Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 ÞRIEYGAR OG ÞRIGGJA METRA HÁAR „O, ÞETTA er nú ekkert nýtt,“ sagði rússneskukennarinn minn þegar ég vildi í einum timanum ræða við hana um fljúgandi fúrðuhluti og mikil skrif sovéskra blaða um þá upp á síðkastið. „Síðustu árin hefúr lítið borið á tali um fljúgandi furðuhluti" hélt hún áfram. „En nú er þetta byrj- að aftur. Kannski vegna þess að fólki er aftur farið að leiðast!" Fró Jóni Ólofssyni í Og svo kom stutt ræða um glasn- ost og perestrojku sem í fyrstu gerði fólk áhúgasamara um jarð- nesk mál en eru nú að verða úrelt umræðuefni svo fólk sækir á ný í hugleiðingar um fljúgandi furðu- hluti og ýmislegt fleira sem ekki þykir gáfulegt að hugsa mikið um. En þeir atburðir sem einkum hafa vakið upp þetta tal, og íslenskir blaðalesendur hafa eflaust frétt af, eru frásagnir af geimskipi og furðu- legum verum við borgina Voronezj í Rússlandi. Fjölmargir sjónarvottar hafa lýst atburðunum með svipuðum hætti. Nokkrum sinnum nú í haust á spor- öskjulaga hlutur að hafa flogið yfir bæinn og lent rétt fyrir utan hann. Hluturinn var talinn vera um það bil fimmtán metrar á lengd og fímm á breidd. Hann staðnæmdist í eins til tveggja metra hæð yfir jörðu og rak niður burðarfætur sem héldu honum uppi. Út úr skipi þessu stigu svo verur, á að giska þriggja metra háar og hálslausar en með ein- hverskonar höfuð á búknum og þrjú augu sem lýsti af. Þær eyddu dijúgum tíma úti við og virtust aðallega vera að taka jarðvegssýni. Það er ekki nóg með að frásagn- ir fólks af þessu séu furðu líkar. Ummerki kváðu líka hafa fundist eftir geimfarið, bæði holur .eftir burðarfæturna og aukin geisla- virkni í jarðvegi á þeim stað þar sem það á að hafa lent. Og hvemig á nú að bregðast við? A að trúa eða ekki trúa? Þeir sem telja sig upplýsta, menntaða og skynsamlega þenkjandi reyna eins- og rússneskukennarinn minn að gera lítið úr öllu saman og sjá alls- kyns sálrænar skýringar á furðu- sögum fólksins. En svo eru aðrir sem telja umræðuna ekki tilkomna vegna þess að fólk sé að missa áhugann á umbótunum heldur þvert á móti einmitt afleiðingu þeirra og benda á að á þessu ári hafi meira verið fjallað um fljúgandi furðu- hluti á prenti heldur en síðustu tíu ár samanlagt. Fólk sé nú óhrætt við að tjá sig um gesti frá öðrum hnöttum eins og annað. Þessvegna sýni þetta bara að reynsla af óskýr- anlegum fyrirbærum sé miklu al- gengari en fólk haldi, og sennilega séu geimverur tíðir gestir á jörð- inni, eða að minnsta kosti í Sov- étríkjunum, hvernig sem á því stendur. Einhver fullyrti að hann hefði þau skilaboð frá geimverunum við Voronezj að þær mundu sprengja jörðina í tætlur ef Sovét- menn hefðu ekki gert þessa per- estrojku sína að veruleika fyrir aldamót. Þær hefðu fylgst nógu lengi með harmkvælum rússnesku þjóðarinnar, nú væri mælirinn full- ur. En hvað sem sh'kum vangaveltum líður er svo mikið víst að fólk á Voronezj verður lengi að ná sér niður á jörðina aftur. Þótt það virð- Teikningar tveggja skóla- stúlkna í Voronezj af furðuverum sem þær sáu. in ókennileg fyrirbæri sem margir höfðu orðið vitni að í námunda við Leníngrad. Þar kom á endanum í ljós að reykmekkir frá eldflauga- skoti höfðu villt fólki sýn, segir Platof. Hann telur að starfshópur sinn hafi getað fundið eðlilegar skýringar á flestu sem lagt hefur verið fyrir hann hingað til. En atburðina í Voronezj hefur enginn getað skýrt enn sem komið er. Ekki síst er það merkilegt hve lýsingunum ber saman og hve fólk- ið er ólíkt sem hefur séð geimskip- "lCrto »+uúh" AbeX. f c ist engin samskipti hafa haft við furðuverurnar (það merkilega er að þær virðast engan áhuga hafa á fólkinu á jörðinni) höfðu sýnirnar djúp tilfinningaleg áhrif á það. Margir kvörtuðu yfir sljóleika og einkennilegri dapurleikakennd í marga daga á eftir. Sagt er að kirkj- unnar þjónar hafi blessað reitinn sem skipið kvað hafa lent á og nú komi fólk þar til að biðjast fyrir. Þessu hefur staðarpatríark að vísu þverneitað og sagt að heimsóknirn- ar séu ekki verk guðs heldur þess vonda sjálfs. Að minnsta kosti hefur fólk streymt á þá staði þar sem geim- verurnar birtust sem helgistaðir væru og sjónarvottar að atburðun- um keppast við að festa frásagnir sínar á blað. Dagblaðið Komsom- olskaja Pravda hefur nú opnað sér- stakan dálk í- blaðinu fyrir frásagn- ir af fljúgandi furðuhlutum, viðtöl við sérfræðinga á þessu sviði og svo framvegis. Þetta var ákveðið eftir að blaðinu höfðu borist á þriðja hundrað frásagnir fólks sem hafði séð fljúgandi furðuhluti, lendingu geimskips eða jafnvel skrítnar verur spígspora fyrir framan nefið á sér. Og þær frásagnir voru ekki einung- is frá Voronezj. Júlíj Platof er sérfræðingur um rafsegulbylgjur og hefur á síðustu árum helgað sig rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum eða öllu held- ur ummerkjum eftir þá og vitnis- burði um þá. Frá 1977 hefur hann leitt rannsóknahóp sem upphaflega var skipaður af sovésku vísinda- akademíunni til að rannsaka tiltek- ið og verurnar. Jafnt 12 ára skóla- krakkar sem rosknir yfirlögreglu- þjónar. Þannig kveðst til dæmis lögreglumaðurinn Sergei Matveijef varla hafa þorað að segja nokkrum manni frá því sem hann sá. Það var ekki fyrr en eftir að borgaryfir- völd höfðu beint þeim tilmælum til íbúa Voronezj að láta vita af öllu undarlegu, sem þeir hefðu orðið varir við, að hann ákvað að leysa frá skjóðunni. Svo nú má Júlíus Platof hafa sig allan við ef honum á að takast að afsanna að verur úr öðrum heimum hafi raunverulega birst íbúum Vor- onezj-borgar. Fólkið í Voronezj horfir enn til himins á hveijum degi í von um að gestirnir sýni sig aftur og skilji eftir áþreifanlegri merki um nærveru sína. FIMM MORÐ ÁDAG FIMM NEW YORK-búar eru myrtir á hverjum sólarhring. Það gera 1.800 morð á ári. Þetta er ekki jafn bölvað og það lítur út fyrir að vera í fyrstu, því New York er stærsta borg Bandaríkjanna, með um 7,5 milljónir íbúa, ogþað er nauðsynlegt að miða við höfða- tölu, eins og okkur íslendingum er ljösara en flestum öðrum. Líkurnar á að verða myrtur í New York eru því ekki nema einn á móti 4.000 á ári. etta þætti sumum að vísu al- veg nóg. Morðtíðni í New York er reyndar þrisvar sinnum meiri en gengur og gerist í Banda- ríkjunum, sem aftur er tvöfalt hærri en í Vestur-Evrópu. Hins vegar eru átta borgir í Banda- ríkjunum ennþá hættulegri en New York, svo sem Miami, Detro- it og Dallas, að ógleymdri höfuð- borginni, Washington, sem einnig er morðhöfuðborg Bandaríkjanna. Þar er tvöfalt fleira fólki komið fyrir kattarnef en í New York, miðað við höfðatölu auðvitað. Hvers vegna er ofbeldi í banda- rískum borgum svo miklu meira en annars staðar á Vesturlöndum? Eflaust er ekkert einfalt svar við því, en það má nefna tvær augljós- ar skýringar. Sú fyrri er eiturlyf. Um þriðj- ungur morða í New York tengist eiturlyfjum á einn eða annan hátt, en hér eru fleiri eiturfíklar en íbú- ar í Boston. Flestir reykja „krakk“ en þeir sem sprauta sig með kók- aíni og/eða heróíni eru, álíka margir og íslendingar. Þar sem viðskiptareglur eru ekki mjög skýrar í eiturlyfjaheiminum bregða keppinautar gjarnan á það ráð að sálga hver öðrum til að tryggja stöðu sína, á svipaðan hátt og mafíubruggsalar á bann- árunum. Það er blátt áfram lífsnauðsynlegt að fá á sig orð fyrir grimmd og ofbeldi til að fá að vera í friði með viðskiptin. Þá fremja neytendur oft ránmorð fyrir skiptimynt, en af aukaáhrif- um „krakks" má nefna að það eykur ofbeldishneigð manna. Fijálsleg vopnasala og almenn byssueign er önnur ástæða. Það er kannski aðeins fyrirhafnar- meira að kaupa hríðskotabyssu en hraðsuðuketil, en það munar ekki miklu. AK-47-rifflll, sem þykir þokkalegt vopn í meðal- borgarastyijöid, kostar um 25.000 íslenskar krónur út úr búð. Margir telja það grundvallar- mannréttindi að mega bera vopn og vitna í stofnendur Banda- ríkjanna máli sínu til stuðnings, þó að þeir hafi líklega haft meiri áhyggjur af breskum dátum en barnamorðingjum. Þegar einn slíkur lét til skarar skríða í skóla í Kalifomíu tók Bush forseti á sig rögg og bannaði innflutning á hríðskotarifflum. Af tveimur vondum kostum er væntanlega skárra að vera sallaður niður með innlendri framleiðslu. Bush er annars lífstíðarfélagi í Rifflavina- félaginu (National Rifle Associati- on), sem er einn öflugasti þrýsti- hópurinn hér í landi og stendur fast gegn öllum hugmyndum um skert byssuréttindi. Það gerir lög- reglunni auðvitað ekki auðveldara fyrir að obbinn af glæpalýð borg- arinnar er vel vopnaður og hún er því gikkglaðari en annars þyrfti að vera. Löggan drepur yfir 20 manns í átökum á ári og 2-3 lög- reglumenn eru að jafnaði myrtir við skyldustörf (þeir eru reyndar þegar orðnir sex á þessu ári). Besta aðferðin til að gera sér grein fyrir glæpum hér er kannski að líta á hvernig ástandið væri í Reykjavík ef aðstæður væru þær sömu og í Nýju Jórvík. Þá væru þar framin 22 morð á ári, 40 konum væri nauðgað, yfir 600 manns yrðu fyrir líkamsárás og nærri 900 Reykvíkingar væru rændir. Yfir 1.000 bílum væri sto- lið á hveiju ári og brotist væri inn í 1.400 hús. Yfir 600 Reykvíking- ar væru heimilislausir, um þriðj- ungur þeirra geðsjúklingar. Þetta þætti fæstum björgulegt ástand og menn spyija kannski hvort óhætt sé að heimsækja New York án þess að týna lífi, limum eða seðlaveskinu. Svarið er að það eru góðar líkur á að sleppa óskaddaður og órændur. Ofbeldið geysar að mestu leyti í fátækra- hverfum borgarinnar og fjarri helstu ferðamannastöðum. New York-búar drepa yfírleitt hver annan. HÖSGAMOftR okkar á milli ... I Svissneska vegalögreglan sá sig nýléga tilneydda að stöðva Þjóðverja og ökutæki hans á hraðbrautinni við Basel. Hafði hún veitt því athygli að framr dekkin vantaði á bifreiðina. Öku- maðurinn útskýrði fyrir lög- reglumönnunum að hann hefði haft slíka ógurlega löngun til að komast heim að hann hefði ákveðið að leggja í hann þrátt fyrir þennan augljósa galla bif- reiðarinnar. Það skal tekið fram að hann var ekki drukkinn. I Ungverjaland heldur áfram að þokast í vestur. I miðborg Búdapest hefur verið opnuð verslun þar sem á boðstólum eru ýmis „hjálpartæki ástarlífsins“. Er þetta fyrsta verslunin af þessu tagi innan Varsjárbandalagsins. Samkvæint fréttum mynduðust biðraðir fyrir utan verslunina strax á fyrsta degi. Vestrænum viðskiptavinum mun hafa komið mest á óvart að meðal varnings sem boðið var upp á var að fínna sápu og múslí. 9 Samtök vestur-þýskra bif- reiðaeigenda, ADAC, hafa sent út viðvörun vegna þess mikla fjölda austur-þýskra bifreiða, sem nú er að finna á vegum Vest- ur-Þýskalands. Engin hraðatak- mörk eru á vestur-þýskum hrað- brautum og geta því Trabantarn- ir og Wartburgarnif, sem oftast komast ekki hraðar en 70-80 km/klst, oft valdið hættu og þá sérstaklega eftir að að skyggja tekur þar sem afturljós þeirra eru mjög dauf. Þá hefur það einn- ig reynst hættulegt hve Austur- Þjóðverjum er gjarnt að stöðva bifreiðir sínar á miðjum vegi til þess að glugga í vegakortið. St. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.