Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBIJVÐID ÞRIÐJUDAGúk 9. ÓKTÓBKR 1900 GIMLI GIMLI Þprsgata 26 2 hæd Smn 25099 I Þorbgata 26 2 hæd Simi 25099 Æ Mikil sala - vantar eignir Vantar 2ja-3ja herb. íbúðir í Reykjavík og Kópavogi. Fjölmargir fjársterkir kaupendur. 52* 25099 Einbýli - raðh. KROSSHAMRAR - LÍTIÐ PARH. - ÁHV. 4,0 MILU. Glæsil., nýtt 3ja herb. parhús á einni hæð m/suðurgaröi. Samþ. fvrir 19 fm garðhýsi. Góðar innr. Ahv. veðd. 4,0 millj. Verð 7,8 millj. FAIMNAFOLD - BILSK. - LÍTIÐ PARHÚS Vorum að fá í sölu nýtt ca 127 fm parhús á einni hæð með innb. bílsk. í húsinireru 3 góð svefnherb. Innangengt í bílsk. Áhv. ca 5,3 millj. langtímalán. Teikn. á skrifst. MOSFELLSBÆR Vorum aö fá í sölu á fallegum stað ca 150 fm einb. á einni hæð ásamt 50 fm bílsk. Góð staösetn. Ca 1050 fm ræktuð lóð. Ákv. sala. Verð 10,8 millj. BOLLAGARÐAR SELTJ. - ENDARAÐH. Fallegt ca 200 fm endaraðhús á tveimur hæöum m/innb. bflskúr. 4 svefnherb. Parket. Ákv. sala. Verð 12,9 millj. FREYJUGATA Falleg íb., hæö og ris, sem er mik- ið endurn. í glæsil. steinhúsí. íb. gefur mikla mögul. Ákv. sala. Verð 10,0-10,5 millj. ALFHOLT - HF. ÞRJÁR ÍB. EFTIR Höfum til sölu I glæsil. klasahúsi tvær 120 fm sérhaaflír sem afh. tílb. u. trév. Allar m/sérþvottah. og sól- stofu. Glæsil. útsýni. Einnig höfum við 135 fm íb. á tveimur hæðum. Hagstætt verð. Góð kjör. Teikn. á skrifst. IRABAKKI Glæsil. 4ra herb. íb. á 1. hæð. Parket. Vandaöar innr. Ákv. sala. FLÚÐASEL - 4RA Falleg 4ra herb. íb. á tveimur hæðum. Suðursvalir. Parket. Verð 5.850 þús. ENGJASEL - BÍLSK. Glæsil. 105 fm endaíb. á 3. hæð ásamt góöu stæöi í bílskýli. Beikiparket. Ný bað- innr. Sérþvottah. Verð 6,9 millj. VESTURBERG Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð í glæsil. fjölb- húsi. Sameign öll endurn. Parket. Mögul. að yfirtaka hagst. lán 1670 þús. 3ja herb. íbúðir FLUÐASEL - 3JA Gullfalleg 3ja herb. íb. á jaröhæð í enda- raðhúsi. Sérinng. Garður mót suðri. Eign í toppstandi. Verð 5,6 millj. KJARTANSGATA - ÁHV. 2,1 MILU. Falleg og mikið endurn. íb. ca 90 fm nettó í fallegu hvítmáluðu þríbhúsi. Parket. Allar innr. mjög góöar. Endurn. gler og raf- magn. Suðursv. Áhv. 2,1 millj. hagst. lán. Verð 6,5 millj. NÝI MIÐBÆRINN Ný ca 90,8 fm íb. á 2. hæð í vönd- uöu iitlu fjöibhúsi. Sérþvhús. Fráb. staðsetn. Stutt í alla þjónustu. Ákv. sala. Verð 7,6 mlllj. ÞINGAS - EINB. Nýtt ca 170 fm einb. ásamt 32 fm bílsk. Áhv. nýtt húsnstjlán ca 3,5 millj. Skipti mögul. á minni eign í Selás eða Hraunbæ. Verð 12,0-12,5 millj. RAÐHÚS, - KÓP. Ca 120 fm raöhús á tveimur hæöum ásamt 28 fm bílsk. Húsiö er mikið endurn. Nýl. parket. 3 svefnh. Verð 9,0-9,5 millj. BÆJARGIL - RAÐH. Stórglæsil. raðhús á tveimur hæðum ca 175 fm. Innb. bílsk. Afh. fullfrág. að utan, fokh. aö innan. Verð 8,1-8,3 millj. 5-7 herb. íbúðir BARUGATA - 5 HERB. BERGÞORUGATA Falleg og snyrtil. 3ia herb. íb. í góöu eldra steinhúsi. Parket. íb. er öll í ágætu standi. Laus um áramót. Áhv. ca 1700 þús. hagst. lán. Verð 4,2 millj. REYKAS - BÍLSK. Glæsil. ný 91 fm nettó íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Sérþvottah. Tvennar svalir. Fullb. lóð. Áhv. ca 1500 þús. Ákv. sala. Verð 7,7 millj. Stórglæsil. mikið endurn. 5 herb. sérhæö á 1. hæð í glæsil. steinh. Bílsk. fylgir. Sérinng. Fallegur bakgarður. Sólverönd. 3 svefnherb. 2 stofur. Eign í sérflokki. VEGHÚS - 6 HERB. ÁHV. 4,6 M. - LAUS STRAX Stórglæsil. 6 herb. endaíb. á tveimur hæöum ca 140 fm. Afh. rúml. tilb. u. trév. Áhv. 4,6 millj. húsnstj. Lyklar á skrifst. Verð 8,0-8,5 millj. SIGTUN - SERHÆÐ Falleg 5-6 herb. miöhæö ásamt 33 fm bílsk. Arinn í stofu. Nýtt þak, gluggar, gler o.fl. Laus strax. EIÐISTORG Glæsil. 5 herb: 138 fm á 2. hæö Eign í sérfl. Áhv. hagst. lán 2,5 millj. 4ra herb. íbúðir AUSTURBERG - BILSK. Góð 4ra herb. íb. á 3. hæö ásamt bílsk. í góöu fjölbhúsi sem er nýviögert að utan og málað. 3 svefnherb. Ákv. sala. Suð- ursv. Verð 6,3 millj. EFRI SÉRHÆÐ - KÓP. Glæsil. 115 fm efri sérhæð í tvíb. Bílskrétt- ur. Mjög mikið endurn. Gott útsýni. Verð 7,0-7,2 millj. KJARRHOLMI Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölb- húsi. Hús nýviðg. að utan. Glæsil. útsýni. Verð 5,5 millj. HVERFISGATA Mjög glæsil. endurn. 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð í mjög fallegu steinhúsi. Nýstand- settur garöur. íb. er öll endurn. að innan í hólf og gólf. Fallegt hús. Öll sameign til fyrirmyndar. Ákv. sala. Verð 5,5 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR - HAGSTÆÐ LÁN Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. íb. í ágætu standi nýl. viðgert og mál. að utan. Áhv. 3,0 millj. húsnstj. Verð 5,6 millj. KRUMMAHÓLAR - LAUS Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæö ásamt stæði í bílskýli. Geymsla á hæðinni. Verð 5,6 millj. SELTJARNARNES Qóð 3ja herb. íb. á jaröhæð í þríb. í eldra sleinh. Áhv. lán frá húsnstj. 2,7 millj. Verð 5,3 millj. 2ja herb. íbúðir RAUÐARÁRSTIGUR - ÁHV. 3,4 MILLJ. Falleg 2ja herb. ib. á 3. hæð m/nýju gleri, eldhúsi og parketi. Áhv. 3,4 millj. Verð 4,1 millj. ÓÐINSGATA Mjög snyrtileg og björt 2ja-3ja herb. ris- íbúð í fallegu tvíb. steinhúsi. Laust strax. Mögul. á tveimur svefnherb. Eign í góðu standi. Lyklar á skrifst. Verð 3,9 millj. KRUMMAHÓLAR - 2JA + BÍLSKÝLI Falleg mikiö endurn. 2ja herb. íb. á 2. hæö ásamt stæöi í bílskýli. Parket. Nýl. eldh. Húsvörður. MARKLAND - LAUS Gullfalleg 2ja herb. ib. á jaröhæð. Nýtt eldhús. Parket. Sér garður í suöur. Hús #iýviðg. að utan. Verð 4,7 millj. MIKLABRAUT Góð 2ja herb. íb. 61 fm í kj. Nýl. eldhús. Verð aðeins 3,8 millj. ÖLDUGATA - 2JA Góð 40 fm íb. á 1. hæö í 5-íbhúsi. Nýl. gler. Áhv. 1100 þús. Verð 2,9 millj. LANGHOLTSVEGUR Góð 2ja herb. ib. á jarðhæð í þríb. Áhv. 1300 þús. húsnstj. KRÍUHÓLAR - 2JA - ÁHV. 2 MILLJ. Góð 2ja herb. íb. á 5. hæö í lyftuhúsi. Áhv. 2 millj. við veðd. Verð 4 millj. HAFNARFJÖRÐUR Falleg 66 fm nettó 2ja-3ja herb. íb. í góðu húsi við Hellisgötu. Allt nýtt í íb., eldhús, baö o.fl. Verð 4,2 millj. Árni Stefánsson, viðskiptafr. Eyþjóð við dags- brún nýrra tíma Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Gylfi Þ. Gíslason: The Challenge of Being an Icelander. (109 bls.) Almenna bókafélagið 1990. Tilviljun er það tæpast að þessi bók skuli koma út á tímum sem einkennast af hraðari þjóðfélags- umbreytingum en oftast áður. I henni er fjallað um viðkvæm en knýjandi viðfangsefni, eins og hvemig íslendingar geti á sem hag- kvæmastan hátt nýtt óbeislaða orku sína og hvemig, og hvort, þeir eigi að taka meiri þátt í efnahagssam- vinnu þjóða. Það er freistandi að líta svo á að bókin sé skrifuð með hliðsjón af nýrri Evrópu þar sem sum ríki eru að dragast saman í stærri einingar meðan önnur em að liðast sundur í smærri þjóðríki. Höfundi er umhugað um að þjóð hans verði ekki útundan í yfirstand- andi og aðsteðjandi umbreytingum og bendir á leiðir sem gætu reynst henni farsælar til meiri efnalegrár og um leið andlegrar hagsældar. Bókin er safn 25 greina þar sem ijallað er á íjölbreytilegan og að- gengilegan hátt um sögu, menningu og efnahagslíf á íslandi. Hún er á ensku enda ætluð útlendingum þótt ekki sé fyrir að synja að hún geti veitt okkur sjálfum ný sjónarhorn á gamalkunnug viðfangsefni. Hér nýtur lesandinn, hvort sem hann er útlendingur eða íslendingur, dýr- mætrar reynslu höfundar sem hag- fræðings, stjómmálamanns og heimsborgara. „Það er dýrt að vera íslendingur“ (It is Expensive to be an Icelander) nefnist ein greinin. Sérhver smáþjóð verður að svara þeirri spumingu hvort það borgar sig að halda í eig- in sérkenni og vera efnalega og menningarlega sjálfstæð. Oðmm þjóðum og stærri kunna að þykja sjálfstæðistilburðir lítilla þjóða óráðlegir, of kostnaðarsamir eða jafnvel útilokaðir. En smáþjóðum hlýtur að standa hjartanlega á sama um viðhorf annarra, því þeirra sjálfra er völin jafnt sem kvölin. Gylfi minnir á að ýmsar aðrar smá- þjóðir Evrópu, s.s. San Marino, Liechtenstein og Vatikanið, hafi svarað þessarí spurningu öðruvísi en íslendingar enda aðstæður þeirra að mörgu leyti aðrar en hér. Þjóð sem kýs sér menningarlegt og efnalegt sjálfstæði hlýtur að átta sig á því að slíkt er dýr kostur - en um leið dýrmætur. Sjávarútvegur, ásamt landbún- aði, hefur frá landnámstíð verið aðalatvinnugrein íslendinga. Þetta rifjar Gylfi upp í greininni „Á hag- fræðilegum vegamótum" (At the Economic Crossroads) og talar um að áfram muni aðalverðmætasköp- un íslendinga felast í sjávarútvegi. Engin önnur þjóð hefur náð eins miklum afköstum í veiðum og ís- lendingar, að meðaltali dregur hver sjómaður um 200-250 tonn af fiski árlega að landi. En það eru ekki afköstin ein sér sem eru athygli- verð, hitt er jafnmikilvægt að ís- lendingum hefur tekist að byggja upp nýtískulegan fiskiðnað og hag- kvæmt sölukerfi sem leiðir af sér mikla verðmætasköpun. Og þetta hafa íslendingar kennt sér sjálfir. M.ö.o. geta íslendingar, þótt fá- mennir séu, borið höfuðið hátt með- al annarra stærri þjóða. Raunar getur fámennið stundum haft fleiri kosti en ókosti. Gylfí nefnir að allur íslenski þjóðarauðurinn sé sambæri- legur að stærð og auður eins stór- fyrirtækis hjá milljónaþjóðum. Slíkt fyrirtæki þarfnast stórra markaða til að þrífast, íslenskar sjávarafurð- ir sé hins vegar hægt að selja vítt og breitt um heiminn, til stórra og smárra markaða. Síðar í sömu grein ræðir Gylfí um þátttöku íslendinga í alþjóðlegu iðnaðarsamstarfí og drepur þá á Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ingibjörg á Löngumýri. Útgef- endur: Nemendur Ingibjargar. Reykjavík 1990. Það hefur færst í aukana á und- anförnum árum að gefa út bækur í tilefni af merkisafmælum þekktra og mikilhæfra einstaklinga. Ekki eru þær allar með sama sniði, og oft svo ólíkar sem hugsast getur. Hér hefur ein afmælisbók litið dags- ins ljós og fylgir hún þeim bókum, sem eingöngu vísa til afmælisbarns- ins óg ævistarfs þess. Bókin um Ingibjörgu Jóhanns- dóttur á Löngumýri, sem gefín er út í tilefni af 85 ára afmæli henn- ar, er 180 bls., auk þess eru aftast í henni myndir af skólaspjöldum frá skólastjómartíð Ingibjargar við Húsmæðraskólana á Staðarfelli og Löngumýri (1938-1967). Bókinni er skipt í fjóra aðalkafla, sem bera heitið: I. Æviágrip og umsagnir, II. Erindi, ávörp og ræð- ur, III. Minnst nokkurra samferða- manna, IV. Sögur, ljóð og dular- mál. Formálsorð ritar Arndís Magn- úsdóttir f.h. nemenda Ingibjargar. Þar segir m.a.: „Sigurður Gunnars- son, frv. skólastjóri, bekkjarbróðir Gylfi Þ. Gíslason mál sem lengi hafa verið viðkvæm: „Jafnvel þótt meirihluti fjármagns í einhveijum íslenskum fyrirtækjum væri erlendur og jafnvel þótt, í sér- stökum tilvikum, fjármagnið væri alfarið erlent ætti slíkt ekki að valda neinum vandkvæðum, ef lög um slík fyritæki væru skýr og samning- ar gerðir um réttindi þeirra og skyldur.“ Ekki er víst að allir séu sammála svo ögrandi yfírlýsingu Ingibjargar úr Kennaraskólanum, dró saman og skipulagði aðalefni bókarinnar og las það fyrir skóla- systur sína, sem hefur verið alblind síðustu árin. En hún hefur alveg óskert minni. Allt sem hér birtist er því valið í samráði við hana.“ Veigamest er æviágrip Ingi- bjargar í I. kafla, sem Sigurbjörn Einarsson biskup ritar (rúmar 30 bls.). Þar er dregin upp ævimynd af skólastjóranum Ingibjörgu, mik- ilhæfri athafnakonu, sem lætur hvergi deigan síga og yfírstígur marga erfiðleika í baráttu sinni fyr- ir menntun íslenskra stúlkna til alls þess er lýtur að móður- og uppeldis- hlutverki og traustum hornsteinum heimilisins. Þetta er að mínu mati mjög athyglisverð grein og máttar- stoð bókarinnar. Höfundur hefur viðað að sér fjölmörgum heimildum um Ingibjörgu. í þessum I. kafla bókarinnar eru einnig umsagnir þekktra samferðamanna og nokk- urra nemenda Ingibjargar. Þar á meðal tvö ljóð ort af nemendum en höfundar þeirra eru ekki nafn- greindir og hlýtur það að teljast miður. Allar eiga þessar umsagnir það sameiginlegt að vera svo hlý- legar og jákvæðar að segja má að það streymi frá þeim góðvild og þakklæti. II. kafli Eríndi, ávörp og ræður lýsir vel lífsviðhorfum Ingibjargar. Kjaminn er af sama toga spunninn og Kvöldræður í Kennaraskólanum eftir sr. Magnús Helgason. I III. kafia minnist Ingibjörg nokkurra samferðamanna sinna á merkum afmælum þeirra eða að þeim látnum. Allt er það ritað af einstaklega jákvæðu viðhorfi til manna og málefna. IV. og síðasti kafli bókarínnar Sögur, ijóð og dularmái, opinberar rithöfundinn Ingibjörgu. Rauði þráðurinn er sem annars staðar guðstrúin, trúin á hið góða í manns- sálunum, í heiminum. En Ingibjörg veit af hinu illa og varar við. I ljóði sínu Andvökuhugsanir segir hún: „Heimurinn er fullur / af góðum og illum öflum / fegurð og ljót- leika.“ „Viljasterk mannssál / hvort sem hún er / í þjónustu góðra eða illra afla, / getur verið sterkt sendi- tæki / öðrum til gæfu eða óheilla." Nemendur Ingibjargar, sem gefa út þessa bók, mega vel við una. Hér kemur ljóslega fram þraut- seigja, staðfesta, óeigingirni og gjafmildi hennar og umfram annað 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjÓRI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasau Til sölu er að koma meðal annarra eigna: Jarðhæð við Vallargerði Nýendurbyggð stór og góð 2ja herb. 64,9 fm auk geymslu og sameign- ar. Sérhiti. Sérinng. Ræktuð lóð. Endaraðhús f Fellahverfi á einni hæð rúmir 150 fm m/nýrri sólstofu. 4 svefnherb. Nýl. parket o.fl. Góður bílskúr. Eignaskipti möguleg. Á vinsælum stað á Nesinu 4ra herb. jarðhæð 106 fm nt. 3 svefnherb. Allt sér (-inng., -hiti, -þvottah.). Þribhús. Skuldlaus. Ný vistgata. Sanngjamt verð. Fjársterkur kaupandi óskar eftir 2ja herb. íb. helst v/Hraunbæ. Rétt eign verður borguð út fyrir áramót, þar af kr. 1,7 millj. v/kaupsamning. Afh. eftir samklagi. í borginni eða Garðabæ óskast einbhús 140-200 fm helst á einni hæð. Rétt eign veröur borg- uð út, þar af kr. 6,0 millj. v/kaupsamning. • • • Góð hæð eða sérbýli óskast í Austurborginni gegn útborgun. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SfMAR 21150 - 21370 Guð var yfir og allt um kring —-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.