Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 22
22 MORGLJNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 14. JANÚAR 1990 ' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 28 fEurgmiriMafoi!* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ekki meir, Ekki meir! Að undanfömu hafa orðið nokkrar umræður um fyrirhugaðar framkvæmdir við Þjóðleikhúsið. Þar er ann- ars vegar um að ræða nauð- synlegt viðhald, sem hefur verið vanrækt árum saman og hins vegar hugmyndir, sem settar hafa verið fram um breytingar á leikhúsinu, m.a. áhorfendasal þess. Eng- inn dregur í efa nauðsyn við- halds á byggingunni ,og vakna raunar spurningar um, hvernig staðið er að viðhaldi á opinberum byggingum, þegar í ljós kemur, hve mikl- ar skemmdir eru á þessu húsi. Samstaða er einnig um margvíslegar breytingar að tjaldabaki til þess að auð- velda þá starfsemi, sem þar fer fram og aðlaga hana breyttum aðstæðum og nýj- um kröfum. Hins vegar er mikill og djúpstæður ágrein- ingur um þær hugmyndir, sem fram hafa komið að breyta áhorfendasal Þjóðleik- hússins. Þeir, sem telja breytingar á áhorfendasal æskilegar færa fram þau rök, að það sé nauðsynlegt í fyrsta lagi af öryggisástæðum, í öðru lagi muni áhorfendur njóta betur þess, sem fram fer á sviðinu, í þriðja lagi muni leikarar ná betur til áhorf- enda og í fjórða lagi leiði breytingar á salnum til þess, að öll sæti verði jafngóð, þar af leiðandi verði hægt að selja þau öll á fullu verði og fjár- hagsleg afkoma leikhússins verði betri. Jafnframt benda talsmenn breytinga á, að alla vega verði nauðsynlegt að gera einhverjar breytingar á sætaskipan að kröfu bruna- málayfirvalda. Andmælendur breytinga á sal Þjóðleikhússins benda hins vegar á menningarsögu- legt gildi þessarar byggingar. í Morgunblaðinu í fyrra- dag birtist grein eftir Hörð Bjarnason fyrrverandi húsa- meistara ríkisins, þar sem hann sagði m.a.: „Byggingin í heild er tvímælalaust eitt metnaðarfyllsta verk Guð- jóns Samúelssonar, fyrrv. húsameistara ríkisins, þar sem koma fram beztu og áhrifamestu stíleinkenni hans í byggingarlist. Það varð hlutskipti mitt að verða nánasti samstarfsmaður Guðjóns Samúelssonar, sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins frá árinu 1944, þegar m.a. til þess kom að innrétta húsið. Mér er því öðrum fremur kunnugt um þá miklu alúð, vandvirkni og metnað, sem Guðjón hafði við allt innra skipulag húss- ins ... Hin upphaflega og núverandi gerð áhorfendasal- arins hefur fest slíkar rætur í vitund þjóðarinnar, að þar má sem minnstu breyta.“ Ástæða er til að vekja at- hygli á þessum orðum og taka undir þau vegna varð- veizlusjónarmiða, þótt oft sé tilefni til að endurnýja gömul hús. Þjóðleikhúsið var opnað nokkrum árum eftir að lýð- veldi var stofnað á íslandi. Bygging þess og starfræksla var og er þáttur í þeim metn- aði okkar að skipa sjálfstæð- an sess í samfélagi þjóðanna. Áhorfendasalur Þjóðleik- hússins og umhverfi hans er kjarni þessa húss. Honum á að halda eins og húsameist- ari gekk frá honum, svo merkur arkitekt, sem hann var. Listaverk eru friðhelg. óhlýðni. Þar lýsir höfundur fangels- isvist sinni þennan eina fyrrnefndan sólarhring, en þó er annað öllu merkilegra finnst mér og tel ekki útí hött að minnast á það af marg- víslegu gefnu tilefni. Ástæðan er ekki sízt sú, hvað margt í þessari ritgerð er hnýsileg lesning nú á dögum, en þó einkum vegna þess hvað ég er hjartanlega sammála Thoreau í grundvallaratriðum einkalífs og einstaklingsfrelsis. Auk þess sem við erum álíka miklir öng- þveitismenn! (Það var eftirminnileg reynsla að hitta Sinjavskí í París á sínum tíma einsog tíundað er í Félaga orði. Nú segir hann að enn sé mörg- um spurningum ósvarað, tilað- mynda hvort Stalín hafí látið drepa Gorký, eða ekkju Leníns og hvernig hann kom Kirov fyrir kattarnef. Sinjavskí líður vel á vesturlöndum, vill samt ekkert tungumál tala ann- að en rússnesku og kennir hana í Sorbonne. Hann gagnrýnir Solzh- enitsyn fyrir að segja vestur- landabúum hvernig þeir eigi að lifa og vitnar þá í rússneskan málshátt, Vitur maður vill læra en heimsking- inn vill kenna. Harkaleg orð og harla ósanngjörn. Samt er Sinjavskí ósköp ljúfur maður og viðfelldinn. En sá sem hefur lifað Gúlagið af hefur sterk bein. Það hafa þeir Solzhenitsyn báðir. En Sinjavskí saknar ekki Sovétríkjanna. Segir það skipti ekki öllu hvar líkaminn sé, heldur sálin. Það eiga þeir Thoreau sameiginlegt.) M. (meira næsta sunnudag) -| Q ÉG TEK J-i/»óhikað undir þá fullyrðingu að bók Thoreaus um Walden sé meistaraverk, þótt mér þyki kaflarnir misjafnlega skemmti- legir aflestrar, að vísu. En margvís- legar athugasemdir hans eiga eng- an sinn líka, svo fersk og óvænt sem skynjun hans er, auk þess sem margt í þessu verki er óviðjafnan- lega fróðlegt og fallegt. Walden ér óður til náttúrunnar, á sama hátt og Schiller orti óð til gleðinnar og segja má að bók Thoreaus lýsi þeirri gleði sem hann taldi eina og sanna. QQ THOREAU VAR ENGINN Li vf • uppreisnarmaður eins og þeir gerast verstir nú á dögum. Enginn ofbeldismaður, þvert á móti. Hann vildi einungis fá að vera í friði. Og það fékk hann raunar, að mestu. Var þó settur í sólarhring undir lás og slá vegna vangoldinna skatta og þótti það eftirminnileg reynsla, einkum þegar hann var orðinn sannfærður um að sjálfur væri hann frjálsari í fangelsinu en þeir sem utan þess væru. Fyrst ekki var hægt að fangelsa hug- myndir eða hugsanir, var hann fijáls einsog fuglinn, hvar sem hann var. Þetta minnir á það sem sagt var um bandaríska skáldið Paul Zweig, nýdáinn úr krabbameini, að hann hefði fundið ánægju í eigin hugarheimi. Þar hefði honum liðið bezt. Var hann þó mikill þátttak- andi í daglegu amstri og naut ekki sízt karlmennsku sinnar í kvenna- HELGI spjall hópi eins og hann hef- ur lýst í opinskáu riti sínu, Departures, sem kom út að honum látnum á fyrra ári. En þetta minnir ekki síður á það sem gúlagfangar hafa sagt, að í Gúlag- inu séu menn fijálsir í Sovétríkjun- um og hvergi annars staðar(!) Þar séu jafnvel bækur á bókasöfnum sem hvergi sjáist annars í öllu ríkinu. Fangarnir séu hvort eð er glataðir, ekki einu sinni vonarpen- ingur lengur, og því sama hvaða andlegt fóður þeir tileinki sér. Þeim verði ekki spillt meira en orðið sé. Þar ægir öllu saman, bönnuð’um ritum og óbönnuðum, innlendum og erlendum. Sinjavskí sagði mér hann hefði jafnvel lesið íslenzkar þjóðsögur í Gúlaginu(!) Þær eru að vísu ekki bannaðar í Sovétríkjunum, en þær eru ekki á glámbekk, enda er lítill marxismi í þeim og líklega enn minni lenínismi, hvað þá stalín- ismi! En nú er talað um glasnost, opn- un, í Sovétríkjunum. Aukið svigrúm fyrir þegnana. Og Jevtúsénkó er enn einu sinni kallaður til vitnis, jafnvel sjálfur Gorbasjov. En Krúsj- eff var einnig einu sinni kallaður til vitnis. Því lauk með blóðbaði í Ungveijalandi. Lái manni svo hver sem er að maður skuli vera tor- trygginn(!) Ég hef í nýlegu erindi um skóg- rækt og náttúruna minnzt á Thor- eau og er því ekki úr vegi að benda enn á eftirminnilega ritgerð hans um Borgaralega óhlýðni eða öllu heldur skylduna við borgaralega REKSTRARVANDI Stöðvar 2, hefur mjög verið til umræðu undan- farnar vikur. Hér verður ekki fjallað um aðra þætti þess máls, en þá, sem snúa að ríkisstjórn Islands. Milli jóla og nýárs bárust fregnir af því, að forráðamenn fyrirtækisins hefðu snúið sér til ríkisstjórnarinnar og lagt fram beiðni um ríkisábyrgð vegna erlends láns til þess að ráða bót á rekstrarvanda stöðv- arinnar. Út af fyrir sig þarf engum að koma á óvart, þótt stjórnendur fyrirtækis leiti allra hugsanlegra leiða til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Það sem hins vegar vakti athygli var einfald- lega, að nokkrir ráðherrar í ríkisstjórninni höfðu fullan hug á að verða við þessari beiðni. Ríkisábyrgðir hafa verið veittar í of ríkum mæli á undanförnum áratugum. Viðhorf manna til ríkisábyrgða nú er allt annað en áður var og sjálfsagt þykir að fara mjög varlega í að veita þær. Hins vegar er hægt að færa sterk rök fyrir því, að nauðsynlegt geti verið að veita ríkisábyrgðir, þegar miklir hagsmunir eru í veði fyrir atvinnulíf landsmanna eða það skiptir máli fyrir þjóðarhag að öðru leyti, t.d. til þess að tryggja samgöngur til og frá landinu. Þegar beiðni forráðamanna Stöðvar 2 kom fram um ríkisábyrgð fyrir erlendu láni, voru engin slík rök til staðar. Það var ekki hægt að halda því fram, að rekst- ur sjónvarpsstöðvarinnar væri bráðnauð- synlegur, hvorki frá sjónarhóli heildar- hagsmuna þjóðarinnar né vegna þess, að starfsemi fyrirtækisins skipti máli fyrir atvinnulífið í landinu. Engu að síður voru ráðherrar opnir fyrir því að veita fyrirtæk- inu ríkisábyrgð. Hvers Vegna? Ástæðan var sú, að forystumenn vinstri flokkanna töldu hættu á því, að vond „íhaldsöf 1“ væru í þann veg að taka yfir rekstur sjónvarpsstöðvarinnar og þeir höfðu áhyggjur af því, að þessi sömu „íhaldsöf 1“ mundu útiloka fijáls skoðana- skipti í sjónvarpsstöðinni. Það var á þess- um forsendum, sem ráðamenn í ríkisstjórn íslands ræddu það í fullri alvöru að veita sjónvarpsstöðinni ríkisábyrgð fyrir fjár- hæð á bilinu 170-400 milljónir króna. Það er hægt að færa fram rök fyrir því, að þetta mál hefði verið umræðuvert í ríkisstjórn, ef engin önnur sjónvarpsstöð hefði verið starfrækt í landinu eða enginn annar fjölmiðill til í landinu. Nú vill hins vegar svo til, að ríkið sjálft rekur sjón- varpsstöð, sem nær til allra landsmanna og þar fara fram frjáls skoðanaskipti á þann veg, að ekki hefur verið kvartað undan því. Að auki eru dagblöð eins og Morgunblaðið opinn vettvangur fyrir skoð- anaskipti og fjölmargar útvarpsstöðvar. Það er því alveg sama hvernig á þetta -mál er litið; það er vísbending um sið- blindu í ríkisstjórn landsins, að ráðherrar þar skyldu yfirleitt vera til viðtals um að ræða ríkisábyrgð af þessu tilefni. Forráða- menn vinstri flokkanna stefndu að því að nota fé -skattgreiðenda til þess að koma í veg fyrir, að einhver óskilgreind „íhalds- öfl“ tækju við rekstri Stöðvar 2! Það vekur í raun og veru óhug, að hugs- unarháttur af þessu tagi skuli yfirleitt vera til staðar í ríkisstjóm á Islandi, jafn- vel þótt um vinstri stjórn sé að ræða. Hvað hefur komið fyrir þá menn, sem þar sitja? Hafa þeir blindast gersamlega af nokkurra ára setu í valdastólum? Eru þeir búnir að tapa öllum áttum? Gera þeir sér enga grein fyrir því, að það eru takmörk fyrir því hvað þeir geta leyft sér að gera með almannafé? Ef seta í ríkisstjórn leikur hina mætustu menn með þessum hætti er lífsspursmál, að skipti í ríkisstjómum séu nægilega ör! Ríkisstjórn á að sjálfsögðu ekki að hafa nokkur afskipti af rekstrarvanda sjón- varpsstöðvar í einkaeign. Sú starfsemi kemur ríkisstjórn eða stjórnmálaflokkum ekki við. Ef sjónvarpsstöð gerist brotleg við lög eða settar reglur er hægt að refsa forráðamönnum hennar með því að end- urnýja ekki starfsleyfi. Ráðherrarnir gáfust upp við að veita fyrirtækinu'ríkisábyrgð af tveimur ástæð- um; í fyrsta lagi vegna þess, að þingmenn stjómarflokkanna mótmæltu margir hveijir þessum ráðagerðum, þegar þær spurðust út. í öðru lagi vegna þess, að forráðamenn Verzlunarbanka íslands höfðu kjark til þess að hafna fyrirheitum um ríkisábyrgð, sem augljóslega var vafa- mál, hvort ríkisstjórnin gat staðið við. En menn taki eftir því, að þótt það væri vafa- mál voru ráðherrarnir tilbúnir til þess að gefa bankanum fyrirheit um að leggja til- löguna fyrir Alþingi! Þegar áform ráðherra vinstri stjórnar- innar um að veita Stöð 2 ríkisábyrgð voru runnin út í sandinn gerði ríkisstjórnin aðra tilraun til þess að koma fyrirtækinu til aðstoðar. Sérfræðingar ríkisstjórnar ís- lands sátu á fundi næturlangt með forráða- mönnum fyrirtækisins í því skyni að kanna, hvort ríkið gæti komið til aðstoðar með milligöngu Þróunarfélagsins! Sú ráðagerð varð að engu. Það eru margir svartir blett- ir á ferli núverandi ríkisstjómar. Afskipti hennar af málefnum Stöðvar 2 era ein- hver sá svartasti og þeim stjórnmálamönn- um, sem að því stóðu til hneisu og álits- hnekkis. MARGT BENDIR nú til þess, að samningar verði VOpnUIl gerðir í Vínarborg í vor eða sumar um verulega fækkun í herafla og herbúnaði í Evrópu. Verði slíkir samningar gerðir má búast við því, að aðildarríki bæði Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins setjist niður og skipti fækkun á milli einstakra aðild- arríkja. Þótt ekkert hafi komið fram um það, er vel hugsanlegt, að slík fækkun nái til vamarstöðvarinnar í Keflavík Við íslendingar þurfum að átta okkur á því, að hugsanlegir samningar af þessu tagi geta skapað alveg ný viðhorf hjá okk- ur ekki síður en öðrum þjóðum. Það á við í enn ríkara mæli, ef samningaviðræður hefjast og samningar takast um afvopnun á höfunum. Hvaða áhrif eða afleiðingar mundi það hafa fyrir okkur, ef samningar tækjust í Vínarborg síðar á þessu ári eða samkomulag yrði um afvopnun á höfunum einhvern tíma fyrir aldamót? Líkleg áhrif eru þau, að mikilvægi ís- lands sem eftirlitsstöðvar í Norður-Atl- antshafi mundi aukast en ekki minnka. Samningar í Vínarborg mundu hugsanlega leiða til þess, að sérstakar eftirlitssveitir frá Austur-Evrópu fengju heimild til þess að koma til íslands til þess að fylgjast með því, að ákvæðum samninganna um fækkun í herafla eða herbúnaði hér væri framfylgt. Þessar eftirlitssveitir þyrftu á aðstöðu að halda til þess að geta sinnt hlutverki sínu. Af íslands hálfu yrði hugs- anlega að leggja fram bæði fé og mann- afla til þess að sinna þessum eftirlitssveit- um. Með sama hætti er hugsanlegt, að íslendingar gætu átt aðild að slíkum eftir- litssveitum, sem sendar yrðu til Austur- Evrópu til þess að fylgjast með því, að ríkin þar stæðu við ákvæði samninganna. Af þessu má sjá, að ekki mundi draga úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli, þótt þau mundu vafalaust breytast nokkuð frá því, sem nú er. Auðvitað getur enginn á þessu stigi sagt neitt til um það, hvemig hugsanlegir samningar um afvopnun á höfunum yrðu, en þó má ganga út frá því sem vísu, að samningar um afvopnun á höfunum hefðu í för með sér stóraukin umsvif á íslandi og frá íslandi til þess að fylgjast með því, að þeir væru haldnir á Norður-Atlantshafi. 011 málefni Evrópu eru í deiglunni. Við fylgjumst af áhuga og fögnuði með þeim breytingum, sem eru að verða í Austur- Evrópu. Jafnframt hljótum við að gera okkur grein fyrir því, að þessum breyting- um fylgir mikil pólitísk óvissa. Hún getur magnast í Sovétríkjunum á þessu ári, þeg- ar sovézku lýðveldin gera síauknar kröfur til sjálfstæðis frá Moskvuvaldinu. Á slíkum óvissutímum hljótum við að fara hægt í Island og af- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. janúar Morgunblaðið/RAX allar breytingar á varnarviðbúnaði vest- rænna ríkja. En um leið hljótum við að vera opin fyrir breytingum. Þær breytingar geta leitt til þess, að enn ríkari skyldur verði lagðar á okkur íslendinga en gert hefur verið hingað til. Við höfum ekki haft kostnað af vömum landsins og raunar fremur tekjur — því miður. Við kunnum að standa frammi fyr- ir því á næstu áram, að samningar um samdrátt í herafla leiði til þess, að við verðum að taka þátt í þeim kostnaði, sem leiðir af eftirliti með þeim samningi. Lega lands okkar hefur alltaf haft lykilþýðingu við mótun utanríkisstefnu þjóðarinnar. Við kunnum að standa frammi fyrir því síðar á þessum áratug, að lega landsins skiptir meira máli en nokkra sinni fyrr sem vett- vangur fyrir eftirlitsstarfsemi á höfunum. Það er tímabært, að við gerum okkur grein fyrir þeim breytingum, sem kunna að vera í aðsigi. í ÁRAMÓTA- grein sinni í Þjóð- , viljanum lýsti Ólaf- bandalaglð ur Ragnar Gríms- Og Austur- ®°.n’ formf ur Al- ® , þýðubandalagsms, Evrópa atburðunum í Aust- ur-Evrópu m.a. með þessum orðum: „Kommúnisminn var hrópaður niður. Leið- togar f lokksins voru reknir úr valdastólum, dæmdir fyrir svik og spillingu. Persónu- gervingur siðleysis og stalínisma, einræðis- herrann í Rúmeníu, sem gert hafði flokk- inn að eign fjölskyldu sinnar var tekinn af lífi að kvöldi jóladags.“ Þessi lýsing Ólafs Ragnars er í öllum Alþýðu- meginatriðum rétt. En nú þarf hann að bæta ofurlitlu við þessa lýsingu á þvj, sem gerðist í Rúmeníu. Formaður Alþýðu- bandalagsins þarf að upplýsa íslenzku þjóðina um það, hvaða tengsl það voru milli Kommúnistaflokksins í Rúmeníu og Alþýðubandalagsins á íslandi, sem leiddu til þess að forveri hans í formannssæti, Ragnar Arnalds, núverandi þingmaður Alþýðubandalagsins, var tíður gestur í Rúmeníu á formannstíma sínum svo og fjölmargir aðrir forystumenn flokksins á þeim tíma. Hér skal skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að gera opinberlega grein fyrir þessum tengslum. í áramótagrein sinni sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson ennfremur: „Unga fólkið, sem söng og hló á rústum Berlínarmúrsins, fulltrúar Samstöðu, sem tóku við stjórn- inni í Póllandi, fijálsar kosningar í Ung- veijalandi, afhjúpun spillingarinnar og hóglífisins í Austur-Þýzkalandi, barátta óbreyttra borgara við ógnarsveitir Ceaus- escus — ótal atburðir hafa á fáeinum vik- um gjörbreytt heimsmyndinni.“ Þetta er líka rétt lýsing á atburðunum í Austur-Evrópu og Austur-Þýzkalandi hjá Olafi Ragnari Grímssyni. Én formaður Alþýðubandalagsins þarf að gera betur og hann er í aðstöðu til þess. Hann þarf að upplýsa eftirfarandi: Hvað lögðu forystu- menn kommúnista i Austur-Þýzkalandi fram mikla fjármuni til þess að mennta núverandi forystusveit Alþýðubandalags- ins á náms- og þjálfunaráram hennar í Austur-Þýzkalandi um og upp úr 1960? Á •fundi í einni af deildum Sósíalistafélags Reykjavíkur á þeim árum var upplýst, að ákveðin upphæð væri á fjárlögum austur- þýzka ríkisins til afnota fyrir sósíalista á Islandi! Ólafur Ragnar þarf að upplýsa þetta. Og hann þarf að upplýsa meira: í hveiju var stuðningur kommúnista í Aust- ur-Þýzkalandi við byggingu Rúblunnár við Laugaveg fólginn? Með hvaða hætti veittu þeir fjármuni til þess að greiða fyrir prent- vélakaupum Þjóðviljans á árabilinu 1960- 1970. Olafur Ragnar Grímsson situr nú í formannssæti Alþýðubandalagsins. Hann hlýtur að hafa aðgang að þessum upplýs- ingum. Ef hann vill láta taka áramóta- grein sína í Þjóðviljanum alvarlega verður hann að leggja þessar upplýsingar fram. Honum verður ljáð rúm í Morgunblaðinu til þess að koma þeim á framfæri — óski hann eftir eða fái hann ekki inni með þær í Þjóðviljanum! Ef formaður Alþýðubanda- lagsins er í vandræðum með að afla þess- ara upplýsinga getur hann byijað á því að snúa sér til þriggja núverandi þing- manna Alþýðubandalagsins, sem búa yfir þekkingu í þessum efnum. Þeir eru: Svav- ar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson, Ragnar Arnalds. í fyrmefndri áramótagrein sagði Ólafur Ragnar: „Þeir, sem era fangar fortíðarinn- ar, munu fljótlega verða viðskila við fjöld- ann í þeirri för, sem nú er hafin.“ Þetta er líka rétt. Flokkur Ólafs Ragnars er og verður fangi fortíðarinnar þangað til hann hefur gert upp við hana með afdráttarlaus- um hætti m.a. með því að birta upplýsing- ar af því tagi, sem hér hefur verið beðið um. „Það er vísbend- ing um siðblindu í ríkisstjórn lands- ins, að ráðherrar þar skyldu yfir- leitt vera til við- tals um að ræða ríkisábyrgð af þessu tilefhi. Forráðamenn vinstri flokkanna stefhdu að því að nota fé skatt- greiðenda til þess að koma í veg fyr- ir, að einhver óskilgreind „íhaldsöfl“ tækju við rekstri Stöðv- ar 2!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.