Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 56
>6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 „ Nút'tma txlcríi,.. 47 h^eéircL Sex seJcúrtdum mig. Ekkí liðsinnt sem skyldi Til Velvakanda. Núna eftir kvein mikið og hátt um aukna aðstoð félagsstofnana við fólk sem getur ekki séð fótum sínum forráð, hlýnar mér um hjartaræturn- ar (gott er að eiga góða að). Sérstak- lega þegar meginþorri skjólstæðinga félagsmálageirans virðast vera ein- stæðir foreldrar sem ekki geta fram- fleytt sér og sínum. Allt af hinu góða en sorglegt til þess að vita a kaupmáttur skuli vera svo rýr að fólk framfleyti sér ekki. Eg er ein af þessum einstæðu foreldrum, reyndar að eigin vali og líkar vel. Er á meðan er, kannski á ég eftir að skipta um skoðun. Mig langar til þess að segja frá því þeg- ar ég leitaði eftir tímabundinni að- stoð í sameiginlegan sjóð allra lands- manna. Þannig er mál með vexti að ég þurfti að leita læknis vegna fótar- meins, nánar tiltekið innri liðbönd í ökkla voru illa teygð eftir slæmt misstig. Nóg um það, aðgerðin var framkvæmd 17. ágúst 1990 ogtókst vel. Heim fór ég daginn eftir að eig- in ósk enda ekkert að mér nema það eitt að fóturinn var í gifsi frá tá- bergi upp að hné, fyrirmæli voru um að ég tæki lífinu með ró og greri sára minna næstu 48 daga. Gan- glimum hafði fjölgað um einn þrátt fyrir það að vinstri fóturinn væri óvirkur. Eg var sem sé sett á hækjur. Brátt rann upp fyrir mér eigin aumingjadómur. Það var sama hvernig ég brölti og barðist um, illa gekk baráttan við húsverkin (íbúðin er því miður ekki sjálfhreinsandi). Ljúflingarnir mínir fjórir björguðu sér með mat og drykk en ekki upp- þvottinn. Fötin þeirra eru á einhvern óskiljanlegan hátt mjög skítsælin og þvo sig ekki sjálf, hvað þá að fat.nað- urinn láti svo lítið að brjóta sig sam- an sjáifur og ganga í snyrtilegri röð inn í skápa. Sjálf hökti ég úr rúminu á klósettið, af klósettinu inn í stofu- sófa. Hraut og slefaði í þessum ágætu húsgögnum milli þess sem ég reyndi að stjórna afkvæmunum með illskeytta rödd og hækjurnar einar að vopni. Eg hef reyndar þá trú að aðrar aðferðir dugi betur en þarna lá ég í eymd minni (að eígin mati) og lét mér líða illa. Sá í hendi mér að ég hafði brugðist sem uppal- andi, þ.e. börnin mín gengu illa um. Við gefumst aldrei upp og allir gömlu og góðu málshættirnir hennar mömmu flugu upp í hugann. En jafn- vel þó bjartsýnin létti þér lífið, hlóðst drullan og draslið upp og gerir enn. Eftir viku hringdi ég í okkar ágæta sveitarstjóra og bað um aðstoð, heimilisaðstoð svona einu sinni til tvisvar í viku þar sem ég ætti ekki auðvelt með að framkvæma þau ýmsu verk sem fylgja rekstri heimil- is. Hann tók máli mínu ekki illa, vildi athuga hvað tíðkaðist annars staðar, bera beiðni mína undir hreppsnefnd. Eg barmaði mér há- stöfum og hefði brotnað niður og grátið í símann ef þetta hefði verið sjónvarpssími. Sveitarstjórinn taldi mig ekki alveg ósjálfbjarga, ég ætti fullt hús af stálpuðum börnum sem gætu hjálpað (sem þau og gera). Það var satt hjá honum, ég á fjögur böm á aldrinum átta til sautján, bæði falleg og dugleg. En sam- kvæmt kenningum samfélagsins er nægilega mikið á börn einstæðra foreldra lagt, þ.e. alltaf ein heima, ala sig upp sjálf og allt það sem því fylgir (og ekki verri fyrir vikið). Eg benti manninum á þessa staðreynd. Öllu þessu og ýmsu öðru var tekið með stakri ljúfmennsku af hans hálfu. Líður nú 'og bíður, ég hef símsam- band við sveitarstjórann vikulega, hann hinn elskulegasti og ég hin geðversta. Drullan hlóðst upp og gerir enn og draslið hreyfir sig lítið. Eg kom mér upp þægilegri aðferð við að setja í þvottavél. Eg sit á klósettinu og þvæ allan þann óhreina þvott sem mér tekst að særa börnin til að ná í um alla íbúðina. Þá hefst baráttan við að tæla einhvern til þess að hengja upp þvottinn (undar- legt hvað allir hafa mikið að gera). Seinna þarf að sækja þvottinn, koma honum til mín, ég brýt línið saman og baráttan hefst við að koma dulun- um í skápana. Allt gengur þetta að óskum svona miðað við aðstæður. Sambýlisfólki mínu á neðri hæðinni til mikillar skelfingar fann ég upp aðferð til þess að ferðast innanhúss án hækjanna, Eldhúskollur var sett- ur undir löppina ónothæfu og nú dröslast ég um allt með tvær hendur lausar dragandi á eftir mér kollinn með tilheyrandi hávaða og látum þar sem ég er manneskja mjög svo stór- vaxin í allar áttir. Eins og sjá má er til lausn á öllum málum. Það er hægt að sópa og skúra á fjórum fótum ef hnén eru ekki mjög léleg. Þá er hinsvegar spurning um holl- ustu með tilliti til aðgerðarinnar. Nú, samskipti mín við sveitar- stjórann héldu áfram og á endanum leit sameiginleg niðurstaða þeirra hreppsnefndarmanna dagsins ljós (þremur vikum eftir hjálparbeiðni mína). Þeir ætluðu að borga 2x2 tíma á viku á móti mér í húshjálp. Mér varð á að brosa, þakklát fyrir eyrun því annars hefðu munnvikin snerst í hnakkanum. En Adam var ekki lengi í Paradís nú fremur en fyrr. Það vantaði vottorð um að ég væri ekki vinnufær, ég bauð mannin- um annað tveggja að ég mætti til hans eða hann til mín svo hann sæi hvernig ég bæri mig að. Reglur eru og verða reglur. Vottorð skyldi það vera, ekkert annað gæti bent til þess að ég væri með gifs á löpp- inni. Ekkert mál, ég hringdi eftir vottorði en okkar ágæta kerfí er seinvirkt. Nú sit ég á mínum feita rassi og bíð eftir því að hjálpin berist. Og þó, núna þegar ijórir dagar eru þar til ég losna við gifsið fyllist ég óend- anlegu þakklæti í garð samfélagsins fyrir veitta aðstoð. Hugulsemina verður allavega að meta. Hvort hús- hjálpin kemur skiptir ekki lengur máli. Heldur sú fullvissa að enginn deyr úr skít. Og kannski ef einhver þarf síðar meir á aðstoð að halda þá verður komin reglugerð í þessum málum og ekki þörf á öllu þessu japli, jamli og fuðri. Og svo í framhaldi af þessu öllu verð ég alltaf svo sár þegar fólki er mismunað eftir búsetu og kyni. I öðru litlu samfélagi hér ekki mjög langt í burtu býr maður sem ég þekki allvel, rétt er að kynbinda þetta nánar og taka fram að maður- inn er karlmaður. Þessi karlmaður er einstæður faðir með fjögur börn. Ekkert merkilegt við það í sjálfu sér. Nú, eins og allir í okkar þjóðfé- lagi þarf hann að vinna mikið frá heimilinu og börnunum. Hann er duglegur og hugsar vel um börnin sín. En hann er ekki einn af þeim sem fæddust með tuskuna í annarri hendi og ryksuguna í hinni. Og kýs auk þess heldur að nota þann tíma sem hann er heima til þess að sinna börnunum. Og mér finnst það mikill kostur því ég er sama sinnis. Það sem er hinsvegar merkilegt við þetta allt saman, er sú staðreynd að þeir sem sjá um félagsmálagei- rann í hans samfélagi linntu ekki látum (tók á annað ár) fyrr en þeir komu inn á gafl hjá viðkomandi kvenmanni með fötu í annarri hendi og tusku í hinni. Skyldi hún vera þarna tvo tíma á dag og skúra, skrúbba og bóna. Eg bað grátandi um aðstoð tíma- bundið en mér var ekki liðsinnt sem skyldi. Trúlega hefði samfélagið sem ég bý í brugðist fyrr eða öðruvísi við hefði ég verið karlmaður. Finnst mér þetta hið mesta órétt- læti og er ósátt mjög við niðurstöður sem þessar í okkar velferðarsamfé- lagi. En sannast nú sem oftar að ekki er sama hvort þú ert Jon eða séra Jón. Hafdís Lilja Pétursdóttir, Grundarfirði. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Nýlega kom ungur piltur til hárskera hér í borg, sem ekki er í frásögur færandi. Þegar að því kom að greiða fyrir klippinguna spurði pilturinn, hvað hún kostaði. Þegar hann hafði fengið upplýsing- ar um það, beygði hann sig niður, fór úr öðrum skónum og tók pening- ana upp úr honum. Hárskerinn spurði, hvers vegna í ósköpunum hann geymdi peningana í skónum. Svarið var athyglisvert og upplýs- andi. Pilturinn kvaðst vera búsettur í Breiðholti og unglingar gætu ekki farið þar óhultir um, jafnvel ekki að degi til. Hann gæti átt von á því, að á sig yrði ráðizt, en ef í Ijós kæmi, að hann hefði enga peninga á sér yrði hann látinn í friði. Þess vegna faldi hann peningana fyrir klippingunni í skónum. Hvers konar þjóðfélag er þetta að verða? Verðmunur er mikill í verzlun- um. Fyrir skömmu kom Víkverji í tvær matvöruverzlanir á höfuðborgarsvæðinu. í annarri verzluninni kostaði appelsínu nekt- ar frá Sól hf. 109 krónur en í hinni 89 krónur. Verðmunur var því 20 krónur. Yfirleitt er verð hærrá í verzlun- um, sem hafa opið á kvöldin og um helgar, eins og eðlilegt er. Kostnað- ur við, að hafa verzlanir opnar á þeim tímum sólarhrings er mikill og þess vegna ekki óeðlilegt, að viðskiptavinir, sem vilja komast í verzlanir á þeim tímum þurfi að borga eitthvað fyrir það í hærra vöruverði. Um það.var hins vegar ekki að ræða í ofangreindu tilviki. Þar var um að ræða tvær verzlan- ir, sem einungis eru opnar á venju- legum verzlunartíma. Verðskyn almennings hefur aukizt mjög á undanförnum árum, svo og sú tilfinning, að ástæðulaust sé að láta hafa sig að fífli með því að eiga viðskipti við verzlanir, sem augljóslega sækjast eftir óhóflegri álagningu. XXX Fyrir skömmu var orð á því haft í þessum dálki, hvílíkt meng- unarbæli bílastæðin við Kringluna væru a.m.k. í kyrru veðri. Nú fjölg- ar mjög yfirbyggðum bílastæðum og m.a. bílageymslum, sem byggðar eru í kjöllurum eða á jarðhæð stórra fjölbýlishúsa. Víkveiji kom í eina slíka bílageymslu fyrir nokkru og er skemmst frá því að segja, að sóðaskapur ýmis konar er með ólík- indum. Auk þess, sem frágangur á þessum geymslum er þannig, að þær eru mjög fráhrindandi er um- gangur - sennilega unglinga - afleit- ur. Krass og krot á veggi og að- stæður allar eru með þeim hætti, að sóðalegra umhverfi er tæpast hægt að finna. Er ekkert hægt að gera til þess að bæta úr þessu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.