað hennar ímynd og hún er nú búin að selja yfir 5 milljónir platna og er orðin mun „heitari“ en Mad- onna hér í Bandaríkjunum í dag. En við erum með fjölmargt ann- að í farvatninu en þessi tónmynd- bönd. Við erum nú að gera kvik- myndir sem við teljum í háum gæðaflokki eins og til dæmis „Wild at Heart“, í leikstjórn David Lynch og með stórstjörnum á borð við Isa- bellu Rosselini, Laura Dern, Nicolas Cage og Harry Dean Stanton. Hún kostaði 12 milljónir dollara og 'verð- ur væntanlega frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes næsta sumar. Einnig höfum við hafið framleiðslu á sjónvarpsþáttaröðum sem við bindum miklar vonir við. Hvað sjálfan mig varðar hef ég ennfremur gert mína fyrstu íslensku_ kvikmynd í samvinnu við Lárus Ými Óskarsson, Bílaverk- stæði Badda, sem byggð er á sam- nefndu leikriti Ólafs Hauks Símon- arsonar. Segja má, að við höfum upphaf- lega farið út í myndbandábransann til að leggja fjárhagslegan grund- völl að stærri verkefnum, svo sem kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröð- um. í upphafi fengum við ekki að gera neinar bíómyndir en forsjónin hagaði því svo til að myndböndin leiddu okkur svo aftur inn í kvik- myndirnar þegar við mynduðum tengsl við Polygram-kvikmyndafyr- irtækið. Þeir réðu okkur til að gera okkar fyrstu mynd, sem Nigel Dick leikstýrði og hét „Private Investi- gations", sem ef til vill var vendi- punkturinn í uppgangi fyrirtækis- ins. Síðan hefur þessi starfsemi undið upp á sig og til dæmis gerðum við þtjár bíómyndir á síðasta ári. Einnig erum við komnir út í sjón- varpsframleiðslu, eins og ég sagði áðan, og erum nú að gera þáttaröð fyrir ABC, sem ber heitið „Twin Peaks“ og verður væntanlega sýnd á Stöð 2 í vor.“ Skaginn - Hollywood Það er ef til vill ekki svo löng leið frá Akranesi, þar sem Siguijón ólst upp, til Hollywood eins og mörgum kann að virðast í fljótu bragði. Sem unglingur varð Sigur- jón landskunnur rokktónlistarmað- ur og lék á bassa með hljómsveitun- um Flowers, Ævintýri og Brimkló. Þar kynntist hann af eigin raun starfi rokkarans, sem eflaust hefur reynst honum vel í samstarfinu við slíka menn vestra. Hann þótti snemma sýna framtakssemi og við- skiptavit og settist í Verslunarskóla íslands. „Velgengni hans í Ameríku kem- ur mér ekkert á óvart,“ segir Karl bróðir hans, kirkjuorganisti í Hveragerði, en þeir bræður léku saman í hljómsveitinni Flowers á sínum tíma. „Hann hefur í sér þessa staðfestu sem þarf til að ná settu marki. Hann var kannski enginn toppmaður í skóla en þó alltaf á mjög ákveðinni siglingu og var með alla hluti á hreinu. Hann hætti í Versló um tíma þegar mest gekk á hjá okkur í Flowers, en hætti svo aftur í hljómsveitinni þegar leikur- inn stóð sem hæst, til að klára skólann. Það voru talsvert miklir peningar í þessu hjá okkur og spennandi líf, en hann lét það ekki síá sig út af laginu. Hann vissi al- veg á hvaða leið hann var tiltölu- lega ungur. Ég held þó ekki að hann hafi verið búinn að setja stefn- una á kvikmyndagerð á þessum árum en það kom strax í ljós, þeg- ar hann fór að hljóðrita, að honum hentaði vel að starfa með tónlistar- mönnum og það ’getur maður ekki nema að hafa sjálfur í sér listræna eiginleika. Mér fannst líka próf- myndin hans, „The Story of L. Sharky“, bera vott um að hann hefði listræna yfirsýn, ekki bara með hliðsjón af kvikmyndatökunni heldur var ég einnig mjög hrifinn af músíkinni í myndinni, sem hann mótaði í samráði við Áma Egils. Hann hefur reyndar alltaf verið dulur um áform sín, en það kemur mér ekki á óvart að hann skuli hafa náð tökum á þessum málum, þótt ég hafi aldrei heyrt hann hafa sérstaklega orð á því. Hann hefur fjármálavit og er einn af þeim mönnum sem á auðvelt með að taka ákvarðanir um slíkt. Þegar það fer svo saman við þessa listrænu til- finningu þurfa menn ekkert að vera hissa á því að þetta skuli hafa geng- ið upp hjá honum. Að mínum dómi er þetta bara dæmi um að ætli menn sér eitthvað þá komast þeir það, ef nægur vilji er fyrir hendi. Það virðist eins og hann hafi farið út með það í pokahorninu að gera þetta og vissulega hafa aðstæður hjálpað honum svolítið og sjálfsagt margt sem spilar þar saman. í fyrsta lagi virðist honum líða vel í Ámeríku. Síðan hittir hann mann sem virðist smella saman við hug- myndir hans um leiðir að settu marki, og það hefur eflaust haft mikið að segja,“ segir Karl Sig- hvatsson. Ekki í þessu vegna peninganna „Það má kannski segja að tíma- setningin á stofnun fyrirtækisins hafi skipt sköpum fyrir okkur,“ segir Siguijón. „Það var rúm fyrir svona fyrirtæki á myndbandamark- aðinum. Hann var tilbúinn til að skipuleggja sjálfan sig sem alvar- lega iðngrein. En það voru tiltölu- lega fáir í sjálfum bransanum sem gátu gert þetta því þeir höfðu litla reynslu og þekkingu, bæði í kvik- myndagerð og viðskiptum. Þessa reynslu höfðum við Steve. Við Steve bætum hvor annan upp, ég hef reynslu í viðskiptum og hann mjög yfirgripsmikla þekkingu á banda- rísku þjóðfélagi og báðir erum við lærðir kvikmyndagerðarmenn. Allt þetta hjálpar mikið til.“ Siguijón neitar því að hann. sé orðinn mikill Bandaríkjamaður í sér. „Ég er mikill'tslendingur í mér og verð alitaf. Hins vegar kann ég vel við mig hér og hér er mitt starf. Fjölskyldutengslin liggja hins vegar heima á íslandi og þau bönd verður aldrei hægt að tjúfa. Sonur minn er í skóla heima en eiginkonan er hér úti að vinna kennsluefni fyrir Námsgagnastofnun. Við erum ný- komin út aftur eftir tveggja vikna frí heima og þannig erum við eigin- lega alltaf á ferðinni á milli tveggja heimsálfa." — Ein spurning sem brennur mjög á landanum: Ertu ekki orðinn alveg moldríkur á þessu? „Ríkidæmi er mjög afstætt hug- tak. Fyrirtæki mitt er sjálfsagt tals- SKYNDISALA 20% AFSLÁTTUR af öllum vörum í 3 daga M.a: frakkar ir jakkar ir buxur ir úlpur^ ir peysur * skyrtur i sloppar teppi ir mottur ir töskur ir + O.fl. i O.fl. ir O.fl. Notid tœkifœrib Abeins 3 dagar Aðalstræti 2, sími 11350.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.