Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 7
Tjón ekki fullmetið í Sandgerði TJÓNIÐ sem varð þegar fiskverkunarhúsið í Sangderði bann nemur tugum milljónum króna. „Það er ekki búið að meta skemmdirnar sem urðu á húsinu, en hámarkstrygging hússins losar um tuttugu milljónir. Aftur á móti var ekkert tryggt sem var inni í húsinu,“ sagði Svavar Ingibers- son, annar eigandi fiskverkunar- hússins. Svavar ásamt öðrum útgerðar- mönnum voru með öll sín veiða- færi í húsinu. „Það voru hátt í fjög- ur hundruð balar með línu inni í húsinu og var búið að beita línurnar. Hver lína með íláti kostar um tíu þúsund krónur, þannig að línutjónið er um fjögur hundruð þúsund krón- ur. Einnig voru þrír lyftarar í hús- inu, netateinar, snui-voð, netaspil og fiskur, svo eitthvað sé upp talið,“ sagði Svavar. Sóley KE 15, 9,8 tonna plastbátur Svavars, skemmdist nokkuð. Hann stóð á landi. Búkkar fóru undan bátnum og valt hann á hliðina. Svav- ar keypti bátinn í Noregi sl. sumar og sigldi honum heim. „Báturinn var tyggður, en það er slæmt að missa hann núna,- Það verður ekki búið að gera við bátinn fyrr en í lok jan- úar,“ sagði Svavar. Farþegar til íslands 1989: Fækkar um 5.000 Heildarfjöldi farþega til lands- ins hefúr minnkað um 5.000 á nýliðnu ári miðað við árið 1988. Heildarfjöldi farþega á árinu var 273.082. Þar af voru útlendingar 130.503 og fjölgar um tæplega tvö þúsund. Islenskir farþegar sem komu til landsins voru hins vegar 142.579 og fækkar þeim um tæp- lega sjöþúsund á milli ára. Far- þegafjöldi er mjög svipaður árið 1989 og árið 1987. Flestir hinna erlendu farþega koma frá Bandaríkjunum eða 22.952. 18.316 koma frá Vestur- Þýskalandi, 16.430 frá Svíþjóð, 16.159 frá Danmörku og 11.990 frá Stóra-Bretlandi. Farþegar frá öðrum löndum voru færri en 10.000. ríkis- fangslausir farþegar voru 26 talsins. Frá eftirtöldum löndum kom einn farþegi: Bangladesh, Barbados, Botswana, Djibouti, Haiti, írak, Líbýu, Madagaskar, Maritíus, San Marino, Senegal, Sierra Leone, Só- malíu og Súdan. Garðabær: Ekkí prófkjör hjá sjálfstæð- ismönnum ÁKVEÐIÐ hehir verið að halda ekki prófkjör mcðal sjálfstæðis- manna í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en liðs- mönnum sjáffstæðisféfaganna gafst færi á að tilncfna menn á lista flokksins. Björn Pálsson, formaður fulltrúa- ráðs félaganna í Garðabæ, segir að tilnefningarnar gefi bendingu um vilja f lokksmanna. Uppstillinganefnd geri fyrir miðjan febrúar tillögu til stjórnar fulltrúaráðsiiís, en loka- ákvörðun verði tekin á fundi ráðsins. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14, JANÚAR J990 81fi® á Fjölbreytt landslag, gott veður allan fyrir alla þá sem vilja stytta skamm- degið og hvfla sig á hryssingslegri vetrartíð, skemmta sér og snæða fjölbreyttan mat, lita hörundið, spila golf og eiga góða daga á „Hamingju- eyjunni". íslenskir fararstjórar á Kanaríeyjum eru Auður og Rebekka . BEINT DAGFLUG: 29/1 19/2 12/3 2/4 16/4 úrval/útsýn Pósthússtræti 13, s: 26900 Álfabakka 16, s: 603060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.