Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 35
 135 Morgunblaðið/Áki H. Guðmundsson Hinn nýi bátur Bakkfirðinga, Sjöfti II. Tvær nefhdir skip- aðar um byggðamál' Sleipnir; Þriggja daga verkfall EKKERT miðar í samkomu- lagsátt í deilu Bifreiðastjóra- félagsins SSeipnis og vinnu- veitenda. Engir fundir eru áformaðir með deiluaðilum og þriggja daga verkfall hefst á morgun. Sáttafundur var haldinn með deiluaðilum hjá ríkis- sáttasemjara í fyrradag. Að sögn Magnúsar Guðmundsson- ar, formanns Sleipnis kynnti félagið kröfur sínar en fékk engar móttillögur. Að sögn Magnúsar eru grunnlaun bifreiðastjóra í Sleipni nú 41.000 kr. „Við vilj- um að grunnlaun félagsmanna verði 80.000,“ sagði Magnús og benti á að bifreiðastjórar ynnu að meðaltali 100 yfirvinn- utíma á mánuði. Það sem félag- ið legði áherslu á, væri að bif- reiðastjórum yrði gert kleift að vinna styttri vinnutíma, enda væri fyrirsjáanleg reglugerð frá samgönguráðuneyti sem tak- markaði vinnutíma bifreiða- stjóra. Væri sú reglugerð samin í kjölfar slysa sem orðið hefðu á síðasta ári við akstur lang- ferðabifreiða. Vopnarfj örður: Einnig var samþykkt að nýtt fiskverð sem væntanlegt er 1. febrúar, yrði látið gilda frá 1. jan- úar. Auðheyrt var á þeim sjómönn- um sem rætt var við, að þeir eru ekki ánægðir með sinn hlut og féll- ust fyrst og fremst á frestun að- gerða vegna þess hve slæm staða útgerðarinnar er. Utgerðin á í erfið- leikum á Vopnarfirði eins og víða hvar á landinu. Að sögn Guðjóns Guðjónssonar, STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra hefur skipað tvær nefndir um byggðamál, segir í fréttatilkynningu fi'á forsætis- ráðuneytinu. Ifréttatilkynningunni segir: Ann- ars vegar er um að ræða nefnd, sem hefur það hlutverk að gara til- lögur urn nýjar áherslur og langtímastefnu í byggðamálum á grundvelli skýrslu Byggðastofnún- ar frá 16. apríl 1989 með það að stjórnarformanns Tanga hf., var afar slæmt fyrir fyrirtækið að fá þessa stöðvun núna og áhrifanna tekur fljótt að gæta þegar enginn afli hefur borist á land síðan um miðjan desember. Fjöldi manns, sem þarf að greiða laun, er í vinnu hjá fyrirtækinu, sem þarf einnig að greiða ýmsan annan kostnað. Brettingur og Eyvindur Vopni halda á veiðar í dag. B.B. markmiði að byggð dafni í öllum landshlutum. Áhersla er lögð á að nefndin komi með tillögur um að- gerðir, sem til framkvæmda megi koma sem fyrst og hún leiti jafn- framt eftir samstarfi við sem flest félagasamtök, stofnanir og ein- staklinga, sem hagsmuna eiga að gæta varðandi byggðamál. Einnig er lögð áhersla á sjálfStæði sveitar- félaga, héraðs- og landshluta til að ráða þeim málefnum, sem þau hafa tök á. í nefndinni eiga sæti: Jón Helga- son alþingismaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Egill Jónsson aþingismaður, Snjólaug Guðmundsdóttir húsmóðir, Hregg- viður Jónsson alþingismaður, Gunn- ar Hilmarsson, formaður stjórnar Atvinnutryggingarsjóðs útflutn- ingsgreina, Guðmundur Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, Skúli Álexandersson alþingismaður, Lár- us Jónsson, fyrrverandi alþingis- maður, og Skúli Björn Árnason full- trúi. Hins vegar er um að ræða nefnd, sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur um skipulag Byggða- stofnunar og fyrstu aðgerðir í byggðamálum á grundvelli skýrslu Byggðastofnunar frá 16. apríl .1989. í nefndinni eiga sæti: Stefán Guðmundsson alþingismaður, sem jafnframt er formaður nefndarinn- ar, Sighvatur Björgvinsson alþing- ismáður, Ragnar Arnalds alþingis- maður, Zophonías Zophoníasson framkvæmdastjóri og Trausti Þor- láksson skrifstofumaður. Verkfalli frestað Vopnafirði. ÚTGERÐAMENN og sjómenn Brettings og Eyvindar Vopna hafa gert með sér samkomulag um frestun verkfalls. Einnig var gerð samþykkt um að einhver aukning yrði á sölu afla skipanna á fisk- mörkuðum hér á landi eða erlendis, þar sem hærra verð fengist en hér heima. Bakkafjörður; Nýkeyptur bátur til Bakkafjarðar Bakkafirði. Á gamlársdagsmorgun kom til heimahafhar 63 brúttólesta bátur sem Fiskiðjan Bjarg hf. er nýbúin að festa kaup á. Bátur þessi kemur í staðinn fyrir 26 brl. bát, Seif NS, sem eyðilagðist í vestan stór- viðri síðastliðinn vetur og var í eigu sömu aðila. Með kaupum Fiskiðjunnar Bjargs hf. á þessum báti munu veiðiheimildir Bakkfit'ðinga aukast talsvert, þar sem þeir keyptu einnig vélbátinn Gulltopp SH frá Ólafsvík og úreltu hann, en kvóti hans var 215 tonn. Samanlagður kvóti Seifs NS og Gulltopps SH er 421 tonn sem færist á nýja bátinn, Sjöfn II, svo atvinnulífið mun taka nokkurn fjörkipp og meiri stöðugleiki verð- ur, því öll fiskvinnsla hér hefur nær eingöngu byggst á róðrum báta undir 10 brl. sem mjög eru háðir veðrum. Skipstjóri og einn af eig- endum er Birgir Ingvarsson og fyrsti vélstjóri er Þorsteinn Sigur- björnsson. - ÁHG ENSKA - SUMARFRÍ - TÓMSTUNDIR Lærið ensku á einum vinsælasta sumardvalarstað á suðurströnd Englands, Eastbourne. Allt viðurkenndir skólar. Hægt er að velja um: - Ensku og skoðunarferðir - Enska og golf - Enska og tennis - Enska og siglt á ánni Thames - Enska fyrir kennara - Enska fyrir fólk á efri árum - Enska og heimilishjálp og fleira. Upplýsingar gefur Edda Hannesdóttir fulltrúi I.S.A. á ísiandi í síma 672701 milli kl. 13-15. Fulltrúi frá I.S.A.S. á staðnum til aðstoðar hvenær sem er. Um virðisaukaskattskyida vöru Athygli þeirra, sem framleiða, flytja inn eða kaupa virðisaukaskattskylda vöru til endursölu, er vakin á því að óheimilt er að telja skattinn til kostnaðarverðs vöru og skal skatturinn því ekki vera hluti af álagningarstofni. Reykjavík, 11. janúar 1990. VERÐLAGSSTOFNUN KLennsla Véiritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. FfilAGSÚF f í dag kl. 16.00 er almenn sam- koma i Þribúðum, Hverfisgötu 42. Mikill söngur. Barnagæsla. Vitnisburður. Ræöumaður verð- ur Óli Ágústsson. Allir velkomn- ir. Samhjálp. Fimirfætur Dansæfing verður í Templara- höllinni við Eiriksgötu i kvöld, 14. janúar, kl. 21.00. Allir velkomnir. Upplýsingar i síma 47587. □ MÍMIR 59901157 - 1 Atk. □ Gimli 599015017 = 1 I.O.O.F. 10== 171115872 = E.l. □ HELGAFELL 59901157 VI 2 I.O.O.F. 3 = 1711158 = I.E. \;—: / KFUM V KFUMog KFUK Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstig 2b. Yfir- skrift: Sönn og rétt Guðsdýrkun (Róm. 12). Upphafsorð: Kristín Sverrisdóttir. Ræðumaður: Séra Kjartan Jónsson. Ath! Söng- og bænastund kl. 19.30. Allir velkomnir. KR-konur - Aðalfundur verður í félagsheimilinu þriðjudaginn 16. janúar kl. 20.30. Veriö duglegar að mæta. Nýjar konurvelkomnar. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagsskóli kl. 16.00. Allir krakkar velkomnir. Aimenn samkoma kl. 16.30. RæðumaÖur Mike Fitzgerald. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Safnaðarguðsþjónusta kl. 11.00. Ræöumaður Sam Daniel Glad. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Vörður Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURINN Krístið samfélag Þarabakki 3 Kl. 11.00 samkoma og barna- kirkja. Brad Skagges talar. Kl. 20.30 kvöldsamkoma. Björn Ingi Stefánsson talar. Jesús vill mæta þörfum þínum. Snúðu þér til hans. Við viljum biðja með þér. Vertu velkominn. Vegurinn. Krimlilugl Félag Hailbrigdisslólla Kristilegt félag heilbrigðisstétta Afmælisfundur verður haldinn i safnaðarheimili Laugarneskirkju 15. jan. nk. kl. 20.30. Fundarefni: Annáll félagsins. Einsöngur: Laufey Geirlaugs- dóttir. Hugleiðing: Harry Smith. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Síamskettlingar Síamskettlingar til sölu. Upplýsingar í síma 40266 e. kl. 17. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I dag kl. 14.00: Sunnudagaskóli og kl. 20.00: Hjálpræðissam- koma. (Ath. breyttan tima). Flokksforingjarnir stjórna og tala. Mánudagur kl. 16.00: Heimila- samband fyrir konur og kl. 20.00: Unglinglingafundur. Miðvikudagur kl. 20.30: Hjálp- arflokkur. Allir velkomnir. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Zena Davies og Iris Hall starfa á vegum félagsins 16.-27. janú- ar. Upplýsingar um einkafundi fást á skrifstofu félagsins. Skyggnilýsingafundir verða haldnir þriðjudaginn 16. janúar, mánudaginn 22. janúar og mið- vikudaginn 24. janúar. Skygni- lýsingafundirnir verða haldnir á Hótel Lind og hefjast kl. 20.30. Miðar fást á skrifstofu félagsins, Garðastræti 8, 2. hæð, sími 18130. Stjórnin. Skipholti 50B, 2. hseð Samkoma í dag kl. 11.00. Sérstök samvera fyrir börnin meðan á prédikun stendur. Allir velkomnir. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sunnudagsferð 14. jan. kl. 11 Þingvellir í byrjun árs Fyrst verður létt ganga frá Vatnsviki um Konungsveg að Hrafnagjá, en síöan mun séra Heimir Steinsson, þjóðgarðs- vörður, taka á móti hópnum á Skáldareit og segja frá sögu staðarins. Að því loknu verður stutt helgistund í Þingvallakirkju. Tilvalið að byrja ferðaárið vel með þessari Þingvallaferð. Far- arstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð 1.000,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Heimkoma um kl. 16.30. Þórsmörk að vetri 2.-4. febr. Þetta veröur þorrablótsferð Ferðafélagsins, sem enginn ætti að missa af. Gist í Skagfjörðs- skála. Pantið tímanlega. Góða ferð! Feröafélag Islands. Auðbrekku 2,200 Köpavogur Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir velkomnir. m útivíst Dagsf. sunnud. 14. jan. Þórsmerkurgangan: Raðganga Útivistar 1990. Geng- ið í 17. dagsferðum frá Reykjávik i Þórsmörk. Siðasta gangan, 22. sept. endar með grillveislu i Básum. 1. áfanginn genginn núna á sunnd. Farið eftir gömlu þjóðleiðinni út úr borginni: Arn- arhóll - Öskjuhlíð — Fossvogs- dalur - gamli Árbærinn. Lagt af stað kl. 13.00 úr Grófinni. Leiðsögn: Lýður Björnsson, sagnfræðingur. Verið með frá byrjun! Rútuferð til baka. Skíðagöngunámskeið: Leiðbeinandi: Vanur skíða- göngumaður. Framhaldsnám- skeið seinna í vetur. Brottför frá BSÍ - bensinsölu kl. 13.00. Verð kr. 600,-. Þorrablót 19.-21. jan.: Gist á Varmalandi. Gönguferðir um uppsveitir Borgarfjarðar. Þorramáltíö - kvöldvaka. Kynnist töfrum Borgarfjarðar að vetrarlagi. Uppl. og miðar á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. I Útivistaferðir eru allir velkomnir. Sjáúmst! Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.