Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 14
í DRAUMAVERKSMIÐJUNNI eftir Svein Guðjónsson og Jóhönnu Ingvarsdóttur „ÞEIR ERU rjóminn í þessum bransa og ég vinn varla með öðrum,“ segir Jeflfrey Ayeroff, forseti Virgin Records hljómplötufyrirtækisins. „Propaganda er eins og Þriðja ríkið og við hinir eins og Pólland,“ segir einn af samkeppnisaðilunum. Draumurinn um frægð og frama blundar með okkur flestum en oftast verða menn að láta sér bara nægja að dreyma. Stundum rætast slíkir draumar og þótt hér skuli engum getum að því leitt hvort Sigurjón Sighvatsson dreymdi stóra drauma um frægð í Hollywood er hitt staðreynd, að hana hefur hann öðlast, eins og framangreindar tilvitnanir bera vitni. Fyrirtækið Propaganda Films, sem hann rekur ásamt Bandaríkjamanninum Steve Golin, er nú orðið stærsta fyrirtækið í framleiðslu tónlistarmyndbanda vestan hafs og meðal viðskiptavina þess eru stórstjörnur á borð við Madonnu, Prince, Sting, Jody Watley, Paula Abdul og hljómsveitirnar Fleetwood Mac og U2. Auk þess hefur fyrirtækið haslað sér völl á sviði kvikmyndagerðar og þáttaraðir fyrir sjónvarp eru í farvatninu. Heildarveltan á síðasta ári vaf um 3,6 milljarðar íslenskra króna og umsvifin aukast stöðugt. Meðal viðskiptavina og samstarfsfólks Sigurjóns eru stór- stjörnur á borð við Madonnu, Prince, Lauru Dern, Nicolas Cage og leikstjó- rann David Lynch, en meðfylgjandi myndir eru allar úr myndböndum og kvikmyndum sem viðkomandi lista- menn hafa unnið á vegum Propaganda Films.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.