Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 JONI í DRAUMAVERKSMIÐJUNNI Höfuðpaurar Propaganda Films, — Steve og Jonni. vert mikils virði þótt það fari nú ekki allt í vasann. A íslenskan mælikvarða hef ég vissulega mjög há laun. Á bandarískan mælikvarða hef ég þokkaleg laun, með hliðsjón af þeim bransa sem ég starfa í. I auglýsinga- og myndabandavið- skiptunum fáum við ákveðnar pró- sentur, um 15%, af heildarupphæð- inni sem verkefnið kostar. Við höf- um gert myndbönd sem kosta allt upp í 60 milljónir króna en meðal- myndband hjá okkur kostar svona um 6 milljónir króna íslenskar. Í öllum deildum veltum við um 60 milljónum dollara eða um 3,6 millj- örðum íslenskum á síðasta ári. Við gerðum 120 myndbönd, um 30 sjón- varpsauglýsingar, 10 til 15 lengri tónleikamyndir, 3 bíómyndir, eina átta þátta sjónvarpsþáttaröð og ýmis önnur smáverkefni. Vinnudag- urinn er líka frá átta á morgnana til miðnættis. En ég tel það ekki eftir því mér finnst gaman í vinn- unni þótt maður sé nú alltaf að lofa sjálfum sér og fjölskyldunni því að fara nú að slaka á. En ég er ekki orðinn það ríkur að ég geti sest í helgan stein. Það hefur verið töluvert mikill hagnaður- af fyrirtækinu, en við höfum sett hann að mestu aftur í reksturinn, í kvikmyndirnar sem við höfum verið að gera. Það er því kannski ekki beint hægt að segja að ég sé moidríkur, en ég kvarta ekki. Annars vil ég að það komi fram að ég er ekki í þessu vegna peninganna, þótt vissulega auðveldi þeir manni að láta ákveðna drauma rætast. En markmiðið var ekki að verða ríkur. Ég hef hins vegar allt- af lagt metnað minn í að gera allt eins vel og ég hef getað, hversu lítilfjörlegt _sem verkefnið hefur virst vera. í því sambandi hef ég haft að leiðarljósi mottóið: „Lærðu að gera hlutina vel, þá fylgir annað á eftir“, og það hefur gengið eftir, þar á meðal fjárhagslegur ávinning- ur.“ — Hvað um samkvæmislífið í Hollywood. Stundarðu það mikið? „Ég er nú tiltölulega rólegur hvað það varðar., Auðvitað er ég í aðstöðu til að hitta frægt fólk, nán- ast hvenær sem er, en eins og ég sagði er frægt fólk ekkert merki- legra en annað fólk þótt eitthvað við persónu þess hafi orðið fjöl- miðlamatur. Én hjá mér er nú ekki mikill tími eftir til að stunda sam- kvæmislíf þótt mér f innist stundum að ég ætti að vera á staðnum, kannski af skyldurækni við ein- hvern sem maður hefur verið að vinna með, eða þá einfaldlega í þágu fyrirtækisins, að afla sam- banda sem er mjög mikilvægt í þessum bransa. En þegar á heildina er litið höfðar sú hlið lífsins hér í Hollywood ekkert sérstaklega til rhín og ég reyni að sleppa henni ef ég mögulega get.“ „FORSJÓNIN HEFUR verið okkur hliðholl allt frá upphafi. Við stofnuðum Propaganda Films fyrir þremur og hálfu ári, en þá var ekkert skipulag á tónlistarmyndarmarkaðnum. Tímasetningin hefur ekki hvað síst haft mikið að segja fyrir utan alla þá vinnu, sem lögð hefur verið í fyrirtækið. Sam- starfið gengur prýðilega. Báðir erum við þrjóskir og því hjálpar það verulega til að skoðanir okkar liggja á svipuðum nót- um,“ segir Steve Golin, félagi Siguijóns í Propaganda Films. Fundum þeirra bar fyrst saman í The American Film Institute árið 1981 og allt frá skólaárunum hafa þeir unnið saman. Þá má þess geta að Steve er kvæntur íslenskri konu, Vilborgu Aradóttur. „Við erum báðir inni í rekstri fyrirtæk- isins, en í sumu er Jonni betri en ég og í öðru er ég betri en hann. Segja má að Jonni reki fyrirtækið dag frá degi og ég sjái aftur á móti um samningagerðir og þann- ig viljum við hafa það. Jonna hundleiðast samningar og mér er ekkert gefið um daglegan rekst- ur.“ Steve segir að því miður séu frístundir þeirra félaga af skorn- um skammti, en báðir hafi þeir gaman af tennis og geri töluvert að því að leika listir sínar á tenn- isvellinum. „Jonni er góður vinur og honum er treystandi fyrir öllu. Okkar samskipti eru auðvitað mjög margbrotin. Það er varla hægt að skilja atvinnuna frá vin- áttunni lengur, en mér er alltaf óhætt að leita til hans komi upp vandamál. — Hvernig passar Siguijón inn í ímynd Hollywood-lífsins? „Núorðið er hann fær í flestan sjó í Hollywood. Hann þekkir orð- ið rétta fólkið og réttu veitinga- staðina. Með tímanum verður maður hluti af Hollywood." „Þ AÐ ER mjög gaman að vinna að hugmyndum með Jonna. Hann er frjór og flinkur við að sjá út leiðir til að breyta og bæta sögur og handrit. Dugnaður og hæfi- leikar hafa fyrst og fremst drifið fyrirtækið áfram. Ætli þeir Jonni og Steve hafi ekki unnið fram yfir miðnætti í mörg undanfarin ár,“ segir Sveinbjörn I. Baldvins- son rithöfundur sem búsettur hef- ur verið í Los Angeles síðustu þijú árin við nám í kvikmynda- handritagerð, en hann er góður kunningi Siguijóns. Jonni gerir miklar kröfur til sjálfs síns og ég held að hann geri svipaðar kröfur til starfs- manna sinna. Fyrirtækið er að ná þeirri stærð að það er nánast óraun- hæft að ætlast til þess að tveir menn geti haft yfirsýn yfir alla þætti rekstursins. Siguijón vill ekki láta búa til goðsagnir um sig og hefur ekki verið að koma sér á framfæri í fjölmiðlum. Hann er mjög áreiðan- legur og góður vinur vina sinna og Sveinbjörn I. Baldvinsson og Sig- uijón Sighvatsson á tali á töku- stað. vinskapurinn hefur ekkert breyst þótt hans áðstæður hafi breyst all- verulega á liðnum árum. Velgengnin kann að vera sveipuð ævintýraljóma fyrir suma. Fyrir mér er þessi vel- gengni ekki ævintýri. Hún er aðeins afrakstur mikillar vinnu. Þótt þeir Jonni og Steve vinni með stórstirnum að milljóna verkefnum, er það auð- vitað fyrst og fremst vinna en ekki einhver stjörnuleikur. Því er síður en svo farið. Þetta eru tveir snjallir einstaklingar, sem vinna vel saman og gripu tækifærið þegar það gafst,“ segir Sveinbjörn. í Hæðahverfi og Bæjargili. Um er að ræða lóðir fyrir um 50 einbýlishús, 3 raðhús og 5 fjölbýlishús - 6 íbúðir í húsi. Skyggð svæði í lóðareitum sýna þær lóðir sem nú eru til úthlutunar. Allar upplýsingar um byggingar- og skipulagsskilmála ásamt umsóknareyöublöðum liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg. Umsóknarfrestur er til 2. mars 1990. Garðabær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.