Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Akureyrarhöfn; Gerð fjögurra ára áætl- un um framkvæmdir HAFNARSTJÓRN hefur samþykkt fjögurra ára áætlun vegna nýframkvænida, en samkvæmt þeirri áætlun er gert ráð fyrir að íýframkvæmdir við hafnir nemi rösklega 131 milljón króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ^erður verið 70 metra langur stál- )ilsbakki sem tengist vöruhöfn suð- ur á Tanga. Einnig verði haldið ífram dýpkun í fiskihöfninni og unnið við deiliskipulag fiskhafnar, hafnar við Krossanes og við vöru- höfn. Árið 1992 verður samkvæmt áætluninni lokið við gerð stálþils- bakkans og byrjað verður á fram- kvæmdum við Krossanes þar sem keyra á út gijótgarð. Árið 1993 verður haldið áfram við gijótgarð í Krossanesi og dýpkun í fiskihöfn, en það efni sem þar fæst verður flutt í Krossanes þar sem fylla á upp land jafnframt gerð gijótgarðs- ins. Uppfyllingin kemur að hluta til á árinu 1994, auk þess sem þá verður einnig gerður 60 metra stál- þilsbakki í Krossanesi. „Þetta er það sem hafnarstjórn hefur ákveðið að gera, en síðan fer það eftir því út hvaða ijármagni við höfum að spila hvernig áætlun- in stendst. Ríkisframlög er ákveðin frá ári til árs og því erfitt að byggja ijögurra ára áætlun á þeim, en þetta er sú röð sem menn sjá fyrir sér hvað varðar verkefni við hafn- irnar,“ sagði Guðmundur Sigur- björnsson hafnarstjóri. Áætlaður kostnaður við nýfram- kvæmdir á árinu 1991 er 46 milljón- ir, árið 1992 23 milljónir, en 25,5 milljónir á árinu 1993. Á árinu 1994 er áætlað að veija 37 milljón- um króna til nýframkvæmda. SAMSTARF FYRIRTÆKJA Á NORÐURLANDI RÁÐSTEFNA verður haldin á Akureyri laugardaginn 20. októ- ber um samstarf fyrirtækja á Norðurlandi. DAGSKRÁ: Ávarp: Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iónaðarmanna: Staða og uppbygging atvinnulífs á Norðurlandi, hlut- verk atvinnuþróunarfélaga í eflingu atvinnulífs: Ásgeir Leifsson, framkvstj. Iðnþróunarfélags Þingeyinga. Sigurður P. Sigmundsson, framkvstj. Iðnþróunarfélags Eyfirðinga. Unnur Ólafsdóttir, framkvstj. Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra. Hvernig vinna fyrirtæki saman í fyrirtækjanetum? Kristján Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur hjá VSÍ. Samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði: Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur hjá Li. Er fjarlægðin frá Reykjavík kostur eða hindrun? Pétur Reimarsson, framkvstj. Sæplasts hf. Samstarf í markaðshóp um útflutning: Torfi Guðmundsson, framkvstj. Vélsmiðjunnar Odda hf. Samstarf í byggingariðnaði: Hilmar Kristjánsson, framkvstj. Stíganda hf. Stuðningur Byggðastofnunar við að efla samstarf fyrirtækja á Norðurlandi: ValtýrSigurbjarnarson, forstöðum. Byggðastofnunará Akureyri. Hugmyndir um skiptingu landsins í þjónustu- og at- vinnusvæði: Ingimar Hansson, verkfræðingur. Fjármögnun smáfyrirtækja á íslandi og í Evrópu: Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur hjá Li. Samstarf um vöruþróun, kröfur til stjórnenda, hugvit og hönnun: Örn D. Jónsson, forstöðum. Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands. Umræður með þátttöku sveitarstjórnamanna á Norður- landi. Ráðstefnustjóri: Tómas Ingi Olrich, menntaskólakenn- ari á Akureyri. Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4. hæð. Ráðstefnugjald er kr. 4.500,- Innifalið í ráð- stefnugjaldi eru gögn, kaffi og hádegisverður. Tími: Laugardagurinn 20. október kl. 8.30-17.30. Skráning á ráðstefnuna fer fram á Svæðisskrifstofu iðn- aöarins á Akureyri, sími 96-11222, og hjá Landssam- bandi iðnaðarmanna, sími 621590, fyrir 16. október. SVÆÐISSKRIFSTOFA IÐNAÐARINS Á NORÐURLANDI LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Morgunblaðið/Benjamín Kjörsljórn í Öngulsstaðahreppi að störfum. Frá vinstri: Kristján H. Theodórsson hreppstjóri Brúnum, Baldur H. Krisljánsson Ytri-Tjörnum og Krislján Sigfússon Ytra-Hóli. Á innfelldu myndinni greiðir Helga Björg Haraldsdóttir í Víðigerði í Hrafnagilshreppi atkvæði í kosningum um sam- einingu hreppanna þriggja framan Akureyrar. Samþykkt í kosningn að sameina þrjá hreppa Ytri-Tjörnum. KJÖRSÓKN var heldur dræm í kosningum um sameiningu hrepp- anna þriggja í Eyjafirði á laugardag, en hún var 53,7%. Alls kaus 341 og voru 280 samþykkir sameiningu, en 57 á móti. Augljóst var að fólk vildi kenna væntanlegt nýtt sveitarfélag við Eyjafjörð, því nöfnin Eyjafjarðarbyggð, Eyjafjarðarsveit og Eyjafjarðarhreppur fengu flest atkvæði í skoðanakönnun sem efnt var til á meðal íbúa hreppanna jafnhliða kosningunum. í Hrafnagilshreppi voru 209 á kjörskrá og kusu 116 eða 55,5%. Samþykkir sameiningu voru 95 eða 81,9%, en andvígir voru 20 eða 17,2%. í Saurbæjarhreppi greiddu 90 atkvæði af 166 á kjörskrá eða 54,2%. Samþykkir voru 83 eða 92,2%, en andvígir voru 6 eða 6,6%. í Öngulsstaðahreppi greiddu 135 atkvæði af 260 á kjörskrá, eða 51,9% og voru 102 samþykkir eða 75,5% og 31 var andvígur eða 22,9%. Samhliða kosningunum var einn- ig efnt til skoðanakönnunar um nýtt nafn á væntanlegt sveitarfélag, en alls stóð vaiið á milli 14 nafna. Greinilegt var að fólk vildi kenna hið nýja sveitarfélag við Eyjafjörð, því flestir merktu við nafnið Eyja- fjarðarbyggð eða 58 talsins, en ein- um færri eða 57 merktu við Eyja- fjarðarsveit. Þá merktu 52 við Eyja- fjarðarhrepp. Grundarþing kom næst en því nafni greiddu 49 at- kvæði og Staðarbyggð völdu 26 manns. Það verður síðan í valdi SJÖ ÁRA gömul stúlka slasaðist lítillega þegar hún ók á hjóli aft- an á bifreið á ferð í Ólafsfirði á sunnudag. Stúlkan ók á hjóli sínu á eftir bifreiðinni en þegar komið var að mótum Ægisbyggðar og Bylgju- núverandi sveitarstjórna í hreppun- um að ákveða nýju sveitarfélagi endanlegt nafn. Nýjar sveitarstjórnarkosningar eru fyrirhugaðar 17 nóvember næstkomandi og er líklegt að einn listi verði í kjöri, sem myndaður verði úr nýverandi sveitarstjórnum hreppanna. Alls verða sjö manns í væntanlegri sveitarstjóm og fengi núverandi Öngulsstaðahreppur þijá fulltrúa, en hinir hrepparnir tvo hver. byggðar ætlaði bíllinn að beyja. Hún áttaði sig ekki á því að bíllinn hægði á sér og ók aftan á hann. Stúlkan hlaut áverka á höfði og vott af heilahristingi og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri þar sem hún var yfir nótt, en hún fékk að fara heim í gær. - Benjamín Ólafsfjörður; Stúlka ók hjóli á bifreið FN hefur keypt skrúfuþotu FLUGFÉLAG Norðurlands hefur fest kaup á 19 sæta hraðfleygri skrúfuþotu af gerðinni Fairchild Metro III. Vélin er með jafnþrýsti- klefa og er einkum ætluð til flugs á lengri leiðum innanlands og til útlanda. Kaupverð vélarinnar er 75 milljónir króna, en vélin er keypt notuð af bandarísku flugfé- lagi. Metro 111-vélin verður hraðfleyg- asta flugvélin í innanlandsflugi hér á landi með yfir 500 km hraða á klukkustund. Farþegaklefinn held- ur óbreyttum sjávarmálsþrýstingi upp í 17 þúsund feta hæð, eða venjulega flughæð á innanlands- leiðum. Burðargeta vélarinnar er mjög góð og hentar hún því vel til blandaðra flutninga, farþega og farms, að því er segir í fréttatil- kynningu frá FN. Stórar vörudyr eru aftast á skrokknum og sérstak- ar dyr fyrir farþega fremst. Vélin getur notað allar góðar malarflug- brautir sem ná 1.000 m lengd. Metro III-vélinni er ætlað að bæta samkeppnisstöðu Flugfélags Norðurlands og mun koma hennar gera félaginu kleift að taka að sér ný verkefni, auk þess sem vélin mun leysa Twin Otter-vélarnar af hólmi'í sumum verkefnum sem þær hafa sinnt. Vélin er væntanleg hingað til lands um miðjan nóvember, en þá verður lokið þjálfun flugáhafna og flugvirkja og er reiknað með að vélin verði strax tekin í notkun. Þrennir tónleikar hjá Passíukómum í vetur ÁTJÁNDA starfsár Passíukórsins á Akureyri er að hefjast, en efnis- skrá kórsins í vetur verður fjölbreytt, flutt verður tónlist allt frá barrokktimanum og að jazzi. Haldnir verða þrennir tónleikar í vetur. Fyrstu tónleikarnir verða í des- ember þegar flutt verður messa fyrir átta raddir eftir Charpentier, en hún er óvenjuleg í hljómagangi og hljómasetningu. Næstu tónleikar verða í mars, þegar frumflutt verður „New hope jazz mass“ eftir finnska jazzsaxó- fónleikarann og tónskáldið Heikki Sarmanto, en á tónleikunum fær kórinn til liðs við sig nokkra af færustu jazzleikurum landsins, Stefán S. Stefánsson, Sigurð Flosa- son og einnig er búist við að Sigrún Hjálmtýsdóttir syngi með kórnum. Þriðju tónleikarnir verða í júní, með alheimsfrumflutningi á „Strengleikum“ eftir Björgvin Guð- mundsson, sem Roar Kvam stjórn- andi kórsins útsetti fyrir kór og hljómsveit, en tónleikarnir verða haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Björgvins. Stefnt er að öflugu félagslífi inn- an kórsins í vetur. Æfingar verða tvisvar í viku, á miðvikudögum frá kl. 20-22 og á laugardögum frá kl. 15-17. (Úr fréttatilkynningu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.