Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 13

Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 13 Málum blandið Fáein orð um námsgögn og stofnun eftírHeimi Pálsson Undanfarnar vikur hafa geisað á síðum dagblaða einkennilegar um- ræður um námsbækur og bókaút- gáfu. Allt upphófst það vegna nið- urstöðu umboðsmanns Alþingis um ókeypis kennslugögn fyrir grunn- skólanemendur. Var að vonum að fjölmiðlum þætti matur í ef unnt væri að etja saman tveim stórveld- um eins og ráðuneyti menntamála og umboðsmanni Alþingis sjálfs. Er ekki hugmynd þess sem hér rit- ar að blanda sér í þá deilu. Hins vegar hefur það gerst að farið er að hræra saman mjög óskyldum málum í þessum gauragangi öllum. Annars vegar er það spurningin um gjaldtöku eða ekki af nemendum eða foreldrum þeirra, hins vegar einokunaraðstaða ríkisútgáfunnar Námsgagnastofnunar til að fram- leiða námsbækur og námsgögn. Það er ánægjulegt að málsmetandi fólk láti sig þetta efni miklu varða en ég sé mig knúinn til að hóa í lætin, því mér þykir lítt af setningi slegið. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, átti skýra og skilmerkilega gi-ein í Morgunblaðinu 20. september síðastliðinn og þar sem öll megin- atriði málflutningsins koma fram í þeirri grein leyfi ég mér að beina athyglinni að henni en leiði hjá mér það-sem aðrir hafa verið að endur- taka. Svanhildur bendir réttilega á að það sé jafnréttismál að allir grunn- skólanemendur sitji við sama borð og þar er ég henni hjartanlega sam- mála. En síðan skilur leiðir. Næst víkur formaður Kennara- sambandsins málinu að Náms- gagnastofnun og segir svo: „Við Islendingar erum svo lánsamir að hér er það lagaskylda Námsgagna- stofnunar að „sjá grunnskólum fyr- ir sem bestum og fullkomnustum náms- og kennslugögnum sem eru í samræmi við uppeldis- og kennslu- fræðileg markmið laga um grunn- skóla og aðalnámskrár“ eins og segir í lögum um stofnunina. I þessu efni stöndum við feti fram- ar en nágrannaþjóðir okkar, sem við berum okkur gjarnan saman við, enda víðast hvar annars stað- ar hafður sá háttur á að náms- bækur eru gefnar út af einkafor- !ögum.“ (Leturbreyting HP). Þetta þykir mér sannast sagna furðuleg staðhæfing. Um lánsemi einokunar í fyrsta lagi hélt ég að menn teldu einokun og miðstýringu ekki lengur til helstu gæfumerkja í sam- félögum. Eða hví skyldi annars þró- unin hafa orðið sú í þeim grannlönd- um „sem við berum okkur gjarnan samanvið" að menn hafa horfið frá ríkisútgáfu en i staðinn verið að prófa sig áfram með ýmiskonar eftirlit með námsgögnum. Og hvernig skyldi standa á því að kenn- arar og námsefnishöfundar í Svíþjóð hafa marglýst áhyggjum sinum um þessar mundir, þegar tvö stærstu námsbókaforlögin (Liber og ESSELTE) eru að verða eitt? Ótti starfssystkina Svanhildar Kaaber í Svíþjóð stafar einfaldlega af því að þau óttast að einokunarað- staða á markaðnum geri námsefni fábreyttara en ella. Við Norður- landabúar byggjum fjölhyggjusam- félög þar sem ekki er skylda að öllum sýnist eitt. Þvert á móti: Við ræktum sjálfstæði einstaklinganna í hugsun og hegðun. Það hlýtur að vera ósk og krafa kennarasamtak- anna að námsefnisframboð endur- spegli einmitt þá ræktun. Annars eru þau á einkennlegum vegum. Framleiðsla og mat I öðru lagi er fjarri því að vera sjálfgefið samhengi milli þess að löggjafinn leggi Námsgagnastofn- un þær skyldur á herðar sem Svan- hildur vísar til og hins að henni sé fengið alræðisvald. Flestir heim- spekingar myndu einmitt telja þessu öfugt farið: að það sé glæfra- legj; að fela sömu stofnun að meta og framleiða. Geti menn raunveru- lega komið sér saman um mat á námsgögnum hlyti því að vera best komið hjá öðrum aðila en þeim sem býr námsgögnin til. Um þetta grein- ir jafnvel talsmenn markaðshyggj- unnar og ríkisforsjárinnar ekki lengur á. Skaparinn var að vísu fær um að meta sjálfur að það ssem hann gjörði var harla gott. En mennirnir hafa lengi verið varaðir við því að telja sig jafnframa hon- um. í þessu sambandi mega menn ekki gleyma því að Námsgagna- stofnun er ekki aðeins að framleiða námsgögn, hún hefur einnig úrslita- áhrif á innkaup skólanna á náms- gögnum. Hún annast þannig fram- leiðslu, gæðaeftirlit og innkaup. Það er öldungis sama hversu margt öndvegisfólk er starfandi við Náms- gagnastofnun, það er ósanngjarnt og kannski siðlítið að setja menn í þessa aðstöðu. Fróðleg bók Um svonalagað sjálfsmat og fleira^hefur reyndar nýlega verið skrifuð merkileg bók. Hún heitir Den skjulte litteraturen, en bok om læreboker, og höfundurinn Egil Borre Johnsen (Universitetsforlag- et 1989). Hann er norskur móður- málskennari og einn helsti sérfræð- ingur á Norðurlöndum um náms- bókagerð. Hefur bók- hans, sem fjallar um norskar kennslubækur, vakið mjög mikla athygli. Egil Borre íjallar rækilega um það námsbókaeftirlit sem ríkt hefur í Noregi. Þótt það hafi vissulega þann kost fram yfir íslenska kerfið að það er sjálfstæð stofnun (nefnd) sem metur efnið, verður afleiðingin samt sú að dómi höfundar að allar nýjungar eigi geysierfitt uppdrátt- ar, íhaldssemin sitji í fyrirrúmi og standi smám saman í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Hann leiðir að því gild rök að hefðin muni ávallt látin stýra, menn segi sem svo: „Við vitum hvað kennararnir vilja. Það er tilgangslaust að framleiða annarskonar námsefni." Þannig er sjálfvirkt hjakkað í sama farinu, bækurnar verða fátæklegar í anda og framsetningu, allt verður eins og valið í raun ekkert. Þessa bók hvet ég alla til að lesa áður en þeir Iáta eftir sér að kveða upp jafnákveðna dóma og fram koma í blaðaskrifum um náms- gagnagerð um þessar mundir. Goðsagnir um hagkvæmni Næst víkur Svanhildur Kaaber að faglegu eftirliti Námsgagna- stofnunar með námsefninu og síðan að verðlagningu námsbóka. Hún .kemst að snöfurmannlegum niður- stöðum og segir: „Þegar þessar töl- ur eru bornar saman við almennt verð á bókum er augljóst hversu miklu hagkvæmari útgáfa náms- bóka er á vegum Námsgagnastofn- unar en á almennum markaði ... Þá má ekki gleymast að námsbóka- útgáfa á almennum markaði hefur til þessa ekki verið undir fonnlegu eftirliti hvað varðar kennslufræði og samræmi við aðalnámskrá grunnskóla eða námskrár einstakra kennslugreina...“ Og nú hlýt ég að spyrja: Hvað er eiginlega að gerast? Hvaða bóka- verð er formaður Kennarasam- Krossfestíng Súsönnu eftír Valgerði Báru Guðmundsdóttur Einu sinni áður hefi ég skrifað um leiklist, þá gekk yfir mig. Nú er ég aftur í þeirri aðstððu, að geta ekki þagað. Yfir mig gekk, þegar ég las nú Morgunblaðið í fyrradag, ég æstist dálítið við Pétur Einars- son, svolítið meira við Guðrúnu, sem ekki einu sinni hafði séð sýninguna og nú var mælirinn fullur, með grein Karls Ágústs Úlfssonar. — Syning- in er „Örfá sæti laus“ í Gamla Biói þessa dagana. Æ, æ, ég segi alveg satt, ég hlakkaði til að njóta kvöldsins, ræddi við mann og ættingja hvað það hlyti að vera gott fyrir hrukk- urnar að fá að hlæja. Það varð nú eitthvað annað, ekki var þó „timb- urmönnunum“ (sbr. grein Guðrún- ar) til að dreifa, staðreyndin var sú að ég skemmti mér ekki. Þrátt fyr- ir ágæta frammistöðu ýmissa leik- ara, sem samt afsakaði ekki sýning- una, í mínum huga, þá varð það eina sem mig langaði að segja við vini mína í leikhléi, var „enginn af höfundunum hafa lesið þetta gamla, — Nýju fötin keisarans". Kunn- ingjakona mín átti svar við þessu. Hún sagði: „Elskan, hvar hefurðu verið, hefurðu ekkert heyrt um ólæsið í skólum?" Sannarlega get ég ekki þegjandi fylgst með þessari krossfestingu Súsönnu, hún heldur fram skoðun- um sem ég hlýt að samsinna, að vísu hef ég ekki hlustað á talað orð drukkin á Sögu. Það er mér að kenna, ég var svo fullorðin þegar ég fýrst smakkaði vín, en ég skil alveg hvað hún er að reyna að segja. Eg held, eftir þau skipti sem ég hef smakkað vín, þá hefði ég undir áhrifum áfengis, staðið upp og öskrað, einkanlega yfír þeirri eyðslusemi á leikurum, sem að mínum dómi voru freklega misnot- aðir þarna og gáfnarfarslega ofboð- ið. Já að mínum dómi var sýningin frekar sorgleg en hlægileg og sann- arlega er mér sama, leikhúsgesti sem langar til að skemmta mér, sama um þijátíu ára starfsemi leik- húsmanna, sem starfa við þessa sýningu, sbr. Morgunblaðsgrein Karls Ágústs Úlfssonar í íyrradag. Staðreyndin er að ég skemmti mér ekki, ég trúi að ástæðan sé að höf- undar skemmi leikara, fremur en leikarar skemmi handrit, ég ræð ekki um leikstjórn á þessari sýn- ingu, mér finnst það ekki við hæfi. Höfundur er leikhúsgestur. Valgerður Bára Guðmundsdóttir „Sannarlega get ég ekki þegjandi fylgst með þessari krossfest- ingu Súsönnu, hún heldur fram skoðunum sem ég hlýt að sam- sinna.“ „Það er ánægjulegt að málsmetandi fólk láti sig þetta efni miklu varða en ég sé mig knú- inn til að hóa í lætin, því mér þykir lítt af setningi slegið.“ bandsins að bera saman eða biðja menn að bera saman? Er það verð smáheftanna sem nemendur fá í grunnskólanum annars vegar og verð 200 síðna kennslubóka fyrir framhaldsskóla hins vegar? Er það verð bóka sem gefnar eru út í full- kominni áhættu útgefandans ann- ars vegar og hins vegar bækur sem gefnar eru út af stofnun sem sjálf getur ákveðið hvað er keypt — jafn- vel handa heilum árgöngum í skól- unum? Er verið að bera saman ann- ars vegar bækur sem gefnar eru út fyrir námsgreinar þar sem 100—200 nemendur eru árlega og hins vegar bækur sem gefnar eru út í 4.000 eintökum og öll seld í einu? Og ein spurning enn: Er allur fastakostnaður Námsgagnastofn- unar reiknaður með í bókaverðið, eins og verður að gera í öllum sjálf- stæðum bókaforlögum? Og hvernig stendur á því að Námsgagnastofnun hefur tvö ár í röð efnt til útboða meðal einkafor- laganna til þess að fá bækur á hagkvæmu verði til dreifingar? Mér hefur verið sagt að þar hafi verið keyptar bækur miklu ódýrari en Námsgagnastofrfun hefði talið mögulegt að framleiða þær. Klúðrið sem menn lentu í við útboðið nú síðast kemur því máli ekkert við. Faglegt mat Formaður Kennarasambandsins talar um að námsgagnaframleiðsla á almennum markaði hafi ekki ver- ið undir formlegu eftirliti. Hins veg- ar sé þar allt í sómanum um fram- leiðslu Námsgagnastofnunar. Eftir- lit Námsgagnastofnunar með eigin framleiðslu er nákvæmlega eins og hjá öðrum forlögum: Það er innra eftirlit. Allir bókaútgefendur, sem ég þekki til, leita ráða og leiðbein- inga hjá kennurum og öðrum sér- fræðingum í námsefnisgerð. Þeir eru hins vegar fáir. Og ég get nefnt dæmi sem sýna að ekki hefur verið leitað til sérfræðinga í fræðigrein- um um eftirlit með námsefni sem Námsgagnastofnun hefur gefið út. Eg tel það hins vegar ekki eiga erindi hér og nú. En ég leyfi mér að staðhæfa að stofnuninni sé í reynd gert ókleift að láta faglegt mat ráða ferðinni. Það er óskyn- samlegt að taka áhættu ef menn ráða sjálfir markaðnum. Þá segja allar hagkvæmnikröfur að skyn- samlegast sé að velja hefðbundnu leiðirnar. Svo einfalt er nú það. Umkvartanir kennara Formaður Kennarasambands ís- lands hlýtur að hafa spurt sig í þessu efni hvernig á því standi að svo mörg starfssystkin hennar sem raun ber vitni kvarta undan fá- breyttu námsefnisframboði. Eina skýring hennar er greinilega sú að Námsgagnastofnun fái of lítið fjár- magn. Þetta er laukrétt niðurstaða ef menn aðhyllast einokunarkenn- ingarnar. Annars ér hún röng. Mið- stýringin gefur ekki færi á þeirri fjölbreytni sem samfélagsgerðin krefst. Sá sem þetta ritar vantreyst- ir kennurum ekki til að velja besta námsefnið ef þeir eiga um eitthvað að velja. En hann vantreystir öllum stofnunum til sjálfsgagnrýni. Lokaorð Vonandi eiga umræður um náms- efnisgerð og námsbókaútgáfu eftir að verða að fijóum samræðum. Það gerist ekki meðan óskyldum málum er blandað eins og gert hefur verið í haust. Við formaður Kennarasam- bandsins eru t.d. áreiðanlega sam- mála um að Námsgagnastofnun þurfi að stórefla sem innkaupa- stofnun fyrir skólana þannig að öll börn eigi völ á ókeypis námsefni og kennarar hafi um eitthvað að velja í starfí sínu. Við erum líka áreiðanlega sammála um að kennslugagnamiðstöð þurfi að efla enn, þó svo þar hafi verið lyft grettistökum á síðustu árum. Við erum hins vegar eins og er ekki sammála um lánsemi einokunarfyr- irkomulagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Daníel Árnason, fráfarandi sveitarstjóri, býður Reinhard Reynisson velkominn til starfa og afhendir honum lyklavöldin. Þórshöfn; Sveitarstjóraskipti Þórshöfn. NÝR sveitarstjóri hefur verið ráðinn til starfa á Þórshöfn og tekur hann við starfinu af Daníe! Árnasyni. Nýi sveitarstjórinn heitir Rein- hard Reynisson og var áður sveitarstjóri í Reykhólahreppi. Aðspurð- ur sagði Reinhard, að honum litist vel á staðinn hér og mun hann flytjast hingað með fjölskyldu sína von bráðar. skrúfað lappirnar undan hestunum og sent sér. Akureyringar fá nú frá okkur dugandi starfskraft og mikinn hestamann. Daníel mun starfa hjá Vátryggingafélagi íslands og óska Þórshafnarbúar honum velfarnaðar í nýju starfi, með þökk fyrir störf hans hér. - L.S. Daníel Árnason flytur til Akur- eyrar með sína fjölskyldu eftir fjög- urra ára farsælt starf sem sveitar- stjóri hér. Hann reyndist vinsæll og dugandi í sínu starfi og er því eftirsjá að honum. Hestamenn missa héðan góðan liðsmann, þar sem Daníel er, einkum munu þeir sakna hans úr járningunum. Sagði Daníel, að hestamenn gætu e.t.v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.