Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLÁÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 14. 'JANÚAR 1990 9 Opinberun og þroski eftir HERRA OLAF SKÚLASON Á þrettándanum og sunnudög- unum, sem síðan fylgja og eru tengdir honum, er fjallað um opin- berun Jesú. Á sunnudaginn var fylgdum við honum í musterið tólf ára og urðum enn vitni að því, þegar honum virtist himinn kalla og boða sig til fylgdar við hinn himneska föður, sem var honum sérstaklega greinilegur í hinu helga musteri. í dag, annan sunnu- dag eftir þrettánda, fylgjum við Jesú, móður hans og lærisveinum til Kana í Galíleu, þar sem þau sátu brúðkaup og voru boðin í veislu. Og enn erum við vitni að opinberun á dýrð og mætti Jesú, þegar hann vinnur sitt fyrsta kraftaverk, eins og nánar er skýrt frá í öðrum kaf la Jóhannesarguð- spjalls. Þessi dýrðaropinberun fellur hjá sumum í skuggann af því hver til- gangur hins fyfsta kraftaverks Jesú var. Hann breytti vatni í vín að beiðni móður sinnar, til þess að veisluföng þrytu ekki gestgjöf- um til skammar. Og komast þá sumir ekki lengra en að horfa til vínsins, sem borið var gestum eft- ir að Jesú hafði þannig áhrif á vatn, að enginn gat fundið annað en um eðalvín væri að ræða. Þyk- ir sumum sem Jesús sé þarna á óeðlilegan hátt að handleika og gera fólki mögulegt að stunda víndrykkju oggeti ekki samræmst köllun hans, háleitri og göfugri. Aðrir telja þetta sjálfsagt og sanni, að vín sé ekki eins hættulegt og skaðlegt og sumir láta, úr því Jes- ús var valdur að því að birgðir voru bættar, eftir að allt var kom- ið í þrot. Hvorugt framansagðs er aðalat- riði í frásögninni. Vínið, sem borið var fram, var hluti af því sem samtími Jesú áleit sjálfsagt með mat. Og segir það ekkert um það, hver afstaða okkar á að vera í því máli. Enda lærist okkur seint að átta okkur á því, að við hljótum að lesa Biblíuna með þeim skiln- ingi, að þar birtist sá tími, sem atburðirnir gerast á. Samtími Jesú var um f lest ólíkur okkar og fyrir- mæli, sem má lesa á síðum Biblí- unnar um marga siði, taka mót sitt af því sem þá var sj álfsagt og eðlilegt og einnig þarft, eins og til dæmis í sambandi við neyslu ýmissa fæðutegunda. En slík fyrir- mæli spegla þann tíma sem þau eiga við, en eru ekki algild um alla tíma. Þetta á m.a. við um hárskurð og ýmsa siði og þá ekki síst sumt af því, sem Páll postuli segir um konur og er alls ekki al- gildur boðskapur, heldur sýnir okk- ur aðeins þjóðfélagið, sem postul- inn var hluti af. Þannig er þá kraftaverkið í Kana enginn lærdómur um vín og er það algjört aukaatriði í þessu sambandi. Það er Jesús sjálfur, sem gengur fram á sviðið og sýnir svo ekki verður um villst, hver hann er og hvílíkur máttur honum er gefinn, en aðrir hafa ekki hlot- ið. Kraftaverkið í Kana er saga um Jesú, fullvissu móður hans um sérstöðu hans og hlýðni hans við hana, enda þótt hann hljóti senn að marka sér sérstöðu, sem enginn getur mótað annar en hann eftir þeirri opinberún, sem hann þiggur af sínum himneska föður. Og þegar við lesum þessa þætti og hlýðum á útleggingu þeirra í guðsþjónustunum hljótum við að leitast við að skilja þá með það fyrst og fremst í huga, hvað þarna er verið að segja okkur og til hvers er ætlast af okkur um skilning og túlkun. Þrettándasunnudagarnir varð- veita tengslin við þá fornu hátíð sem bar-heitið Epifanía og er síðasti jóladagurinn að okkar venju um mörkun daga. Opinberunin hélt áfram frá fæðingu Jesú á Betlehemsvöllum og síðan starfs- daga hans alla og var þó sú opin- berun alstærst, sem við tengjum krossinum og síðan hinni tómu gröf í upprisunni. Það er með þetta í huga, sem kirkjan notar græna litinn í helgihaldinu til þess að höfða til þess, að opinberun krefst þroska með skilningi og framrás í þeim anda. Fermingarbörnin skilja vel að græni liturinn er á sunnu- dögunum eftir þrenningarhátíð, þegar náttúran skartar sinni grænu skikkju gróanda og bjartra daga, en þau eiga erfiðara með að tengja græna litinn þroska og vexti í janúar og fram í febrúar. En það er andlegi vöxturinn sem græni litur þessa tíma höfðar til, að vaxa í skilningi og að tileinka sér í trú. Það gerði María og varð- veitti allt. Þetta sáu lærisveinarnir og síðan mannfjöldinn og þannig var opinberunin um Jesú og opin- berun hans sjálfs gerð lýðum kunn- ug. Og enn er höfðað til okkar um skilning á þessari opinberun og hvatningu til þess að vaxa í sam- ræmi við græna lit kirkjunnar, vaxa í birtunni frá opinberun Drottins og nærast af því sem hann veitir okkur og er sígilt og óháð hverjum tíma og siðvenjum fólks. Jesús rís ofar tímanum, þó að við séum háð honum og við eigum ekki að láta hið ytra ráða um innri afstöðu, heldur í ábyrgð að greina til hvers er ætlast af okkur og hvað helst tryggir feg- urra samfélag. Þar á vissulega við varkárni og varfærni gagnvart öllu því sem svipt getur manninum vilj- anum til að velja hið góða og mun því leiða hann í ógöngur og er ekki síst varað við öllu því sem slævir dómgreind mannsins eins og vímuefnin gera. Úr þeim villum frelsar Jesús og það eigum við að nema nú á tíma opinberunarinnar í kirkjunni. VEÐURHORFUR I DAG, 14. JANUAR Hægviðri og þungbúið YFIRLIT kl. 10:10 í GÆR: Um 450 km norðaustur, af Langanesi er 972ja millibara lægð sem fer minnkandi og hreyfist norðaustur. Um 700 km suðsuðvestur af landinu er 980 miliibara lægð sem þokast norðnorðaustur. HORFUR á SUNNUDAG: Hæg suðlæg átt. É1 við suðvestur- og vesturströndina en þurrt annars staðar. Hiti á bilinu -3 til 3 stig. HORFUR á MÁNUDAG: Breytileg átt og víða slydduél. Hiti 1-2 stig. HORFUR á ÞRIÐJUDAG: Norðan og norðvestan kaldi eða stinn- ingskaldi, él um landið norðan- og vestanvert. Úrkomulítið annars staðar. Frost 1 til 2 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri -3 alskýjaö Glasgow 4 skýjað Reykjavík -5 léttskýjað Hamborg 2 þokumóða Bergen 5 skýjað London 1 þokumóða Heisinki -12 snjókoma LosAngeles 14 skúr Kaupmannah. 4 þokumóða Lúxemborg -2 hrímþoka Nar.ssarssuaq -11 heiðskírt Madrid 0 heiðskírt Nuuk -12 heiðskírt Malaga 7 'heiðskírt Osló 2 léttskýjað Mallorca 11 skýjað Stokkhólmur 4 súld Montreal -6 snjóél Þórshöfn 5 skúr NewYork vantar Algarve 7 heiðskírt Orlando 11 heiðskírt Amsterdam 2 þoka Paris 3 súld Barcelona 6 heiðskírt Róm 2 þokumóða Chicago vantar Vín -7 jirímþoka Feneyjar -3 þokumóða Washington -1 skýjað Frankfurt -2 þokumóða Winnipeg -17 skýjað Ó Heiöskírt / / / / / / / / / / Rigning V Skúrir A Norðan, 4 vlndstlg: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar á Léttskýjað * / * Stydda # Slydduól vindstyrk, heil flöður er tvö vindstig. / / * V Hálf8kýjaö / * / \ 0° Hitastig: A SkýjaS # * # # # * * # * * Snjókoma V Él 10 gróður ó Celsíus — Þoka A Alskýjað 5 5 9 Súld oo Mistur = Þokumóða Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 12. janúar til 18. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki. Auk þess er Lyfjabúðin Iðunn opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Læknastofur eru lokaðar laugardaga og helgidaga. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi meö sér ónæmisskírteini. Tannlæknafél. Símsvari 18888 gefur upplýsingar. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími fram- vegis á míðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkr- unarfræðingur munu svara. Uppl. í ráögjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessúm símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráögjafasími Sam- taka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu i s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa Ármúla 5. Opin miðvikudaga og föstudaga 13.00-17.00. s. 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21260. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Betlands og meginlands Evr- ópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15767, 15790, 13855 og 11418 kHz. kl. 18.55-19.30 á 15767, 13855, 11418, 9268, 7870 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum er bent á 15790, 11418 og 7870 kHz og á 15767 kHz kl. 14.10, 13855 kHz kl. 19.35 og 9268 kHz kl. 23.00. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 13855, 13830, 15767,og kHz. Kl. 19.35-20.10 á 15767, 15780 og 13855 kHz. 23.00-23.35 á 13855, 11418 og 9268 kHz. Hlustendur geta einnig oft nýtt sé sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55 og hlustendum í mið- og vesturríkjum Banda- ríkjanna og Kanada er bent á 15780, 13830 og 11418 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10Br Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Landakotsspít- ali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19. Barna- deild : Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardög- um og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúk- runarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensás- deild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga pg sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Kl. 14 til kl. 19. — Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flóka- deild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstað- aspítali: Heimsóknartími 'xjaglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsókn- artími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíð- um: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkra- húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00- 8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðal lestrarsalur opinn mánud. — föstudags kl. 9-19. Laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur (vegna heimlána) mánud. — föstudags 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar i aöalsafni, s. 694326. Árnagarður: handritasýning StofnunarÁrna Magnússon- ar, þriðjud., fimmtud.- og laugardögum kl. 14-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi s. 671280. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122 og 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsal- ur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Hof- svallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud. — föstud. kl. 16-19. Bókabilar, s. 36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið i Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. — Sýningarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuveg. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Sýningin Islensk myndlist 1945-’89 stendur yfir. Safn Ásgríms Jónssonar: Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30-16.00. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opið alla daga kl. 10-16. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn dag- lega kl. 11-17. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Aðra eftir samkomulagi. Heimasími safnvarðar 52656. Sjóminjasafn íslands: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. Siglufjörður 96-71777. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laug- ard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu- daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar- daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga. 7-9, 12-21. Föstudaga kl. 7-9 og 12-19. Laugardaga 8-10 og 13-18. Sunnudaga 9-12. Kvennatímar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30-21. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Sl’minn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánud. — föstud. kl. 7-21. Laugard. frá kl. 8-16 og sunnud. frá kl. 9-11.30. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.