Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 HUGLEIDINGAR UM SAMTALSBOKASPRENGINGUNA A JOLAMARKAÐNUM Hvap er svona merkilegt eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur FORMÚLAN AÐ samtalsævisögubók er ósköp svipuð í ár og hin síðustu; þekkt manneskja, helst umdeild vegna lífs eða framkvæmda. Altj- ent manneskja sem er hægt að auglýsa upp. Fjörugt einkalíf er allt að því nauðsynlegt og má alltaf krydda dálítið ef sannleikurinn hrekkur ekki til að uppfylla lesendaþarfir. Æskilegt er að viðkomandi sé hress og skemmtilegur, barlómur í hófi en „raunsannur", ekki má vera með of aug- ljósar svívirðingar um náungann en þess gætt að gefa dálítið i skyn. Verkalýðsforingjar skuiu vera hispurslausir, athafnamenn skorinorðir, pólitíkusar ósmeykir, furðufuglar fyndnir og konur eiginlega allt þetta og auk þess eru hjónabönd þeirra forvitni- legri en karlanna. Þær skyldu gæta að tala með húmor um fyrrverandi eiginmenn og sveipa þá sem látnir eru hæfilegum ljóma. Tortryggilegt er að tala of vel/illa um látið fólk í svona bókum. Fjörutíu og fimm bækur sem flokka má undir ævisögur með til- brigðum komu nú út. Það ber öllum saman um að það hafi orðið sprenging, markaðurinn hafi ofmettast og margir útgefendur sleiki nú sár sín. Þó eru fáir tilbún- ir að kveða upp úr með að samtalsbókin heyri sögunni til. „Samtalsbækui-nar eru samt að koma óorði á ævisög- una,“ sagði útgáfústjóri Máls og menningar, Halldór Guð- mundsson. „Þær voru margar ótrúlega hroðvirknislega unnar. Sú aðferð hefiur smám saman orðið ofan á að útgef- andi hringir í vænlegan viðmælanda og oft þarf ekki mikl- ar fortölur til að hann fallist á að um sig verði skrifuð bók. Síðan er náð í röskan skrifara, oftast blaðamann, og svo er að demba sér í verkið. Stundum fá menn þijá mánuði en ég veit að samtalsbók hefur verið skrifuð á mánuði." Eins og áður sagði virðist sem samtalsbækur komi út áfram, það er ekki víst að Gylfi Gröndal, höfúndur allmargra bóka um erlenda menn og innlenda, hafi rétt fyrir sér um að forvitni okkar sé svalað. En væntanlega leggja forlög og höfúndar meiri vandvirkni í slíkar bækur eftir þá útkomu sem varð nú. um þigf Enn sem komið er reynist varla gerlegt að fá réttar upplýsingar um söluna á bókum fyrir jólin. Samt er trúlegt að heimildar- menn tveir hjá útgáfufyrirtækjum sem gáfu mér upplýsingar gegn nafnleynd fari nokkuð nálægt sanni. Undir venjulegum kringumstæð- um mundi hnýsileg samtalsævibók seljast í 6-8 þúsund eintökum. Topp- sölubækur nú fóru varla í meira en 4-5 þúsund eintökum hvað sem líður hressilegum fullyrðingum útgef- enda. Sönnu nær að fæstar hafi farið yfir 2 þúsund. Og margar náðu ekki helmingi þess. Hvort bóksala dróst almennt saman um 40% eins og sagt hefur verið liggur ekki alveg fyrir en þeir félagar töldu það ekki fjarri lagi. Oftast staðhæfir bókaút- gefandi að venjuleg bók þurfi að seljast í 1.500 eintökum til þess að bera sig. Er þá miðað við að ekkert sérstakt sé í hana borið. Öllu trú- iegra er að slík bók standi á sléttu þegar náð er þúsund eintökum. Jafn- vel hundrað eintökum fyrr. Þegar gluggað er í allar þessar bækur sem setja má undir ævisagna- hatt fyrir þessi jól er greinilegt að það er fjarri lagi að skipa þessum bókum á sama bekk. Raunar flokka þær sig sjáifar nokkuð skýrt þegar að er gáð. Með örfáum undantekn- ingum og að nokkrum varnöglum slegnum á þó meirihlutinn það sam- eiginlegt að fjalla um sviðsljósaper- sónur, eða að minnsta kosti fólk sem má með sæmilega góðu móti aug- lýsa upp sem slíkt. Athygli vekur einnig að langoftast eru tveir um bókina, skrásetjai'i og frásagnar- maður. Það er því eftirtektarverðara að sumt af því fólki sem lætur aðra skrifa um sig hefur áður tjáð sig í rituðu máli og stundum með ágætum ' árangri. Forvitnilegt er að bregða á loft þeirri hugmynd að með þessu telji frásagnarmaðurinn að hann firri sig dulítilli ábyrgð og leggi hana á hendur þess er skrifar upp eftir honum. Þórarinn Friðjónsson, útgáfustjóri hjá Vöku/Helgafelli, tók að nokkru undir þessa skoðun og var á honum að heyra að í framtí- ðinni yrði ef til vill meira lagt upp úr að frásagnarmaður sjái sjálfur um að skrásetja minningar sínar. Vaka/Helgafell var með þrjár ævisögur/samtalsbækur fyrir jólin og Þórarinn sagði að margt benti til að þessi sprenging sem hefði orð- ið nú gæti leitt til að hugað yrði að þessari bókmenntagrein á annan hátt. Hann lagði þó áherslu á að sitt forlag myndi án efa halda áfram að bjóða slíkar bækur því sýnt væri að lesendur hefðu áhuga á þeim. Framboðið nú hefði einfaldlega verið of mikið og það væri sjálfsagt ekki fyrir það að synja að sumar bókanna á markaðnum hefðu mátt vera vand- aðri. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að segja að þessar bækur séu jafn misjafnar og þær eru margar og er þá ekki bara verið að tala um al- menn gæði. Ég hef nú síðustu vikur lesið allmargar þessara bóka, meðal annars nokkrar þeirra sem seldust mest, aðrar sem duttu upp fyrir og nokkrar þar á milli. Þetta var afar misskemmtileg lesning og nokkrar bækur komu verulega á óvart; ann- ars vegar vegna þess að sumar voru góðar og fýsilegar og aðrar voru óhemju vondar og illa skrifaðar. Sumar eru með nýtum fróðleik og læsilegar, bersöglisþörfin ekki alveg að kæfa höfunda þó ýjað sé að hinu og öðru. Aðrar eru vel skrifaðar og vandvirknislega unnar, heimilda get- ið þegar ástæða er til, ekki velt sér upp úr málum heldur lífssagan sögð og skráð af kunnáttusemi og lipurð svo að lesandi fékk nokkuð fyrir snúð sinn. Hann gat lagt bókina frá sér alveg sæmilega dús og nokkru nær sem skiptir að mínu viti tölu- verðu máli. Enn eru svo þessar erkijólabæk- ur, útbúnar með flestu því sem til þarf til að svala fróðleiksþorsta les- enda. Þær bækur eru með því merki brenndar að vera unnar í miklum flýti og lítið gert með vandvirkni í efnismeðferð. Ytri búnaður er oft í miklu ósamræmi við innihaldið. Spyija má og spurt hefur verið að hveiju er stefnt með þessum bók- um. Ég er eindregið þeirrar skoðun- ar að ævisögur og góðar samtals- bækur teljist hiklaust til bókmennta og þarf ekki nema vitna til ævisögu séra Árna Þórarinssonar eftir Þór- berg Þórðarson og síðan í kompaníi við allíf ið eftir Matthías Johannessen sem ég leyfi mér að telja fyrstu samtalsbókina af þeirri gerð sem þær bestar verða. Allir viðmælenda minna nefndu bók Matthíasar sem brautryðjendaverk sem telja mætti til sígildra bókmenntaverka. Því er deginum ljósara að slíkar bækur hljóta að eiga rétt á sér, en „nú orðið virðist mér oftar sem útgefend- ur séu að selja fólk en ekki bók“ eins og Gylfi Gröndal orðaði það. Þórarinn Friðjónsson sagði að einatt hefðu forlögin frumkvæði að því að slíkar samtals- og minningabækur væru skrifaðar og reyndu að koma auga á góða viðmælendur og fá síðan hæfa menn til að ræða við þá. Um flestar ef ekki allar þessara bóka hefur verið fjallað hér í blaðinu og enda eni hér á ferð almennar hugleiðingar. Af þeim bókum sem ég las eru aðeins tvær sem ég gæti hugsað mér að eiga uppi í hillu og lesa aftur: "Dúfa töframannsins og Eins manns kona. Ég ítreka enn og aftur að ég er hér fyrst og fremst að tala um tveggja manna bækur og geri það sér í iagi vegna þess að ein bók sem vissulega telst ævi- saga sker sig úr og af henni mættu margir læra. Það er bók Guðrúnar P. Helgadóttur um föður sinn, Helga lækni Ingvarsson. En óneitanlega bera æði margar bókanna með sér að þær eru unnar í miklum f lýti. Stundum er forlögun- um um að kenna því að skrifarar fá lítinn tíma og einhverra hluta vegna láta þeir það gott heita. Gylfi Gröndal og Ingólfur Margeirsson sögðu báðir að það væri afar mikil- vægt að samtalsævisaga væri unnin rólega og fólkið sem talaði saman yrði að fá sæmilegan tíma til að kynnast. Kynni milli aðilanna eru þó greinilega ekki einhlít til að árangur náist - en sakar væntan- lega sjaldan. „Það verður sömuleiðis að sinna gagnaöflun betur og kynn- ast umhverfi viðmælandans“, sagði Ingólfur. Bók Ingólfs Margeirssonar um Guðmundu Elíasdóttur, „Lífsjátn- ing“, sem kom út 1981, er án efa með snjallari bókum þessarar gerðar frá seinni árum. Ingólfur var þeirrar skoðunar að blaðamenn sem taka að sér að skrifa samtalsbækur átti sig ekki alltaf á því að við gerð þeirra sé óhugsandi að beita sams konar vinnubrögðum og við vinnslu viðtals í blaði og tímariti og því verði útkoman upp og ofan. Ýmsir lesendur sem ég spjallaði við viidu skella allri skuld á útgef- endur á því hvernig komið væri með þetta samtalsbókaform. Þeir sæju í þessu fljóttekna peninga. Sama máli gilti um höfunda þessara bóka. Ég er ekki alveg viss um að þetta sé einhlít skýring. Hvað þá með hina manneskjuna - þá sem „ævisöguna“ segir? Ég sé ekki nokkra minnstu ástæðu til að fkra hana ábyrgð. Þegar allt kemur til alls er alræðis- vald skrifara varla slíkt að frásagn- armaður hafi ekki eitthvað að segja um gerð bókarinnar. Ingólfur sagði aðspurður um þetta atriði að kannski væri fólk með dá- litla glýju í augum, langflestir yrðu upp með sér ef áhugi væri sýndur á að skrifa um þá bók og treystu þeir um of á ritara og síðan útgef- anda. „Það er synd þegar peningar og hégómi ráða ferðinni, því að ævisagnaformið er mikil listgrein og mér finnst hreint afleitt hversu mjög þessar bækur hafa versnað," sagði Ingólfur. Gylfi Gröndal sendi frá sér sögu Hrefnu dóttur Einars skálds Bene- diktssonar nú fyrir jólin. Það var Dúfa töframannsins. Hann sagði að áratugur væri síðan hann lagði fyrstu drög að bókinni. Gylfi sagði eins og aðrir sem ég talaði við að ofvöxtur hefði hlaupið í útgáfuna fyrir þessi jól en meginástæðuna fyrir útgáfu bóka af þessu tagi væri ásókn manna í persónufróðleik. „Það er góðra gjalda vert en mér finnst þeim þorsta hafi fyrir löngu verið svalað,“ sagði hann. Gylfi og Ingólf- ur bentu á að þetta bókaform, blanda samtals og ævisögu, ætti sér ekki ýkja langa hefð og hefði í reynd hafist með áðurnefndri bók Matt- híasar Johannessens um Þórberg Þórðarson. Gylfi Gröndal sagðist löngum hafa verið á því að bók af þessum toga þyrfti að uppfylla þijú skilyrði; vera vel skrifuð, skemmtileg og síðast en ekki síst yrði hún að hafa heimildagildi. Gylfi var á því að út- gefendur ættu stóra sök á því hvað hefði verið mikið um hroðvirknislega unnar bækur. Þótt sumar þessara bóka hefðu fengið mjög vonda dóma hefði það ekki dregið úr sölu þó samdrátturinn hefði að sönnu verið meiri en menn bjuggust við. „Það sýnir að það var verið að selja fólk en ekki bækur,“ sagði hann. Gylfi sagði að hægt væri að taka undir það að útgefendur leituðu að fólki sem talið væri að almenningur hefði áhuga á. Ekki féllu allir í kram- ið. Hann sagðist til dæmis hafa verið með gott efni í höndunum fyrir nokkrum árum að því er hann taldi. Það var fullorðin kona sem hafði frá mörgu að segja. Þá hefði verið kvart- að undan því að „hún kæmi ekki nógu vel út í sjónvarpi". Gylfi sagði að þar með væri þetta orðinn iðnað- ur en ekki bókmenntaiðja. Aðspurður um þessa sprengingu nú sagði Ingólfur Margeirsson, að ef til vill seldust reyfarar ekki eins og þeir hefðu gert. íslenskar skáld- sögur eru alltaf vonarpeningur en ævisögur hafa gengið vel. Því gæti þetta verið hluti skýringar. Nú hefði á hinn bóginn flætt út úr og því væri spurningin hvaða leiðir verða farnar fyrir næstu jól. Þórarinn Frið- jónsson sagði að Vaka/Helgafell myndi kappkosta að vera með góðar bækur sem stæðu upp úr á markaðn- um en það væri óhjákvæmilegt ann- að en taka nokkurt mark á þessari gagnrýni sem sett hefði verið fram. Hins vegar þætti honum sem bók- menntagagnrýnendur létu samtals- bækur dálítið fara í taugarnar á sér. Ekki væri fyrir að synja að eitt- hvað af þeirri gagnrýni sem fram hefði komið væri réttmæt en honum fyndist samt að góðar samtalsbækur nú .hefðu orðið fyrir alltof miklu aðkasti. Aftur á móti sagði Halldór Guðmundsson að hann áliti að það veitti ekki af að útgefendur allir sem einn byggju við aðhald og „bóka- útgefendur verða að sætta sig við að þeim sé gefið á baukinn. Þetta tók út yfir allt fyrir síðustu jól.“ I umfjöllun um samtalsbækurnar var gagnrýnt hversu augljóst var að skrifarar notuðu segulband við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.