Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 199tt 17 Lárus Ýmir Óskarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bílaverkstæði Badda, á tali við framleiðanda myndarinnar, Sigurjón Sighvatsson. „ÉG HEF mjög jákvæða reynslu afþvi að vinna með Sigurjóni," segir Lárus Ýmir Óskarsson, en sameiginlega unnu þeir að kvik- myndinni „Bílaverkstæði Badda“ sem kvikmynduð var sl. sumar. Lárus Ýmir leikstýrði verkinu og fékk Sigurjón til að vera fram- leiðanda myndarinnar. Eg vissi að enginn kæmist með tærnar þar sem Jonni hefur hælana á þessu sviði. Jonni flaug til landsins og kom verkinu á koppinn, ef svo má að orði komast. Verkaskiptingin okkar á milli var 100% á hreinu, en sjálf- ur hefur hann sagt að eitt það mikil- vægasta, sem hann lærði í kvik- myndaskóla, væri skilningur á því hvað væri hvers manns vinna. Ef við blönduðum okkur í mál hvors annars var það bara þeim, sem í hlut átti, til ánægju því það var hvorki gert með offorsi eða frekju. A döfinni er önnur kvikmynd, sem ótímabært er að segja frá að svo stöddu. Framkvæmdir hennar vegna hefjast ekki fyrr en á næsta ári að einhveiju ráði. Þó honum gangi vel þ hinni stóru Ameríku, þá er hann ísiendingur í sér og vill ekki gefa klakann alveg upp á bát- inn. Hann er fyrst og fremst að gera það gott úti og er með gríðar- lega spennandi áætlanir í skúff- unni,“ segir Lárus Ýmir. Siguijón býr í gömlu húsi, sem hann keypti og gerði upp fyrir tveimur árum, en húsið byggði hinn frægi Roý Rogers og notaði sem sumarbústað á sínum tíma. Húsið stendur við ströndina Pacific Palis- ades. Vinnustaðurinn minnir á stóra vöruskemmu, sem innréttuð hefur verið mjög frumlega, að sögn Lár- usar Ýmis, og eru skrifstofur for- stjóranna tveggja á pöllum í miðri skemmunni. Myndir úr fyrirtækinu hafa meðal annars birst í vönduðum arkitektatímaritum. „Jonni er skapandi og fijór á viðskiptasviðinu auk þess sem hann er mjög fær á listræna sviðinu. Hann er einn af þessum mönnum, sem getur gert fjóra hluti í einu. Segja má að fyrirtæki hans og Golins, Propaganda Films, sé „Rolls Royceinn" í framleiðslu tónlistar- myndbanda. Flest það sem þeir fé- lagar gera verður þeim bæði til fjár óg frama. Þegar ég kom í fyrirtæk- ið var Madonna að horfa þar á nýtt myndband og Diane Keaton beið eftir viðtali fyrir framan skrif- stofu Siguijóns. Eins og gengur lita einstaka menn hér heima í faginu öfundaraugum til hans. Eins og alltaf er reynt að gera lítið úr þeim, sem gengur vel. Sjálfur er hann friðarins maður og á örugglega eft- ir að láta mikið til sín taka hér á landi þó hann sé ekki á leiðinn'i heim.“ HRAÐUESTRARNAMSKEIÐ Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og auka einbeitingu við lestur? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu láta skrá þig á næsta hraðlestrarnámskeið sem hefst fimmtudaginn 25. janúar nk. Skráning öll kvöld frá kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRADLESTRARSKÓUNN a mmmm Bærinn Höfðabrekka er í Ferðaþjónustu bænda og er 5 km fyrir austan^ Vík í Mýrdal. Hjá okkur er gistiaðstaða fyrir allt að 10 í 2ja manna herbergjum m/að- gangi að sturtu. í Höfðabrekku-ferðapakkanum er gert ráð fyrir gönguferð- um, akstri um skemmtilega staði í nágrenninu, s.s. syðsta odda Islands, Dyrhólaey, Hjörleifshöfða o.fl. undir leiðsögn bóndans, sé þess óskað. Föstudagur: Tekið á móti gestum með kvöldkaffi og helgin skipulögð í samráði við heimamenn ef óskað er. Laugardagur: Morgunverður af hlaðborði. Kvöldveróur: Ljúffengt • Mýrdalslambakjöt og eftirréttur að hætti húsmóðurinn- ar. Sunnudagur: Morgunverður, hádegisverður m.a. blóðmör og lifrar- pylsa ásamt ýmsum öðrum kjarngóðum íslenskum mat. Allt þetta kostar aðeins kr. 5.000,- á mann í 2ja manna herbergi. Einnig er opið í miðri viku. Rútuferðir frá Reykjavík kl. 17 á föstudögum og til Reykjavíkur kl. 15 á sunnudögum. Hvers vegna ekki að bregða sér í sveitina í vetur í góðra vina hópi og slappa verulega vel af í sveitinni. Kjörið fyrir saumaklúbba og aðra smærri hópa. Ýmislegt verður boðið upp á í vetur, s.s. hestaferðir, bátsferðir, sund o.fl. allt eftir veðri. Leitið nánari upplýsinga hjá okkur í síma 98-71208. ****$&*» Nýtt vörusýningafargjald Veraklar opnar þér nýjar leiðir á lægra verði Yörusýningabæklingur Yeraldar er kominn út. Og á sama tíma kynnum við nýtt vörusýningafargjald í tengslum við umboð okkar fyrir vörusýningar í Þýska- landi, sem sparar þér peninga, tíma og fyrirhöfn. Nú getur þú flogið alla leið til áfangastað- ar í Þýskalandi hvort sem er Dusseldorf, Frankfurt, Hannover, Stuttgart eða Munchen á einum degi með frábærum tengifargjöldum KLM í gegnum Amsterdam og verðið er að- eins frá 29.800,- kr. Með þessu sparar þú þér bæði tíma og fyrirhöfn, losnar við tímafreka rútu- eða lestarferð og kemst á áfangastað eftir stutt og þægilegt flug. iiHflAMIflSTÖDIN Austurstræti 17, sími 622200 og Kirkjutorgi 4, Sími 622011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.