Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 10
íó............-............. 14. JANÚAR 1990- 4 eftir Friðrik Indriðason HREINT LAND - fagnrt land? Á síðustu fjórum árum hafa rúmlega 800.000 lítrar af olíu runnið út í umhverfíð hér á landi í mengunarslysum. Talið er að búnaður sem inni- haldi eiturefiiið PCB sé um 1.000 tonn hérlendis en aðeins hafa verið fluttir utan til eyð- ingar nokkrir tugir tonna af þeim búnaði. Mengun frá útblæstri bifreiða er sú sama, eða meiri, í Reykjavík og erlendum borgum með svipaðan umferðarþunga. Á hverju ári er hellt tæplega 2.000 tonnum af úrgangsolíu úr fiskiskipum í sjó hér við land. Mengunar-, eða umhverfísmál, heyra nú undir nánast öll ráðu- rieytin. Skortur á samræmdri yfirstjórn þeirra hérlendis háir Islendingum mjög í alþjóðlegu samstarfi um umhverfismál. íslendingar hafa löngum státað sig af því að vera með hrein- asta loft og vatn sem fínnst á byggðu bóli í heiminum. En þeir hafa fúrðulega lítið gert til að vernda þessi lífsgæði á undanförnum áratugum eða unnið að forvarnarstarfi til að viðhalda þessum gæðum í framtíðinni. Raunar má segja að mengunarvarnir hérlendis séu um tíu árum á eftir því sem gengúr og gerist í nágranna- löndum okkar. Heilsteypt mengunarvarnareglugerð varð ekki að veruleika fyrr en um síðustu áramót en mörg ákvæði hennar eru þverbrotin víða um land. er lekinn frá geymi ratsjárstöðvar Atlantshafsbandalagsins á Bola- fjalli við Bolungarvík í nóvember. Ur geyminum runnu 25.500 lítrar af olíu en hún hafði verið flutt ólög- lega í geyminn þar sem ekki hafði enn verið komið upp nauðsynlegum vörnum gegn leka við hann. Ríkis- saksóknari hefur nú þetta mál til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta bráðlega. Olíugeymar eru til staðar við næstum hverja einustu höfn á landinu. Hinsvegar er ekki að finna nauðsynlegar varnir gegn Iekum úr þeim, svipuðum og lekanum á Bolafjalli, nema geymarnir hafi verið byggðir eftir árið 1982 er lög voru sett um slíkt. Samkvæmt upp- lýsingum frá Eyjólfi Magnússyni hjá Siglingamálstofnun eru 98 olíu- birgðastöðvar nú í rekstri hérlendis. Af þeim eru 72 byggðar fyrir 1982 og 26 eftir þann tíma. Er því megn- ið af olíugeymum við íslenskar hafnir ekki með þessar varnir. Þar að auki er ómögulegt í fjölda til- fella að koma slíkum vömum við nema færa geyminn úr stað. Olíumengunarmál heyra undir Siglingamálastofnun. Magnús Jó- hannesson siglingamálastjóri segir að varnir íslendinga gegn olíum- engun séu í lamasessi. Ekki er að- eins um að ræða að varnir séu ekki til staðar við megnið af olíugeymum hérlendis heldur er búnaður til að hreinsa upp olíuna, fari hún út í umhverfið, af mjög skornum skammti. Búnað til að bregðast við olíuleka með skjótum hætti er að- eins að finna í þremur höfnum á landinu, Reykjavík, Isafirði og Akranesi. Til skamms tíma var slíkur búnaður einnig til staðar á Akureyri en Magnús segir að hann sé ekki lengur í nothæfu ástandi. „Við höfum reynt á undanförnum árum að byggja upp búnað til meng- unarvarna í höfnum landsins en gengið illa. Okkur finnst vera tak- markaður skilningur á þessum mál- um hjá syeitarstj órnum, “ segir Magnús. „Meðal annars höfum við lagt fyrir sveitarstjórnir tillögur um að þjálfa upp fyrir þær mannskap til að bregðast við hugsanlegum vanda á þessu sviði en fengið dræm- ar undirtektir. Það er yfirleitt borið við fjárskorti." Aðeins helmingur úrgangsolíu skipa skilar sér Samkvæmt lögum ber öllum Nýtt íslenskt umhverfis- málaráðuneyti á að líta dagsins ljós í upphafi næsta mánaðar sam- kvæmt samkomulagi því sem gert var þar um í ríki^stjórninni seint á síðásta ári. Þessa ráðu- neytis bíða gríðarleg verkefni á vettvangi mengunarmála því eins og væntanlegur umhverfismálaráð- herra, Júlíus Sólnes, bendir á er ísland matvælaframleiðsluland og því brýntað vei sé haldið á spöðun- um hvað mengunarvamir varðar. Varnir gegn olíumengun í lamasessi Einhver alvarlegustu mengunar- spjöli sem geta orðið hérlendis eru olíulekar. Nýjasta dæmið um slíkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.