Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 39
MORtíUNBLÁÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM íunnudaóur 14. JANÚAR 1990 39 Morgunblaðið/Grímur Bjarnason. Veiðimenn þenja sig. Stefán Hjaltested leiðbeinir ungri veiðikonu. Að sögn A1 berts var það árið 1943, að flugvélin, 4 hreyfla, kom inn Reyðarfjörðinn til að varpa sprengjum sem gerðist all nokkrum sinnum á þessum slóð um. Banda- menn voru þarna með bækistöð og hröktu vélina út fjörðinn aftur með skothríð. Þoka var mikil, en vélin leitaði út fjörðinn og ætlaði svo að beygja norður. Flugmaðurinn hefur misreiknað sig, talið sig vera kom- inn út fjörð inn og beygði of snemma. Flaug beint í fjallið með þeim afleið ingum að flug vélin sprakk og allir um borð fór ust. Og nú eru ryðgandi stál grindur þögull minnisvarði um ragnarökin miklu. Morgunblaðið/Sverrir LEIKLIST Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt „Leikritið heitir „þú ert í blóma lífsins fíflið þitt“ og fjallar á skoplegan hátt um ævi einstaklings á íslandi frá getnaði til stúdentsprófs frá sjónarhóli unglingsins,“ sagði Davíð Þór Jónsson leikstjóri um verk það sem unglingadeild Leikfélags Hafíiar- fjarðar frumsýnir nú um helgina í Bæj- arbíói. Leikritið hefúr Davíð sjálfúr samið í samvinnu við krakkanna í unglinadeild- inni. Morgunblaðið/Þorkell. Þarna er altarisgangan í algleymingi......... Unglingadeildin er ekki göm-. ul, stofnuð haustið 1988 og var þá sett upp verkið „Þetta er allt vitleysa Snjólfur“ sem leik- stýrt var af Guðjóni Sigvalda- syni. í félaginu starfa nú 25 krakkar úr 7. - 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. Davíð sagði enn fremur, að alls yrðu sýningarnar fjórar talsins. I fréttatilkynningu frá leikhópn- um segir jafn framt að ráðgerð sé leikferð um landið. ... og þarna hefúr eitthvað slegið í brýnu milli kynslóð- anna. A innfeldu myndinni efst er leiksljórinn Davíð Þór Jónsson. DÆGURLÖG Rokklingarnir fá platínuplötu Hópur barna söng gömul og þekkt lög inn á plötu náði 7,500 eintökum og því fékk hópurinn, sem kallast fyrir jólin. Platan sló í gegn og varð með söluhæstu Rokklingar, afhenta platínuplötu frá útgefandanum. Voru plötum jólavertíðarinnar. Svo mikil varð salan að hún plötumar afhentar við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu. MIIH íþróttamenn ársins Við getum sannarlega verið þakklát íþróttafréttamönn- um, nú sem endranær, fyrir val þeirra á íþróttamönnum ársins. Nú stilla þeir upp þremur fyrir- myndarpiltum og gefa þeim titilinn íþróttamenn árs- ins. Það gladdi mig mjög hvað valið var gott í ár, því þarna fara þrjár hetjur sem hafa stundað iþrótt sína, handboltann, oft á dag allan ársins hring síðan þeir voru börn. En það besta við þessa íþróttamenn er að þeir eru allir drengir góðir og virðast vel gefnir ef marka má viðtöl, fram- komu og útlit. Við konurnar hljótum að vera þakklátar því að fá að líta þessar þrjár hetjur í lit á forsíðum blaðanna í stað lands- lagsmyndanna sem svo oft truíla mann í lífsgæðakapphlaupinu. Svo virðist sem í ár hafi brjóst- mál, mjaðmamál og tvíhöfða- stærðin (upphandleggsvöðvar) ráðið úrslitum. Það hefur greini^"- lega einnig hjálpað til með valið að greind drengjanna ér vel yfir meðallagi svo og félagslegur þroski. Þeir eru góðir félagar sem sýna að heilbrigð sál i hraustum líkama getur náð langt. Þeir hafa tekið virkan þátt i sölum og kaupum á iþróttamönnum úti á Spáni, í Þýzkálandi og víðar. Það verða nú allir að vinna fyrir sér og þvi ekki að fá borgað fyrir það sem mönnum finnst allra allra skemmtilegast að gera. Hvar væru nú áhorfendur , staddir ef þeir fengju ekki að litav „vitringana þijá" í landsleikjun- um. Fólk neyddist ef til vill til þess að horfa á kvennaíþróttir, en eins og við vitum öll þá finna íþróttafréttamenn ekki þörf hiá sér að geta þeirra í umfjöllun sinni um íþróttir, ailra sist að velja konu sem íþróttamann árs- ins. Samt rugluðust þeir einu sinni og völdu óvart konu en virð- ast ætla að passa sig á því að gera það aldrei aftur. En við hverju má búast ef litið er á konur yfir höfuð. Þær gefa sig að andlegum efnum og leiðiST þær af slysni inn í íþróttafréttirn- ar þá er það aðallega svona um jól, til þess eins að fréttamaður- inn fái nú nammi i skóinn sinn„ Ég er alveg hissa á þeim þarna harðlífismönnunum á sjónvarp- inu að byrja ekki að sýna t.d. box á skjánum. Karlmenn virðast hafa mikla þörf fyrir að horfa á box. Box felur í sér leikni manna til þess að lemja hver hvern ann- an þannig að karlmennskan fer upp í háls og heilinn niður í Karl- inn. Síðan finnst þessum „karl- mönnum" mjög gott að fá nokkur högg á höfuðið. Heilablæðing er engin, því auðvitað blæðir ekki inná eitthvað sem ekkert er . . . Hvað er íþrótt og hvað ekki virðist ekki veijast fyrir íþrótta- fréttamönnum. Líkamsrækt er t.d. ekki íþrótt, en iþróttir eru líkamsrækt. Merkilegt hvað karl- menn hafa i gegnum tíðina þurft að geta mælt, talið eða þreifað á hlutum áður en þeir sjá gildi þeírra. Þessi dæmalausa dýrkun íþróttafréttamanna á sínu eigin kyni er einfaldlega sýnishorn af þröngsýni karlmanna yfir höfuð. Enda hvað gerir það svo sem til þó að konur, íþróttir og íjölmiðlar fari ekki saman nema um jól? Þessir menn vita ekki einu sinni hvað íþróttir eru. Þeirra starf felst í þvi að fullnægja kröfum samkynglaðra bræðra sinna: Að horfa á boltann með bjórinn í hendinni virðist vera ein af frum- þörfum karlmanna. Og vití menn, svona til þess að þagga niður í vaðmálskerlingunum, þá koma íþróttafréttamenn án efa bráðum með , aðskilnaðarstefn- una og velja íþróttakonu ársins. Og íþróttakona ársins 1990 er . . . amma Jóns H. þvi hún bakaði 500 pönnukökur til styrktar karlalandsliðinu í hand- bolta. eftir Jónínu Benediktsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.