Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 21 ■ KVENFÉLAG Breiðholts, Kvenféliigið Fjallkonurnar og Kvenfélag Seljasóknar halda sam- eiginlegan fund í Saftiaðarheimili Askirkju í Reykjavík, þriðjudag- inn 16. janúar næstkomandi, kl. 20.30. Kvenfélag Breiðholts sér um fundinn að þessu sinni en sökum aðstöðuleysis þarf að leita út fyrir hverfið með fundarstað. Allar konur velkomnar. ■ DAGSKRÁ með smáverkum erlendra höfunda verður sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins áður en því verður lokað vegna viðgerða í febrúar. Dagskráin verður byggð upp á örstuttum leikritum og ljóðum eftir nokkra merkishöfunda, sem sumir hafa aldrei verið kynntir fyr- ir íslenskum leikhúsgestum. Á með- al höfunda eru Peter Barnes, Mic- hel de Ghelderrode, Eugene Ion- esco, David Mamet, William Shakespeare og Harold Pinter. Tónlist semur Jóhann G. Jó- hannssson. Tveir leikenda Þjóð- leikhússins hættu í vetur sem fastráðnir leikarar og fóru á eftir- laun, þeir Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson. Fjórir þeirra voru með í opnunarsýningum húss- ins og eiga þvi 40 ára starfs- afmæli en þau eru Baldvin Hall- dórsson, Bryndís Pétursdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Leikstjórar verða fjórir, allt ungt fólk sem hefur ný- lega lokið sérnámi í leikstjórn og þreyta þarna frumraun sína í Þjóð- leikhúsinu. Þeir eru Hlín Agnars- dóttir, Ásgeir Sigurvaldason, Ingunn Ásdísardóttir og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Sýningar eru ráðgerðar 15., 17. og 18. febrúar. Macintosh námskeið Macintosh fyrir byrjendur, Word, Excel, FileMaker, PageMaker og meira en 10 önnur námskeiö • Kennarabraut Útgáfubraut Sérstök hraöbraut • Hringdu og fáöu senda námsskrá 1990 og ókeypis áskrift aö fréttabréfi • Gunnar Svavarsson og Halldór Kristjánsson aöalleiöbeinendur Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 ---- Sími: 68 80 90 - HITAMÆLAR Allar stærðir og geröir iíMáœiiiigiiiair JcSDnssoira ® <g@ M. Vesturgötu 16 - Sknar 14680-13280 ÞU GETIIR EIGNAST AUÐUND t HAPPDRA'TTI HÁSKÓLANS! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 20Q0 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.