Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 Jón Kristinsson á Akureyri: Ákveðinn í að fara alla leið ef á þyrfti að halda Akureyri. „ÉG er auðvitað ánægður með að þetta mál er í höfn, en það hefiir aldrei íþyngt mér á nokkum máta. Lögfræðingur minn, Eiríkur Tómasson, hefur séð um þetta mál og staðið sig með prýði,“ sagði Jón Kristinsson á Akureyri. I kjölfar þess að ákveð- ið var að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstólnum í Strass- borg, hvort sú skipan stæðist að einn og sami maður færi með lögreglustjórn og dómsvald, eins og gerðist heima í héraði vegna tveggja umferðarlagabrota sem Jón var kærður fyrir, hefúr sú staða nú komið upp að Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm og alla dómsmeðferð sakadóms Arnessýslu i minniháttar sakamáli. Hæstiréttur vísar til þeirrar niðurstöðu Mannréttinda- nefndarinnar í Evrópu í máli Jóns gegn íslenska ríkinu, að óhlut- drægni í dómsstörfum sé ekki talinn nægilega tryggð vinni sama maður við lögreglustjóm og fari með dómsvald. Ahrif þessa dóms Hæstaréttar eru m.a. þau, að skil- ið verður á milli starfa sýslu- manna sem dómara og lögreglu- stjóra og kallar þetta á breytingar í 19 lögsagnarumdæmum á landinu. Á næstunni mun dóms- málaráðuneytið gefa út leiðbein- ingar um hvernig brugðist verður við dóminum. Það var í júní árið 1984, sem Jón Kristinsson var kærður vegna tveggja umferðarlagabrota, ann- ars vegar of hraðan akstur og hins vegar að hafa ekki virt stöðv- unarskyldu. í héraði var Jón sak- felldur fyrir bæði brotin og því vildi hann ekki unda. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunar- skyldubrotið, ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu,“ sagði Jón. Málinu var skotið til Hæstaréttar þar sem Jón var sýknaður af þessu broti vegna ónógra /sannana. „Þetta var það mark sem ég setti mér, ég var ákveðinn í að gefa Morgunblaðið/Rúnar Þór Jón Kristinsson á Akureyri: „Hef fylgst með þessu, án þess að málið hafí á nokkurn hátt íþyngt mér.“ mig ekki fyrr en það mál kæmist á hreint, því ég taldi alla tíð að ákæran um stöðvunarskyldubrot- ið væri ekki rétt.“ Lögfræðingur Jóns gerði þá kröfu fyrir Hæstarétti að máli hans yrði vísað aftur heim í hér- að, en því var hafnað. Við það segir Jón að vendipuntur hafi orð- ið í málinu, lögfræðingur hans hefði óskað þess að hann gæfi fyrir því leyfi að málinu yrði skot- ið til Mannréttindadómstólsins í Strassburg þar sem á það skyldi reyna hvort einn og sami maður gæti bæði farið með dómsvald og lögreglustjórn. „Ég samþykkti það strax og hef haft gaman af því að fylgjast með gangi mála. Ég býst við að að einhveiju leyti hafi það verið þrái í mér, en ég var alltaf ákveðinn í að fara alla leið, ef á því þyrfti að halda,“ . sagði Jón. Mál þetta fór fyrir Mannrétt- indanefndina og í fyrrasumar var ákveðið að Mannréttindadómstóll- inn tæki málið til meðferðar og var það í fyrstá sinn sem sam- þykkt var að taka þar fyrir mál Islendings. í nóvember síðastliðn- um gerðu ríkisstjórn íslands og Jón Kristinsson með sér sátt sem fólst í því að Jóni er endurgreidd- ur sakarkostnaður og sekt vegna málsins, lögfræðikostnaður fyrir Mannréttindanefnd Evrópu og að málalokin yrðu færð í sakaskrá. Jón samþykkti að falla frá sínum kröfum og að fallið yrði 'frá máls- höfðun hans fyrir .Mannréttinda- dómstóli Evrópu, féllist dómstóll- inn á það. „Ég er mjög sáttur við málalok- in og þá umbyltingu sem hún hefur í för með sér fyrir dómskerf- ið í landinu, en að þessu hefði hlotið að koma. Einkum er ég stoltur af lögfræðingi mínum, það er fyrst og fremst hann sem haft hefur með þetta mál að gera. Ég hef fylgst með þessu, án þess að málið hafi á nokkurn hátt íþyngt mér,“ sagði Jón. Sigurvegarinn í íslensku undanúrslitunum í fyrra, Valgeir Guðjóns- son, ásamt Daníel Haraldssyni, söngvara. Söngvakeppni sjónvarpsstöðva: Tólf lög keppa til úr- slita í sjónvarpssal DOMNEFND hefur valið 12 lög, sem keppa í íslensku undankeppn- inni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision). Lögin verða kynnt í tveimur sjónvarpsþáttum, þann 27. janúar og 3. febrú- ar, 6 í hvorum þætti. Að loknum hvorum þætti fellir dómnefnd þrjú lög út, svo sex lög keppa endanlega í beinni útsendingu þann 10. febrúar. Fimm manna dómnefnd valdi lögin tólf. Tvö þeirra eru eftir Hörð G. Ólafsson, sem samdi sjálfur texta við annað, en hinn textann samdi Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son. Magnús Þór Sigmundsson er með eigin lag og texta og sömuleið- is þeir Björn Björnsson og Jóhann G. Jóhannsson. Gunnar Þórðarson á sjötta lagið, við texta Aðalsteins Ásbergs og hann samdi einnig texta við sjöunda lagið, sem er eftir Ey- jólf Kristjánsson. Áttunda lagið samdi Gísli Helgason, en textinn er eftir Ásgeir Ingvarsson. Ingi Greiðslum fyrir taunrétt- ingar skipt í þrjá flokka BREYTINGAR hafa verið gerðar á Iögum í sambandi við greiðslu ríkissjóðs vegna tannréttinga. Ríkissjóður mun ekki greiða helming kostnaðar einstaklings vegna tannréttinga eim og áður, heldur hafa greiðslur vegna tannréttinga verið flokkaðar niður í þijá flokka eftir mikilvægi tannréttinga af heilsufarsástæðum. Þátttaka hins opinbera er mest í þeim tilvikum, þar sem um er að ræða aðgerðir í lækningaskyni. Þessar reglur um f lokkun tann- réttinga er gerð eftir norskum reglum um flokkun tannréttinga. Við fengum Norðmanninn Arnljot Gaare, sérfræðing í tannréttingum, hingað tii lands til að fræða okkur um norska fyrirkomulagið," sagði Magnús R. Gíslason, yfirtannlæknir í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Gaare var formaður nefndar á vegum norska ríkisins, sem m.a. fjallaði um tannréttingar. „Við töldum mikilvægara að taka að mestu þátt í greiðslum í sam- bandi víð tannréttingar af heilsu- farsástæðum heldur en tannrétting- um vegna útlitsatriða. Þess vegna voru tannréttingar f lokkaðar niður. Norðmenn eru ánægðir með þetta fyrirkomulag og hafa ekki hugsað Leiðrétting TÍMI á sunnudagaskóla í Hafnar- fjarðarkirkju var rangur í blað- inu í gær og ekki var getið um guðsþjónustu. Sunnudagaskólinn verður klukk- an 11 og eru bömin minnt á skóla- bílinn. Guðsþjónusta verður klukk- an 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. sér að breyta því,“ sagði Magnús R. Gíslason. Nýju reglurnar tóku gildi 1. jan- úar, en hafi tannrétting að lokinni skoðun sannanlega hafist fyrir 1. nóvember 1989 skal henni lokið samkvæmt eldri ákvæðum um 50% þátttöku ríkissjóðs. Flokkarnirþrír í fyrsta f lokki, þar sem full þátt- taka sjúkratrygginga er, eru þrír liðir. Klofin vör og gómur. Skekkja sem veldur andlitslýtum og skekkja sem þarfnast einnig skurðaðgerða. Sjúkratryggingar greiða helming kostnaðar við tannréttingar í öðrum flokki, en í flokknum eru eftirtaldir liðir: 1. Lárétt yfirbit sem er 9 mm og meira. 2. Undirbit allra fjögurra framtannanna með eða án þvingunar. 3. E)júpt bit þar sem tvær tennur eða fleiri bita í slímhúðina. 4. Krossbit cða saxbit öðru megin hjá þrem- ur eða fleiri tannpörum sem orsakar þving- un og/eða ósamræmi í andliti. 5. Saxbit báðum megin hjá tveimur eða fleiri tönnum i hvorri hlið. 6. Opið bit þar sem einungis bitfletir aftari jaxla snertast. 7. Eina eða ficiri framtönn vantar. 8. Meðfædd vöntun tveggja eða fleiri jaxla sömu megin (endajaxlar ekki meðtaldir). 9. Innilokaðar fram- og augntennur sem þarfnast tilfærslu. Sjúkratryggingar greiða 30% kostnaðar í þriðja flokki, en í flokknum eru þessir liðir: 1. Létt yfirbit sem er 6-9 mm. 2. Djúpt bit þar sem tennur snertast ekki eða bitið lendir á þeim fjórðungi tunguflat- ar efri góms tanna sem næstur er tann- holdinu. 3. Tennur, sem eru fyrir innan eða utan tannbogann. 4. Opið bit þriggja eða fleiri tannpara. 5. Meðfædd vöntun á jaxli. 6. Mikið þrengsli hjá framtönnum (miðast við mm og stöðu einstakra tanna). 7. Bil á milli miðframtanna 3 mm eða meira. Of mikið rými fyrir framtennur (mið- ast við mm). 8. Frávik í biti með mikilli skerðingu á starf- semi og notagildi. Fyrir aðrar tannréttingar en að ofan er greint frá greiðist ekkert úr sjúkratryggingum. Þess má geta að fyrir böm 5 ára eða yngri greiðir sjúkratrygging 75% kostnaðar við hvers konar þjónustu. Fyrir börn og unglinga 6-15 ára greiðir sjúkratrygging all- an kostnað við tannlækningar, aðra en gullfyllingar, krónu- og brúar- gerð og tannréttingar. Heimilt er að greiða allt áð 50% kostnaðar samkvæmt reglum. Fyrir 16 ára unglinga greiðist 50% kostnaður við tannlækningar, en samkvæmt regl- um er heimilt að greiða 50% kostn- aðar vegna gullfyllingar, krónu- og brúargerðar og tannréttingar. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, 75% kostnaðar, en fyrir aðra elli- og örorkulífeyrisþega 50% kostnaðar, þó ekki fyrir gullfyllingar, krónu eða brýr. Heimilt er að hækka greiðslur fyrir bótaþega eftir regl- um í allt að 100%. Þess má geta að Tryggingaráð hefur ákveðið að ráða tannlækni, sem hefur eftirlit með framkvæmd- um nýju laganna, er lúta að tann- lækningúm. Gunnar Jóhannsson á níunda lagið og texta einnig. Tíunda lagið er eftir Friðrik Karlsson, við texta Eiríks Haukssonar, Birgis Braga- sonar og Friðriks. Birgir Jóhann Birgisson samdi ellefta lagið, sem er við texta Davíðs Þórs Jónssonar og loks á Bergþóra Árnadóttir tólfta lag og texta. Höfundar laganna tólf útsetja þau í samráði við eigin útsetjara og Vilhjálm Guðjónsson, sem stjórn- ar hljómsveit sjónvarpsins. Ekki verða gerð myndbönd við lögin, heldur verða þau tekin upp í sjón- varpssal. Lokakvöldið, 10. febrúar, verður bein útsending úr sjónvarps- sal. Úrslitakeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður í Júgóslavíu þann 5. maí. Dómnefndina, sem valdi iögin tólf, skipuðu þau Edda Borg, tón- menntakennari, Egill Eðvarðsson, kvikmyndagerðarmaður, Eva Ás- rún Albertsdóttir, starfsmaður Rás- ar 2, Jón Ólafsson, tónlistarmaður og Vilhjálmur Guðjónsson, tónlist- armaður. Flytjendur laganna tólf eru þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson, Ari Jónsson, Helga Möller, Ágúst Ragnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Bergþóra Árnadótt- ir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Rut Reginalds. „STJÖRN Heimdallar hefur verið fylgjandi prófkjöri fyrir borgar- stjórnarkosningar í vor, en á fundum fulltrúaráðsins bera menn upp tillögur sem einstaklingar, ekki sem fulltrúar sinna félaga," segir Birgir Ármannsson, formaður Heimdallar um ummæli Árna Sigurðs- blaðinu í gær. sonar Ai ræddar leiðir við val frambjóð- enda S lista flokksins fyrir komandi borgarstjómarkosningar. Árni Sig- urðsson virðist telja að það hafi verið mítt hlutverk frekar en ann- arra, að ieggja til á fundinum að prófkjör yrði haldið. Hann er hugs- anlega að reyna að sýna fram á að stjóm Heimdallar hafi ekki fylgt prófkjörsmálinu eftir, en virðist misskilja eðli fulltrúaráðsins. Leiðrétting FIMM hjartaaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum það sem af er þessu ári, en ekki þijár eins og sagði í frétt í Morgunblaðinu í gær. Þá er einnig rangt farið með fjölda þeirra hjartaskurðlækna sem starfa við þessar aðgerðir. Þeir hafa verið 4 í 3 'k starfi, en verða 5 á þessu ári í 4 'U stöðugildi. Einstaklingar bera upp tillögnmar -segir formaður Heimdallar um fimd fulltrúaráðsins Ég greiddi að sjálfsögðu atkvæði í samræmi við afstöðu Heimdallar í málinu og tel víst að aðrir stjórnar- menn félagsins sem sæti eiga í full- trúaráðinu hafi gert hið sama. En auðvitað er ekki aðalatriðið hvernig valið er á lista flokksins til kosn- inga, heldur að menn fylki sér bak við hann þegar þar að kemur,“ seg- ir Birgir Ármannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.