Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 11. tbl. 77.árg. SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Míkhaíl Gorbatsjov lýkur heimsókn til Litháens: Akvörðun um slit flokks- tengsla ekki tekin aftur — segja leiðtogar hins nýja stjórnarflokks kommúnista Vilnius. Keuter, Daily Telegraph og dpa. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi fundaði með leiðtogum stjórnarflokks litháískra kommúnista í gær en þeir hafa ákveðið að slita flokkstengsl við sovéska móðurflokk- inn. Leiðtogarnir kváðu ákvörðunina óhagganlega þar sem almenningur í Litháen hefði misst alla trú á Kommúnistaflokki Sovétríkjanna og liti á sig sem Evrópubúa. Þríhliða fúndi Gorbatsjovs, fúlltrúa hins nýja flokks kommúnista og lítils flokksbrots, sem enn fylgir Moskvu að málum, var sjónvarpað beint í Litháen. Kjurrar kjúk- ur endast best Sérfræðingar í geislafræði við Mus- grave-sjúkrahúsið í Belfast hafa komist að þeirri niðurstöðu að hættulegt geti verið að láta braka í liðum. Læknamir komust að því eftir rann- sóknir á fólki sem vanið hafði sig á að láta braka í liðum að sá ávani gæti valdið varanlegum liðamótaskemmdum og leitt til aukaverkana sem fylgja liða- mótagigt. Að sögn læknanna myndast brak- hljóðið við skyndilegt þrýstingsfall í lið- pokanum. Við þrýstingsfallið springur svo vökvabóla sem umlykur liðinn. Alögum létt af svifdrekum Þing Austur- Þýskalands hefúr samþykkt lög þess efnis að mönnum sé nú heimilt að fljúga um loftin blá í svifdrekum sínum. Er harðlínukommún- istar voru einráðir í landinu var með öllu óheimilt að eiga slík farartæki því þeir sem ekki voru fullsáttir við hlut- skipti sitt í sæluríkinu áttu það til að segja skilið við föðurlandið með því að svífa í vesturátt yfir Járntjaldið. Þá hafa sfjórnvöld aflétt banni við sigling- um á Eystrasalti auk þess sem mönnum er nú heimilt að synda þar en áður fyrr þótti ýmsum það álitlegur kostur að freista þess að synda í frelsið í stað þess að hætta lífí sínu með því að reyna að komast yfir landamærin. Fáðu þér sæti — eftir 50 ár Hugvitssamir verslunarmenn í rúss- nesku borginni Volgda hafa fundið upp nýja aðferð við vöruskömmtun í Sov- étríkjunum. Þar fá neytendur að kaupa munaðarvarning svo sem skó og hús- gögn geti þeir sannað með óyggjandi hætti að þeir séu fæddir í þeim sama mánuði og kaupin fara fram. Verslunar- menn gáfúst upp á gamla skömmtunar- kerfínu þegar biðlistinn eftir húsgögn- um var orðinn svo langur að mönnum var tjáð að þeir þyrftu að bíða í 50 ár hygðust þeir festa kaup á stólum eða öðrum setgögnum. Vasilíj Jemelíjanov, ritstjóri málgagns kommúnista í Litháen, sagði Gorbatsjov að siitin væru nauðsynleg. Flokkurinn hefði glatað forystuhlutverki sínu í lýðveldinu og almenningur misst alla trú á honum. „Stað- reynd málsins er sú að fólkið hefur sagt: Hingað og ekki iengra! Við viljum vera Evr- ópubúar." Ætluðu kommúnistar sér eitthvert hlutverk í Litháen væri óhjákvæmilegt að segja sig úr lögum við Moskvukommúnista. Gorbatsjov hlýddi á mál manna og ritaði hjá sérminnispunkta. Á föstudag ræddi Gorbatsjov við fulltrúa Moskvuhollra kommúnista og hvatti til eining- ar allra kommúnista í Litháen. Vladímír Schwed, leiðtogi Moskvuhollra sagði Sovét- leiðtogann hafa heitið þeim stuðningi. Schwed sagði að ekki væri ágreiningur við meirihlut- ann um að krefjast meira sjálfræðis í efna- hags- og menningarmálum, tjáningarfrelsis og mannréttinda. Hins vegar yrði þetta að gerast í samráði við stjórn Sovétríkjanna og sovéska kommúnistaflokkinn. Schwed sagði að menn hefðu „misst tökin á erfiðu ástandi" í Litháen. Mörgum stjórnmálaleiðtogum í landinu virðist mislíka yfirlætið sem gætir í orðum Gorbatsjovs er hann ræðir sjálfstæðismál Lit- háa. Meðal þeirra er dr. Rolandis Pavilionis, aðstoðarrektor háskólans í Vilnius og hátt- settur í kommúnistaflokknum. Hann sagðist efast mjög um gildi laga sem Gorbatsjov boðar þar sem ákvarðað verði hvernig lýð- veldi geti sagt sig úr ríkjasambandinu. „Það verða sett mörg skilyrði og þau verða okkur óhagstæð," sagði Pavilionis. „Moskvustjórnin mun krefjast þess að við greiðum skuldir okkar við ríkjasambandið. En hvað um það sem við höfum glatað, fólk sem var flutt á brott ,með nauðung, allar fórnirnar til að styrkja þetta mikla heimsveldi? Allt verður gert til að gera úrsögn óframkvæmanlega." Að sögn Pavilionis sýndi Algirdas Brazausk- as, leiðtogi kommúnistaflokks Litháens, Gorbatsjov fyrir skömmu áætlun um þróun til sjálfstæðis og var þar ákvæði um brott- f lutning sovésks herliðs frá landinu. Pavilion- is sagðist ekki sjá þörf fyrir herliðið þar sem engin hættá væri á árás af hálfu Vesturveld- anna og Litháar vildu að land þeirra yrði hluti af vopnlausu svæði við Eystrasalt. JOM I DRAUMA- VERKSMIÐJUNNI Sigurjón Sighvats- son í Propaganda films . H'vao ersvona rkilegt me EG Ö baö vi aö ALLT um þig? . LAND IHJETTU?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.