Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 14. JANÚAR 1,99,0 Búnað til meng’unarvarna gegn . olíulekum er aðeins að finna í þremur höfnum á landinu. þess PCB sern líklega hefur runnið út í umhverfið á þessum slóðum má nefna að í ársbyrjun 1988 var hellt niður í frárennslið við Síldar- vinnsluna 6-10 lítrum af PCB-olíu. Samt sem áður mældist minna magn af PCB á þeim stað en utan við byggðina þar sem vitað er að PCB þéttar eru grafnir. En það getur verið að iausn vandamálsins sé íslendingum ofviða. Ásgeir Magnússon bæjarstjóri á Neskaup- stað sagði í samtali við Morgun- blaðið á síðasta ári að hann hefði undir höndum skýrslu frá Hollustu- vernd um málið. Þar kæmi fram að kostnaður við að fjarlægja og láta eyða jarðvegi sem hugsanlega væri mengaður næmi 197 krónum Unnið að rannsóknum á PCB í rafþéttum og spennum. á hvert kíló. Hvað fyrrgreinda ösku- Siglingamálastofnun hefúr boðið sveitarstjórnum að þjálfa fólk til varna gegn olíumengun en fengið dræmar undirtektir. Samkvæmt nýrri mengunarvarnalög- gjöf verður að gróf- hreinsa allt skólp sem hellt er í sjó. NÝ MENGUNARVARNALÖGGJÖF ÞVERBROTIN VÍÐA UM LAND ÍSLENDINGAR TÍU ÁRUM Á EFTIR NÁGRANNAÞJÓÐUM í MENGUN- ARVÖRNUM VARNIR GEGN OLÍUMENGUN í LAMASESSI FJÁRMAGN FÆST EKKITIL RANN- SÓKNA Á PCB MENGUN GÍFURLEG VERKEFNIBÍÐA VÆNT- ANLEGS UMHVERFISMÁLARÁÐU- NEYTIS fiskiskipum hér við land að skila af sér úrgangsolíu í þartilgerðar móttökustöðvar í höfnum landsins. Magnús Jóhannesson segir að þeir áætli að sú úrgangsolía sem falli til á hverju ári í flotanum sé um 3.500 tonn við eðlilegar aðstæður. Á árinu 1988 skilaði sér í móttöku- stöðvarnar aðeins tæplega helming- ur þess magns eða 15-1600 tonn. Hinu var væntanlega hellt beint f sjóinn. „Það hefur hinsvegar orðið stökkbreyting til hins betra á und- anförnum árum hvað skil á þessari úrgangsolíu varðar,-segir Magnús. „Þannig má geta þess að árið 1977 skiluðu sér aðeins um 100 tonn af þessari olíu á land.“ í máli Magnúsar kemur fram að þessi þróun sé eirikum vegna þess að nú er búið að koma upp viðun- andi móttökustöðvum fyrir þessa olíu í flestum höfnum landsins og hefur þeim fjölgað mjög á undan- förnum tveimur árum. Hvað ein- staka landshluta varðar hafa heim- turnar jafnan verið bestar á SV- horni landsins og á Eyjafjarðar- svæðinu. Hinsvegar eru heimturnar almennt lakari á stijálbýlli lands- "svæðum. Fertugfalt magn PCB leyfílegt hér miðað við nágrannalönd Sú mengun hérlendis sem hvað mest hefur verið í sviðsljósinu á undanförnum tveimur árum er af völdum eiturefnisins PCB sem finnst í kæliolíu rafþétta og spenna. Farið er að flytja rafbúnaðinn sem inniheldur PCB utan til eyðingar og er nú búið að flytja út um 50 tonn af honum til Bretlands. Það er hinsvegar aðeins brot af þeim búnaði sem inniheldur PCB og talið er að að finna sé hérlendis. Breskur sérfræðingur hefur áætlað magnið um 1.000 tonn. Samkvæmt reglugerð má magn PCB í olíu ekki nema meiru en 0,2% hér á landi. Þetta er fertugfalt magn þess sem yfirleitt er leyft í nágrannalöndum okkar en þar má magnið ekki fara yfir 0,05%. Ólafur1 Pétursson, forstöðumaður mengun- aivarna hjá Hollustuvernd ríkisins, segir reglugerðina gallaða að þessu leyti og valdi það stofnuninni ákveðnum erfiðleikum. „Við höfum sent tillögur til heilbrigðisráðuneyt- isins um að reglugerðinni um PCB- magnið verði breytt úr 0,2% í 0,05% sem er í samræmi við reglugerðir um þetta á hinum Norðurlöndun- um,“ segir Ólafur. „Málið er hins- vegar ekki til lykta leitt í ráðuneyt- inu.“ PCB-mengun hefur mælst á nokkrum þéttbýlisstöðum á Aust- fjörðum og á athafnasvæði endur- vinnslufyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn. Ekki er vitað nákvæm- lega um magn efnisins á þessum stöðum þar sem ekki hefur fengist fé til frekari rannsókna. PCB efni eru mjög hættulegt í litlu magni og getur borist í líkaman með snert- ingu við húð eða innöndun á gufu eða úða. Það sest aðallega í fitu- vefi líkamans, iifur og heila og er flokkað sem krabbameinsvaldandi. „Brýnt að rannsaka málið frekar“ Ólafur Pétursson segir að Holl- ustuvernd telji það brýnt að kanna útbreiðslu PCB-mengunar hérlend- is. Sýni sem tekin voru í fyrra við Neskaupstað og Fáskrúðsfjörð úr kræklingi og seti og rannsökuð voru hjá háskólanum í Kiel sýndu að töluvert magn af PCB var þar að finna. Af þessum sökum var fólk varað við að leggja sér til munns krækling úr fjörunum við þessa firði. Vitað er að á öskuhaugunum við Neskaupstað og Búðir höfðu þéttar og spennar með PCB verið urðaðir. Til að gefa hugmynd um magn hauga varðar er um 70 þúsund rúmmetra af jarðvegi að ræða og kostnaðurinn við verkið því um 14 milljarðar króna. Þetta sæi hver maður að væri óraunhæft. Hvað PCB mengunina í Sunda- höfn varðar segir ðlafur Pétursson að ekki sé vitað um umfang hennar en Hollustuvernd telur það tölu- vert. í þeim sýnum sem tekin hafa verið hefur magn PCB hins vegar verið undir þeim mörkum sem reglugerðin segir til um, eða 0,2%, og hefur það hamlað því að áfram- haldandi rannsóknir fari fram þar sem reglur hafa ekki verið brotnar. Auk þess hefur ekki fengist á hreint hverjum beri að standa straum af kostnaði við áframhaldandi rann- sóknir. í þeim hnút er málið nú. Mengun af völdum bifreiða stigvaxandi Samkvæmt upplýsingum frá Sig- urbjörgu Gísladóttur, sem annast loftmengunarmælingar fyrir Holl- ustuvernd, hefur mengun af völdum útblásturs bifreiða farið stigvaxandi á undanförnum árum í Reykjavík. Það er ekki erfitt að sjá tengsl þessa og hinnar miklu aukningar á innflutningi bifreiða á sama tíma. Loftmengun af þessum sökum er nú, við ákveðin veðurfarsskilyrði, orðin síst minni eða meiri í Reykjavík en erlendum borgum sem hafa sama umferðarþunga. Gögn sem Sigurbjörg styðst við eru reglu- legar mælingar á ryk- og blýmeng- un í borginni. Engar heildarmæling- ar á útblástursmengun frá bifreið- um, þar með mælingar á hættuleg- um efnum eins og köfnunarefnisox- íðum og köfnunarefnissamböndum, hafa farið fram um fjölda ára. Stór- iega hefur dregið úr blýmengun í kjölfar þess að farið var að selja blýlaust bensín en annað gildir um rykmengunina, þ.e. sótið í útblæstri bifreiða. „Frá því við hófum reglu- legar mælingar fyrir tæpum fjórum árum óx rykmengunin um 40% fyrstu árin,“ segir Sigurbjörg. „í fyrra dró hinsvegar úr henni en þar kom einkum til hagstæð veðurskil- yrðj eins og mikil úrkoma.“ Á þessu ári verða gerðar mæling- ar á mengun frá útblæstri bifreiða í Reykjavík á vegum eiturefna- nefndar heilbrigðisráðuneytisins. Þorkell Jóhannesson prófessor, sem veitir nefndinni forstöðu, segir að 11 þetta verði endurtekningar á mæl- ingum sem hann og Hörður Þormar gerðu 1977. Eiturefnanefnd hefur nýlega áskotnast nýr tækjabúnaður sem gerir þeim kleift að vinna þess- ar mæiingar af mun meiri ná- kvæmni en hægt var 1977. Þá mun nefndin einnig vinna að rannsókn- um á PCB-mengun um allt land og að sögn Þorkels nota hinn nýja tækjabúnað til að leita að PCB efn- um sem eru sérstaklega varasöm. Skortur á samræmdri yfirstjórn Það sem einkum hefur háð þátt- töku íslendinga í alþjóðlegu sam- starfi á vettvangi umhverfismála, þar með talið mengunai'varna, er skortur á samræmdri yfirstjórn þessara mála hingað til. Meðal ann- ars hefur verið kvartað undan þessu af samstarfsaðilum íslands innan hinna'Norðurlandanna. Umhverfis- mál hafa aðallega heyrt undir fimm ráðuneyti hingað tih Menntamála- ráðuneytið hefur haft umsjón með náttúruvernd, heilbrigðisráðuneytið hefur haft mengunarvarnir á sinni könnu, félagsmálaráðuneytið skipu- lagsmál, iðnaðarráðuneytið hefur annast stóriðjuna og samgöngu- ráðuneytið mengun í sjó í gegnum Siglingamálastofnun. Ólafur Pétursson segir að það sé orðið brýnt að sameina yfirstjórn þessara mála á einn stað, bæði til að nýta sem best þá þekkingu sem tii staðar er innanlands svo og til að koma í veg fyrir tvíverknað. Þá segir þann mikilvægt vegna þátt- töku íslendinga í alþjóðlegu sam- starfi á þessum vettvangi að einn aðili haldi um yfirstjórnina. „Það hefur háð okkur verulega í alþjóð- legum samskiptum, hve þátttaka okkar hefur verið ómarkviss og til- viljanakennd,“ segir Ólafur. „Á vettvangi Norðurlanda nna hefur þetta komið út eins og að alger ring- ulreið ríki hérlendis í þessum mála- flokki.“ Ný Iöggjöf og nýtt ráðuneyti Sem fyrr greinir tók ný mengun- arvarnalöggjöf gildi um áramótin. - Sum ákvæði hennar eru þverbrotin víða um land. Sem dæmi má nefna ákvæði 4.5.7: „Grófhreinsa skal allt skólp, sem leitt er í sjó.“ Eða ákvæði 6.1.1: „Bannað er að skilja eftir, flytja eða geyma úrgang á þann hátt, að valdið geti skaða eða lýtum á umhverf inu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti, svo sem bílflök, skipsskrokka o.sv.frv." Það sem hér að framan greinir eru nokkur af þeim málum sem nýtt umhverfismálaráðuneyti mun fá til meðhöndlunar er það verður formlega stofnað í næsta mánuði. Júlíus Sólnes, væntanlegur um- hverfismálaráðherra, segir að hann hafi að undanförnu verið að kynna sér stöðu mála eftir föngum. Júlíus segir að brýnustu verkefn- in sem framundan eru hjá hinu nýja ráðuneyti vera að skipuleggja starfsemina. Ráðuneytið muni ekki telja meir en 8-10 manns og sé ætlunin að það verði deildaskipt og sjái um að dreifa verkefnum til þeirra stofnana sem til staðar eru og hafa haft þessi mál á sinni könnu. Hvað einstakar breytingar varð- ar má nefna að Júlíus vill að komið verði á fót „Umhverfisstofnun" ut- an ráðuneytisins en undir yfirstjórn þess. Um yrði að ræða sjálfstæða stofnun sem tæki yfir verksvið Náttúruvemdarráðs. Sett verði sér- stök löggjöf um umhverfisvernd og starfsemi Veiðimálastjóra aukin þannig að hún nái yfir öll villt dýr þar með talið hreindýr svo dæmi séu tekin. Hreint land — fagurt land? Þótt þetta gamalkunna slagorð sé enn að nokkru leyti í fullu gildi þarf meira til en nýja mengunarvarna- löggjöf og nýtt umhverfisráðuneyti til að taka af því spurningamerkið. Hreinleiki íslenskrar náttúru er ekki sjálfgef ið mál eins og dæmin sanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.