Morgunblaðið - 14.01.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.01.1990, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 ERLENT INNLENT Stormflóð veldur stóiijóni Gífurlegt tjón varð á Stokkseyri, Eyrabakka, Grindavík og víðar í stormflóði þegar stormflóð gengu yfir Reykjanes og Suðurland að- faranótt miðvikudagsins 10. jan- úar. Ölduhæð var að meðaltali fjórtán metrar við Surtsey og Garð- skaga í óveðrinu. í Vestmannaeyj- um kastaðist mikið af fiski á land og þakti fjörur. Ekki urðu slys á fólki og björguðust þrír menn úr, sjávarháska, einn í Grindavík og tveir í Sandgerði. 100 milljóna króna tap hjá Arnarflugi Arnarflug hélt fund með hlut- höfum í vikunni og kom þar fram að tap á rekstri Amarflugs hf. var meira en 100 milljónir króna á síðasta ári. Að sögn Harðar Einarssonar, stjómarformanns félagsins, voru 70 til 80 milljónir af þeirri upphæð tap vegna kyrr- setningu flugvélar, sem ríkið leysti til sín á fyrri hluta ársins. Þrjá síðustu mánuðina varð tapið um 10 milljónir á mánuði. 53 tonn af þorski á einni nóttu Togarinn Víðir HF mokfiskaði í vitlausu veðri við Eldey í vik- unni. Fékk togarinn 53 tonn af stórum þorski og ufsa. Var ætlun- in að fiska í siglingu en hætt við vegna veðurs og aflinn seldur á' fiskmarkaðinum í Hafnarfirði. Sambandið tók til- boði Landsbankans Stjórn Sambands íslenskra -samvinnufélaga gekk að kauptil- boði Landsbankans í hlutabréf Sambandsins í Samvinnubankan- um. Fimm stjórnarmenn sam- þykktu að selja bréfin en fjórir voru á móti. Auk þess samþykkti stjómin að selja hlut Sambandsins í íslenskum . aðalverktökum. Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra, hefur reifað þá hugmynd í ríkis- stjóm, að Búnaðarbankinn kaupi þau 48% hlutabréfa, sem eru í eigu minnihlutaeigenda Sam- vinnubankans. Kaupmenn kaupa hlut í Stöð 2 Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans seldi fjórum aðilum 150 milljónir af því 250 milljón króna hlutafé sem félagið skráði sig fyr- ir í íslenska sjónvarpsfélaginu sem rekur Stöð 2. Eignarhalds- félagið ætlar sjálft að kaupa 100 milljón króna hlutafé. Fyrri aðal- eigendur Stöðvar 2 hafa fengið frest til 5. febrúar til að greiða það^ hlutafé sem þeir hafa skráð sig fyrir, 150 milljónir. Nýju hlut- hafamir eiga að greiða hlutafé sitt fyrir 15. janúar. Bruni í Sandgerði Tvær sambyggðar fiskvinnslu- stöðvar bmnnu til kaldra kola í Sandgerði í óveðrinu. Neistaflug lagði yfir hluta bæjarins og einnig mikinn reyk. íbúum í nærliggjandi húsum var gert viðvart og yfir- gáfu þeir hús sín meðan verst lét. ERLEIMT Gorbatsjov varar við hugmynd- um um að- skilnað Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti kom á fimmtudag í þriggja daga heimsókn til Sovétlýðveldisins Lit- háens. SöVétfor- setinn sagði í ávarpi sem hann flutti í Vilnius, höfuðstað lýð- veldisins, að framtíð hans væri undir því komin að Litháar segðu sig ekki úr sovéska ríkjasambandinu. Slíkar aðskilnaðarhugmyndir kynnu að leiða til átaka og gætu orsakað miklar hörmungar. Hann sagði að þing Sovétríkjanna myndi brátt taka að huga að laga- setningu um skilyrði þess að ein- stök lýðveldi gætu sagt sig úr ríkjasambandinu og tekið yrði þar tillit til fjölmargra þátta, svo sem samgangna og vamarmála. Comecon lúti markaðslögmálum Ákveðið var á miðvikudag að Comecon, viðskiptabandalag kommúnistaríkja, Iéti af einangr- unarstefnu sinni og tæki smám saman mið af lögmálum frjáls markaðar. Stefnt er að því að byggja á heimsmarkaðsverði í við- skiptum, miða við gjaldmiðlá sem ^mmmmmmmmmmmammmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmtiim.. eru hvarvetna gjaldgengir og auka viðskipti við Vesturlönd. Fulltrúi Kúbu á fundinum hafði fyrirvara á samþykki sínu og mæltist til þess að tekið yrði sérs- takt tillit til vanþróaðra aðild- arríkja bandalagsins. Stj órnarsamstarfi haftiað Tveir stjórnarandstöðuflokkar í Austur-Þýskalandi höfnuðu á fimmtudag tilboði Hans. Modrows, forsætisráðherra landsins, um að þeir tækju sæti í ríkisstjórn. Modrow hafði séð sig knúinn til að bjóða stjórnarand- stöðunni slíkt eftir að upp komst að til stæði að endurreisa öryggis- lögreglu landsins. Stjórnarand- stæðingar brugðust ókvæða við þeim áformum og þrír af smá- flokkunum fjórum, sem eru í stjóm méð kommúnistum, hótuðu á miðvikudag að ganga úr stjórn- inni. Modrow ákvað síðan á föstu- dag að fresta stofnun öryggislög- reglu þar til eftir frjálsar kosning- ar í maí. Sænska stjórnin stokkuð upp Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, gerði á þriðjudag allverulegar breytingar á ríkis- stjóm jafnaðarmanna og vakti það einna mesta athygli að orku- málin voru tekin af Birgittu Dahl. Við þeim tók rýr ráðherra, Rune Molin, varaformaður sænska alþýðusambandsins og er breytingin talin boða að sænsk kjarnorkuver verði ekki tekin úr notkun árið 1995 eins og að var stefnt. Sjávarútvegur við Norður-Atlantshaf: Kreppa af völdum rányrkju og ofvaxins fískiskipastóls MIKILL vandi steðjar nú að Öllum fiskveiðiþjóðum við norðan- vert Atlantshafs. í Barentshafi hefúr þorskstofninn hrunið með alvarlegum afleiðingum fyrir framtíð byggðarinnar í Norður- Noregi og i Norðursjó hefiir aflinn minnkað ár lrá ári. Við Ný- fúndnaland voru áður einhver auðugustu þorskmið í heimi en nú blasir þar við mikill samdráttur I sjávarútvegi og fiskiðnaði. Við Grænland og Færeyjar er fiskileysi og ekki þarf að fjölyrða um stöðugt minni þorskafla hér við land. Norður-Atlantshafíð er meðal gjöfúlustu hafsvæða í heimi og aflahrunið stafar aðeins af því einu, að fískstofnarnir hafa verið rányrktir. Fram undir miðjan þennan áratug fiskaðist vel í Norð- ursjó og aflinn jókst ár frá ári. Skipunum fjölgaði að sama skapi og með þeim af leiðingum, að af la- hrunið kom fyrr og varð meira en ella hefði orðið. Hafa breskir og einkum sko- skir sjómenn orðið verst úti í samdrættin- um bg má sem dæmi nefna, að síðan sameig- inleg fiskveiðistefna Evrópu- bandalagsins kom til árið 1983 hefur ýsuaflinn við Bretland minnkað um fjórðung. Ýsuafli Skota á þessu ári er 60% minni en í fyrra og þorskaflinn 20% minni. Á það sama við um flestar aðrar fisktegundir. Ástandið í sjávarútvegi annarra Norðursjávarríkja er þessu líkt og ástæðan er að sjálfsögðu allt of mikil sókn og gegndarlaust smá- fiskadráp. Þar við bætist hvað Breta varðar, að í Rómarsáttmá- lanum er kveðið á um frjálsa at- vinnustarfsemi innan Evrópu- bandalagsins og á það lagið hafa spænsk útgerðarfyrirtæki gengið. Hafa þau látið skrá í Bretlandi rúmlega 100 skip, sem síðan veiða úr breska kvótanum og sigla með aflann til Spánar. í Barentshafi hafa fiskstofn- arnir hrunið vegna rányrkju og á það jafnt við um þorskinn og loðn- una, sem þorskurinn lifir mikið á. Fyrir nokkrum árum töldu nor- skir fiskifræðingar, að nú á þessu ári mætti vænta 8-900.000 tonna ársafla af þorski en útkoman er sú, að sameiginlegur kvóti Norð- manna og Sovétmanna á þessu ári hefur verið ákveðinn 200.000 tonn. Fiskveiðarnar við Kanada og Nýfundnaland hafa verið ein sorg- arsaga skefjalausrar rányrkju um langt skeið. Frá 1950 og fram á áttunda áratuginn var fiskinum sópað upp af stórum flotum frá Evrópu og Asíu og jafnvel eftir að Kanadamenn færðu landhelg- ina út í 200 mílur árið 1977 hafa þeir ekki getað komið í veg fyrir ofveiðina. Stafar það af því, að auðugustu fiskimiðin eru á svo- nefndu Miklagrunni (Grand Banks) vestur af Nýfundnalandi og nær það nokkuð út fyrir 200-mflurnar. Norðvest- ur-Atlants- hafsfiskveiði- stofnunin (hér skammstafað NAFS) hefur ákveðið fiskkvótana utan 200 mílna lögsögunnar við Kanada en á síðustu árum hefur lítið verið eftir því farið. Kemur aðallega tvennt til: Veiðar Spánvetja og Portúgala, sem virða oft verndar- sjónarmið að vettugi, og síðan það, að 1986 ákvað EB að setja sér sína eigin kvóta. Sem dæmi um framferði EB-ríkjanna má nefna, að 1988 skömmtuðu þau sér 18 sinnum meiri skarkol- akvóta en NAFS lagði til og frá 1986 hafa þau veitt 410.000 tonn, meira en fimm sinnum meira en þau 78.200 tonn, sem NAFS út- hlutaði þeim. Þorskkvóti Kanadamanna á Nýfundnalandsmiðum, þessari gullkistu, sem áður var, nam að- eins 235.000 tonnum í fyrra og verður 197.000 á þessu ári, þar af 115.000 tonn á grunnmiðum. Samdrátturinn bitnar því aðallega á togaraflotanum og stærsta út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækið á Nýfundnalandi hefur þegar ákveðið að loka þremur fisk- vinnslustöðvum af átta, losa sig við 13 togara af 55 og segja upp 1.300 manns. Annað stórt fyrir- tæki í Halifax lokaði í síðasta mánuði þremur húsum og sagði upp 1.500 manns. Afleiðingar rányrkjunnar hafa ekki látið á sér standa og eiga eftir að koma fram af auknum þunga. í Skotlandi er óttast um framtíð margra fiskibæja og -þorpa og í Noregi sjá stjórnvöld Skipunum fjölgar en fískunum fækkar. það helst til ráða að auðvelda fólki að flytjast burt frá Finnmörku og Norðlandi. Á Nýfundnalandi og Nýja Skotlandi (Nova Scotia) hafa sjómenn lengi fengið 41% tekna sinna sem atvinnuleysis- bætur en nú er því spáð, að mörg litlu og litríku fiskiþorpanna við ströndina muni fara í eyði. Við þessum vanda hefur hingað til verið brugðist með því að skera niður kvóta en menn hafa hins vegar veigrað sér við að ráðast til atlögu við vandann sjálfan, sem er allt of stór fiskiskipafloti. Á þessu er þó vaxandi skilningur innan EB en ágreiningur er um með hvaða hætti skuli fækka skip- unum og einkum með tilliti til byggðasjónarmiða. Norðmenn hafa aftur á móti ákveðið að minnka sóknina verulega og í Færeyjum er unnið að endur- skipulagningu sjávarútvegsins með það fyrir gugum að fækka skipum um allt að 30%. Áður hefur verið getið um viðbrögðin í Kanada en mörgum finnst lítið miða í áttina hér á landi. Undan því verður þó ekki vikist til lengd- ar. Minna fiskframboð hlýtur að sjálfsögðu að leiða til hærra fisk- verðs og hér á landi er því stund- um fleygt, að bjartir tímar bíði íslensks sjávarútvegs takist okkur að koma í veg fyrir, að fiskstofn- arnir hrynji. Trúlegt er, að fis- kverðið lækki ekki en það má ekki gleymast, að það er enginn matarskortur í helstu viðskiptal- öndum okkar. Fiskurinn verður eftir sem áður í beinni samkeppni við aðra vöru og verðsprenging leiddi aðeins til minni neyslu og eftirspurnar. BAKSVID eftir Svein Sigurdsson Alparnir: Snjórínn lætur ekki sjá sig Zíirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKUR þúsund skíðakennarar og skíðalyftustjórnendur eru án atvinnu í Olpunum um þessar mundir vegna snjóleysisins. Véld- ur þetta félagslegum vandamálum í Sviss. Þessir starfsmenn hafa ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hugmynd um óveðursbætur þeim til handa hefúr fengið góðan hljómgrunn. Þingnefiid mun fjalla um hana í lok mánaðarins. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í Zell am See og Mayr- hofen í Austurríki er skíðafærið þar heldur lélegt, steinar standa upp úr og brautirnar eru ísi lagðar á köfl- um. Hluti lyftanna er lokaður en hægt að renna sér frá miðlyftu niður í dal á gervisnjó í Zell am See. Allar lyftur eru í gangi í Lech. Þar er 15 til 40 cm þykkt snjólag. 54 af 62 lyftum í Kitzbuhel eru í gangi. Starfsmaður þar sagði að færið væri sæmilegt. Þyrlur fljúga nú snjó í brunbrekku svæðisins svo að brun- keppnin í heimsbikarskeppninni á skíðum geti farið þar fram um næstu helgi. Aðeins hluti skíðalyftna í Sviss er Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins skýrði frá því í síðasta mánuði að ekki væri unnt að fjölga aðildarríkjum bandalagsins fyrr en í fyrsta lagi árið 1993. Hins vegar lýsti Genscher yfir því að til- kynning þessi ætti ekki við um Aust- í gangi. Þó er snjó að finna í 2.000 metra hæð og þar fyrir ofan. Aðeins 37 af 90 gönguskíðabrautum sení getið er í snjófréttum eru opnar. Fjallaþorp hafa tapað tugum milljóna franka á snjóleysinu í ár. Köldu og þurru veðri er spáð næstu daga. ur-Þýskaland. Hann sagði að bæði gæti Austur-Þýskaland sótt um inn- göngu sem sjálfstætt ríki og eins væri hugsanlegt að landið fengi aðild sem hluti af nýju, sameinuðu Þýska- landi. Aðild A-Þýskalands að EB hugsanleg árið 1993 Bonn. Reuter. ^—* HANS-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að Austur-Þýskaland gæti fengið aðild að Evrópubandalaginu árið 1993.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.