Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 27 ATVIN NUAíiGí YSINGA R LANDSPÍTALINN Sérfræðingur Staða sérfræðings (75%) í hjartasjúkdómum við lyflækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa sér- fræðileyfi í hjartalækningum. Staðan veitist frá 1. september 1990. Upplýsingar um stöðuna veitir Þórður Harð- arson, forstöðulæknir lyflækningadeildar, sími 601266. Umsóknir sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, Reykjavík, fyrir 1. mars nk. Reykjavík, 14. janúar 1990. Leikskólar/ skóladagheimili Kópavogsbæjar Leikskólinn Furugrund Þroskaþjálfi eða fóstra óskast til að sjá um þjálfun fatlaðs barns. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður í síma 41124. Skóladagheimilið Dalbrekku Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldis- menntun óskast til starfa. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750. Auk þess veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. Laus störf Afgreiðslumaður (442) til starfa á vélalager hjá stóru deildaskiptu innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Móttaka og afgreiðsla pantana. Afgreiðsla viðskiptavina. Pökkun og frágang- ur vörusendinga. Við leitum að vélvirkja, vélstjóra eða manni með þekkingu á stærri vélum, s.s. skipavél- um og vinnuvélum. Laust strax. Járniðnaðarmaður (360) til starfa hjá stóru iðnfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Viðgerða- og viðhaldsstörf á vélaverkstæði. Við leitum að vélvirkja, vélstjóra, járnsmið eða manni með sambærilega menntun. Laust strax. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar númeri viðkomandi starfs, fyrir 17. janúar nk. Hagva ngurhf Grensósvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir ÖRVI Starfs|>jálfunarsta<Sur Kársnushraut 110, 200 Kópavogi, Iðjuþjálfi Vinnustaðurinn Örvi, sem er vinnustaður fyr- ir fatlaða á Kársnesbraut 110 í Kópavogi, óskar að ráða iðjuþjálfa til starfa í afleysing- ar nú þegar. Meginmarkmið staðarins er að þjálfa fatlaða til starfa á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á stuðning við þá, sem fara í almenn störf í samstarfi við atvinnuleit fatlaðra í við- komandi sveitarfélagi og við verkstjórn fatl- aðra. Iðjuþjálfi hefur umsjón með gerð og framkvæmd starfsþjálfunarinnar. Hann ann- ast undirbúning og eftirfylgd starfsmanns í almennu starfi. Iðjuþjálfi annast einnig fræðslu og faglega ráðgjöf verkstjóra og starfsfólks í Orva. Umsóknum skal skila til forstöðumanns, Kársnesbraut 110, Kópavogi, sími 43277, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar. BORGARSPÍTALINN Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á Grensás, sem er endurhæfinga- og taugadeild. Verið vel- komin til starfa með áhugasömu fólki. Nánari upplýsingar veita Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri starfsmanna- þjónustu, í si'ma 696350 og Herdís Herberts- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696361. Uppeldisfulltrúi Merferðarheimilið v/Kleifarveg óskar eftir uppeldisfulltrúa til starfa. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða starfsreynslu á uppeldissviði (t.d. þroskaþjálfar, fóstrur eða kennarar). Upplýsingar í síma 82615. Sjúkrahúsprestur Borgarspítalinn óskar eftir að ráða prest til starfa. Umsækjandi skal hafa lokið sérnámi í sálgæslu (CPE). Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Borgarspítalans og skal umsóknum skilað til hans fyrir 24. janúar nk. Sérhæfðir sölumenn - hljómtæki - tölvur Óskum að ráða sölumann í verslun okkar. Starfið krefst áhuga á hljómtækjum, sjón- vörpum og öðrum þeim vörum, sem við sér- hæfum okkur í. Einnig óskum við að ráða sölumann í tölvu- deild. Reynsla af Macintosh-tölvum og áhugi á tölvum æskilegur. Við væntum stundvísi, góðrar framkomu og reglusemi. Góð laun í boði fyrir rétta aðila og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við Grím Laxdal í Radíóbúðinni hf. Upplýsingar ekki veittar í síma. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða Svæðisnefnd Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða auglýsir eftir framkvæmdastjóra með aðsetri á ísafirði. Umsóknir berist fyrir 1. febrúar 1990, til héraðslæknis Vestfjarða, Heilsugæslustöð- inni á ísafirði. Upplýsingar veitir héraðslækn- ir í síma 94-4500 svo og heilbrigðisfulltrúinn á ísafirði í síma 94-3722. Héraðslæknir. Lager- og afgreiðslustarf Innflutningsfyrirtæki á sviði veiðarfæra óskar eftir starfsmanni með meiraprófsréttindi til fjölbreyttra lager- og afgreiðslustarfa strax. Skriflegar eiginhandarumsóknir með upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir nk. mið- vikudagskvöld merktar: „Lager - 999“. Öllum umsóknum verður svarað. Ríkistollstjóri Hjá ríkistollstjóra og tollstjóranum í Reykjavík eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. Hjá ríkistollstjora: 1. Staða deildarstjóra við endurskoðun toll- skjala. Endurskoðunar- og bókhaldskunn- átta áskilin. 2. Tvær stöður við endurskoðun tollskjala. 3. Staða gagnasafnsvarðar. Hjá tollstjóranum í Reykjavík: 1. Staða deildarstjóra við tollendurskoðunar- deild. 2. Nokkrar stöður tollendurskoðenda við tollendurskoðunardeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar 1990. F.h. ríkistollstjóra og tollstjórans íReykjavík, 14.janúar1990. Starfsmannastjóri. JlfRÍKISSPÍTALAR Meinatæknir - líffræðingur Meinatæknir/líffræðingur óskast til starfa við Blóðónæmisfræðideild Blóðbankans. Um er að ræða fullt starf frá kl. 9.00-17.00. í starfinu felst vinna við blóðflokkun, samræm- ispróf, blóðhlutavinnslu, afgreiðslu blóðs, smitvarnarpróf og vaktastörf. Reynsla við rannsóknastörf æskileg. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jensson, yfirlæknir, eða Björn Harðarsson, deildarstjóri. Umsóknir sendist til yfirlæknis. Aðstoðarmaður Aðstoðarmaður óskast til starfa við Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði, litn- ingarannsóknadeild. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu, við aðstoð í litningarann- sóknum. Ráðningartími er frá febrúar til sept- emberloka. Umsækjendur skulu hafa stúd- entspróf úr raungreinadeild. Nánari upplýsingar veitir Margrét Steinars- dóttir, deildarstjóri, í síma 601900. Reykjavík 14.janúar 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.