Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SM A sunnupaqur 1,4. JANÚAR 1990 ATVIN N U A UGL ÝSINGAR Lausar stöður í Kenya við norrænt samvinnuverkefni (Kenyan/Nordic Co-operative Development sector) í júlí 1988 hófu fjögur Norðurlandanna fimm ára verkefni til stuðnings samvinnufélögunum í Kenya. DANIDA og Swedish Co-operative Centre (SCC) annast þetta verkefni fyrir hönd ríkisstjórna og samvinnusambanda landanna fjögurra. Nú þarf að bæta við þremur ráðu- nautum (advisers) frá og með júlí nk. Tvö fyrst nefndu störfin eru samkvæmt ráðningarkjör- um SCC, en hið þriðja er á vegum DANIDA. 1. Stjórnunarráðgjafi (Cooperative Management Specialist) Starfssvið: Vera til ráðuneytis um áætlunar- gerð og stjórnunarhætti innan Samvinnusam- bands Kenya (Kenya National Federation of Cooperatives), þróun nýrra verkefna og könn- un á þörf fyrir tölvuvæðingu verkefna innan samvinnufélaganna. Ennfremur að aðstoða Samvinnusambandið og stjórn Norræna sam- vinnuverkefnisins við skipulagningu og fram- kvæmd aðstoðarinnar. Ráðningarskilyrði: Áralöng reynsla af störfum í ábyrgðarstöðum, svo og reynsla af störfum í þróunarlöndum. Starfsvettvangur: Nairobi. 2. Fræðsluráðgjafi í banka. (Banking Training and Systems Specialist). Starfssvið: Aðstoða við skipulagningu starfs- þjálfunar og fræðslunámskeiða innan Sam- vinnuþankans (The Co-operative Bank of Kenya) fyrir hina ýmsu starfshópa. Aðstoða samvinnumálaráðuneytið við skipulagningu samvinnusparisjóða í dreifbýli. Aðstoða við gerð fræðsluefnis um bankastörf fyrir Samvinnu- skólann (The Co-operative College of Kenya). Ráðningarskilyrði: A.m.k. fimm ára reynsla í bankastörfum, svo og reynsla af störfum í þróunarlöndum. Starfsvettvangur: Nairobi. 3. Stjórnunarráðgjafi (Management Field Officer) Starfssvið: Vera til ráðuneytis um daglega stjórnun og eftirlit með starfsemi samvinnufé- laga og aðstoða samvinnumálaráðuneytið (Ministry of Co-operative Development) við skipulagningu og framkvæmd þjálfunar- og fræðslunámskeiða fyrir starfsfólk samvinnufé- laga. Ennfremur aðstoða við könnun á þörf fyrir tölvuvæðingu einstakra verkefna. Ráðningarskilyrði: Reynsla í stjórnun fyrir- tækja og góð bókhaldsþekking. Starfsvettvangur: Mombasa. Fyrir öll ofangreind störf er krafist háskóla- prófs eða sambærilegrar menntunar á sviði viðskipta-, landbúnaðar- eða fjármálastjórnun- ar, auk mjög góðrar enskukunnáttu. Reynsla af störfum hjá samvinnufélögum og í þróunar- löndum er æskileg. Ráðningarkjör eru m.a. skattfrjáls laun, greiðsla ferða- og flutningskostnaðar, auk trygginga fyrir ráðgjafa og fjölskyldur þeirra samanber nánari skilmála um kjör starfs- manna SCC og DANIDA eftir því sem við á . Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá: Störf 1 og 2 Ólafur Ottósson, Lánastofnun sparisjóðanna hf., sími 91-623400 eða Reynimel 23, 107 Reykjavík, sími 91-14121 eftir kl. 18.00. Starf 3 DANIDA The Ministry of Foreign Affairs, Asiastisk Plads 2, 1448 Kaupmannahöfn K, sími 90 4533 92 09 85 eða 90 4533 92 09 87. ítarlegar upplýsingar um norræna Samvinnu- verkefnið í Kenyæveitir Marianne Ouma í síma: 90 468 743 21 54. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 1990. _____________________________________ Laus störf Umboðs- og heildverslun (307) Bókarastarf (fjárhags- og viðskiptamanna- bókhald), almenn skrifstofustörf. Vinnutími samkomulag (hlutastarf). Laust strax. Opinber stofnun (430) Starf við kaffiumsjón ca 2V2 klst. á dag eftir hádegi. Laust strax. Framtíðarstarf. Þjónustufyrirtæki (420) Gjaldkera- og almenn skrifstofustörf hjá fyrir- tæki í Hafnarfirði. Krefjandi og sjálfstætt starf. Lánastofnun (018) Starf við greiðslu reikninga, tölvubókhald, merkingar og afstemmingar og uppgjör í hendur endurskoðanda. Lánastofnun (443) Einkaritarastarf hjá framkvæmdastjóra. Starfs- reynsla af sambærilegu starfi nauðsynleg. Heildsölufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða sölumenn til starfa sem allra fyrst. Fram- tíðarstörf. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofunni. Hagva ngurhf Grensósvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Reykjavík Hjúkrunarfræðingar lausar stöður Staða hjúkrunarfræðings á heilsugæslu Hrafnistu er laus til umsóknar 1. febrúar nk. Starfið er 40% kvöldvaktir aðra hvora helgi. Hjúkrunarfræðinga vantar á kvöld- og helg- arvaktir nú þegar á hjúkrunardeildir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri ída Atla- dóttir, sími 35262 eða hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Jónína Níelsen, sími 689500. Knattspyrnusamband íslands Framkvæmdastjóri Knattspyrnusamband íslands vill ráða fram- kvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust strax eða samkvæmt samkomulagi. Viðkomandi er ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri sambandsins, (erlend samskipti -fjár- málastjórnun - samskipti við aðildarfélög - markaðsöflun). Leitað er að drífandi og kröftugum aðila með þekkingu á rekstri og fjármálum ásamt enskukunnáttu. Laun samningsatriði. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Guðna Jónssonar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, ásamt starfsreynslu, sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Rvk. Umsóknarfrestur er til 17. janúar nk. GijðntIónsson RÁÐC JÓF & RÁÐ N I N CA R t> j Ó N ll STA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Næturvörður Stórt hótel í borginni vill ráða næturvörð til starfa strax. Reglusemi og snyrtimennska, ásamt góðri tungumálakunnáttu (enska/eitt Norðurlandamál), er algjört skilyrði. Aldurs- takmark 23ja-40 ára. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Næturvörður-7608“, fyrir 20. jan. Atvinnutækifæri 319644 Fjöldi fyrirtækja hefur beðið okkur um að útvega sér starfsfólk til eftirfarandi framtíðarstarfa: ★ Sérhæft skrifstofustarf á fjármagnsmarkaði (fjölbreytt starfs- reynsla af skrifstofustörfum nauðsynleg). ★ Sérhæft skrifstofustarf hjá innflutningsfyrirtæki, (fjölbreytt starfsreynsla af skrifstofustörfum ásamt mjög góðri kunnáttu i ensku nauðsynleg). ★ Sérhæft skrifstofustarf hjá ríkisfyrirtæki, (þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg). ★ Sérhæfður sölumaður við sölu á tölvum hjá stóru og rótgrónu fyrirtæki. ★ Sérhæfður bókari til starfa á bókhaldsskrifstofu á Vestfjörðum. ★ Verkstjóra til starfa hjá fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum. ★ Sérhæft afgreiðslustarf í tískuvöruverslun í miðborginni. ★ Sérhæft sölu- og afgreiðslustarf hjá fyrirtæki sem selur glugga- tjöldr ★ Þjónustuverkstjóri hjá bæjarfélagi í nágrenni Reykjavíkur. ★ Sérhæft skrifstofustarf hjá innflutningsfyrirtæki hálfan daginn (13.00-17.00) staðsett upp á Höfða (nauðsynleg starfsreynsla úr svipuðu fyrirtæki). ★ Sölufólk til starfa við auglýsingasölu upp á °/o. ★ Einnig viljum við fá á skrá einstaklinga sem annað hvort hafa góða menntun eða fjölbreytta starfsreynslu sem og að leita sér að starfi eða vilja breyta til. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um störf þessi eru veittar á skrifstofu okkar i Hafnarstræti 20, 4. hæð. Teitur Iárusson STARFSMANNAÞJÓNUSTA___________________________________ HAFNARSTRÆTI 20. VIÐ LÆKJAF .ORO, 101 REYKJAVÍK SÍMI 624550 ÁLAFOSS Aðalbókari Óskum að ráða aðalbókara til starfa hjá Ála- fossi hf. á Akureyri. Starfssvið aðalbókara: Afstemmingar. Upp- gjör. Frágangur bókhalds til endurskoðunar. Skýrslugerð og úrvinnsla ýmissa upplýsinga úr bókhaldi. Stjórnun bókhaldsdeildar. Aðal- bókari er ábyrgur gagnvart fjármálastjóra fyrirtækisins. Við leitum að viðskiptafræðingi, sem hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á flóknu og margþættu bókhaldi. Viðkomandi þarf að vera nákvæmur og leggja metnað sinn í að bókhaldið sé vel uppfært á hverjum tíma. Starfið er stjórnunarstarf, sem gerir kröfur til faglegra vinnubragða. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Aðalbókari Álafoss hf.“ fyrir 20. janúar nk. Hagva nmr hf KmmS ' Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.