Morgunblaðið - 11.05.1990, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990
Evrópustefiiunefíid Alþingis skilar áfangaskýrslu:
Full samtaða um að veiðiheim-
ildir til EB komi ekki til greina
FULL samstaða er í Evrópustefnunefiid Alþingis um að ekki komi til
greina að veita Evrópubandalagsríkjum veiðiheimildir í fiskveiðilög-
sögu íslands í skiptum fyrir tollaívilnanir. Sjö nefhdarmenn af níu
telja rétt að ganga til formlegra samningaviðræðna við EB með öðrum
EFTA ríkjum um evrópskt efhahagssvæði en nefndin er sammála um
að sýna verði fyllstu gætni, varðandi hugsanlegar sameiginlegar stofii-
anir á sviði Iöggjafarvalds, eftirlits- og dómsvalds, sem að undanförnu
hafa verið til umræðu í þeim viðræðum.
Evrópustefnunefnd hefur nú skil-
að áfangaskýrslu til Alþingis. Þetta
er nefnd 9 þingmanna allra þing-
flokka sem var var kjörin á Alþingi
árið 1988 og átti að taka til sér-
stakrar athugunar þá þróun sem
fyrir dyrum stæði í Evrópu, einkan-
lega með tilliti til ákvörðunar Evr-
ópubandalagsins um sameiginlegan
innri markað.
Nefndin átti að skila skýrslu fyrir
1. apríl 1989, en Eyjólfur Konráð
Jónsson alþingismaður og formaður
nefndarinnar sagði við Morgunblaðið
að á þessum tíma hefðu orðið slíkar
breytingar í málefnum Evrópu að
nefndin hefði varla náð að fylgjast
með frá degi til dags. Það hefði því
veríð óeðlilegt annað en áður sett
tímaáætlun hefði ruglast, og í stað
þess að skila heildarskýrslu um störf
sín valdi nefndin þann kost að skipta
verkefninu í áfanga.
Eyjólfur sagði að í haust hefði
verið ákveðið að leggja fram áfanga-
skýrslu og þar sem leitast væri við
að fá fram sameiginleg sjónarmið
innan nefndarinnar. Þetta hefði tek-
ist og í mörgum meginatriðum hefði
náðst samstaða innan nefndarinnar,
sem væri væri nærri einsdæmi innan
þjóðþinga EFTA-ríkjaanna. En auð-
vitað hefðu sjónarmið nefnarmanna
verið ólík í öðrum atriðum og því
hefðu allir nefndarmenn einnig skil-
að séráliti sem birt er í skýrslunni.
Aðild að EB ekki á dagskrá
í sameiginlegu áliti nefndarinnar
segir fyrst, að enginn íslensku
stjómmálaflokkanna 'hafi á stefnu-
skrá sinni aðild að Evrópubandalag-
inu. Sumir orði það þannig í stefnu-
yfirlýsingum að aðild sé ekki á dag-
skrá en aðrir að aðild komi ekki til
greina.
Nefnin er sammála um að Island
skuli áfram taka þátt í samstarfi
um fríverslun innan EFTA og að
fríverslun taki einnig,til EB eins og
EFTA-ríkin hafi hvert um sig leitast
við að tryggja með tvíhliða viðræð-
um.
Ekki er samstaða í nefndinni um
að taka eigi þátt í samningum um
myndun sameiginlegs evrópsks
efnahagssvæðis á þeim grandvelli
sem nú liggur fyrir. Meiri hluti
nefndarinnar, fulltrúar Alþýðu-
flokks, Borgaraflokks, Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks, telur
rétt að ganga til formlegra samn-
ingaviðræðna með öðram EFTA-
ríkjum, en fulltrúar Alþýðubanda-
lags og Kvennalista telja fyrirliggj-
andi samningsgrundvöll um EES
óaðgengilegan.
Allir íslensku stjórnmálaflokkarn-
VEÐUR
1/EÐURHORFUR í DAG, 11. MAÍ
YFIRLIT í GÆR: Skammt austur af Hvarfi á Grænlandi er 988 mb.
lægð sem þokast norð-austur. Lægðarbylgja um 500 km suð-suð-
vestur af Reykjanesi hreyfist norð-norö-austur.
SPÁ: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Þokuloft og sumsstaðar
súld við suðaustur- og austurströndina og þar svalt í veðri en
þurrt og víða léttskýjað og 7-12 stiga hiti í öðrum landshlutum.
Sem sagt blíðu sjóveður þennan lokadaginn.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Hæg suðaustlæg átt.
Dálítil súld á Suðausturlandi og við austurströndina, þokuloft á
annesjum norðanlands og svalt í veðri. Þurrt og víða bjart veður
með 7-12 stiga hita í öðrum landshlutum.
TÁKN:
Heiðskírt
/, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
\n / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 alskýjað Reykjavík 6 úrkoma igrennd
Bergen 11 þokumóða
Helsinki 15 skýjað
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Narssarssuaq +2 skýjað
Nuuk +5 snjókoma
Osló 19 léttskýjað
Stokkhólmur 24 hálfskýjað
Þórshöfn 7 alskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Amsterdam 15 alskýjað
Barcelona 21 skýjað
Berlín 23 skýjað
Chicago 4 rigning
Feneyjar 22 þokumóða
Frankfurt 22 léttskýjað
Glasgow 9 rigning
Hamborg 20 skýjað
Las Palmas vantar
London 12 skýjað
LosAngeles 14 skýjað
Lúxemborg 12 rignir
Madrid 20 léttskýjað
Malaga 17 rigning
Mallorca 17 alskýjað
Montreal 14 léttskýjað
New York 28 rigning
Orlando 29 alskýjað
París 17 skýjað
Róm 20 þokumóða
Vín 21 iéttskýjað
Washington 27 skýjað
Winnipeg 8 léttskýjað
ir hafa lýst því yfir að ekki komi til
greina að veita EB veiðiheimildir í
fiskveiðilögsögu íslendinga í skipt-
um fyrir tollalækkanir, og er full
samstaða umþetta í nefndinni. Telur
nefndin að Islendingar hafi bæði
sögulegan og lagalegan rétt til að
krefjast þess að fullt tillit sé tekið
til séraðstæðna þjóðarinnar, og er í
þvi sambandi vísað til 71. greinar
hafréttarsáttmálans, sem kveður á
um réttindi þeirra ríkja sem hafa
yfirgnæfandi efnahagslegra hags-
muna að gæta af fiskveiðum. „Við
hvorki getum né viljum flétta íslensk
fiskveiðimálefni inn í sameiginlega
fiskveiðistefnu Evrópubandalags-
ins,“ segir orðrétt í skýrslunni.
Nefnin telur síðan að sýna verði
fyllstu gætni, varðandi husanlegar
sameiginlegar stofnanir á sviði lög-
gjafarvalds, eftirlits- og dómsvalds,
sem að undanförnu hafa verið til
umræðu í könnunar og undirbúning-
sviðræðum á vegum EFTA og EB
vegna hugmynda um évrópskt efna-
hagssvæði.
Samþjóðlegt vald kann að
styrkja sjálfstæðið
Allir fulltrúar í nefndinni skiluðu
síðan séráliti. Ásgeir Hannes Eiríks-
son fulltrúi Borgaraflokksins taldi
að uppfræða ætti þjóðina og leggja
svo útslit úr viðræðum EFTA og
EB undir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eiður Guðnason fulltrúi Alþýðu-
flokksins bendir á, að aðild íslands
að evrópsku efnahagssvæði muni
fela í sér víðtækar alþjóðlegar skuld-
bindingar sem óhjákvæmilega tak-
marki svigrúm til óháðra ákvarðana.
í þessu sambandi sé rétt að spyija
þeirrar spurningar hvoirt ekki sér
tímabært að endurmeta inntak og
merkingu hugtaka eins og efnahags-
legs sjálfstæðis og yfirþjóðlegs
valds. Á vissum sviðum efnahags-
mála kunni samþjóðlegt vald að
styrkja sjálfstæði þjóðarinnar.
Eiður segir Alþýðuflokkinn telja,
að íslendingar eigi hiklaust að taka
fullan þátt í sameiningarþróuninni,
sem nú eigi sér stað í Evrópu. íslend-
ingar eigi þar mikilla hagsmuna að
gæta, þar sem langstærstur hluti
utanríkisviðskipta þjóðarinnar sé við
Evrópuríki, og með því að taka þátt
í stærri efnahagsheild í Evrópu sé
unnt að skapa öllum almenningi
betri lífskjör, þjóðarbúinu aukinn
hagvöxt og efnahagslegan stöðug-
leika.
Eihliða ákvörðun um frelsi
í peningamálum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmund-
ur H. Garðarsson og Ragnhildur
Helgadóttir segjast fagna þeirri
samstöðu sem náðist í nefndinni.
Þau segjast vera í hópi þeirra sem
vilji ganga til formlegra samninga-
viðræðna með öðrum EFTA-ríkjum,
um evrópskt efnahagssvæði, en sam-
hliða verði nú þegar óskað eftir við-
ræðum við EB um viðauka við bókun
6 til leiðréttinga vegna breyttra að-
stæðna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
leggja áherslu á að hvergi verði
hvikað frá þeirri stefnu sem ríki EB
viðurkenndu með bókun 6 frá 1972,
að íslendingar eigi einir réttindin til
fiskveiða innan 200 mílna efnahags-
lögsögunnar. Eignaraðild útlendinga
að fiskveiði og fiskverkunarfyrir-
tækjum verði áfram óheimil.
Sjálfstæðismennirnir segja að ís-
lendingar eigi að taka upp fullt
fijálsræði í peningamálum í sam-
vinnu við aðrar Evrópuþjóðir í um-
ræðum um evrópskt efnahagssvæði,
eða einhliðá, þannig að gjaldeyris-
verslun verði algerlega fijáls. Greitt
verði fyrir erlendri fjárfestingu og
fjármagnsflutningum til iðnvæðing-
ar og þjónustustarfa.
Þá leggja sjálfstæðismennirnir til
að samstarf innan GATT verði auk-
ið, enda Ijóst, að sú stefna sé þar
ríkjandi að fiskveiðar innan 200
mílna í stað tollfríðinda sé ekki talin
umræðuhæf í þeim samtökum.
Grundvöllur EES
óaðg’engilegur
Hjörleifur Guttormsson fulltrúi
Alþýðubandalagsins segir í sínu áliti,
að Island eigi nánast um tvær leiðir
að velja í samnkptum við umheim-
inn. Annars vegar að tengjast Evr-
ópubandalaginu í gegnum evrópskt
efnahagssvæði eða með beinum
hætti innan tíðar, eða að haalda
óháðri stöðu gagnvart efnahags-
bandalögum, en leita sem hagstæð-
ástra samninga við slík bandalög í
Evrópu, Norður-Ameríku, Austur-
Asíu og víðar. Hjörleifur telur að
velja eigi síðari kostinn.
Hann segir að grundvöllur við-
ræðna um evrópskt efnahagssvæði
sé óaðgengilegur fyrir íslendinga.
Hann telur að það sé að leita langt
yfir skammt að ætla að tengjast
efnahagssvæði til að komast í kall-
færi við EB um eðlileg, tollfijáls við-
skipti með sjávarafurðir. Þess í stáð
eigi að knýja á um leiðréttingu á
viðskiptum við EB í beinum milliliða-
lausum viðskiptum.
Hjörleifur varar við því, að með
því að tengjast evópsku efnahags-
svæði blasi við valdaafsal til yfirþjóð-
legra stofnana sem sé í andstöðu
við stjómarská íslands. Þá séu líkur
á að fjótlega eftir að ísland verði
aðili að evópsku efnahagssvæði
muni erlendir aðilar ná tangarhaldi
á sjávarútvegi og gætu innan
skamms orðið ráðandi í fiskvinnslu
og fiskveiðum.
Þá telur Hjörleifur með ólíkindum
að ekki hafi verið settir skýrir fyrir-
varar af íslands hálfu varðandi
samningaviðræður um þjónustu og
fjármagnssvið. Hann telur að með
því að aflétta hömlum af fjármagns-
hreyfingum gæti, að því er Island
varðar, orðið verulegt útstreymi á
fjármagni úr landi.
Hætta á einangrun
Kristín Einarsdóttir fulltrúi
Kvennalistans segir að Kvennalisti
telji aðild íslands að EB ekki koma
til greina. Aðild að evópsku efna-
hagssvæði þýði aðlögun að EB og
með. því væra íslendingar að afsála
sér stóram hluta sjálfstæðis síns.
Þá myndi þátttaka þvinga íslenskt
atvinnulíf til vaxandi einhæfni til að
svara þörfum evópumarkaðar og
ísland einangrist í útjaðri svæðisins.
Allar líkur séu á að slík aðild leiði
til þess að íslendingar nái ekki að
reisa skorður við útflutningi á hálf-
unnum og óunnum fiski, sparifé
streymi frá landinu og erlendir fjár-
festingaraðilar sjái sér hag í því að
fjárfesta í undirstöðugreinum í
íslensku atvinnulífi og nái varanleg-
um ítökum.
Þá telur Kristín að í þeim samn-
ingum, sem ríkisstjórnin fyrirhugi
með þátttöku í viðræðum EFTA við
EB, verði meginhagsmunum íslands
vikið til hliðar; þar hafi ekki verið
sett fram skilyrði um að verslun með
sjávarafurðir sé forgangsmál og því
eigi ísland ekki samleið með öðram
EFTA-ríkjum í samningum þar sem
sjónarmið varðandi sjávarafurðir
muni mæta afgangi
Útilokað að afsala rétti
Páll Pétursson fulltrúi Framsókn-
arflokksins segir að framsóknar-
menn telji útilokað að ísland sæki
um aðild að EB, þar sem íslendingar
geti aldrei afsalað sér rétti til að
taka sjálfir nauðsynlegar ákvarðanir
til að styrkja afkomu og sjálfstæði.
Páll segir að framsóknarmenn
voni að farsællega takist að mynda
evópskt efnahagssvæði þar sem Is-
lendingar geti orðið þátttakendur,
þjóðinni til hagsbóta. Ef hins vegar
viðræður EFTA og EB beri ekki við-
unandi árangur eigi íslendingar að
reyna að stofna til beinna viðræðna
við EB um bætta viðskiptasamninga.
Vettvangur til að rífast á
Evrópustefnunefnd hefur nú látið
gefa út sjö rit um ísland og Evrópu
og auk þess leitað eftir upplýsingum
frá fjölda manna. Eyjólfur Konráð
Jónsson segir að störf nefndarinnar
Tiafi haft mjög mikla þýðingu fyrir
störf á Alþingi, með því að miðla
alþingismönnum upplýsingum, og
að starf hennar geti orðið til að
fræða almenning um stöðu íslands
gagnvart Evrópu.
„Þessi nefnd hefur þó ekki hvað
síst haft þá þýðingu, að stjórnmála-
flokkarnir hafa haft vettvang til að
rífast á og það höfum við gert ós-
part. Það hefur því verið gaman að
reyna að sætta sjónarmið og komast
að sameiginlegri niðurstöðu. Og nú
vitum við nefndarmennirnir ná-
kvæmlega hvar hvert okkar stendur,
og ég held að við munum treysta
hvert öðru héðan í frá,“ sagði Eyjólf-
ur Konráð Jónsson.