Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 44
FORGANGSPÓSTUR MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, ~ REYKJAVÍK )LF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/RAX BRUNAÐIBREKKU Þúsund tonn af eldislaxi voru seld til útlanda á síðasta ári Hægt að selja 2-3.000 tonn út á ári, segir Hannes Hafsteinsson hjá SH ÞÚSUND tonn af eldislaxi voru seld til útlanda á síðasta ári. Framboð var ekki jafti mikið og eldismenn gerðu ráð fyrir, en þeir höfðu reikn- að með fjögur þúsund tonna framleiðslu á árinu. Astæða þessa mismun- ar er sú, að sögn Hannesar Hafsteinssonar hjá markaðsdeild Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, að atvinnugreinin er ung og menn voru of bjartsýnir. Hann segir að Islendingar geti auðveldlega selt tvö til þrjú þúsund tonn af eldislaxi til útlanda á ári. Tvö þúsund tonnum af olíu hellt í sjóinn . SÍÐUSTU fjögur ár hafa rúmlega 800.000 lítrar af olíu runnið út í umhverfið hérlendis í mengunar- slysum. Á hverju ári er tæplega 2.000 tonnum af úrgangsolíu hellt í sjó úr fiskiskipum hér við land í trássi við lög. Einhver alvarlegustu mengunar- spjöll sem geta orðið hérlendis eru olíulekar. Nýjasta dæmið um slíkt er lekinn frá geymi ratsjár- stöðvar Atlantshafsbandalagsins á Bolafjalli við Bolungarvík í nóvem- ber. Úr geyminum runnu 25.500 lítrar af olíu. Olíugeymar, eða birgðastöðvar, eru við nær hverja höfn. Hinsvegar er ekki að finna _ nauðsynlegar varnir gegn leka úr *'j)eim nema geymarnir hafi verið byggðir eftir að lög voru sett um slíkt. 72 af 98 birgðastöðvum voru byggðar fyrir þann tíma. Sjá greinina „Land í hættu?“ á bls. 10. Kvikmynd Sigurjóns wí aðalkeppn- ina í Cannes? KVIKMYNDIN „Wild at Heart“, sem framleidd er af Propaganda Films, íyrirtæki Sigurjóns Sig- hvatssonar og Steve Golins í Hollywood, hefúr verið tilnefnd í flokk þeirra kvikmynda sem til greina koma í aðalkeppnina á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í maí næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er David Lynch, sem m.a. leikstýrði kvik- myndunum „Fílamaðurinn" og „Blue Velvet" og meðal leikara •>—-eru Isabella Rossellini, Laura Dern, Nicolas Cage, Willem Dafoe og Harry Dean Stanton. Siguijón sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þessi tilnefning væri mikil meðmæli með myndinni, hvort sem hún yrði endan- lega valin til sýninga eða ekki. Hann sagði að kostnaður við gerð myndar- innar næmi um 720 milljónum íslenskra króna. Önnur mynd Propaganda Films, „Daddy is dying — Who‘s got the will“, hefur verið tilnefnd í eina af hliðarkeppnum Cannes-hátíðarinnar. Sjá greinina „Joni í drauma- verksmiðjunni" á bls. 14 og 15. Af þeim þúsund tonn- um, sem f lutt voru út, sá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna um sölu á fjórðungi, eða 224 tonnum. Þetta er nýr þáttur í starfsemi SH og salan fór aðallega fram á síðari hluta ársins. Fyrir þessi 224 tonn fengust nærri 79 milljónir króna. Mest var selt í Frakklandi, eða 100 tonn fyrir rúm- ar 28 milljónir, 70 tonn fóru til Bandaríkjanna og fengust rúmar 25 milljónir fyrir þau, 47 tonn til Japans, sem seldust fyrir rúmar 22 milljónir og rúm 6 tonn til Spánar. Þessar tölur segja þó ekki allt því innflutnings- og pökkunarkostnað- ur er misjafn eftir mörkuðum. Sölu- miðstöðin seldi lax frá 19 fyrirtækj- um á síðasta ári. Ferskur laxinn er ýmist seldur slægður eða óslægð- ur og fluttur með innlendum eða erlendum flugfélögum á markað. Flutt eru nokkur tonn í ferð, en stærsta sending á síðasta ári var milli 15 og 16 tönn til Frakklands skömmu fyrir jól. í gær boðaði Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna til fundar með full- trúum þeirra laxeldisfyrirtækja, sem unnið hafa að þessum málum með SH. Þar var samstarfið rætt og söluhorfur á þessu ári. Hannes Hafsteinsson sagði, að íslendingar gætu auðveldlega selt 2-3.000 tonn af laxi til útlanda á ári. „Á fundin- um í gær ræddum við vítt og breitt við fulltrúa laxeldisfyrirtækjanna um sölumálin," sagði Hannes. „Þessi fyrirtæki eru ekki aðilar að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eins og frystihúsin, en við munum áfram bjóða þeim þessa þjónustu okkar.“ 2775 opinber mál afgreidd 2775 opinber mál hlutu af- greiðslu við sakadóm Reykjavíkur árið 1989. Þar af gekk dómur í 658 málum en 2117 var lokið með dómssátt. Loðnan skiptir sköpum í bænum - segir forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar „LOÐNAN skiptir algerum sköpum í bænum, yfirbragðið ger- breytist. I siðustu viku var landað á annan tug þúsunda tonna og hér voru 45 skip í höfii þegar mest var. Þetta hefúr dágóð áhrif á alla þjónustu, það þarf kost í skipin, olíu og vatn,“ segir Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði. Undirtónninn þjá honum og Bjarna Stefánssyni bæjarstjóra á Eskifirði er þó þungur, á hvorum stað eru um 120 manns á atvinnuleysisskrá. að er auðvitað afleitt að nú þegar loðnan er loksins farin að veiðast sé ekkert unnið í hrað- frystihúsinu og togaranum vegna vinnudeilna," segir Bjami Stef- ánsson. „Við værum illa sett hér ef loðnan kæmi ekki inn núna, þótt hún megni ekki að bjarga fjárhagsútkomu síðasta árs og breyti því ekki að hér er fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá. Það létti mikið yfir fólki þegar loðnan kom, Loðnulöndun á Eskifirði. ætli það séu ekki nærri 90 manns í skipshöfnum, verksmiðju og vinnu við löndun loðnunnar,“ seg- ir Bjarni. Jónas Hallgrímss.on segir að vitaskuld hjálpi mikið upp á ástandið á Seyðisfirði að fá loðn- una, þó ekki nóg. Yfir 100 manns séu án vinnu vegna gjaldþrots og lokunar hraðfrystihússins. Hins vegar vinni nálægt 40 við loðnu- bræðsluna, seinna bætist fryst- ingin væntanlega við. „Loðnan er þannig mikil björg hér á staðnum. Þegar ekki verður á allt kosið verður að þakka það sem gefst." * Imálum þeim sem dómur gekk í voru 436 höfðuð vegna brota á almennum hegningarlögum en 222 vegna brota á sérrefsilöggjöf, aðallega umferðarlögum. Þremur þessara mála var vísað frá dómi, í 31 var sýknað en sakfellt í 624. Sakadómur fer einnig með bamsfaðernismál. Staðfestar voru 200 faðernisviðurkenningar og í framhaldi af því kveðnir upp 189 meðlagsúrskurðir. 70 úrskurðir voru kveðnir upp um ýmislegt sem lýtur að .framfærsluskyldu barna og 15 aðrir úrskurðir í sifjamálum. Enginn dómur gekk í barns- faðernismálum á árinu þar sem unnt var að ljúka þeim málum sem unnið var að að aflokinni blóð- rannsókn. Hins vegar gengu fimm dómar til ógildingar á faðerni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.