Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/ STOFNAÐ 1913 228. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Blóðug átök í Jerúsalem: 19 arabar skotnir á Musterishæðinni Talið er að um 3.000 arabar hafi safnast saman á Musterishæð- inni og létu þeir gijóti rigna yfir þúsundir gyðinga sem voru við bænagjörð við -grátmúrinn sem er á hæðinni. Spurst hafði út að strangtrúaðir gyðingar hygðust ganga fylktu liði á hæðina og hefja Fimmta ein- vígi Karpovs og Kasparovs New York. Reuter. Heimsmeistaraeinvígið í skák milli Garrí Kasparovs heims- meistara og Anatólíjs Karpovs hófst í gærkvöldi í New York. Þar verða fyrstu tólf skákirnar tefldar en seinni tólf skákirnar í Lyon í Frakklandi. Sá vinnur sem fyrr hlýtur 12 */z vinning. Sigur- vegarinn fær jafnvirði um 110 milljóna íslenskra króna í sinn hlut en sá sem tapar hlýtur 65 miHjónir króna. Hér er um að ræða fimmta ein- vígi kappanna um heimsmeistaratit- ilinn. Samtals hafa Kasparov, sem er 27 ára gamall, og Karpov, sem er 39 ára gamall, teflt 131 skák innbyrðis. Kasparov hefur unnið 19 skákir og Karpov 17 en 95 skákum lauk með jafntefli. Skákkapparnir fara ekki einungis ólíkar leiðir á skákborðinu; Karpov er félagi í sovéska kommúnista- flokknum en Kasparov hefur nýlega tekið þátt í stofnun Lýðræðisflokks Rússlands. Fyrir einvígið núna sak- aði Kasparov aðstoðarmann Karpovs um að reyna að múta sínum mönnum til að fá upplýsingar um undirbúning heimsmeistarans. Karpov hefur vísað þessu á bug. Sjá „Tölvur eiga ...“ á bls. 29. framkvæmdir við byggingu sam- kunduhúss. Musterishæðin er heil- ög í hugum bæði múslima og gyð- inga. Hugðust arabarnir hindra það og reyndu að stökkva gyðingunum á flótta með gijótkasti. Leiðtogi Palestínumanna á Vest- urbakkanum, Faisal al-Husseini, var handtekinn í mótmælunum og hefur honum verið gefið að sök að hafa hvatt til óeirðanna. Abu Sharif, einn af leiðtogum PLO, krafðist þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) verndaði Palestínumenn á hernumdu svæð- unum í ísrael og skipaði ísraelum jafnframt að heíja brottflutning sveita sinna af svæðunum. Javier Perez de Cuellar fram- kvæmdastjóri SÞ sagði að sér virt- ist ísraelar hafa gengið fram af helst til mikilli hörku. Francois Mitt- errand Frakklandsforseti sagði at- burðinn minna menn enn einu sinni á nauðsyn þess að leiða deilur ísra- ela og araba til lykta með samning- um. Reuter Neyðarástand skapaðist á sjúkrahúsum í austurhluta Jerúsalem í gær er þangað var komið með tugi manna sem særðust er her- og lögreglumenn leystu upp mótmælaaðgerðir araba á Musterishæðinni í Jerúsalem í gær. Hér er komið með ungan Palestínumann á sjúkrahús. Fyrsta íraska flutninga- skipið tekið á Persaflóa London. Reuter. BRESKIR, bandarískir og ástralskir sjóliðar fóru um borð í íraskt flutningaskip, Tadmur, á Persaflóa og sneru því til hafnar þegar í ljós kom að farmur skipsins braut í bága við viðskiptabann Samein- uðu þjóðanna. Skipstjóri Tadmurs sinnti stöðvunarboði breskrar frei- gátu, Brazen, og kom því ekki til þess að skotið væri að skipinu. Hins vegar lét skipstjóri annars flutningaskips, A1 Wasitti, ekki segjast og hægði ekki á ferðinni fyrr en bresk, bandarísk og áströlsk hersKip höfðu skotið yfir stefni þess undan Múskat, höfuðborg Ómans. Sjóliðar fóru um borð en eftir fjög- urra stunda rannsókn á farmi skips- ins var því leyft að halda áfram ferðinni. Tadmur er fyrsta íraska skipið sem reynir að sigla með ólöglegan farm fram hjá hinni öflugu flota- deild sem komin er til Persaflóa til Bandaríkin: Fulltrúadeildin samþykk- ir nýtt fiárlagafrumvarp Washington. The Daily Telegraph. Fulltrúadeild Bandaríkja- þings samþykkti í gær fjár- lagafrumvarp næsta fjárlaga- árs og búist var við því að öld- ungadeildin gerði það einnig. Ekki var vitað í gærkvöldi hvort George Bush Banda- ríkjaforseti væri sáttur við nýju fjárlögin en mikill styrr hefur staðið um þau svo mán- uðum skiptir. Repúblikanar i fulltrúadeild- inni greiddu flestir atkvæði gegn fjárlagafrum- varpinu í gær. Það er að mörgu leyti líkt frum- varpi því sem fulltrúadeildin felldi á fimmtu- daginn var, t.d. er kveðið á um að ijárlaga- hallinn verði skorinn niður um 500 milljarða dala næstu fímm árin. Hins vegar fá ýmsar þing- nefndir, þar sem demókratar eru í meirihluta, aukið svigrúm ti! að ákveða skattahækkanir. Einnig er dregið úr niðurskurði til heil- brigðismála. Agreiningurinn um íjárlögin hefur leitt til þeirrar óvenjulegu stöðu að útgjöld ríkisins nema til allra nauðsynlegustu þarfa eins og varnarmála hafa verið stöðv- uð. Á föstudag, degi eftir að full- trúadeildin felldi frumvarp stjórn- arinnar, samþykkti þingið aukaf- járlög til þess að brúa bilið þang- að til ný fjárlög tækju gildi. Bush neitaði hins vegar að undirrita aukafjárlögin með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta gerði hann til þess að setja aukinn þrýsting á þingmenn um að samþykkja fjár- lög í anda frumvarps ríkisstjórn- arinnar. Ekki var vitað í gær- kvöldi hvort forsetinn hygðist halda fyrri afstöðu sinni til streitu en það myndi fela í sér gífurlega röskun á starfsemi hins opinbera í Bandaríkjunum strax í dag þeg- ar fólk mætir aftur til vinnu að lokinni þriggja daga helgi. þess að framfylgja viðskiptabanni SÞ á írak vegna innrásarinnar í Kúvæt. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hefur farmur 208 skipa verið skoðaður. Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands og George Bush Bandaríkjaforseti gáfu til kynna um helgina að írakar myndu hverfa með innrásarheri sína frá Kúvæt og ekki þyrfti að koma til hernað- arátaka við Persaflóa. Sérlegur sendimaður Míkhaíls Gorbatsjovs sovétleiðtoga tók í sama streng eft- ir viðræður við Saddam Hussein íraksforseta og aðra leiðtoga lands- ins, en í leiðinni samdi hann um að þriðjungur 5.000. sovéskra tæknimanna og hernaðarráðgjafa fengju að fara frá Irak í þessum mánuði. Qaboos soldánn af Óman var ekki jafn bjartsýnn á friðsamlega iausn stríðsástandsins við Persaflóa í gær og sagði leiðtóga ýmissa arabaríkja vilja jafna um íraka með hernaðaraðgerðum þar sem tveggja mánaða viðskiptabann og tiiraunir til að leysa deiluna um Kúvæt eftir pólitískum leiðum hefðu engu áork- að. Henry H. Mauz yfirmaður banda- ríska flotans á Persaflóa sagði að írakar gerðu sér grein fyrir því að flutningaskip kæmust ekki lengur til hafnar með ólöglegan farm og lægju því tugir íraskra skipa við festar utan við flóann. Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKAR her- og lögreglusveitir skutu a.m.k. 19 Palestínumann á Musterishæðinni í austurhluta Jerúsalemborgar í gær er þar kom til átaka vegna fyrirhugaðrar byggingar samkunduhúss gyðinga á hæðinni. Óttast var að tala fallinna ætti eftir að hækka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.