Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990
5
Morgunblaðið/Sigurgeir
V estmannae>jar:
Lundinn
sestur upp
Vestmannaeyjum.
VORBOÐARNIR koma nú
hver af öðrum. Einn af örugg-
um vorboðum í Eyjum er lund-
inn. Þegar hann er sestur upp
þá geta Eyjamenn verið nokk-
uð vissir um að vorið er á
næsta leiti. Síðasta vetrardag
sást lundinn sitja uppi í Stór-
höfða og einnig yfir Kapla-
gjótu.
Óskar Sigurðsson, vitavörður
í Stórhöfða, sagðist hafa séð
lundann sitja fyrst uppi í JStór-
höfða síðasta vetrardag. Óskar
sagði að lundinn settist upp nú
á svipuðum tírria og ávallt áður.
Hann sagði lundann mjög
stundvísan með komuna hingað,
hann kæmi yfirleitt alltaf á sama
tíma til landsins og skeikaði þar
ekki nema nokkrum dögum á
milli ára.
Árvökulir sjómenn höfðu fyrir
nokkru séð lunda sitjandi á sjón-
um við Eyjar og 13. apríl sl.
sást hann á flugi við Ystaklett.
Um leið og lundinn sest upp
hefur hann vorverk sín og ástar-
leikir og rómantík ríkja í í lunda-
byggðinni í Eyjum næstu dag-
ana.
Grímur
Bretadrottning
kemur í lok júní
ELÍSABET II. Englandsdrottning
og Philip prins, hertogi af Edin-
borg, hafa þegið boð forseta ís-
lands um að koma í opinbera heim-
sókn til íslands dagana 25.-27.
júní nk.
Meðan á dvölinni hér á landi stend-
ur heimsækja drottning og hertogi
m.a. Stofnun Árna Magnússonar og
Listasafn íslands og fara einnig til
Þingvalla og Krýsuvíkur, segir í frétt
frá skrifstofu forseta íslands.
Þorlákshöfn;
Pétur Olgeirsson
til Meitilsins
PÉTUR Olgeirsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Meitils-
ins í Þorlákshöfii. Pétur tekur við
starfinu af Finnboga Alfreðssyni
fyrsta júní næstkomandi.
Pétur Olgeirsson hefur um árabil
verið framkvæmdastjóri Tanga hf á
Vopnafirði, en hefur nú látið af því
starfi. Finnbogi Alfreðsson hefur
verið framkvæmdastjóri Meitilsins í
eitt ár, en var áður framkvæmda-
stjóri Framleiðni hf. Finnbogi tekur
að öllum líkindum við rekstri loðnu-
verksmiðjunnar á Vopnafirði í sum-
ar, en fyrirtækið Fiskimjöl og lýsi í
Grindavík hefur nýlega fest kaup á
þeirri verksmiðju.
GERA MORGUNMUNINN!
Kúfaður diskur af stökkum Cheerios hafrahringjum með
svellkaldri mjólk. Ferskur og lystilegur morgunverður, þar
sem hollustan er ótvíræð. Uppistaðan í Cheerios eru hafrar,
bætiefnarík korntegund og einn besti trefjagjafi sem völ
er á. Cheerios er því fyrirtaksfæða, fyrir alla fjölskylduna.
Hafðu hollt hendi næst!