Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 ísland og Evrópa Skrifað í tilefni heimsóknar í höfuðstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel eftir GuðmundH. Garðarsson Nútíma þjóðfélag er orðið flókið fyrirbrigði, samanborið við það umhverfi sem menn bjuggu við fyr- ir svo sem tveim til þrem áratugum. Þessu til staðfestingar væri unnt að nefna fjöldamörg dæmi. Tökum samskipti við aðrar þjóðir. Þar kem- ur breytingin fram í ótal myndum. Á einu andartaki birtast t.d. á sjón- varpsskjá viðburðir hvar sem er í heiminum. Allir sem áhuga hafa á heimsmálum, geta hlýtt á erlendar' fréttir og horft á viðburðarásina allan sólarhringinn ef því er að skipta. Ný heimsmynd Annað dæmi: í viðskiptaheimin- um hafa nútíma fjarskipti valdið byltingu. Upplýsingaflæði um fram- leiðslu, markaði, birgðir, verðlag, gengi, vexti o.s.frv. Iiggur fyrir á hveiju augnabliki á skrifborði þeirra sem stunda utanríkisviðskipti. Ákvörðunartaka gerist þar af leið- andi með mun skjótari hætti en áður. Þá hafa samgöngur tekið al- gjörum stakkaskiptum. Á það bæði við um flutning á fólki og vörum. Þotan „minnkaði“ heiminn og færði íbúa jarðarinnar saman í óeiginlegri merkingu. Hraðskreið flutninga- skip, gámaskip, gjörbreyttu öllum NÍTJÁNDA þing Alþýðusam- bands Austurlands var haldið á Iðavöllum, dagana 21. til 23. sept- ember sl. Þingið sátu 52 fulltrúar frá 12 félögum. Þrjú félög sendu ekki fulltrúa. Eitt nýtt félag gekk í sambandið á þinginu, það var Verslunar- mannafélag Austur-Skaftafells- sýslu. Helstu mál þingsins voru at- vinnu- og kjaramál, fræðslumál og trygginga- og öryggismál. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Sigurður Ingvarsson, for- seti ASA, höfðu framsögu um at- vinnu- og kjaramál. Lára Júlíus- dóttir, framkvæmdastjóri ASI, hafði framsögu um tryggingamál, Hólmgeir Jónsson framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins hafði framsögu um öryggismál sjómanna og Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfsmaður Menningar- og fræðs- lusambands alþýðu, hafði framsögu um fræðslumál. Mjög almenn þátt- taka var í umræðum um þessa málaflokka og ályktaði þingið um vöruflutningum, minnkuðu þörfina fyrir birgðahald og einfölduðu út- færslu viðskipta frá framleiðanda til neytanda. í stuttu máli sagt: Hvert sem litið er blasa við róttæk- ar breytingar, nýtt umhverfi, ný heimsmynd. Állt mótar þetta sér- hvem þátttakanda, einstaklinginn; breytir lífsaðstöðu hans og viðhorf- um. Vandi þjóða og einstaklinga er mikill við þessar aðstæður. Það er bæði óhjákvæmilegt og æskilegt að vera virkur þátttakandi í þeim breytingum sem til heilla horfa. Vandinn er fólginn í því að meta aðstæður og taka rétta stefnu, þ.e. gera sér góða grein fyrir stöðu og möguleikum. MikiII ávinningur Mikil og almenn umræða hefur verið í fjölmiðlum og á Alþingi um stöðu íslands og íslendinga í þeim umbrotum sem nú eiga sér stað í heiminum, einkum hvað varðar samrunaþróunina í Evrópu. Þar eru stórir hlutir að gerast og án nokk- urs vafa viðkomandi þjóðum og heiminum í heild til góðs. Umbreyt- ing Evrópu í eina viðskipta- og efnahagsheild, sem allt bendir til að þróist í eina stjórnmálaheild, Bandaríki-Evrópu, gerist ekki átakalaust. Ýmsir verða að fórna miklu, á sama tíma og staða ann- þau í umræðum loknum. I stjórn ASA sem kosin var á þinginu eiga sæti: Sigurður Ingv- arsson, Eskifirði, forseti, Björn Grétar Sveinsson, Höfn, varafor- seti, Hrafnkell A. Jónsson, Eski- arra og heildarinnar styrkist. í uppstokkun og nýrri og breyttri verkaskiptingu þjóða eiga sér stað miklir flutningar á íjármagni og vinnuafli frá einu landssvæði til annars. Fyrirtæki og atvinnustarf- semi færast til milli einstakra landa innan Evrópubandalagsins með svipuðum hætti og áður gerðist inn- an þjóðríkja. Hugtakið búseta öðl- ast nýja og útvíkkaða merkingu. Það þykir ekkert tiltökumál, hvort menn flytjist á milli Danmerkur og Portúgals, Bretlands eða Ítalíu í atvinnuleit eða til framtíðar-búsetu. Öll Evrópa verður eins og Norður- Ameríka, eitt stórt ríkjasamband þar sem fólk færir sig til án hindr- ana til þeirra landssvæða sem bjóða upp á betri lífskjör og almennari hagsæld, að mati viðkomandi ein- staklinga. Þessari þróun fylgir óhjákvæmi- lega mikil röskun og gjörbreyting á högum manna. Fyrir fjölmennar þjóðir Evrópu, hundruð milljóna manna sem margsinnis hafa staðið í illvígum styrjöldum á þessari öld, er þessi þróun himnasending. Friður er tryggður og almenn velmegun framundan. Hið sama gildir um Austur-Evrópuríkin, sem munu tengjast Evrópubandalaginu nánari böndum. Vandi Islands Vandi minni ríkja eins og Is- firði, ritari, Viggó Sigfinnsson, Nes- kaupstað, gjaldkeri, Gyða Vigfús- dóttir, Egilsstöðum, meðstjórnandi, Eiríkur Stefánsson, Fáskrúðsfirði og Ari Hallgrímsson, Vopnafirði. - HAJ. Guðmundur H. Garðarsson „Augljóst er, að ef ís- land sækir um aðild að EB, eða gerir samninga við EB hvort sem er í gegnum EFTA eða tví- hliða, sem fela í sér ákveðnar skuldbinding- ar um frjálsa fjár- magnsflutninga, þá verða íslendingar að gera það upp við sig, að Evrópa verður þeirra vettvangur í' nánustu framtíð.“ lands, sem hefur búið við velmegun og framfarir við allt aðrar aðstæð- ur, er mun meiri. Þrátt fyrir ákveðn- ar innri takmarkanir má segja að íslendingar hafi notið hins besta viðskiptalega og í ákveðnum skiln- ingi menningarlega bæði að vestan og austan. Er þar að sjálfsögðu átt við Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Allt bendir til að þróunin í kringum Evrópubandalagið geti breyst íslendingum í óhag, efna- hagslega hvað Evrópu snertir, ef ísland nær ekki fljótlega hagstæð- um samningum við bandalagið eða sækir um aðild. Augljóst er, að ef ísland sækir um aðild að EB, eða gerir samninga við EB hvort sem er í gegnum EFTA eða tvíhliða, sem fela í sér ákveðnar skuldbindingar um fijálsa íjármagnsflutninga, þá verða ís- lendingar að géra það upp við sig, að Evrópa verður þeirra vettvangur í nánustu framtíð. Hin sterku efna- hags- og viðskiptalegu tengsl sem skapast við slíkar aðstæður, fela í Austur-Skaftafellssýsla: Verzlunarmenn í ASA Eskifirði. - Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson Björn Grétar Sveinsson, varaforseti Alþýðusambands Austurlands, í ræðustól. sér breytta verkaskiptingu með þeim hætti að íslendingar verða háðari Evrópu-markaðinum með helstu útflutningsvörur sínar, sjáv- arafurðir, þegar fram í sækir vegna þeirra eigna- og hagsmunatengsla, sem yrðu á milli Islands og er- lendra aðila við hinar breyttu að- stæður. Fyrirtækjum á framleiðslu- og viðskiptasviði mun fækka og erfitt er að sjá fyrir um hver áhrif það hefur á íslenskt þjóðlíf. Hins vegar munu íslendingum gefast auknir möguleikar og ný tækifæri til að Ieita sér starfa víða um Evr- ópu. Það þýðir búsetuflutninga frá íslandi inn í kjarna hinnar miklu og sterku efnahagsþróunar sem nú á sér stað í Evrópu. Um þetta hafa íslenskir stjórn- málamenn lítið rætt. Umræða hefur ekki enn átt sér stað um hvað raun- verulega geti gerst í jaðarríkjum Evrópu í hinni miklu jákvæðu um- breytingu sem nú á sér stað fyrir Evrópuríkin í heild. Heimur raunveruleikans Vissulega ber að fagna því sem þar er að gerast. Nú er orðið full- komlega tímabært og þótt fyrr hefði verið, að við íslendingar gerum okkur grein fyrir hvar við stöndum út frá þeim raunveruleika sem ís- lenskar aðstæður segja til um. Hvað vinnst við nánari tengsl íslands og Evrópu? Efnahags-, menningar- og félagslega? Fjöldi ósvaraðra spurn- inga tengist þessum atriðum. I stuttri grein er erfitt að gera þeim öllum skil. Meðal þess sem mætti spyija er eftirfarandi: Erum við reiðubúnir til að til- einka okkur evrópska afstöðu til mála með sambærilegum hætti og Evrópubandalagsríkin gera og þróa ísland inn í Bandaríki Evrópu? Erum við reiðubúnir til að vera eignaraðilar með Evrópumönnum um vinnslu og sölu sjávarafurða? Hvað felst í eignaraðild Evrópu- manna að íslenskum fyrirtækjum? Eru þúsundir íslendinga reiðu-- búnar til að taka sig upp og flytj- ast til Evrópu í leit að atvinnutæki- færum? Hvaða áhrif hafa allar þess- ar breytingar á fræðslu-, trygging- ar- og heilbrigðiskerfið? Hver eru áhrifin á stjórnumsýsl- una og dómsvaldið? Hver verður staða Alþingis og áhrif þess í innri málum? Þannig mætti lengi spyrja. ís- lendingar verða að fjalla um þessi mál opinskátt til þess að þeir geti betur gert sér grein fyrir hvar þjóð- in er stödd í gjörbréyttum heimi. Það nægir ekki að stjórnmála- menn og sérfræðingar fjalli einir um þessi mál. Staða Islands í heimi framtíðarinnar snertir sérhvern mann og alveg sérstaklega yngri kynslóðina. — Ákvörðunartaka hlýtur að taka mið af reynslu for- tíðarinnar um hvað hafi reynst ís- lendingum best samfara skynsam- legu mati yngra fólks á því, í hvern- ig heimi það vill búa í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tekur þátt í prófkjöri. HERRAKVÖLD FÁKS Verður haldið í félagsheimili Fáks laugar- daginn 13. október og hefst með borðhaldi kl. 19:30. Húsið opnar kl. 18:30. Fjölbreytt dagskrá og skemmtiatriði. Miðasala og upplýsingar á skrifstofu Fáks ísíma 672166.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.