Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 8

Morgunblaðið - 14.01.1990, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 í \ er sunnudagur 14. janúar, sem er 2. sd. eftir 1 UxV'Jþrettánda. 14. dagur ársins 1990. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 8.29 og síðdegisflóð kl. 20.53. Sólarupprás íRvíkkl. 10.57 og sólarlag kl. 16.17. Myrkurkl. 17.25. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.37 ogtunglið er í suðri kl. 4.03. (Almanak Háskóla Íslands.) Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga. Ver því heilhuga oggjör iðrun. (Opinb. 3,19.) ÁRNAÐ HEILLA O A ára afmæli. Frú Tove ÖU Engilberts er áttræð í dag, 14. janúar. Hún fæddist í Kaupmannahöfn árið 1910. Foreldrar hennar voru Fred- rik Fugmann, byggingaverk- taki, og kona hans, Amalie Fugmann. Tove giftist íslenska listmálaranum Jóni Engilberts árið 1932. Hún flutti með honum til íslands árið 1940 og hefur búið hér síðan. Jón Engilberts lést árið 1972. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Togarinn Hafsteinn bjargaði aðfaranótt mið- vikudagsins áhöih á þýsku flutningaskipi, Bahia Blanca, sem rakst á hafísjaka í náttmyrkri, um 60 sjóm. út af Látra- bjargi. Tókst björgun giftusamlega þrátt fyrir myrkur og sjógang. Frostlaust var. Bjargaði áhöfn Hafsteins rúmlega 60 manna áhöfíi skipsins. Var henni bjargað á síðustu stundu. Skipstjóri á togaranum Hafsteini var Ólafúr Ófeigsson. Þýskukunn- átta lofltskeytamanns togarans, Halldórs Jóns- sonar, hafði mjög auð- veldað björgunarstörfin. Togarinn kom með skip- brotsmennina til Hafnar- fjarðar. ÞETTA GERÐIST 14.janúar ERLENDIS: 1809: Englendingar og Spán- veijar mynda bandalag gegn Napoleon Bonaparte. 1804: Kílarfriður. Danakon- ungur áskilur Noreg Svíakon- ungi. 1858: Misheppnuð tilraun Felice Orsini, ítalsks þjóðern- issinna, til að ráða Napoleon III af dögum. 1867: Perú segir Spáni stríð á hendur. 1914: Fyrsti fjöldafram- leiðslubíll Henry Fords tekinn í notkun. 1935: Olíuleiðslan við Kirkuk til Haifa vígð. 1962: Minnst 36 bíða bana í óeirðum og árásum í helstu borgum Alsír. 1963: Charles de Gaulle lýsir yfir andstöðu Frakka við inn- göngu Breta í Efnahags- bandalagið og hafnar Polar- is-eldflaugum Bandarfkja- manna. 1965: Forsætisráðherrar Norður-írlands ög írska lýð- veldisins hittast í fyrsta skipti í 43 ár. 1966: Indónesía lokar skrif- stofum sínum hjá SÞ. 1979: Jimmy Carter forseti hefur baráttu sína fyrir stað- festingu „Salt II“. HÉRLENDIS: 1255: Geldingaholtsbardagi. Eyjólfur Þorsteinsson og Hrafn Oddsson fella Odd Þór- arinsson. 1814: ísland áskilið hinni dönsku krúnu með Kílarfriðn- um. 1850: Uppreisn í Lærða skól- anum. 1902: Enskur togari strandar nærri Húsatóftum og með honum ferst Nilsson „Dýra- fjarðarkappi", sem Hannes Hafstein átti í höggi við. 1930: Sighvatur Grímsson Borgfirðingur látinn. 1980: Geir Hallgrímsson skil- ar forseta umboði. KROSSGATAN LÁRÉTT: - 1 sjófuglar, 5 kalt, 8 digri, 9 báran, 11 spil- ið, 14 gljúfur, 15 geti, 16 mólendið, 17 sefa, 19 nísk, 21 kvenmannsnafn, 22 koma nær, 25 húsdýra, 26 forfeður, 27 skyldmennis. LÓÐRÉTT: - 2 sund, 3 áa, 4 dregur í efa, 5 þrútna af mjólk, 6 skynsemi, 7 fugl, 9 dagatal, 10 skipið, 12 áreið- anlega, 13 konuna, 18 geijun, 20 þurrka út, 21 spil, 23 sjór, 24 ryk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 spekt, 5 slaga, 8 rusta, 9 strák, 11 ágætt, 14 tel, 15 aftra, 16 meiða, 17 róa, 19 alin, 21 agns, 22 námunda, 25 sog, 26 áma, 27 rýr. LÓÐRÉTT: - 2 pat, 3 krá, 4 tuktar, 5 státma, 6 lag, 7 get, 9 spaðaás, 10 ritling, 12 æfingar, 13 trassar, 18 ólum, 20 ná, 21 AD, 23 má, 24 Na. Ný heimsmynd Hrun kommúnismans liífriiiu 9ó fGtAJMD - Mundu það svo framvegis, kommaófétið þitt, að það hefur aldrei verið neitt til sem heitir Mogga- lygi • • • ÁHEIT OG GJAFIR ÁHEIT á Strandarkirkju. Afhent Morgunblaðinu: Torf- hildur 10.000, Gunnhildur 5.000, Hóhanna 5.000, Frið- þjólfur 5.000, SS 5.000, NN 5.000, SL 3.000, F.G.B. 3.000, Gunna 3.000, Gunna 3.000, HS 2.500, K 2.000, UTANRÍKISÞJÓNUSTAN. í tilk. í nýlegu Lögbirtinga- blaði tilk. utanríkisráðuneytið að Estrid Brekkan hafi verið skipuð deildarstjóri í utanrík- isráðuneytinu. Tók sú skipan gildi hinn 1. desember. TRY GGIN G ASTOFNUN ríkisins. Þá tilk. heilbrigðis- °g tryggingamálaráðuneytið í Lögbirtingi að það hafi veitt Kristjáni Sturlaugssyni tryggingastærðfr. lausn frá störfum, sem deildarstjóri endurskoðunardeildar Trygg- ingastofnunarinnar, að eigin ósk. Mun hann láta af störf- um 1. mars næstkomandi. í BREIÐHOLTSHVERFI eru starfandi þijú kvenfélög: Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélagið Fjallkonurnar og Kvenfélag Seljasóknar. Næstkomandi þriðjudag, 14. þ.m., ætla þessi þijú félög að halda sameiginlegan fund í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20.30. Verður á fundinum fjölbreytt skemmtidagskrá og kaffíveitingar. Verður þessi fundur opinn öllum konum. MIGRENSAMTÖKIN halda fræðslufund annað kvöld, mánudag, kl. 20.30 í Templ- arahöllinni við Eiríksgötu. Fundurinn er öllum opinn. Þar ætlar Þuríður Her- mannsdóttir að tala um mat- arbíótík. KARLAKÓR Reykjavíkur heldur aðalfund sinn laugar- daginn 20. þ.m. í félags- heimili sínu á Freyjugötu kl. 14. JAG 2.000, Gömul áheit 2.000, RB 2.000, ME 2.000, SB 1.600, ÁÁ 1.200, SG 1.000, GDÓ 1.000, H.Ó. 1.000, SK 1.000, R.S.Á.G. 1.000, IH 1.000, Auður 1.000, Þorgeir Þorkelsson 1.000, Elísabet og Jóhannes 1.000, ÁS 1.000, ÁS 1.000, SG 1.000. SAMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð hafa opið hús í safn- aðarheimili Laugarneskirkju nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Á sama tíma eru veittar uppl. og ráðgjöf í s. 34516. FÉL. eldri borgara hefur opið hús í dag, sunnudag, í Goðheimum við Sigtún kl. 14, fijáls spilamennska og tafl. Dansað verður kl. 20. ÁRBÆJARSÓKN. Æsku- lýðsfélagið í sókninni fer í heimsókn til Æskulýðsfélags- ins í Neskirkju í kvöld, sunnu- dag, kl. 20. Öldrunarþjónust- an er á þriðjudögum: klukkan 13-14 símaviðtalstími öldr- unarfulltrúans, s. 82405. Þá daga er hársnyrting. Tekið við símapöntunum í s. 673530. Leikfimi er þriðju- daga kl. 14. KÓPAVOGUR. Félagsstarf aldraðra. Á morgun, mánu- dag 15. þ.m., tekur ný dag- skrá gildi: Verður biblíulestur kl. 14, og söngæfing kl. 17, í Fannborg 1. Þá verður keramiknámskeið kl. 9.30 í Fannborg 2 og leikfimi I þar kl. 11.15. NESSÓKN. Barnastarf á morgun, mánudag: Fyrir 12 ára kl. 17.30 og kl. 19.30 fyrir 13 ára og eldri. Á þriðju- dag er öldrunarþjónusta: hár- greiðsla og fótsnyrting í safn- aðarheimilinu kl. 13-17. s. 16783. LANGHOLTSSÓKN. Bræðrafél. Langholtssóknar heldur fund fyrir félagsmenn og gesti Jieirra, ásamt Safn- aðarfél. Ássóknar og Kvenfél. Laugarnessóknar í veitinga- húsinu Holiday Inn annað kvöld, mánudag, kl. 20.30, fyrir félaga og gesti. Uppl. gefur Sigrún Pétursdóttir s. 32360. DÓMKIRKJUSÓKN. Á þriðjudögum stendur eldra fólki í söfnuðinum til boða fótsnyrting. Ástdís í s. 13667 annast tímapantanir. FÉLAG austfirskra kvenna í Reykjavík heldur þorrablót í Góðtemplarahúsinu við Eiríksgötu 17. þ.m. og hefst það kl. 20. SÉRFRÆÐINGAR. í tilk. í Lögbirtingablaðinu frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu segir að það hafi veitt þessum læknum' leyfi til starfa sem sérfræðingar, Vigfúsi Magnússyni sem er sérfræðingur í geðlækning- um, Gunnari Herbertssyni sérfræðingi í kvenlækning- um, Birni Gunnlaugssyni sérfræðingi í heimilislækn- ingum og Birni Einarssyni sem er sérfræðingur i öldr- unarlækningum. LAUGARNESSÓKN. Kven- félag Laugarnessóknar held- ur sameiginlegan janúarfund með Safnaðarfél. Áspresta- kalls og safnaðarfélögunum í Langholtssókn annað kvöld, mánudag, í Holiday Inn veit- ingahúsinu kl. 20.30. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: Á morgun mánudag eru vænt- anleg að utan Helgafell og Brúarfoss. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í dag er togarinn Hjalteyrin vaentanlegur til að taka ís. Á morgun er frystitogarinn Jón Finnsson væntanlegur inn til löndunar. ísberg er komið að utan. Nú um helgina eru tveir græn- lenskir togarar væntanlegir til löndunar. ORÐABÓKIIM Undirstrika - undirstrikun í töluðu og rituðu máli er orðið mjög algengt að menn noti so. að undirstrika, eða no. undirstrikun, þegar þeir vilja leggja áherzlu á eitt- hvað: Eg vil sérstaklega undirstrika, að þetta var mikill misskilningur. Tillaga mín er undirstrikun mín á þessu. Ekki hef ég fundið eldra dæmi um þetta orða- lag í íslenzku en frá upp- hafi þessarar aldar, enda er hér á ferðinni ómengað danskt orðalag. Blöndal tók það t.d. ekki upp í orðabók sína um 1920. Hins vegar er það í Viðbæti þeirrar bókar frá 1963. Þá er það í OM frá sama ári og í tvenns konar merkingu. í fyrsta lagi um það að setja strik undir í handriti til að leggja áherslu á (samsvarar hreyttu letri í prenti): u. orð. I öðru lagi um að leggja áherslu á e-ð. Fyrri merk- ingin er auðvitað hin upp- haflega, en svo hefur verið farið að nota þetta almennt um það, sem á góðri ís- lenzku nefnist að leggja áherzlu á e-ð. Eins má á stundum tala um að árétta eða leggja ríkt á um e-ð . ■ ■■ Þá getur í ýmsum samböndum farið vel á að tala um að draga e-ð fram, kveða á um e-ð eða hafa e-ð á oddinum. - Úr nógu er því hér að velja í stað so. að undirstrika. JAJ FRÉTTIR/MANNAMÓT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.