Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 25
 ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Ritsljórar fréttablaða Tvö fréttablöð auglýsa í blaðinu í dag eftir ritstjórum. Annarsvegar er um að ræða fréttablað úti á landi sem er að hefja göngu sína. Þar er óskað eftir ritstjóra til framtíðarstarfa en einnig kemur til greina að ráða tíma- bundið í starfið t.d. í eitt ár. Hins vegar er óskað eftir ritstjóra hverfisblaðsins Grafai-vogs í hálft starf. Aðalbókari hjá Alafoss Álafoss leitar að aðalbókara til starfa hjá fyrirtækinu á Akureyri. Leitað er að viðskiptafræðingi sem hefur yfir- gripsmikia reynslu og þekkingu á flóknu og margþættu bókhaldi. Viðkomandi þarf einnig að vera nákvæmur og leggja metnað sinn í að bókhaldið sé vel uppfært á hveij- um tíma. Aðalbókari er ábyrgur gagnvart fjármálastjóra fyrirtækisins. Símsraiðir óskast Póst- og símamálastofnunin auglýsir í blaðinu í dag eftir símsmiðum og símsmiðanemum. Stór hópur símsmiða sagði sem kunnugt er upp störfum hjá Pósti og síma fýrir skömmu þar sem ríkið neitaði að viðurkenna Rafiðn- aðarsambandið sem samningsaðila fyrir hönd þeirra. Póstur og sími tekur fram að laun séu greidd á samn- ingstímanum og að þessi störf henti jafnt körlum sem konum. Framkvæmdastj óri KSÍ Knattspyrnusamband íslands leitar að drífandi og kröft- ugum aðila með þekkingu á rekstri og fjármálum til að gegna starfi framkvæmdastjóra sambandsins. Viðkom- andi er ábyrgur fýrir öllum dagtegum rekstri þ.á.m. er- lendum samskiptum, fjármálastjórnun, samskiptum við aðildarfélög og markaðsöflun. Störf hjá Sam- einuðu þjóðunum Hæfnispróf fyrir umsækjendur um störf hjá Sameinuðu þjóðunum hefjast í byijun maí. Um er að ræða störf við stjórnun, hagfræði, tölvufræði og fjölmiðlun eða útgáfu- starfsemi. í auglýsingu frá utanríkisráðuneytinu er þess jafnframt getið að umsækjendur þurfi að vera íslenskir ríkisborgarar, hafa lokið háskólaprófi og hafi tveggja ára starfsreynslu eða hafa lokið framhaldsnámi á háskóla- stigi. Deildarstjóri prófadeildar heldur fyrirlestur um hæfnisprófið 20. janúar í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands kl. 14.00. SMÁAUGLÝSINGAR Sunnudagsferðir Raðganga Útivistar hefst í dag. Gengið verður í 17. dags- ferðum frá Reykjavík í Þórsmörk en síðasta gangan 22. september endar með grillveislu í Básum. Lagt verður af stað kl. 13.00 úr Grófinni. Ferðafélagið efnir einnig til ferðar á Þingvelli þar sem fyrst verður létt ganga frá Vatnsvík um Konungsveg að Hrafnagjá en síðan mun séra Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður, taka á móti hópn- um á Skáldareit og segja frá sögu staðarins. Að því loknu verður stutt helgistund í Þingvallakirkju. Lagt verður af stað kl. 11.00 frá Umferðarmiðstöðinni. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Herdís, situr með Fanneyju, Kolbrún, Eydís Ósk og Indriði. Vestur-Húnavatnssýsla: Seyðisfjörður: 110 manns á atvinnu- leysisskrá Seyðisflrði. TÖLUVERÐ óvissa ríkir í at- vinnumálum á Seyðisfirði nú eftir áramótin. 110 manns eru á at- vinnuleysisskrá, aðallega konur sem unnu við fiskverkun. Fisk- ' ' vinnsla í landi ér engin sem stendur og sigla báðir togararnir með afiann. Frá því í haust eftir að Fiskvinnslan hf. var lýst gjald- þrota var Gullberg hf. með eign- ir þrotabúsins á leigu til ára- móta. Flest þetta fólk hafði vinnu þar við síldarvinnslu. Loðdýrabúskapur- inn var dýrt ævintýri — segir Indriði Karlsson loðdýrabóndi Hvammstanga. AFKOMA loðdýrabænda hefúr verið mjög til umræðu á liðnum mánuðum. I Vestur- Húnavatnssýslu voru tíu bændur með sam- tals um 2.500 loðdýr, en þeir eru nú aðeins fjórir eftir og hafa fækkað mjög dýrum á sinum búum, þannig að nú eru aðeins um 400 dýr í sýslunni. Fréttaritari fékk innsýn í vandann hjá hjónum, sem ákváðu niður- skurð nú í haust. AGrafarkoti í Kirkjuhvamms- hreppi búa hjónin Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir, ásamt þremur börnum sínum. Þau keyptu jörðina árið 1981 og fylgdi henni lítill framleiðsluréttur í sauð- fé. Árið 1987 réðust þau í byggingu loðdýrahúss og fengu í það 300 minkalæður um áramótin 1987- 1988. Unnu þau sjálf, með aðstoð vina, að byggingunni frá sumri 1987 og til sumars 1988, en þá var lokið uppsetningu á aðstöðu fyrir hvolpana. „Þetta var gífurleg vinna, ég hef aldrei unnið annað eins,“ sagði Herdís. Indriði er smiður og vann mikið utan búsins við smíðar, en frá því hann hóf búskap hefur hann ekki haft tíma til slíkrar vinnu. Árið 1988 var 1.230 dýrum slátr- að á búinu og fengust greiddar upp í söluverð 500 kr. á skinn, upphæð sem var þó reiknuð sem lán með vöxtum og gengistryggingu. í des- ember 1989 eru óseld um eitt hundrað skinn af framleiðslu ái-sins 1988 og eftir að gi-eiða um 42 þús- und krónur af „láninu“. Þau lijón tóku ákvörðun um að skera stofninn niður í vetur og var 1.530 dýrum slátrað. Ekkert er far- ið að greiða út á þessi skinn og óvíst hvað fæst fyrir þau. Að sögn Indriða voru áætlanir um arðsemi í loðdýrabúskap mjög glæsilegar og bændur óspart hvatt- ir til að fara í þessa búgrein. Á árinu 1987 var reiknað með 14-15.000 kr. fyrir skinnið og fóð- urverð reiknað 500 kr. á skinn. Árið 1988 var fóðurverð og verk- unarkostnaður skinns orðinn 800-900 krónur þrátt fyrir niður- greiðslur á fóðri, og skinnaverðið ekki yfir 500 kr. Mikil óvissa er svo með skinnaverð af framleiðslu líðandi árs. Skuldir við Stofnlánadeild eru rúmar fjórar milljónir króna, auk óuppgerðra afurðalána. Reikna má með að heildarskuldir vegna loð- dýrabúsins séu um fimm milljónir. „Sem betur fer nánast allt veðskuld- ir,“ sagði Indriði, „því ömurlegt hefði verið að draga aðra inn í þetta mál.“ Aðalástæður fyrir hrakfö'rum búgreinarinnar telur Indriði vera verðfall á mörkuðum, hátt fóður- verð og lélegan stofn lífdýra. Slík var ásókn í lífdýr á árinu 1987, að allt of mikið var sett á af lélegum dýrum og slakað á áður settum kröfum. Síðan átti að framleiða fyrsta flokks skinn af þessum stofni. Þau hjón eru nú með 320 ærgilda fullvirðisrétt og góðan arð af sínu sauðfé. Þá eru þau með hrossarækt sem gefur ágætlega af sér. Herdís vel þekktur tamningamaður og auk þess að temja sin hross annar hún ekki beiðnum um tamningar frá öðrum. Indriði segir loðdýrabúskapinn hafa verið dýrt ævintýri. I ljós hafi komið að sauðfjárbúið og tamning- in, með nokkurri vinnu utan búsins, hefði aflað þeim nægra tekna til heimilisins. Nú sitja þau hins vegar uppi með loðdýraskuldir upp á um 5 milljónir og 800 fm minkahús, sem varla nýtist til nokkurs, nema með stórbreytingum. Á því sé líka sú kvöð, að verði það tekið til ann- arra nota, skuli greiða áður niður- felld gjöld, upp á hundruð þúsunda króna. Ríkissjóður verði að aflétta þessari kvöð og best væri að Stofn- lánadeild tæki húsið með innrétt- ingum að sér og lækkaði þannig skuldir. - Karl Eftir áramótin hefur verið land- að talsvert miklu af loðnu og eru báðar loðnubræðslurnar famar að bræða á fullum kraftr. Við þær starfa um 50 manns meðan bræðsla er. Hjá vélsmiðjunum var einnig óvissa um verkefni nú eftir áramót- in en þar hefur og er að rætast úr. Vélsmiðja Seyðisfjarðar fékk verk- efni eftir útboð hjá Landhelgis- gæslunni að smíða nýjan mælinga- bát. Stefán Jóhannsson forstjóri vélsmiðjunnar sagði að þetta væri álbátur, 20 metra langur og 50 rúmlestir. Og að þetta væri átta mánaða verkefni og yrðu milli 25-30 manns í vinnu hjá fyrirtæk- inu meðan á þessari smíði stæði. Pétur Blöndal forstjóri Vélsmiðj- unnar Stál hf. sagði að þeir væru nú að leita sér að verkefnum og að horfur væru mjög góðar. „Á þessari stundu er ég bara mjög bjartsýnn," sagði Pétur. Garðar Rúnar ísfirðingar tekjuháir ísafirði. MJÖG gott atvinnuástand er hér í bænum og einungis eru skráðir 6 atvinnulausir af ýmsum ástæð- um. Næg vinna virðist vera í frysti- húsunum og rækjuverksmiðju. Meðan rækjuveiði hefur legið niðri hefur verksmiðjan keypt frosna rækju til að vinna úr, en rækjuveiði í Isafjarðardjúpi hófst aftur sl. föstudag og eru viðskiptasambönd í Evrópu aftur komin í gott lag. Mjög vel fiskast hjá línubátum og togurum. Þær uppýsingar fengust hjá Bjarna Sólbergssyni fjármálastjófa ísafjarkaupstaðar að innhéimtur á gjöldum, sem bæjarsjóður sér um eru síst verri en í fyrra, enda hefur komið í ljós, að ísfirðingar eru með tekjuhæstu stöðum landsins. Og þó að verulega hafið fækkað á Vest- fjörðum á síðustu árum hefur held- ur fjölgað á ísafirði á síðasta árj. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.