Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 38
I FLUGUKOST „ÞURFUM BRATT AÐ VISA HUNDRUÐUM FRÁ“ „Veistu, að nú er að koma sá tími þegar við þurfúm á hverjum vetri að vísa hundruðum manna firá vegna pláss- og aðstöðuleysis. Slíkur er áhuginn," sagði Stefán Hjaltested kokkur í samtali við Morgun- blaðið. Stefán er virkur Armaður, en svo lieitir stangaveiðifélag sem einsetur sér að veitt sé einungis með flugu og hugað sé sérstaklega að umhverfisvernd. Armenn, eins og Stangaveiðifélag Reykjavíkur, heíúr árum saman staðið fyrir flugukastkennslu á sunnudagsmorgn- um í íþróttahúsi Kennaraháskólans, SVFR er aftur á móti í Laugar- dalshöll. Það er svo undarlegt, að fyrir áramót er eins og stangaveiði- menn liggi allir í dvala eftir vertí- ðina. Strax og nýtt ár er gengið í garð þá er eins og þeir rísi á fætur í öllum skúmaskotum og taki til við að liðka liðamót og athuga tæki sín. Kastkennslan er baggi á félag- inu fyrri hluta vetrar, en síðari hlu- tann er aftur þvílík örtröð að með ólíkindum má heita þrátt fyrir að tíminn sé ekki fýsilegur fýrir marga, sunnudagsmorgnar klukk- an 9.00,“ sagði Stefán enn fremur. Þorsteinn Gunnarsson, einn af stjórnarmönnum Ármanna sagði að námskeiðin væru fjórir sunnudagar og væru tvö 18 manna holl á hveij- um morgni. „Kennslan er mjög per- sónuleg, aðeins tveir nemendur fyr- ir hvern kennara. Við erum ekki að þessu til að græða og sjálf- boðavinnan sem ýmsir hafa lagt í þetta er aðdáunarverð. Tökum sem dæmi menn eins og Kolbein Grímsson og Þorstein Þorsteinsson, sem hafa mætt á hveijum sunnu- dagsmorgni til að miðla öðrum í áratugi að heita má. Svo fara öll þeirra páskafrí í að fara um landið og kenna köst og hnýtingar. Ef það ætti að heiðra einhverja með orðum þá eru þarna verðugir kandídatar," sagði Þorsteinn. STRÍÐSVÉLAR Minnisvarði um nútima ragna- rök heimsóttur Á árinu sem nýiiðið er, var hálf öld liðin frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar og var þess minnst með ýmsum hætti í þeim löndum sem hildarleikurinn náði til. Sannarlega var ísland eitt þeirra landa og þeir feðgar Þorsteinn Bjarnason og Örn Þorsteinsson 6 ára kynntu sér hversu nærri stríðið er enn með því að vilja flaks af þýskri sprengjuflugvél sem ryðg- ar hægt og bítandi í Valahjalla undir fjailinu Snæfúgli utarlega við Reyðarfjörð. Með í for var Albert Kemp sem tók myiulina sem með þessum orðum birtist. Þetta var þó nokk uð þrekvirki hjá Erni litla enda upp 200 metra snarbratta skriðu að klöngr ast, en þar liggur flakið í kvos. Stélið er einna heillegast, en þarna er brak af ýmsu tagi. Það er til dæmis ekki langt síðan að land- helgis gæslumenn gerrðu sprengju óvirka," sagði Albert Kemp í samtaii við Morgunbiaðið Morgunblaðið/Albert Kemp. $ MORGUNBLAÐIÐ folk hFmrntonjuÍNmm 14.(ÍANUARil<99i0 þýsk sprengjuflugvél Þeit' feðgar Örn og Þor steinn sitja á hinum þögla minnisvarða um nútíma ragnarök sem voru fyrir aðeins hálfri öld. ÚTSALA ÚTSflLA ÞAÐ ER HITI í ÚTSÖLUNNI HJÁ OKKUR. STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á ÚLPUM 0G PEYSUM FYRIR KONUR 0G KARLA. LÁTTU ÞÉR EKKI VERÐA KALT. SPENNANDI TILBOÐ Á NÝJUM GJAFAVÖRUM. AÐEINS ÞESSA EINU VIKU! ÁLAFOSSBÚÐIINI VESTURGÖTU 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.