Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14- JANÚAR 1990 AtVINNUAUGI YSINGAR Tækniteiknari Laus staða Laus staða Óskum að ráða tækniteiknara til starfa á verkfræðistofunni í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í teiknun með tölvu (AUTO-CAD) og einnig í ritvinnslu. Umsóknir skulu sendar til VST hf., Ármúla 4, Reykjavík, fyrir 17. janúar. VERKFRÆOISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÚLI 4 REYKJAVÍK SlMI B4499 Laus er til umsóknar staða aðalbókara við embættið. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. febrú- ar 1990. Bæjarfógetinn á Eskifirði, sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu, Sigurður Eiríksson. Laus er til umsóknar staða dómarafulltrúa við embættið. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins, BHM. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. febrú- ar 1990. Bæjarfógetinn á Eskifirði, sýslumaðurinn íSuður-Múlasýslu, Sigurður Eiríksson. ||| ÐAGVI8T BARIMA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277: VOGAR Brákarborg, Brákasundi, s. 34748. Sunnuborg, HEIMAR Sólheimum 19, s. 36385. Hálsaborg, BREIÐHOLT Hálsaseli 27, s. 78360. Valhöll, MIÐBÆR Suðurgötu 39, s. 19619. G/obusi Forstöðumaður Óskum að ráða forstöðumann bifreiðadeild- ar hjá Glóbus hf. Starfssvið forstöðumanns: Dagleg stjórnun deildarinnar. Áætlanagerð. Pantanir og in'n- kaup bifreiða. Markaðssetning og sala. Aug- lýsingastjórn. Samningagerð. Við leitum að manni, sem hefur áhuga á markaðssetningu og sölu bifreiða. Reynsla af sölu bifreiða æskileg. Viðkomandi þarf að geta starfað mjög sjálfstætt og skipulagt störf annarra. Samskiptahæfni og ensku- kunnátta nauðsynleg. Laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarð- arson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Forstöðumaður Glóbus", fyrir 20. janúar nk. Menntamálaráðuneytið Lausar stöður Eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: Dósentsstaða í geislalæknisfræði. Dósentsstaða f handlæknisfræði. Staðan er bundin við Borgarspítalann. Dósentsstaða í meinefnafræði. Dósentsstaða i líffærameinafræði. Dósentsstaða í lyflæknisfræði, sérgrein innkirtlasjúkdómar. Dósentsstaða í lyflæknisfræði, sérgrein gigtsjúkdómar. Tvær lektorsstöður í slysalækningum. Ennfremur er laus til umsóknar 50% staða dósents í lífeðlisfræði við læknadeild Há- skóla íslands. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. júlí 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir svo og námsferil og störf skulu, sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,150 Reykjavík, fyrir 12. febrúar 1990. Menntamálaráðuneytið, 14.janúar 1990. |IÉf RÍ KISSPÍTALAR Geðdeild Landspítala Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þeg- ar við unglingadeild Barna- og unglingageð- deildar. Um er að ræða afleysingastöðu vegna næt- urvakta og fastar stöður. Starfstími og starfs- hlutfall samkomulagsatriði. Fóstra óskast til starfa frá 1. febrúar nk. á dagdeild Barna- og unglingageðdeildar. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 602550. Félagsráðgjafar Lausar eru stöður félagsráðgjafa á vímu- efnaskor. Um er að ræða fullt starf frá 1. febrúar nk. eða nú þegar á móttökudeild 33-A og deild 16 á Vífilsstöðum sem er meðferðardeild. Starfið á 33-A felst einkum í mati og greiningu á félagslegum aðstæðum sjúklinga og lausn bráðra félagslegra vanda- mála. A deild 16 er tekið þátt í einstaklings- og hópmeðferð og auk þess sinnt ráðgjöf við aðstandendur. Starfsreynsla er æskileg. Boðið er upp á skipulagða handleiðslu og fræðslustarf. Nánari upplýsingar veitir Bjarney Kristjáns- dóttir, yfirfélagsráðgjafi, í síma 601680 og 601714. Reykjavík, 14.janúar. Iðntceknistofmin vinnurað tœkniþróun og aukinni fratn- leiðni í íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, rúðgjöf gceðaeftirlit, þjón- usta, frœðsla og stöðlun. Áhersla er lögð ú hœft starfsfólk til að tryggja geeði þeirrar þjónustu sem veitt er. Efnaverkfræðingur Efnatæknideild Iðntæknistofnunar íslands óskar að ráða efnaverkfræðing yneð þekk- ingu á ferilsfræði (process teknik). Starfsmanninum er ætlað að aðstoða iðnfyr- irtæki við greiningu á framleiðsluferli þeirra. Hann mun einnig taka þátt í gerð tillagna um úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir, þar sem um mengun er að ræða. Um er að ræða nýtt starf sem krefst frumkvæðis, sjálf- stæðra vinnubragða og ábyrgðar. Boðið verður upp á starfsþjálfun eftir þörfum. Óskað er eftir starfsmanni með þekkingu og reynslu í störfum sem tengjast ferilsfræði. Umsækjandi þarf að vera vel að sér í ensku og einu Norðurlandamáli. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf hið fyrsta. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Jónsson, deildarstjóri efnatæknideildar. Skriflegar umsóknir berist fyrir 16. janúar 1990. Iðntæknistof nun II IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholl, 112 Reykjavík Simi (91) 68 7000 LANDSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Gjörgæsludeild Vegna sívaxandi starfsemi á gjörgæsludeild viljum við ráða fleiri áhugasama hjúkrunar- fræðinga til starfa. Átta vikna aðlögunartími er boðinn ásamt skipulögðum fyrirlestrum. vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 601300. Handlækningadeild Nú eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á tveimur handlækningadeildum. Á handlækningadeild 1, 12-A æðaskurð- deild, er laus ein staða vegna afleysinga og ein staða til frambúðar. Á handlækningadeild 3, 11-G brjósthols- skurðdeild, eru lausar 2 stöður. Á báðum þessum deildum er nauðsyn á vandasamri hjúkrunarmeðferð. Því eru möguleikar á að auka við þekkingu sína og taka þátt í framförum í hjúkrun. Skipulögð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi. Upplýsingar gefur Anna Stefánsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 601300 eða 601366. Reykjavík, 14.janúar1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.