Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBIiADIÐ,ÞRIÐJUBAGUR 9. OKTÓBHH > 37i Óþekktur Rússi stal senunni Greinarhöfundur með Alpaskörð í baksýn. Þegar Leifur Jósteins- son tók myndina var fyrsta umferð mótsins að hefjast og móts- haldarar höfðu þungar áhyggjur af því að ,við hefðum lent á villi- götum uppi í fjöllunum. __________Skák_______________ Margeir Pétursson NÝFENGIÐ ferðafrelsi Sovét- manna hefur haft mikil áhrif í skákheiminum og það er komið í ljós að margir óuppgötvaðir snillingar hafa leynst þar eystra. Einn slíkur, hinn 44 ára gamli Alexander Tsjúdinovskíj opin- beraði sig nú fyrir. skömmu á opna alþjóðamótinu í San Bern- ardino í Sviss. Hann varð í efsta sæti með sjö vinninga af níu mögulegum ásamt Vlastimil Hort og undirrituðum, en var úrskurðaður sigurvegari á stig- um. Það þarf reyndar ekki að koma neinum á óvart að í Sovétríkjunum leynist margir öflugir skákmenn. Skráðir meðlimir í skákfélögum þar voru um tíma fimm milljónir talsins! Lífshlaup Tsjudinovskíjs er nokkuð athyglisvert. Á árunum 1963-65, þegar hann var tæplega tvítugur, var hann í læri hjá Vikt- or Kortsjnoj í Leningrad og var þá mjög efnilegur. Tókst þá með þeim Kortsjnoj vinátta sem enn stendur. Hann varð unglingameist- ari Rússlands 1964 og um þetta leyti hafði hann náð þeim árangri gegn Anatoly Karpov að vinna hann tvisvar og gera tvö jafntefli. Um þær skákir er þó ekki getið í riti þar sem allar skákir Karpovs sem ekki hafa glatast eru birtar. E.t.v. gerir Tsjudinovskíj athuga- semd við næstu útgáfu. En frekari frami lét á sér standa og hann gerðist rafmagnsverk- fræðingur og hafði skákina aðeins sem áhugamál. Babb kom í bátinn þegar Kortsjnoj vinur hans flúði landi 1976. Tsjudinovskíj neitaði að fordæma hann og féll í ónáð, missti t.d. vinnuna fjórum sinnum. Nú starfar hann í Kirov, 1.200 km norðan við Moskvu. Ferð hans í lest og áætlunarbíl upp í sviss- nesku alpana tók sex daga! Það var reyndar Kortsjnoj sem bauð honum á mótið og launaði honum þar með tryggðina forðum. Annars hefði Tsjudinovskíj ekki getað ver- ið með, því menn lifa ekki lengi í Sviss af rússneskum mánaðarlaun- um. Mótið í San Bernardino er að mörgu leyti mjög frábrugðið öðrum slíkum. Það er haldið í smábæ í 1.600 metra hæð í ítalska hluta Sviss. Aðbúnaður keppenda er mjög glæsilegur, bæði hvað varðar húsakynni og fæði. Nokkr- um stórmeisturum, í þetta sinn 13 er boðið til leiks, en. aðrir keppend- ur verða að standa straum af þátt- tökunni sjálfir. Eru þeir flestir frá Þýzkalandi, Sviss, Frakklandi og Ítalíu og eiga það allir sameigin- legt að hafa mikla ánægju af iðk- un skáklistar, þó styrkleikinn sé misjafn. Vegna plássleysis er þátt- takendafjöldi takmarkaður við 80 og varð í þetta sinn að hafna ijöl- mörgum umsóknum. Það er Wern- er Widmer, útgefandi hins út- breidda skákvikurits “Schachwoc- he“ sem heldur mótið. Sumir þátttakendur taka ár eft- ir ár þátt í mótinu svo þar mynd- ast mjög góður andi. Þar sem allir snæða saman er margt skrafað og áhugamönnunum gefst kostur á að ráðfæra sig við stórmeistarana. Þarna er iandslag líka stórbrotið' og margar frábærar gönguleiðir í boði auk aðstöðu til heilsuræktar og íþróttaiðkana. Þetta minnir að mörgu leyti á aðstæður á þeim fjöl- mörgu mótum sem haldin hafa verið á háfjallahótelinu í Gausdal í Noregi, en að frændum vorum ólöstuðum hafa Svisslendingarnir vinninginn hvað varðar aðbúnað og þjónustu. En víkjum nú að keppninni sjálfri. Ég var mjög seinn í gang og hafði aðeins hlotið fjóra vinn- inga eftir sex umferðir, m.a. misst af vinning gegn sænska stórmeist- aranum Hellers og einnig af væn- legri leið gegn hinum gamalreynda júgóslavneska stórmeistara Ciric. Allt virtist því stefna í áframhald- andi klúður, sem hefur fylgt mér síðasta hálfa árið eða svo. En þá small skyndilega allt í liðinn og mér tókst að vinna þrjár síðustu skákirnar nokkuð örugglega. Tsjudinovskíj fór mjög vel af stað og eftir sigra gegn tveimur stór- meisturum af yngri kynslóðinni, þeim Barbero, Argentínu og Klin- ger, Austurríki, dugði honum að gera jafntefli í síðustu skákunum. I þeim tveimur skákum kom glögg- lega í ljós að þótt Rússinn hafi geymt ljós sitt undir mælikeri í 25 ár eða svo, þá tók hann and- stæðingunum langt fram í fræði- þekkingu og stöðuskilningi. Með því að gera jafntefli í hörkuskák við stigahæsta keppandann í síðustu umferð, Viktor Gavrikov frá Litháen, sýndi Rússinn sig vel að efsta sætinu kominn. Vlastimil Ilort, okkar gamli vin- ur frá einvíginu við Spasskíj hér í Reykjavík 1977, er hann vann hug og hjörtu íslenskra skákáhuga- manna með drengilegri framkomu, var seinn af stað. I næstsíðustu umferð rambaði hann á barmi glöt- unar gegn Joe Gallagher, nýjasta stórmeistara Englendinga. En Hort bjargaði sér í jafntefli og hinn vonsvikni Gallagher var mér nokk- uð auðveld bráð í síðustu umferð- inni. Þá tók Hort einnig á hinum stóra sínum, vann landa sinn og kollega Eduard Meduna, sem leitt hafði mótið frá upphafi. Lokastaðan varð því þessi: 1-3. Tsjudinovskíj, Hort og Margeir Pétursson 7 v. af 9 mögulegum. 4-9. Meduna (Tékkósl.), Vaiser (Sovétr.), Hellers (Svíþjóð), Klin- ger (Austurríki), Gavrikov (Sov- étr.) og Groszpeter (Ungvetjal- andi) 6’A v. 10-13. Gallagher (Englandi), Du- treeuw (Belgíu), Schwartzman (Rúmeníu) og Nemet (Júgóslavíu) 6 v. Eftir að hafa heyrt um góðar aðstæður á mótinu slóst Leifur Jósteinsson, bankaútibússtjóri á Grundarfirði, með mér í förina og stóð sig framan af með prýði, hafði hlotið fjóra vinninga af sex mögu- legum. En þá fór róðurinn að þyngjast hann tapaði klaufalega fyrir a-þýzka stórmeistaranum Vogt og síðan einnig tveimur síðustu skákunum. Við Leifur höfðum reyndar ekki réttar upplýs- ingar um upphaf mótsins í höndum og eftir skemmtilega ökuferð um Alpaskörð mættum við okkur til skelfingar í lok fyrstu umferðar- innar. Til að bjarga málum var okkur gefinn kostur á að gera stutt jafntefli í fyrstu umferð, til að þurfa ekki að byija með núll. Ég læt hér fylgja athyglisverða skák mína við a-þýzka stórmeistar- ann Lothar Vogt úr næstsíðustu umferð, er við þurftum báðir nauð- synlega á vinningi að halda. Þetta er reyndar síðasta skák mín gegn Austur-Þjóðveija, þótt Þýzkaland muni reyndar senda tvær sveitir á væntanlegt Ólympíumót. Hvítt: Lothar Vogt Svart: Margeir Pétursson Kóngsindversk árás I. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d3 - Rf6 4. g3 - d5 5. Rbd2 - g6 6. Bg2 - Bg7 7. 0-0 - 0-0 8. c3 — dxe4 9. dxe4 — Dc7 10. Hel - Hd8 Upp er komin Kóngsindversk vörn með skiptum litum. Vegna opnunar d línunnar er mjög erfitt fyrir hvít að ná meira en jöfnu tafli. II. De2 - Rg4 12. Rc4 - b6 13. Bf4 — Rge5 14. Rfxe5 — Rxe5 15. Re3 Eftir 15. Bxe5 - Bxe5 16. f4 — Bg7 17. e5 — Bb7, eða 16. Rxe5 - Dxe5 17. f4 - Dc7 18. e5 — Bb7 jafnar svartur taflið nokkuð auðveldlega. 15. - e6 16. Bg5! - Hd7 17. f4 - h6! Mjög mikilvægur millileikur. Mótspilsmöguleikar svarts í fram- haldinu byggjast upp á því að geta lokað þennan biskup inni á h4. 18. Bh4 - Rd3 19. Hedl - Ba6! Markmið hvíts er að hertaka f6 reitinn og því nær hann eftir 19. - c4?! 20. e5 - Hb8 21. Rg4. Nú getur svartur hins vegar svarað 20. e5 með 20. - Rxf4! 21. Dxa6 — Rxg2 22. Kxg2 — g5 og 20. Rg4 má einnig svara með 20. — Rxf4! 20. c4 20. - Re5! Riddarinn snýr til baka, með ferðinni til d3 hefur hvítur verið knúinn til að veikja d4 reitinn og það skiptir miklu máli eins og sést af framhaldinu. 21. fxe5 - Hxdl+ 22. Hxdl - g5 23. Bxg5 — hxg5 24. Rg4 — Hd8 25. Rf6+ Hér hafði ég reiknað með 25. Hfl, sem ég ætlaði að svara með 25. — Dd7!?, vegna framhaldsins 26. Rf6+?! - Bxf6 27. exf6 - Dd4+ 28. Khl - Bxc4 - 29. Dh5 - Bxfl 30. Dxg5+ - Kf8 31. Dg7+ - Ke8 32. Dg8+ - Kd7 33. Dxf7+ - Kc6 34. Dxe6+ - Dd6! og endataflið verður gott á svart. 25. - Kf8 26. b3 - Ke7! 27. Rg4? Skiljanlega hafði Vogt leitað logandi ljósi að leíðum til að hrekja frumlega taflmennsku svarts og eytt miklum tíma. Hér hafði hann greinilega misst móðinn, enda bauð hann jafntefli. Rétt var 27. Hxd8 — Dxd8 28. Db2!, þó hann gefi eftir d línuna. í því tilviki virð- ast möguleikarnir u.þ.b. jafnir, báðir mega gæta sín. 27. - Hxdl+ 28. Dxdl - Bxe5 29. Rxe5 - Dxe5 30. Dd2 - Bb7 31, Kf2 - f6 32. h4?? í tímahraki gleymdi Vogt því að svartur má nú taka peðið, en staða hans var auðvitað orðin mjög óþægileg. 32. - gxh4 33. gxh4 — Bxe4 34. Bxe4 - Dxe4 35. Dh6 - Kf7 36. h5 - e5 37. Dh8 - Df5+ 38. Kel - Dbl+ 39. Kd2 - Dxa2 40. Kc3 - Dbl 41. h6 - Dcl+ og hvítur gafst upp, því eftir 42. Kd3 - Dfl+ 43. Kc3 - Df3+ 44. Kb2 — Dg2+ leikur svartur næst 45. — Dg8 og knýr fram drottn- ingakaup. Sveit Landsbréfa bikarmeistari 1990 Morgunblaðið Amór Bikarmeistarar Islands í brids 1990. Talið frá vinstri: Jón Þorvarðar- son, Aðalsteinn Jörgensen, Magnús Ólafsson, Valur Sigurðsson, Jón Baldursson og Sigurður Vilhjálmsson. Magnús Ólafsson býr sig undir að kyssa langþráðan grip. Það var forseti Bridssambandsins, Helgi Jóhannsson, sein afhenti verðlaunin. Meðspilari Magnúsar, Jón Þorvarðarson, stendur að baki Magnúsi. ____________Brids_____________ Amór Ragnarsson Sveit Landsbréfa varð bikar- meistari í brids 1990 eftir snarpa úrslitaviðureign við sveit S. Ar- manns Magnússonar. Urslitaleik- urinn fór fram sl. sunnudag á Hótel Loftleiðum. í sigursveitinni spiluðu Valur Sigurðsson, Jón Þorvarðarson, Sigurður Vil- hjálmsson, Magnús Ólafsson, Að- alsteinn Jörgensen og Jón Bald- ursson. Leikurinn þróaðist þannig að jafnt var framanaf, síðan náði sveit Landsbréfa nokkurri forystu og hafði 32 punkta forskot fy/ir síðustu lotuna en liðsmenn S. Ár- manns skoruðu grimmt í síðasta fjórðungnum og skildu aðeins 6 stig sveitirnar að þegar upp var staðið. Leikurinn endaði í tölum 182 stig Landsbréfa gegn 176. Segir það kannski nokkuð til um leikinn hversu háar tölur þetta eru en hins vegar er þess að gæta að hér er um að ræða bikarleik. Leikurinn var 64 spil og uppgjör eftir 16 spil. Landsbréf S.Á. Magnúss. l.lota 39 35 2. lota 60 49 3. lota 60 43 4. lota 23 49 Mjög fámennt var á úrslitaleikn- um, einkum um kvöldið, og er spurning hvort ekki þarf að fara að hressa eitthvað upp á keppnis- formið eða gera einhverjar breyt- ingar á keppninni þótt ekki sé nema breytinganna vegna. Bikarmeistari í fyrra varð sveit Tryggingamiðstöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.