Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 (f|f) Fimleikar — Fimleikar Piltar! Getum tekið við byrjendum á aldrinum 5-8 ára, einnig eldri pilta. Innritun og upplýsingar í síma 74925 milli kl. 12 og 16daglega. íþróttafélagið Gerpla, Skemmuvegi 6. Glugginn nuglýsir Útsalan erhafin Stórkostleg verðlækkun Glugginn, Kúnsthúsinu, Laugavegi40. Suðurnesjamenn UPPLÝSINGAFUNDUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ, EES, verður haldinn á vegum UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS þann 15. janúar kl. 21.00 í GLAUMBERGI, KEFLAVÍK Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og mun ásamt embættismönnum utanríkisráðuneytisins svara fyrirspurnum um við- ræður Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópubandalagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaðar í Evrópu. Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna verður haldinn mánudaginn 29. janúar 1990 á Hótel Holiday Inn og hefst kl. 14.00. Dagskrá skv. félagslögum: 1. Fundarsetning. 2. Kjör fundarstjóra og úrskurður um lögmæti fundar. 3. Ræða formanns, Haraldar Haraldssonar. 4. Skýrsla stjórnar. 5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 6. Yfirlit um starfsemi sjóða. 7. Kjör formanns. 8. Kjör þriggja stjórnarmanna. 9. Kjör tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 10. Kosið í fastanefndir. 11. Lagabreytingar. 12. Önnur mál. 13. Fundarslit. Gestur fundarins verður Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka og ræðir hann um breytingar í bankamálum. Haraldur Haraldsson Valur Valsson Utanríkisráðuneytið. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. STIMPLAR Eigendur fyrirtækja athugiö. Nú er VSK tekinn við af söluskatti! Þá vantar þig stimpil með VSK.-númerinu. Búum til stimpla meö hraöi. STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNIMAR HF. Spítalastíg 10 - Sími 91-11640 - Fax 91-29520 Aimæliskveðja: Þórhall- ur Þor- láksson En hvað tíminn líður. Það er eins og það gæti hafa verið í fyrra, að leiðir okkar lágu fyrst saman, og svo eru þetta yfir'fimmtíu ár. Sjötugur og síungur, þannig ertu, gamli skólabróðir minn, vinur og skákfélagi, Þórhallur Þorláksson. í tilefni afmælisins sendum við Helga þér okkar innilegustu árn- aðaróskir og vonum að enn megi allt ganga þér í haginn. Víst væri nú gaman að vera kom- inn „heim“ og geta sett upp í eina „létta“ yfir glasi af góðu víni, eða bara kaffisopa frammi í eldhúsi. Það var alltaf jafn ánægjulegt að heimsækja ykkur Guðríði. Léttur í lund, lifandi og skemmtilegur og orðheppinn varstu, jafnvel þegar ég mátaði þig. Það var aldrei nein lognmolla á Laugarásveginum. Og svo listfengur. Það voru víst furðu fá þau hljóðfæri, sem þú ekki lékst á, enda þótt fiðlan væri alltaf og sé raunar enn þitt uppáhald. Eða hvað allt lék í höndunum á þér, maður. Manstu þegar þú gerð- ir við saumavélina á Háaleitisbraut- inni eða ryksuguna? Ég held að það hafí vart fundist það heimilistæki, sem þú með þinni einstöku fingra- fimi ekki gast gert við. Heimili þitt í Laugarásnum og sumarbústaður- inn við Þingvallavatn báru einnig vitni um einstaka smekkvísi ykkar hjóna. Já, þú ert höfðingi í Ijuga og hjarta, kæri vinur. Ég man að einnig, hvað hana- stélsboðin fóru þér vel úr hendi forð- um. Þú hafðir stefnt til þín höfðingj- um úr öllum stéttum og áttum, „aðal“ Reykjavíkur, en einnig al- múgafólki. Þar rakst ég oft á gamla Verzlunarskólabræður, enda ertu trygglyndur og trúr vinur vina þinna. Það var engin skömm að vera „loðinn um lófana" í gamla daga. Þegar þú sagðir upp starfi þínu hjá Landssímanum og fórst að flytja inn veiðarfæri, einkum frá Japan, og raunar sá fyrsti, hlaut fyrirtæki þitt, Marco, að biómstra og dafna, og það svo að það varð brátt hið umfangsmesta sinnar tegundar á Islandi. Jú, þú hefur alltaf haft hraðan á í gegnum lífið, „Molto presto, per favore“. Italía, Portúgal, Taiwan, Japan, Bandaríkin, Karíbahafið og þrisvar kringum hnöttinn, svo eitt- hvað sé nefnt. Nú hefi ég svo „sann- frétt“ að þú sért ofarlega á blaði yfir þá sem. pantað hafa ferð með almennings-tunglfeijunni. Það var þér líkt, góða ferð. Þórhallur, þú ert galdramaður, átt glæsilega konu þér við hlið, fjög- ur töfrandi börn og nokkur barna- börn. Hvers geta menn óskað sér frekar, þegar þeir lita um öxl sjö- tugir að aldri? Richardt Ryel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.