Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 íþróttir barna og unglinga eftir Gunnar Einarsson Hér á landi hefur lítið werið rætt á opinberum vettvangi um það hvernig íþróttastarfi barna og ungl- inga verði best háttað með- aukinn þroska barnsins að aðalmarkmiði. Nauðsyn ber nú til að íþróttasam- band Islands móti skýra stefnu í' þessum efnum og vinni henni fylgi. Óðru hvoru heyrast gagnrýnisraddir sem benda á að rangt sé staðið að íþróttastarfi barna, t.d. hvað snertir keppnisfyrirkomulag, sérhæfingu o.fl. A undanförnum árum hefur í nágrannalöndum okkar mikið verið rætt um íþróttir barna og ítarlegar rannsóknir verið gerðar á íþrótta- starfí þeirra. Þessar rannsóknir hafa leitt til þess að menn hafa öðlast annan og dýpri skilning á því hvern- ig þjálfun bama verði best háttað með aukinn þroska barnsins að leið- arljósi og hagsmuni íþróttahreyfíng- arinnar allrar í huga. Það fyrirkomu- lag sem talið er heppilegt er íþrótta- skóli fyrir 5—12 ára nemendur þar sem áhersla væri lögð á fjölþætta þjálfun og kennslu í mörgum ólíkum íþróttagreinum og forðast að fara of snemma út í sérhæfíngu. þingsins 1987 um íþróttir barna og unglinga Eftirfarandi samþykkt var gerð á norska íþróttaþinginu 1987. 1. Með barnaíþróttum er átt við -íþróttir fyrir börn 12 ára og yngri. 2. Bamaíþróttir skulu skipulagðar sem fjölþætt íþróttakennsla þar sem áhersla er lögð á -að auka líkamlegan, andlegan og félags- legan þroska og veita innsýn og kennslu í margar greinar íþrótta. 3. fþróttakennsla fyrir börn skal fylgja eftirfarandi þróunaráætl- un: A. 5-7 ára: Leikur og alhliða hreyfing til að auka hreyfiþroska barnsins og örva þá færni sem hægt er að þjálfa miðað við aldur. B. 8-10 ára: Alhliða hreyfing með áherslu á að kenna og kynna margar mismunandi íþrótta- greinar. C. 10-12 ára: Alhliða hreyfing, kennsla og fyrstu stig sérþjálfun- ar í einni eða fleiri íþróttum. 4. íþróttasamþandið útbúi rammaá- ætlun með innihaldi íþrótta- kennslunnar samanber 3. gr. Slík áætlun sé unnin í samvinnu við sérsamböndin. í íþróttafélögum sem iðka fleiri greinar en eina ber stjórn félags- ins ábyrgð á kennslunni (3. gr.). Fyrir forskólabörn og börn í 1., 2., 3. bekk grunnskóla verði stofnuð sérstök barnaíþrótta- deild. Stjórn slíkrar deildar er skipuð af aðalstjóm og formaður hennar á sæti í aðalstjórn. 6. Keppni í barnaíþróttum má skip- uleggja sem hluta í kennslunni með ákveðnum stíganda og þró- un, sem hæfir henni. Keppni skal nota sem hvatningu í kennslunni og skal þess gætt að barnið hafi möguleika á þátttöku. Barn und- ir 10 ára aldri getur eingöngu tekið þátt í keppni í sínu íþrótta- félagi eða bæjarfélagi. Þessi samþykkt inniheidur í raun viðurkenningu á að íþróttaskóli fýrir böm er heppilegt form fyrir íþrótta- iðkun barna. íþróttaskóli fyrir börn I dag keppa íþróttadeildir um hylli foreldra og barna. í hverri grein er gert ráð fyrir æfingum 2—5 sinnum í viku. Sérhæfíngin byijar því oft snemma. Hver íþróttadeild keppir að sem flestum titlum til að „Undirritaður vill með þessari grein leggja sitt af mörkum í umræð- unni um barnaíþróttir, og hvetja um leið alla þá aðila sem bera ábyrgð á skipulögðu íþróttastarfi barna að hefja markvissa um- ræðu um þessi mál.“ treysta stöðu sína og standast sam- keppnina. Hugmyndin að baki íþróttaskólaa tekur mið af heildarsýn á þroska barnsins. Leitast er við að þroska jafnt andlega, líkamlega og félags- lega hæfni. Eins og áður segir er fjölþætt þjálfun áhersluatriði þar sem kennsla og kynning á mörgum íþróttagreinum fer fram. Margar íþróttagreinar geta myndað kennslu- grunn í íþróttaskóianum með sam- vinnu sín á milli. íþróttaskólinn er ákveðið mótvægi við ársíþrótt og kröfu um að barnið velji íþrótt strax á unga aldri. Dregið er úr keppnis- Flj ótsdalsvirkj un eftir Jónas Pétursson Ég ætla að ýmsir hafí fylgst með skrifum mínum um orkumál um langt skeið, a.m.k. frá því að ég flutti á Alþingi frv. um sjálfstætt raforkufyrirtæki, eða orkubú Aust- urlands. Ymsir litu víst á það sem eins konar strákapör af mér. Viðtök- umar voru þær að liðssafnaður var til að kveða þetta niður. í máli þessu setti ég fram bjargfasta skoð- un mína á því hvað lífsspurning væri til að grunntryggja framtíð stijálbýlisins um allar byggðir. í stuttu máli: Vald heimabyggðanna yfír raforkunni, sem afla má í hveij- um fjórðungi eða viðlíka heildum. Ég hefi um árafjöld ritað margar greinar um orkumál, allar til þess að reyna að vekja skilning á ótví- ræðu samhengi orku- og byggða- mála. Slysagötur ráðherra og ráða- manna um orkuslóðir rek ég ekki, mér sýnast þær of augljósár öllum, sem vilja sjá. Fljótsdalsvirkjun var a.m.k. um áratug leiksoppur orku- stofnunar og atvinnubótavinna á teikniborðum, — þá var sýnt hvernig dæmisagan um nýju fötin keisarans kom að liði að sætta heimafólk. í lok allra þessara hvirfilvinda og sjón- hverfínga man ég að ég setti ein- hvers staðar grein út af þessu öllu, sem endaði með óvissu um hvenær virkjað yrði í Fljótsdal. Niðurlags- orðin voru um tíma nálægt aldamót- unum og lauk með þessum orðum: Þar verður virkjað þegar orkuna vantar að Faxaflóa! Hvað blasir við núna? Að ég tali nú ekki um hið sorglega niðurlag Halldórs Ásgrímssonar í síðustu for- ystugrein Austra. Mín tilfinning er sú að þeir sem ekki segja nei við flutningi orkunnar úr Fljótsdal vest- ur á Keilisnes, Faxaflóasvæðið, þeir eru þegar að stíga fyrsta skrefið í flóttanum á Faxaflóasvæðið! Verði orkan flutt á Faxaflóasvæð- ið er hún eilíflega töpuð Austurl- andi. Þijár eru meginundirstöður blómlegra byggða á Austurlandi: Sjávarafli, landbúnaður og orka fall- vatna svæðisins — og Fljótsdals- virkjun þar mikilvægust. Ég sé fyrir mér framtíðar ísland, sem byggir lífsstíl sinn og hamingju á tengslum fólks og náttúru, byggir á „lífbeltun- um tveim“ sem Kristján Eldjárn for- seti skýrði svo meistaralega í ný- ársávarpi, þar sem fólk og land í mennskri þekkingu nútímans byggir landið allt. Fimm hundruð þúsund íslendingar um allt land, þar sem svipaður fjöldi og nú verður í Faxaf- lóabyggðunum. Hin dýrmæta ra- forka fallvatnanna ekki síst tryggi mannvistir, sterkur þáttur í bjarg- ræði. Á þessari stundu er kjarni málsins að orka Fljótsdalsvirkjunar fari ekki vestur á Keilisnes. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Gunnar Einarsson þættinum, en vellíðan og ánægja situr í fyrirrúmi. Mikilvægt er að börn og unglingar fái jákvæða við- kynningu af íþróttaiðkun, með því móti er betur ti’yggt að varanlegur áhugi á íþróttum og heilsurækt skapist. Uppbygging og markmið íþróttaskóla er í engu frábrugðin uppbyggingu og markmiðum grunn- skóla. Ávinningur Helstu rök fyrir hinu nýja viðhorfi til barna og unglingaíþrótta sem er að ryðja sér til rúms á Norðurlöndun- um eru: Minna fráhvarf. Of mikið frá- hvarf er hjá uríglingum í íþróttum. Helstu ástæður sem danskir ungl- ingar gefa fyrir því eru: Lítil án- ægja og áhugaleysi, minnimáttar- kennd gagnvart þeim sem eru dug- legri, krafa félagsins og leiðbeinenda um sigra og lítið um samverustund- ir eftir æfingar, þeir bestu fá athyg- lina og tilsögnina, ekki hægt að komast í besta liðið. Gefur meiri möguleika á að velja rétta íþrótt. í fyrstu bekkjum grunnskóla veljá nemendur sér ekki fög. Erfitt er að meta hvaða íþrótt hentar barninu seinna meir því barn- ið hefur hvorki líkamlegan né and- iegan þroska til að velja. Skapar meiri breidd — fleiri afreksmenn. Hugmyndin er að fá fleiri til að byija iðkun íþrótta og minnka fráhvarfíð. íþróttaskólinn er uppbyggður á jákvæðan hátt þar sem íþróttaiðkunin er skipulögð út frá þörfum barnsins en ekki fullorð- inna. Kröfurnar eru miðaðar við getu hvers og eins. Foreldrar eru hvattir til virkrar þátttöku, þeir þurfa ekki að vera sérfræðingar í Sam viskufangar Mannréttindasam- tökin Amnesty Intem- ational vilja vekja at- hygli almennings á máli þessara samvisku- fanga. Amnesty vonar að fóik sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönn- um og skipi sér á bekk með þeim, sem beijast gegn mannréttindabrot- um á borð við þau, sem hér em virt aðvettugi. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í sfma 16940. Irak: Zikri Nafkbosh Mustafa, Nabi Muhammad Shukr, Jabbar Rashid Shifki og Ja’Far Tamar Mahmud, eru á aldrinum 19-22 ára og vom í hópi 315 kúrdverskra drengja á aldrinum 8-15 ára sem „hurfu“ í ágúst 1983. Drengimir vora í hópi 8.000 kúrdverskra karl- manna sem talið er að hafí verið handteknir eingöngu vegna þess að þeir tilheyra Barzani-ættflokknum. Börn og unglingar í írak hafa orð- ið saklaus fórnarlömb pólitískrar kúgunar og hafa „horfíð" svo hundr- uðum skiptir. Hinir 8.000 Barzani Kúrdar eru frá Barzan og Merga Sur í Arbil-héraði. Á árurmm 1976. og 1977 neyddu írösk yfirvöld fjölskyld- ur fjórmenningana ásamt öðram fjöi- skyldum til að flytjast búferlum til fjögurra staða í Árbil-héraði. Þessir staðir era Quostapa, Diyana, Harir og Bahark. Talið er að íraski herinn hafí handtekið fjölda manna á þess- um stöðum í ágúst 1983. Um 8.000 drengir og fullvaxta karlmenn á aldr- inum 8-70 ára vora teknir fastir og neyddir inn í herbíla sem hurfu síðan á brott. í hópi hinna handteknu vora nánir ættingjar Mus’ud Barzani, leiðtoga Kúrdverska lýðveldisflokksins. Hand- tökumar komu í kjölfar bardaga milli heija íraks og íran í júlí 1983, en þá náði Iranir á sitt vald svæði við Haj Omran sem áður tilheyrði írak. Irösk yfirvöld sökuðu Kúrdverska lýðveldisflokkinn um að hafa aðstoð- að íranska herinn við að ná yfírráðum á svæðinu við Haj Omran. Margir óttast að þessar fjöldahandtökur hafí verið gerðar í hefndarskyni gagnvart Kúrdverska lýðveldisflokknum og telja að mennirnir hafi eingöngu ver- ið handteknir vegna þess að þeir til- heyrðu Barzani-ættflokknum. Fram til þessa hafa írösk yfirvöld ekki skýrt frá örlögum þeirra sem handteknir vora. Ættingjar þeirra óttast að margir hafi verið teknir af lífí á iaun. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að þeir verði tafarlaust látnir lausir og skýrt frá dvalarstað þeirra. Skrifið til: President Saddam Hussain, Karadat Mariam, Baghdad, Iraq. Miðbaugs-Gínea: Francisco Ban- ifaclo Mba Nguema er hermaður sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir tilraun til að steypa ríkisstjórn Miðbaugs-Gíneu af stóli. Francisco Banifacio Mba Nguema var handtekinn ásamt u.þ.b. 40 öðr- um mönnum í ágúst 1988 eftir að formaður Framfaraflokksins (Partido del Progreso) hafði átt stutta viðdvöl í landinu í þeim tilgangi að sækja um leyfi fyrir starfsemi flokksins. I Miðbaugs-Gíneu er aðeins. einn stjórnmálaflokkur leyfður og starfar því Framfaraflokkurinn utan lands- ins. Þeir sem handteknir voru hafa verið granaðir um að vera félagar í Framfaraflokknum eða styðja flokk- inn. Francisco og margir samfangar hans vora pyntaðir af hermönnum og mönnum úr varðsveit forsetans. Francisco Nguema var leiddur fyr- ir herrétt í september 1988 og virðist rétturinn hafa byggt sannanir sínar á játningum sem fram komu við pynt- ingar og á þeirri staðreynd að Franc- isco hafi lesið bókina „The Dogs of War“ eftir Frederic Forsyth. Bókin fjallar um ímyndaða uppreisn í byijun áttunda áratugarins í landi sem flest- ir telja Miðbaugs-Gíneu. Enn eitt sönnunargagnið í máli Francisco var vitnisburður eins vitnis af hálfu sækj- anda, en þann vitnisburð úrskurðaði rétturinn falskan. Störf réttarins vora öll í. styttra lagi sem skerti mjög rétt varnarliða. Francisco og annar her- maður voru upphaflega dæmdir til dauða, en sjö aðrir dæmdir í 12-30 ára fangelsi. Þeir fengu ekki að áfrýja dómnum. Skömmu eftir réttarhöldin var dauðarefsingunni breytt í lífstíðar- fangelsi og í ágúst 1989, á 10 ára afmæli ríkisstjómarinnar, var lífstíð- ardómnum breytt í 20 ára fangelsi og fangavist fjögurra annarra stytt um helming. Þeir eru í haldi í Bata- fangelsinu í Rio Muni-héraði. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus. Skrifíð til: Su Exceiencia Coronel Teodoro Obiang Ngu- ema Mbasogo, Presidente de la República, Gabinete del Presidente de la República, Malabo, República de Guinea Equator- ial / Miðbaug Gínea. Tíbet: Ngawang Buchung er munkur frá Drepung-klaustrinu í útj- aðri Lhasa. Hann var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að ,koma á fót „flokki andbyltingarsinna", fyrir að útbreiða „andbyltingaráróður" og fyrir „njósnir". 30. nóvember 1989 hélt Alþýðu- dómstöllinn í Lhasa „fjöldafund" til að dæma 10 munka frá Drepung- klaustrinu fyrir stuðning við sjálf- stæði Tíbet. Munkarnir voru hand- teknir 15. janúar 1989. Ngawang Buchung var öpinber- lega lýstur leiðtogi „afturhaldssamra samtaka" sem höfðu prentað og dreift bæklingum til stuðnings sjálf- stæðis Tíbets. Tvö þessara rita voru Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna á tíbetsku og opinber yfír- lýsing til stuðnings stjórnarskrár- bundnu lýðræði í Tíbet eftir brottför Kínveija. Hann var einnig í hópi þriggja munka sem taldir vora stunda njósn- ir fyrir ríkisstjóm Tíbets sem er í útlegð á Indlandi, og þar með „grafa undan þjóðaröryggi". Fangelsisdómurinn er hinn lengsti sem baráttumenn fyrir sjálfstæði landsins hafa fengið og var dómurinn kveðinn upp skömmu eftir að Dalai Lama fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989. Kínveijar fordæmdu Dalai Lama og þátt hinnar útlægu ríkis- stjómar í að hvetja til mótmæla í Lhasa. Munkar frá Deprung klaustrinu hafa verið í forystu mótmælenda í Lhasa. Ngawang Buchung var í hópi 21 munks sem leiddi friðsæla mót- mæiagöngu til borgarstjórnarskrif- stofanna 27. septmber 1987. Þessi atburður markaði upphaf nýrrar mótmælaöldu fyrir sjálfstæði iands- ins og voru nunnur og munkar aðal- hvatamenn hennar. Ngawang Buc- hung var þá hafður í haldi í fjóra mánuði án ákæru. Vinsamlegast skrifíð kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn iaus og án skilyrða. Skrifið til: Li Peng Zongli, Guowuyuan, Beijingshi, Zhonghua Renmin Gongheguo, China.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.