Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP \qílA\mi ruú' nr/’TO<Tiw SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 4S 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiöar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur- tekinn þáttur frá deginum áður á rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Lisa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. (Endurtekið úr- val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á gallaþuxum og gúmmískóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2 kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. Útvarp Norð- urland BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunstund gefur gull í mynd. Sig- ursteinn Másson kíkir í blöðin og athugar það sem hefur verið að gerast um helg- ina. 9.00 Páll Þorsteinsson spjallar við hlust- endur á léttu nótunum. Vinir og vanda- menn kl. 9.30. Uppskrift dagsins valin rétt fyrir 12. Stöd 2; Áhugamaðurinn ■MBBI Sakamálamyndin 09 30 Áhugamaðurinn, The Amateur, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Það er fjallað um tölvusniling í bandarísku leyniþjónustunni sem heitir því að hafa hendur t hári hryðjuverkamanna. Hann á harms að hefna því þessir hryðjuverkamenn réð- ust inn í sendiráð Bandaríkja- manna í Munchen og myrtu unnustu hans. SKIPA PLÖTUR - INNRETTINGAR SKIPAPLÖTUR i LESTAR BOR0-SERVANT PLÖTUR ■ WCHÓLF MED HUR0 y BADHERBERGISWUUR LAMETT Á GÓLF - BORBPLÖTUR NORSK VIÐURKENND HÁ GÆÐA VARA Þ. ÞORfiBtHSSOM & CD Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 JANÚAR TILBOÐ Veitum 15-30% afslátt af nokkrum vögnum og ýmsum öðrum barnavörum þennan mánuð. ALLT FYRIR BÖRNIN KLAPPARSTÍG 27 SÍMI19910 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Valdís Gunnarsdóttir. Afmæliskveðj- ur milli 13.30 og 14. 15.00 Ágúst Héðinsson. Islenskir tónlistar- menn og létt spjall. 17.00 Haraldur Gislason. Skoðanir hlust- enda og fleira skemmtilegt. Kvöldfréttir kl. 18. 19.00 Snjólfur Teitsson. 20.00 Ólafur Már og rólegt mánudags- kvöld. Haft ofan af fyrir hlustendum með mjúkri tónlist. 20.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guð- mundsson og Pétur Steinn Guðmunds- son fjalla um stjörnumerkin. í þessum þætti kemur gestur í heimsókn. Steingeit- in og hljómlistarmaðurinn Gunnar Þórðar- son lítur inn i kaffi. Fjallað um stjörnu- merki og bréfum svarað. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson á nætur- vaktinni. Ath. Fréttir á klukkutímafresti frá 8-18. STJARNAN FM102 7.00 Snorri Sturluson. Lifleg tónlist, fréttir af fólki og málefnum. 10.00 Bjarni Haukur Þórsson. Létt spjall og getraunir. Siminn hjá Bjarna er 622939. 13.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. 17.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. Róleg nýtón- list ásamt léttu spjalli. 19.00 Richard Scobie. Rokk og ról á Stjörn- unni. 22.00 Kristófer Helgason. Lítur uppáhalds popparinn þinn inn og velur óskalögin? 1.00 Björn Sigurðsson og næturvaktin. AÐALSTOÐIN FM 90,9 7.00 Nýr dagur. Eiríkur Jónsson. Morgun- maður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl og fróöleik í bland við tónlist. 9.00 Árdegi Aðalstöðvarinnar. Anna Björk Birgisdóttir. Ljúfir tónar í dagsins önn með fróðleiksmolum um færð veöur og flug. 12.00 Hádegisútvarp Aðalstöðvarjnnar. Dagbók dagsins. Umsjónarmenn Ásgeir Tómasson, Þorgeir Ástvaldsson og Eirík- ur Jónsson. Ljúfir tónar. Dagskrárgerð annast Margrét Hrafnsdóttir. 13.00 Lögin við vinnuna. Fróðleikur i bland við Ijúfa tóna og allt sem þú þarft að vita um í dagsins önn. Umsjón Þorgeir Ást- valdsson. 16.00 i dag i kvöld með Ásgeiri Tómas- syni. Fréttir og fréttatengt efni um mál- efni liðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. Flest allt í mannlegu samfélagi látum við okkur varða. Flest allt er rætt um og það gerum við á rök- stólum. Síminn er 626060. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Ljúfir ókynntir tónar i anda Aöalstöðv- arinnar. 22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðnir í beinni útsendingu. Allt sem við- kemur draumum getur þú fræðst um á Aðalstöðinni. Síminn 626060. Rás 1 „Ekhir og regn“ llHítU Eldur og regn nefnist ia 30 þáttur sem er á dag: 1U skrá Rásar 1 í dag. í þættinum, sem er endurtekinn frá því í mars á síðasta ári, les Erla B. Skúladóttir smásögur og ljóð úr bók Vigdísar Grímsdóttur, Eldur og regn sem út kom árið 1985. Sögur Vigdís- ar eru í ljóðrænum stíl, óhefð- bundnar og fullar af furðum: „Þú lífir í kynjaveröld þar sem hið ótrúlega er daglegt brauð, þar sem flest gerist og getur gerst og varðar þig kannski meira en þú vilt vera láta.“ Sigrún Stefánsdóttir. Sjónvarpið: Krabbamein Þegar frumurnar ruglast í ríminu, þáttur um krabba- 91 oo mein, er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Á hverju ári “4- veikjast að meðaltali um 800 manns á íslandi af krabba- meini en í þættinum er rætt við nokkra einstaklinga sem hafa feng- ið krabbamein og þeir ]ýsa á opinskáan hátt baráttunni fyrir því að öðlast heilsuna á ný. I þættinum er fjallað um mikilvægi fræðslu um krabbamein og jákvæðs lífsviðhorfs, framfarir á sviði læknavísindanna og gildi þess að vinir og vandamenn standi með krabbameinssjúklingum. Þátturinn, sem er rúmlega fjörutíu mínútna langur, er í umsjón Sigrúnar Stefánsdóttur. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Fáir og smáir Við höfum ekki efni á svona lífi. Við erum svo fámenn þjóð. Slíkar yfirlýsingar heyrðust um áramótin. Enda erum við með löggjöf komin í spennitreyju, sem bindur hendur og lokar svigrúmi fyrir allt nýtt. Að nýlesnum har- matölum í áramótaávörpum, barst til eyrna í ræðu Jónasar Kristjánssonar við afhendingu rithöfundaverðlauna útvarpsins: „ Hvílík eftirsjá hefur verið að öllu því mannvænlega fólki sem flykktist úr landi á seinna hluta nítjándu aldar og í upphafi hinn-- ar tuttugustu. Líklega hefði okk- ur ekki veitt af liðsemd þessara manna við að byggja upp okkar nútíðarríki, ekki veitt af niðjum þeirra til að fylla flokk okkar fámennu þjóðar, sem reynir af veikum mætti að lifa nútímalegu menningarlífi með öllum sínum kostnaðarsömu kröfum.“ Jónas var að segja frá ferð sl. sumar á vit Vestur- íslendinga. Kvað útflytjendur varlega áætlað a.m.k. 15 þús- und á árunum 1870-1910, þeg- ar íbúar heima- landsins í lokin voru aðeins 85 þúsund. Jónas rifjaði upp orsakir þess- ara fólksflutninga vestur um haf. Upp úr miðri síðustu öld kólnaði veðurfar og tóku við sam- felld harðindi ár eftir ár. Þá varð ólíft á mörgum heiðarbýlum sem byggst höfðu í góðærinu, fénaður féll í vorharðindum, og hafísþök með ströndum tepptu aðflutn- inga matvöru sem ella hefðu mátt verða til bjargar. Og hann skyggnist í samtímalýsingu frá þessum tímum, ævisögu Helgu Sörensdóttur, sem ólst upp á kotgreyi. Var frostaveturinn mikla 1880-81 hjá foreldrum sínum á Vargsnesi í Náttfaravík- um: „Hin miklu harðindi gengu í garð rétt fyrir jólin með rofalaus- um stórhríðum, sem stóðu fram yfir nýjár. Þegar upp birti sem snöggvast eftir nýjárið, gaf á að líta. Hafísröndin lá í nokkurn veginn beina línu frá Fiskiskeij- um til Húsavíkurhöfða, um þver- an flóann og innan við hafísrönd- ina var flóinn stállagður ísi svo að hvergi sá vök. Þessi hafís og lagnaðarís hélst óbreyttur allan veturinn. Honum fylgdu feikileg frost og langstæðar stórhríðar. Engir voru hitamælar í Nátt- faravíkum, en sagt var að þar sem mælar voru hefði kvikasil- frið storknað niðri í miðri kúlu og staðið svo vikum saman, fros- tið þá efalaust verið lengi um eða yfir 40 stig. Á Vargsnesi voru öll bæjarhúsin nema baðstofan og eldhús_ eins og snjóhús innan að sjá. Á gólf, loft og veggi hlóðst héla sem alltaf þykknaði og varð að þykkri íshellu. Þegar fór að hlýna um vorið losnuðu þessar íshellur og duttu niður og voru bornar út. Þá var vatns- aginn og forin voðaleg í bænum. Eftir þennan harða vetur kom bærilegt sumar, en öðru máli gegndi um annað sumar frá, 1882. Um fyrstu sumarhelgina gekk í miklar og grimmar stór- hríðar sem stóðu í marga daga. Þetta var upphaf hinnar miklu tíðarvonsku hið illræmda misl- ingasumar 1882. Aldrei sá út frá augum þessa hríðardaga né linaði hélu á glugga. Þegar upp birti var frosið saman land og haf svo að ekki var auð fjörutó nokkurs staðar undir hömrum Víknafjalla eða söndunum fyrir flóabotni. Þegar norðanátt kom þetta sum- ar fylgdu henni ekki rigningar heldur hríðar svo að jafnan hvítnaði niður að sjó. Ofan á harðindin bættist svo mislinga- faraldur, sem gekk um alla Þin- geyjarsýslu og veiktist flest yngra fólk sem ekki hafði áður tekið sjúkdóminn. „Vallaslætti var lokið er fólkið í Vargsnesi lagðist, en ekkert búið að hirða af töðunni. Hún lá óhreyfð í flekkjum meðan fólkið lá rúm- fast. Þegar það fór að skreiðast á fætur var taðan orðin að dökk- um skánum.“ Helga segir: „Ef • t • J .C1 - & ■ V. l?\ 4 W • Cyr \ M til vill hefði orðið hungurdauði í sveitum ef vesturfarir hefðu ekki rýmt til. Fólk flutti vestur næst- um frá hverri einustu jörð í Ljósa- vatnshreppi á árabilinu frá 1880-90, en langstærsti hópur- inn fór eftir mislingasumarið." Jónas kvaðst hafa hrokkið við þegar útvarpið skýrði frá því að á árinu, sem var að kveðja, hefðu fleiri flust úr landi en nokkru sinni á undanfarandi árum: „Okkur sem nú lifum hér á ís- landi er vissulega hollt að rifja upp hvernig líf feðra okkar var fyrir einum hundrað árum, og kynnast baráttu og sigrum ís- lendinga í Vesturheimi. Nú lifum við í allsnægtum, höfum meir en nóga atvinnu og étum yfir okkur - ekki aðeins á jólunum. En ekk- ert má út af bera, ekki fiskast minna af loðnu eina vertíð, ekki ganga treglega að selja einn farm af þorski - þá eru menn roknir úr landi út í heim til að elta enn meiri lífsgæði. Þessi gæði eru út reiknuð á pappírsblaði fyrir fram, en reynast þegar til kemur minni en við var búist. Það hefur gleymst að taka sitthvað með í reikninginn. Gleymst að telja skattana, sem í þessu landinu veita tekjunum að mestu aftur itil baka sína leið. Gleymst að telja húsaleiguna, sem í þessari borginni gleypir dijúgan hluta af hinum útreiknuðu hátekjum. Gleymst að í þessu landinu hímir fjöldi manna atvinnulaus, og mundi lítt girnilegt að fylla þann flokk. Og þá gleymast líka mörg þau heimafengnu gæði, sem ekki verða talin í tölum á blaði.“ Hann nefndi hreint andrúmsloft og ómengað blessað Gvendar- brunnavatnið, laust við allar bakteríur og bannsett klórsullið, að ógleymdu samneytinu við íslenska tungu og íslenska þjóð, við gamla vini og vandamenn við alla þá sem byggja þetta stóra land. „Þeir eru að vísu mestu gallagripir, en þú unb þér svo vel í flokki þeirra af því að þú ert sjálfur haldinn sömu göllun um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.