Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 36
36 MÓRtíÚNTÍ5lítt)fe MIIMNINGAR Í4.'JáMÚAR Í99D Stefanía Guðjóns- dóttir — Minning Laugardaginn 6. janúar 1990 andaðist merkiskonan frú Stefanía Guðjónsdóttir, Suðurgötu 4, Reykjavík, tæplega 88 ára. Undir- ritaður átti því láni að fagna að hafa kynni af henni sl. 40 ár eða frá 25. nóvember 1949, þegar ég gerðist fulltrúi hjá eiginmanni hennar, Lárusi Jóhannessyni, hrl., síðar hæstaréttardómara. Frá 40 árum er að sjálfsögðu margs að minnast, og verður fátt eitt af því talið upp hér. Af mörgum góðum eiginleikum frú Stefaníu fundust mér þó tveir standa upp úr, en þeir voru dugnað- urinn og trygglyndið. Um hið fyrra skal nefnt sem dæmi: Foreldrar Stefaníu voru fátækir, eins og títt var á þeirri tíð. Þrátt fyrir það braust Stefanía til mennta og lauk stúdentsprófi 1922, sem var mjög fátítt meðal stúlkna á þeim tíma og tæplega í takt við tíðarandann. (Stúlkurnar voru 2 í bekknum, sem luku prófi.) Þá þurfti líka að taka allt stúdentsprófið í einum áfanga. Þá var ekki hægt að hluta það nið- ur í marga áfanga, og ljúka þeim jafnvel á nokkrum árum, eins og nú er talsvert tíðkað. Þá reyndi stúdentsprófið bæði á gáfur og dugnað. Prófinu lauk Stefanía með fyrstu einkunn. Eftir að Stefanía giftist, 22ja ára gömul, helgaði hún heimili sínu að mestu starfskrafta sína, og gerði það af þeim dugnaði og myndarskap, að þar varð ekkert lengra komist. Um trygglyndið: Þar er af mörgu að taka. Um stúdents- árganginn sinn talaði hún af mik- illi virðingu, enda var þar margt mætra manna. Eiginkonur sumra bekkjarbræðra hennar urðu vinkon- ur hennar. Þessi virðing var gagn- kvæm. Það kom oft fyrir síðari ár- in, að gengið væri í veg fyrir mig á götu til að spyrja mig um líðan Stefaníu, og þurfti ekki til, að hún hefði verið veik. Meðal kunningja hennar var þekktur rithöfundur (kona), sem stundum kom í heim- sókn. Umhyggjan fyrir afkomend- unum var alveg takmarkalaus. Um það þarf ekki að ræða. Tvö systur- börn hennar voru henni mjög kær. Þau heimsóttu hana mjög oft síðari árin, eins og um börn hennar væri að ræða. Var skemmtilegt að fylgj- ast með þeim kærleika, sem þar var í milii. Hér verður látið staðar numið í þessari upptalningu. Þótt Stefanía hafi átt marga góða kunn- ingja og vini, þá held ég, að hún hafí verið nokkuð vinavönd. Menn urðu ekki vinir hennar strax. Hún vildi ganga úr skugga um, að vin- áttan væri til staðar hinum megin líka. Engin stéttaskipting var í vin- áttu hennar. Dramb eða hroka átti hún ekki til. Vinir hennar áttu ör- uggan talsmann, þar sem hún var, ef henni fannst eitthvað á þá hallað í orði. Þá vil ég geta þess, að mað- ur hennar, Lárus Jóhannesson, var einhver sá umtalsbesti maður, sem ég hef kynnst um ævina. Mátti segja, að þetta gilti um alla, þar á meðal um pólitíska andstæðinga hans, enda voru margir kunningjar á öndverum meiði við hann í stjórn- málum. Margir eru þeirrar skoðunar, að ekki sé hægt að að dæma um það, hvort maður hafi verið hamingju- samur fyrr en hann sé látinn: Það sé m.a. svo þýðingarmikið, hvernig hann kemst frá því að deyja. Ég get vel tekið undir þessa skoðun. Mjög fáir eru svo heppnir, að ekki gefí einhvern tíma á bátinn í lífsins óigu sjó á langri ævi. Stefanía komst ekki hjá því að fá ágjafir, en þrátt fyrir það, tel ég, að hún hafi verið að mörgu leyti hamingju- söm manneskja, sjá hér á eftir álit hennar sjálfrar. Það varð þeim hjón- um mikið áfall, þegar þau misstu son sinn, Jóhannes, hrl, aðeins 45 ára gamlan. Það var líka þungur harmur kveðinn að Stefaníu, þegar eiginmaður hennar, Lárus Johann- esson, andaðist tæplega áttræður, árið 1977, en hann hafði verið við ágæta heilsu. Hann fékk skyndilega hjartaáfall. Lárus sagði oft við mig, að hann vildi fá að deyja á undan Stefaníu, því að hann væri miklu háðari henni, en hún honum. Mér er kunnugt, að Stefanía bar lengi þungan harm í bijósti eftir ándlát Lárusar. Síðustu árin voru ýmsir vinir þeirra hjóna að safnast til feðra sinna, og varð það Stefaníu umhugsunarefni. Hún gat þess vegna tekið undir með Bólu-Hjálm- ari, þegar hann kvað á gamals- aldri: „Mínir vinir fara fjöld . . .“ o.s.frv. En þrátt fyrir þetta tel ég, að hún hafí lifað hamingjusömu lífi, þegar á heildina er litið. Hún átti góða foreldra. Hún fékk fullnægt menntunarþrá sinni. Hún eignaðist góðan og fjölhæfan eiginmann. Hún eignaðist góð og dugleg börn. Hún bjó við góðan efnahag, og gat veitt sér ýmislegt, sem allt var þó innan hóflegra marka. Hún var við ágæta heilsu megin hluta langrar ævi. Þó- má segja, að ellin hafi sótt all-fast að henni síðasta árið, sem hún lifði. Hinn 21. júní 1924 gengu þau í hjónaband Stefanía Guðjónsdóttir og Lárus Jóhannesson. Sr. Bjarni Jónsson, síðar vígslubiskup, annað- ist hjónavígsluna. Sr. Bjarni og frú voru meðal vina Stefaníu og Lárus- ar til æviloka. Árið 1920 hafði Lár- us lokið lögfræðiprófi með hæstu einkunn í þeirri grein við Háskóla íslands fram til þess tíma, eftir aðeins 3 ára nám. Eftir það hafði Lárus stundað framhaldsnám í Danmörku um skeið og síðan unnið á bæjarfógetaskrifstofunni í Reykjavík hjá föður sínum fram til 1.10 1924. Hann opnaði lögmanns- stofu í Reykjavík hinn 19.12. 1924 og rak hana til 1.5. 1960, þegar hann varð hæstaréttardómari. Þann 4. febrúar 1989 birtist í Lesbók Morgunblaðsins hógvært og skemmtilegt viðtal við Stefaníu Guðjónsdóttur, ásamt nokkrum fjöl- skyldumyndum. Viðtalið við Stef- aníu tók Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður. Ég vil þakka blaða- manninum fyrir skrásetningu þessa viðtals og vingjarnleg ummæli. Þarna kemur fram hinn hógværi og ljúfi andi, sem ríkti á heimilinu í tíð þeirra Stefaníu og Lárusar. Þarna rekur Stefanía æviferil sinn í stuttu máli. Ég ætla að taka nokkrar glefsur úr þessu viðtali um sambúð þeirra hjóna o.fl. Þarna er rétt skýrt frá. Þar segir Stefanía: „Ég get ekki annað sagt en ég sé ánægð með það hiutskipti sem mér hlotnaðist í lífinu. Lárus var, má segja, mín fyrsta og einasta ást. Mér finnst núna að milli okkar hafí ekki verið nein brennandi ást í upp- hafi. Kannski fínnst mér það vegna þess að ást okkar óx irieð árunum jafnt og þétt. Okkur kom jafnan vel saman og það varð okkur ekki neitt misklíðarefni þó Lárusi þætti gott í staupinu. Lárus minn var gleðimaður og söngmaður mikill og það gat ég vel skilið þó ég tæki lítinn þátt í slíku sjálf. Hvað snert- ir mitt hlutverk sem húsmóðir þá gekk mér vel að sinna því.“ Á öðr- um stað segir: „Ég fór fyrst með Lárusi til útlanda þegar ég var 26 ára gömul og eftir það fórum við oft út. Við vorum stundum einn til tvo mánuði í sh'kum ferðum, en mamma gætti jafnan barnanna.“ Á þriðja staðnum segir: „Lárus dó árið 1977, það voru erfið umskipti." Siðustu ár sín stundaði hann mál- flutningsstörf, sáttur við guð og menn og í hlýju sambandi við sína fjölskyldu." Þessu vil ég.bæta hér við: „Það er ekki rétt, að Lárus hafí stundað málflutningsstörf síðustu árin. Þá sneri hann sér að ættfræðinni af fullum krafti, og vann aldrei meira en þá. Hitt er rétt, „að hann var sáttur við guð og menn og í hlýju sambandi við fjölskyldu sína“. Mikil fjölbreytni var í gáfum og áhugamálum Lárusar. Hann var góður lögfræðingur, ekki aðeins af því að hann var vel lesinn, heldur ekki síður af því, að hann hafði mikla lífsreynslu og svo var dóm- greindin svo örugg. Lárus tók þátt í útvarpsrekstri fyrir 1930. Hann rak prentsmiðju og bókaútgáfu í all-mörg ár. Hann las mikið um hin ólíkustu efni, þar á meðal um ind- verska heimspeki og trúmál. Hann var hagyrðingur. Hann hafði mikla ánægju af söng, hljómlist og mynd- list. Hann sagði vel og skemmtilega frá. Er þá aðeins sumt upp talið. Það var miklu meira virði að vera samvistum við hann, heldur en megin þorra annarra manna. Börn þeirra Lárusar og Stefaníu eru: Jóhannes, hrl. Hann andaðist 1970 aðeins 45 ára. Á lífi eru: Guðjón læknir (sérfræðingur) í Reykjavík, Jósefína Lára, kaupkona og jiúsfrú. Ég fer ekkert dult með það, að það sé von mín ogtrú, og jafnframt besta ósk mín til handa þeim Stef- aníu og Lárusi, að þau hafi nú mæst á ný, ásamt fyrrförnum frændum og vinum. Að lokum þakka ég þeim Stef- aníu og Lárusi áratugalöng áfalla- laus og góð kynni, og bið þeim Guðs blessunar á vegi framtíðarinn- ar. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Árni Stefánsson Elskuleg ömmusystir mín, Stef- anía Guðjónsdóttir, lést 6. þ.m. og verður til moldar borin á morgun á áttugasta og áttunda afmælisdegi sínum. Tanta, eins og ég kallaði hana, fæddist á Lindargötu hér í Reykjavík og var yngst fjögurra barna Guðnýjar Einarsdóttur og Guðjóns Sigurðssonar verkamanns þar. Elstur systkinanna var Guðni málarameistari, síðan Sigurður kennari, þriðja amma mín, Guðný, og þá Stefanía. Öll voru þau sett til mennta af ótrúlegum dugnaði fátækra foreldra. Tanta útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík sumarið 1922, önnur tveggja kven- stúdenta. Á menntaskólaárum sínum kynntist hún sínum tilvon- andi lífsförunauti, Lárusi Jóhannes- syni hæstaréttardómara, og gengu þau í hjónaband 21. janúar 1924. Mig langar til að hlaupa 40 ár aftur í tímann, eða til þess tíma er ég fyrst man eftir mér í Suðurgötu 4 á heimili töntu og Lárusar. Þar var oft mikið um að vera og litríkur hópur sem sat þar saman kominn um kaffileytið, enda alltaf glað- værðin í hávegum höfð og þá var tanta hrókur alls fagnaðar. Svo var það tónlistin, hún hljómaði annað hvort frá píanói, trompeti eða ein- hveiju öðru hljóðfæri þegar synirn- ir og dóttirin voru að æfa sig. Þeg- ar allt kemur til alls er elsku tanta og heimili þeirra Lárusar í Suður- götu 4 með helstu bernskuminning- um mínum og er ég þakklát fyrir þær. Ég er viss um að hvíldin var kærkomin, en mikil eftirsjá er að töntu. Elsku Lalla og og Guðjón, við Sverrir Haukur sendum ykkur sam- úðarkveðjur. Guðný Aðalsteinsdóttir Þegar mæla skal kveðjuorð í minningu góðs vinar verður flestum tregt tungu að hræra. Þannig er mér einnig farið er mig langar til að minnast Stefaníu Guðjónsdóttur. Fyrstu kynni mín af Stefaníu voru haustið 1988 þegar ég réði mig í húshjálp hjá henni á fallega heimilinu hennar á Suðurgötu 4, heimilinu sem henni var svo kært. Við áttum góðar og skemmtileg- ar stundir saman þar sem hún miðl- aði mér af þekkingu sinni og reynslu sem hún hafði aflað sér um ævina. Einnig var unun að hlusta á hana segja sögur af sér og sínum frá gömlum tímum sem sakir æsku minnar voru mér ókunnugir. Ég gleymi seint hve nærgætin og góð hún var við litla drenginn minn sem svo oft fylgdi mér í vistina eins og Stefanía sjálf vildi kalla veru mína hjáhenni. Ég gleymi seint gömlu konunni í Suðurgötu 4 sem bjó heimili sitt af reisn og virðingu. Ég er þakklát fyrir ánægjuna að hafa kynnst þess- ari einstöku konu. Dóttur, syni og öðrum vanda- Minning: Guðjón Jósefsson frá Árbjamarstöðum Elsku Rúna mín, ég ætlaði ávallt að .skrifa til ykkar Guðjóns strax eftir íslandsförina en það varð aldr- ei úr því. Og nú er Guðjón ekki lengur á meðal okkar. Þessi aðskiln- aður er erfiður fyrir þig Rúna mín, og megi Guð styrkja þig. Þegar ég hugsa heim í dalinn, þá streyma til mín Ijúfar minning- ar, um ljöllin, hveija þúfu og hvern hól, allt prýtt með skartgripum náttúrunnar. Hver árstími fyllti dalinn af draumum og leyndardóm- um, ekki síst þegar „dalalæðan" læddist um og gerði mér kleift að þroska með mér ímyndunaraflið og goðsagnirnar, en þá trúði maður því að til væru álfar og tröll. Þegar blessuð lóan kom og bjó til sumar- ið, þá voru litir vorsins rétt sjáanleg- ir með græna bletti hér og þar, en vonin í okkur sem á horfðum var sú að sumarið yrði gott í ár — og hvert ár. Síðan kom haustið eftir slíka birtu og grænt gras — skamm- degið sem opinberaði innri manninn og orku hans til að aðlagast og takast á við enn nýjar hliðar í lífínú. En það fegursta í dalnum var fólk- ið sem í honum bjó. Þið hjónin Rúna mtn og Guðjón, prýðið dalinn eins og skýrar perlur. Hjónaband ykkar var það besta, tryggasta og elskulegasta — „það var Guðs gjöf“. Heimilið sem þið bjugguð ykkur og lifðuð fyrir með slíkri umhyggju, var eins og þegar sólin vermir og vakir yfír velferð lífsins. Hjarta ykkar var ávallt vakandi yfir vel- ferð bamanna, búskaparins og sam- ferðamannanna. Ég hef aldrei fund- ið neitt sem kemst í samjöfnuð við búskap ykkar Guðjóns. Þið voruð mér góð, en það sem hefur haft varanleg áhrif á mig var umhyggja ykkar fyrir ömmu og Jóni — já, fyrir hinu mannlega. Fyrir mig að skrifa um Guðjón sem þú þekktir betur en nokkur annar er augljós vandi. Guðjón hafði kosti sem ekki eru auðfundnir; hann var göfugmenni, traustvekjandi, hógvær og vitur maður og óvenju „glöggur“ og skilningsríkur á mannlífið. Hann var einn af þeim mönnum sem með nærveru sinni krafðist sjálfsvirðingar og háttvísi og naut hann sín best í félagsskap vel greindra manna. Hann var gæddur góðri kímnigáfu, hafði gaman af vísum og stökum og er hann var í réttum félagsskap var hann sérlega líflegur í samræðum. Dags daglega var hann fámæltur, þegar hann var ekki við útistörf eyddi hann tíma sínum venjulega við lestur og skriftir. Hann var bókmenntamaður mikill og víðlesin, framkoma hans og viðmót fáguð. Mér fannst gaman að færa honum koníak, hann mat það svo mikils. í jólakortinu sem Guðjón sepdi mér (1988) segir: „Árin færastyfir okkur eins og aðra, þeim fylgir nokkur afturför . . . Dalurinn fríði er nú gráleitur og gugginn en send- ir þér samt föðurlegar ástarkveðj- ur.“ Það hefur verið erfitt fyrir mig að sætta rhig við fjarlægðina á milli okkar. Kveðjur ykkar, elsku Rúna mín, geymi ég í hjarta mínu og munu þær ávallt styrkja mig. En það er náð að fá að lifa sína daga og.gera þá bærilega með þeim gáfum einum sem Guð gefur manni. Hvað er virðingarverðara en að gefa sitt besta með hreinu hjarta — slíkt gerði Guðjón. Hann bar af hvar sem hann fór. Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst, viska, makt, speki, og lofgjörð stærst, sé þér, ó Jesú, herra hár, og heiður klár. Amen, amen, um eilíf ár. (H.f. 50. psálm., 18.) Dalurinn minn og fólkið sem ég þekkti svo vel er mér mikils virði. Þið voruð vorið og ég var litla blóm- ið sem þið hlynntuð að, þannig leið mér ávallt þegar ég kom heim í dalinn. Þið Guðjón eruð mér svo ljóslifandi þar sem þið stóðuð fyrir utan Ásbjarnarstaðabæinn að kveðja okkur Jogesh fyrir tveimur árum. Okkur var ekki ætlað að hitta Guðjón aftur — svo litlu ræður maður. Ég kveð þig að sinni elsku Rúna mín og bið Guð að styrkja þig, Dísu, Siggu, Steinu, Stínu, Guðrúnu, Lolla og þeirra fjölskyldu. Megi minningin um Guðjón verma hjarta ykkar. Guð blessi ykkur öll. Ástarkveðja. S. ída Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _________um gerð og val legsteina._ (| S.HELGAS0N HF I STEHNSMIfBJA ■ SKEMMUVEGI 48-SlMl 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.