Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 ARNFRÍÐUR GESTSDÓTTIR frá Mel í Þykkvabae, sfðasttil heimilis á Dalbraut 23, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 7. október. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Haraldur Elíasson. Maðurinn minn, GÍSLI ÞÓRARIIMN HALLDÓRSSON pípulagningameistari, Úthlíð 6, er látinn. Elín Sigurbjörg Jónsdóttir. + Móðir okkar og tengdamóðir, HÓLMFRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu þann 6. október. Guðrún Pálsdóttir, Finnur Kolbeinsson, Erlendur Pálsson, Hamely Bjarnason, Guðbjörg Pálsdóttir, Anna Pála Guðmundsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN SIGURÐSSON, Bakkagerði 8, lést á Landspítalanum 6. október. Elín Sveinsdóttir, Kjartan Kjartansson, Þóra Sveinsdóttir, Davíð Óskarsson, Sigurður Sveinsson, Anna ísleifsdóttir og barnabörn. + Ástkaer sambýlismaður, bróðir og faðir, RAYMOND G. NEWMAN, Vesturgötu 46, Keflavík, lést 5. október. Unnur Þórhallsdóttir, Geir Newman, Jón Newman, María R. Newman, og dætur. + Útför föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINBJÖRNS SIGURÐSSONAR bifvélavirkjameistara, Meðalholti 14, Reykjavik, fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 15.0t>. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG JÓHANNESDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 15.00. Jóhanna Helgadóttir, Haraldur Helgason, Magnea Helgadóttir, Sigurjón Guðjónsson, Magnús Helgason, Kolbrún Ástráðsdóttir, Dóra Stína Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ALBERTS ERLINGSSONAR kaupmanns, Grenimel 2, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 12. október kl. 13.30. Auður Albertsdóttir, Jón Ragnar Steindórsson, Kristín Erla Albertsdóttir, Gunnar Finnsson, Erna Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kristinn Guðjónsson forstjóri - Minning Árið 1932 og 1933 fengu ung hjón, nýflutt frá ísafirði til Reykjavíkur, leigt á Sjafnargötu 12. Húsið átti Guðný, systir Kristins, og þar hittumst við Kristinn fyrst, smábarnið og ungi maðurinn ógifti, sem bjó hjá systur sinni. Ég man óljóst eftir karamellum og súkkulaði, sem Kristinn stakk að Gyðu systur minni og mér, oft við lítinn fögnuð pabba og mömmu, ef þetta gerðist rétt fyrir matinn. Svo fluttum við af Sjafnargöt- unni og leiðir skildu í mörg ár, en lágu svo saman aftur, þegar við‘ vorum kjörnir samtímis í stjórn Félags iðnrekenda vorið 1968. Þá hófst samstarf okkar, sem varð æ nánara eftir því sem árin liðu og leiddi loks til vináttu, sem aldrei bar skugga á, allt til æviloka Krist- ins. -Kristinn var fagurkerinn í stjóm iðnrekenda. Tónlist, myndlist og byggingarlist voru hans kjörsvið og smekkvísin frábær og við, sem niit- um þess að vera með honum í stjórninni, lærðum margt af honum á hveijum fundi. Heimilið á Víði- melnum og sumarbústaður Siggu og hans bera því vitni að þar höfðu tveir fagurkerar um vélt. En hann átti fleiri strengi í hörpu sinni. Fyrir utan að stofna óg reka Stálumþúðir af miklum myndar- skap í marga áratugi, sem er afrek miðað við það efnahagsumhverfi, sem íslenskum iðnaði er búið, var Kristinn þjóðsagnapersóna meðal evrópskra ljósbúnaðarframleið- enda. Það var fyrír tilviljun að ég frétti það fyrir nokkrum árum að Kristinn var sá, sem innleiddi flúrljós í Evr- ópu, því það var hann, sem smíðaði fyrsta flúrlampann í Evrópu, mörg- um árum áður en sú tækni barst til annarra landa Evrópu. Ég hef það fyrir satt að á evrópskum fund- um um ljóstækni hafi jafnan fjöldi ljósbúnaðarframleiðenda þyrpst í kringum Kristin, til að fá að sjá þennan frumkvöðul, þó ekki væri nema til að geta gortað af því síðar að þeir hefðu bæði séð hann og snert. Kristinn var fastur fyrir í skoðun- um, ávallt hreinn og beinn, hver sem í hlut átti, og lét aldrei hlut sinn fyrir neinum. Við gátum til dæmis aldrei orðið sammála um Schumann og hann sagði alltaf „þú skalt samt eiga eftir að kunna að meta Schumann, þegar þú þrosk- ast“. Ætli sé ekki best ég dragi Schumann fram enn einu sinni, til að athuga hvort ég hef náð þessum þroska. Kristinn var maður gleðinnar, kátur og skemmtilegur og svo orð- heppinn að af bar, hann var líka heimsmaður í besta skilningi þess orðs og nutum við Steffí margra samverustunda með Siggu og hon- um úti í heimi. Ég sakna Kristins mjög, bæði vegna þess að nú verður ekki oftar um skemmtilegar samverustundir að ræða, svo og vegna þess að nú get ég ekki lengur leitað ráða hjá honum, þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir. Kristinn var svo lánsamur að kvænast Sigurveigu Eiríksdóttur og var samband þeirra á þann veg að betur færi í heimi hér, ef önnur hjón bæru gæfu til að ganga saman ævislóð á þann hátt, sem þau gerðu, tryggð, hreinlyndi, gagnkvæm virð- ing, umburðarlyndi og glettni, allt í senn og lýsingu Siggu og Kristins á þeirra fyrstu kynnum gleymir enginn sem heyrði. Sigga mín, við Steffí sendum þér og dætrum ykkar, svo og öllum ykkar, innilegustu kveðjur á þessari erfíðu stundu, en huggum okkur við að „orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur“. Davíð Sch. Thorsteinsson í dag er kvaddur öðlingsmaður- inn Kristinn mágur minn. Foreldrar Kristins voru Guðjón Jónsson, af rangæskum ættum, og Kristín Ólafsdóttir bónda í Stóru Mörk. Þau hjón hófu sinn búskap í kaupamennsku hjá foreldrum Kristínar, en fluttu 1898 til Hafnar- fjarðar. Þar fæddist Kristinn, en + Unnusta mín og dóttir, SIGURBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, Ásvegi 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 10.30. Fyrir hönd litlu dóttur hennar og systkina, Bjarni Sverrisson, Hólmdís Jóhannesdóttir. + Systir mln, fóstursystir Og frænka, SIGRÍÐUR SIGURBJARNADÓTTIR, Grenimel 27, andaðist a'heimili sínu 3. október. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. október kl. 13.30. Ásta Sigurbjarnadóttir, Sofffa Sigurbjarna, Edda Herbertsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR^ frá Gröf, Hvassaleiti 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 11. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Kristinn Jónsson, Sigurborg Kristinsdóttir, Kári Valversson, Guðmundur Kristinsson, íris Sigurðardóttir og barnabörn. skömmu síðar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Kristinn var næstyngstur systk- ina sinna, en þau voru Kristolína, Guðmundur, Guðný, Ólafur, Krist- ján, Hanna og Vilborg yngst. Svo bættust í hópinn Magnús og Már, synir Kristolínu, sem voru teknir í fóstur af afa og ömmu. Það getur nærri að oft var þröngt í búi hjá þeim hjónum og ekki hef- ur veitt af hjálparhendi barnanna. Mér er sagt, að mest hafi mætt á elsta syninum, Guðmundi, en að fljótt hafi farið að muna um Krist- in, en hann var aðeins 16 ára þeg- ar faðir hans lést 1923. Hann byijaði barnungur að vinna fyrir sér, fyrst í Landsstjörnunni, og bar Kristinn Pjetri fyrsta hús- bónda sínum ávallt góða sögu, og sagði hann hafa styrkt sig með ráðum og dáð. Á þessum árum varð Kristinn sér úti um „einkaleyfi" á sölu „sælgæt- is, sígaretta og vindla", fyrst í Nýja bíó og síðar einnig á Melavellinum. Komu þær aukatekjur sér vel fyrir heimilið en Magnús systursonur hans og uppeldisbróðir, sagði mér, að Kristinn hefði fært móður sinni hveija krónu sem hann aflaði. Kristinn var við verslunarnám, m.a., í Englandi á árunum 1921-25, og hóf eftir það störf hjá Vélsmiðj- unni Heðni. Fyrst var hann fulltrúi forstjóra og skrifstofustjóri, en eftir lát hans kæra vinar, Bjarna Þor- steinssonar, varð hann fram- kvæmdastjóri. Fáum árum síðar, 1942, lét hann af störfum hjá Héðni, og stofnaði heildverslunina E. Ormsson hf. og stuttu síðar Stálumbúðir hf. með Halldóri Kjartanssyni. Það fyrir- tæki rak hann þar til heilsan gaf sig fyrir 2 árum. Honum var ekki að skapi að gef- ast upp, enda búinn að sýna það fyrr á ævinni. Gleggsta dæmið er líklega að þegar hann af mikilli framsýni var búinn að koma upp tækjabúnaði sem framleitt gat 300 lýsistunnur á dag, breyttust við- skiptahættir þannig að lýsið var sent í tönkum en ekki tunnum. Þótti nú mörgum vera fokið í flest skjól hjá Stálumbúðum, en án þess að hika fór hann að nota tunnutæk- in til að búa til þvottapotta. Litlu síðar tók hann að framleiða flúr- lampa, og er gaman til þess að vita að það voru fyrstu lampar þeirrar gerðar sem framleiddir voru í Evr- ópu. Kristinn kvæntist systur minni, Sigurveigu Margréti, 1.6. 1935. Þau eignuðust 3 dætur, Rannveigu Hrönn, Guðrúnu Drífu og Kristínu Mjöll. Það var alltaf vel tekið á móti gestum á þeirra heimili, hvort sem maður kom boðinn eða óboð- inn. Ástæðan fyrir sannri gestrisni hlýtur að vera sú að gestgjafar hafa ánægju af að hitta fólk og blanda geði. Kristinn átti ekki langt að sækja létta lund og hnyttin til- svör, það vitum við sem kynntumst Kristínu móður hans. Að auki fylgdu Kristni hjáipsemi og gjaf- mildi svo lengi sem líf entist. Að leiðarlokum langar mig að þakka órofa vináttu og tryggð. Minningin um Kristin, þennan göfuglynda drengskaparmann, mun Btómmtofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Simi 31099 Opiö ÖIS kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við ölf tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.