Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 48 Anna Hallgríms- dóttir — Minning Fædd 18. júní 1931 Dáin 1. október 1990 Að morgni mánudagsins 1. októ- ber, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík systir okkar og mág- kona, Ósk Pálína Anna Hallgríms- dóttir, langt um aldur fram, eftir nokkura vikna harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Æðruleysi hennar og trú á bata virtist endast henni fram á hinstu stundu og aldrei heyrðist uppgjafar- tónn í orðum hennar. Anna var fædd á Siglufirði 18. júní 1931, dóttir hjónanna Herdísar Lárusdóttur og Hallgríms G. Björnssonar. Fyrstu árin ólst hún upp í foreldrahúsum, en sökum heilsubrests móður sinnar fór Anna aðeins fímm ára gömul í fóstur til ömmusystur sinnar, Halldóru Sig- urðardóttur og manns hennar, Þor- steins Péturssonar, útgerðar og kaupmanns á Siglufirði. Foreldrar Önnu slitu samvistum síðar. Heimili þeirra Halldóru og Þor- steins var mjög mikið rausnarheim- ili. Þar var jafnan gestkvæmt og bjuggu þar iðulega gestir svo sem athafnamenn íslenskir og erlendir, sem sinna þurftu erindum á Siglu- fírði á blómaárum athafnalífs þar. Þau Halldóra og Þorsteinn áttu sex börn á lífí þegar Anna kom til þeirra, Ásmund, Pétur og Vilhelm, sem nú eru látnir, Bjarna, Guðnýju og Þorvald. Anna var tekin í þann hóp, sem eitt systkinanna og ólst þar upp við ástúð til fullorðinsára. 30. júní 1951 gekk Anna stærsta gæfuspor lífs síns, þegar hún gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Hrein Sumarliðason, sem einnig er frá Siglufírði. Þau hófu búskap í hálfri íbúð með aðgangi að sameig- inlegu eldhúsi, sem þau leigðu af og á móti þeim indælishjónum, Jónu Margréti Árnadóttur og Hinriki Ragnarssyni í Skipasundi 9, Reykjavík. Þau Jóna og Hinrik tóku ungu hjónunum nánast sem sínum eigin börnum og hefur gagnkvæm vin- átta þeirra varað síðan. Sýndi það sig ekki síst í umönnun Önnu, í erfíðum veikindum Jonu, en hún lést fyrr á þessu ári. Árið 1956 fluttust þau Anna og Hreinn í sína eigin íbúð, á Rauðalæk 40 sem þau höfðu þá komið upp af einstakri elju og dugnaði, og árið 1959 stofnuðu þau svo sína eigin matvöruverslun „Kjörbúðina Laugarás" sem þau ráku í fyrstu í samvinnu við önnur hjón, en síðar ein. Verslunin var fyrst rekin í leigu- húsnæði á Laugarásvegi 1, en árið 1967 opnuðu þau glæsilega verslun með sama nafni á Norðurbrún 2. Fyrst þá á eftir ráku þau verslanir á báðum stöðunum, en fluttu síðan allan reksturinn að Norðurbrún 2. Einstök samheldni og samvinna þeirra hjóna kom sér vel við verslun- arreksturinn, þvi jafnan þurfti að vinna langan vinnudag, og þá ekki spurt að því hvað klukkan væri, né hvað dagurinn héti. Einn var sá stóri kostur í fari Önnu sem athygli vakti. Það var hve lagið henni var að umgangast fólk, jafnt unga sem aldna, og segja má að það hafí komið einkar vel fram í störfum hennar í verslun sinni, því að í því hverfi býr ein- mitt mikill fjöldi eldri borgara og víst er það að hennar var sárt sakn- að er hún hvarf frá störfum á þeim vettvangi. Þau Anna og Hreinn höfðu mjög gaman af ferðalögum og gátu látið marga sína drauma rætast í þá veru, eftir að um hægðist, þeim til mikillar ánægju. Ein er þó sú ferð sem hæst ber. Það var þegar þau fyrir nokkrum árum tókust ferð á hendur, umhverfís jörðina. Þetta var þriggja mánaða ferð, þar sem þau gáfu sér tíma til þess að stoppa í hinum ýmsu þjóðlöndum sem á vegi þeirra urðu og kynnast landi og þjóð. Einn viðkomustaður í þeirri ferð var í Bandaríkjunum þar sem tvær dætur þeirra bjuggu þá ásamt fjölskyldum sínum við nám. Þá minnumst við hjónin með þakklæti yndislegrar viku sem við nutum leiðsagnar þeirra og sam- veru í London fyrir tveim árum. Anna og Hreinn eignuðust þrjár .dætur og eru barnabörnin nú orðin sex. Elst dætra þeirra er Sigurlína, innkaupastjóri, fædd 1951, í sam- búð með Reyni Hilmarssyni, sjó- manni. Sonur hennar er Hreinn Pálsson. Þá Ágúst, hárgreiðslu- meistari, fædd 1957, gift Sigurði Ómari Sigurðssyni. Þeirra börn eru Sandra Ósk, Iris Ann og tvíburarn- ir Marinó og Hlynur. Yngst er Jóna Margrét, innkaupastjóri, fædd 1961, í sambúð með Sigurði Bald- vin Sigurðssyni markaðsstjóra. Sonur hennar er Andri Hrafn Ágn- arsson. Samheldni ijölskyldunnar hefur alltaf verið mikil og syrgja þau nú sárt horfínn ástvin. Ekki er söknuð- urinn minnstur hjá barnabörnunum, sem alla tíð hafa leitað mikið til ömmu sinnar og sótt í að dvelja hjá henni. Anna átti einn albróður, Guð- björn, einn hálfbróður frá föður, undirritaðan, og þijú hálfsystkin, frá móður, Guðfínnu Gunnarsdótt- ur, Jóhönnu Viggósdóttur og Sigr- únu, sem lést í barnæsku. Þá átti hún einnig fóstursystkini, sem fyrr segir. Anna sýndi okkur öllum systkin- - um sínum alla tíð mikla ræktarsemi og alúð, svo og báðum foreldrum sínum og stjúpu. Hún var einkar fundvís á það hvenær hún gat rétt hjálparhönd og var þá ekki spör á sitt framlag, og er okkur efst^í huga þakklæti til hennar fyrir hve umhyggjusöm hún var um föður okkar þegar hann átti við erfíð veik- indi að stríða fyrir skemmstu. Hún fylgdist náið með högum okkar og fjölskyldu okkar allt fram á síðasta dag. Min fyrstu kynni af systur minni voru þegar ég var aðeins smábarn og þau Anna og Hreinn komu inn á heimili okkar um stundar sakir, þegar þau fluttu suður frá Siglu- fírði. Þá hafði faðir okkar nýlega kvænst móður minni, Margréti Þor- valdsdóttur, og stofnað með henni heimili. Tókst þá strax með þeim mömmu og Önnu góð vinátta og höfðu þær alla tíð síðan mikið og gott samband. Allt frá fyrstu tíð var ég mjög hændur að þeim Önnu og Hreini og dvaldi oft á heimili þeirra sem barn. Þá voru þær einnig ófáar máltíðirnar, sem ég fékk á heimili þeirra, þegar ég stundaði iðnnám óg var við vinnu í Reykjavík. Fyrir allmörgum árum eignuðust þau Anna og Hreinn landspildu, austur í Grímsnesi. Þar byggðu þau lítið en mjög vistlegt sumarhús og dvöldu þar eins mikið og þau gátu og hlúðu að húsi og gróðri, þótt of lítill tími gæfist til þess á meðan þau ráku verslunina. í seinni tíð hafa þau þó dvalið þar meira og undi Ánna sér óvíða betur. Fyrir tveim árum hófust þau svo handa við að stækka húsið, með það fyrir augum að geta dvalið þar lengri tfma á ári og geta haft hjá sér sem mest barnabörnin, litlu augasteinana sína. Komum við hjónin síðast til þeirra þangað austur núna seinni- partinn í sumar, þegar þau voru að leggja síðustu hönd á frágang innanhúss og leyndi ánægja þeirra sér ekki. Öllu var svo haganlega fyrirkomið af stakri smekkvísi að undrun okkar sætti. Alltaf var jafn notalegt og gott að heimsækja þau Önnu og Hrein, sama hvort það var í sumarbústað- inn, eða á heimili þeirra í Erluhólun- um. Og alltaf fann maður hve vel- kominn maður var. Ferðasögur voru jafnan á reiðum höndum og þá oft frásagnir af broslegum uppákom- um. Þau vildu líka alltaf fá að vita hvað á daga okkar hefði drifið, og barnanna, síðan síðast. Minningin um Önnu og yndisleg- ar kvöldstundir á heimili þeirra hjóna mun bera hátt í huga okkar um ókomna framtíð. Þegar hjónin stóðum frammi fyr- ir erfiðum ákvörðunum eða þurftum á góðum ráðleggingum að halda var okkur jafnan næst að gera okk- ur ferð í Erluhólana og fengum allt- af þar holl ráð og það veganesti sem ómetanlegt var. Elsku Dúddi minn, Sirrý, Ágústa Jóna og fjölskyldur. Elsku pabbi og mamma. Guð styrki ykkur í sorg og söknuði. Guð geymi minningu um horfinn ástvin. Svanhildur Leifsdóttir Þorvaldur S. Hallgrímsson Það var haustið 1951, trén skarta sínum fegurstu litum og laufblöðin svífa til jarðar. Ung hjón koma gangandi eftir Skipasundinu. Þau eru um tvítugt. Hún rauðhærð, lag- leg og fínleg, hann dökkhærður og festulegur. Þetta eru hjónin Anna Hallgrímsdóttir og Hreinn Sumar- liðason frá Siglufirði komin í bæinn að fá leigt hjá foreldrum mínum. Eins og þá var algengt um ungt fólk, sem var að byggja, leigðu for- eldrar mínir inn á sér sem kallað var, þ.e.a.s. það var leigt eitt eða tvö herbergi og aðgangur að eld- húsi. Þannig var sambúð ijölskyldu minnar og þessara ungu hjóna hátt- að fyrsta árið. Vegna einstaklega góðra kynna og vináttu sem mynd- aðist milli þessara tveggja fjöl- skyldna þá innréttaði faðir minn litla íbúð í risinu hjá sér svo rýmra yrði um ungu hjónin. Fjölskyldan hafði einnig stækkað því á jóladag 1951 kom frumburður þeirra, Sig- urlína, í heiminn. Ragnar bróðir minn var ári eldri en Sirrý, eins og við alltaf kölluðum hana, svo þau voru eins og systkini og léku sér alltaf saman og ég að sjálfsögðu oft látin passa þau. Þessi ár í Skipa- sundinu, sem hjá þeim urðu sjö, voru einstaklega skemmtileg og eftirminnileg vegna þess að íbúarn- ir urðu eins og ein fjölskylda. Anna var einstaklega glaðvær og skemmtileg kona og öllum leið vel í návist hennar, enda var oft glatt á hjalla og mikið hlegið og gert að gamni sínu. Hún og móðir mín urðu mjög nánar vinkonur og deildu með sér gleði sinni og sorgum meðan báðar lifðu en móðir mín lézt í jan- úar síðastliðnum. Þær fóru gjarnan í bæinn saman og margir héldu að þær væru systur því að báðar höfðu mikið og fallegt rautt hár. Eftir sjö ára búskap í Skipasund- inu keyptu þau sér íbúð við Rauða- læk og þar stækkaði fjölskyldan enn því þar fæddust dæturnar Ágústa og Jona Margrét, sem heitir í höfuð- ið á móður minni. Á þessum árum stofnaði Hreinn ásamt félaga sínum og með dyggri hjálp Önnu Kjörbúð- ina Laugarás. Nokkrum árum seinna réðust þau hjón í það stór- virki að byggja myndarlegt verslun- arhús við Norðurbrún og þangað fluttu þau búðina, sem þau áttu þá orðið ein. Ekki löngu síðar en þetta var fluttu þau síðan í nýtt og glæsi- legt einbýlishús sem þau með dugn- aði höfðu byggt sér við Erluhóla og þar bjuggu þau sér einstaklega hlýlegt og fallegt heimili. Anna og Hreinn eða Dúddi einsog hann var oftast kallaður voru ein- staklega samhent og samrýnd hjón. Þau bundust hvort öðru ung og stóðu saman í blíðu og stríðu meðan bæði lifðu. Samband þeirra við dæturnar var einnig mjög náið og gott. Yngri dæturnar voru um tíma við nám í Bandaríkjunum ásamt mönnum sínum og þá heimsóttu Anna og Hreinn þær oftar en einu sinni. Þau voru bæði vakin og sofín yfír versluninni og lét Anna ekki sitt þar eftir liggja. Fyrir nokkrum árum seldu þau síðan verslunar- reksturinn og Hreinn hóf störf hjá kaupmannasamtökunum, en innan þeirra samtaka hafði hann lengi starfað. Nú hugðust þau gefa sér betri tíma til að sinna ýmsum hugð- arefnum sínum, svo sem að rækta landið við sumarhús sitt í Grímsnesi, ferðast innanlands og utan, sem þau og gerðu í ríkum mæli og af sömu samheldninni og þau höfðu unnið að öllum sínum málum um ævina. Nú er aftur komið haust og lauf- in falla af tijánum. Anna og Dúddi áttu svo margt ógert, en sá sem öllu ræður hefur kallað hana til sín og þar um fáum við mennirnir engu ráðið. Ég kveð þessa elskulegu vin- konu mína með klökkum huga og bið Guð að blessa Hrein, dætumar og barnabörnin. Edda Hinriksdóttir Það var á sumardaginn fyrsta árið 1936 sem lítil rauðhærð hnáta læddi lófanum í hönd „frænda“ síns, sem var Þorsteinn Pétursson kaup- maður í Siglufirði, en kona hans, Halldóra, var ömmusystir Önnu. Móðir hennar var veik og það æxl- aðist svo til að hún var hjá okkur I Aðalgötu 9 til fullorðinsára. Hún var bæði fallegt og gott bam og með afbrigðum glöð og skemmtileg, svo öllum þótti vænt um hana. Mjög söngvin var hún, spilaði á gítar og það var líf og fjör þar sem hún fór. Á skilnaðarstundu koma upp í hug- ann minningar um ótal samvem- stundir frá æskuámnum í Siglufirði við jeik og störf. Á þessum ámm var Siglufjörður síldarbær og mikið um að vera. Húsið fullt af fólki, mikið líf alls staðar. Það eru sannarleg góðar minningar tengdar þessu tímabili. Anna (sem við kölluðum reyndar alltaf Dídí) var dóttir hjónanna Herdísar Lárusdóttur og Hallgríms Björnssonar. Árið 1951 giftist hún Hreini Sumarliðasyni kaupmanni, sem einnig er Siglfirðingur. Þar steig hún sitt mesta gæfuspor, því samrýndari hjón munu víst vand- fundin. Þau eignuðust þijár dætur, sem em Sigurlína, sambýlismaður hennar er Reynir Hilmarsson og á hún eitt barn, Ágústa, gift Sigurði Ómari Sigurðssyni og eiga þau fjög- ur börn, yngst er Jóna Margrét, sambýlismaður hennar er Sigurður Baldvin Sigurðsson og á hún eitt barn. Öll voru barnabörnin ömmu sinni ákaflega hjartfólgin og gætti hún þeirra löngum. Það er sárt til þess að hugsa að henni skyldi ekki endast aldur til að sjá þau vaxa úr grasi. Dæturnar önnuðust móður sína frábærlega vel í veikindunum og þær og Hreinn viku vart frá henni allan tímann eftir að hún kom í sjúkrahús. Varla hefur nokkur sem var á ættarmóti norður í Siglufírði í júlímánuði sl. látið sér til hugar koma að tveim mánuðum síðar yrði hún öll. Þar var hún svo glöð með fólkinu sínu, en þó mátti sjá að Dídí mín gekk ekki heil til skógar. Við bjuggum í 8 ár í sama húsi við Rauðalæk, einmitt þau árin sem þau unnu kannski hvað mest að uppbyggingu heimilis og atvinnu, og lá Dídí svo sannarlega ekki á liði sínu þá frekar en endranær. Þau hjónin byggðu sér mjög fallegt heimili við Erluhóla og einstaklega skemmtilegan sumarbústað austur í Grímsnesi, sem þau og fjölskyldan nutu mjög. Þar voru þau öllum stundum yfír sumarið, hlúðu að gróðri, fegruðu og prýddu úti og inni. Harmur er í huga hennar nán- ustu og okkar allra sem þekktum hana og þótti svo vænt um hana, en minnug megum við þess að gott er að eiga slíka lífssögu við ferða- lok. Öll fjölskylda okkar þakkar af alhug allar góðar stundir frá fyrstu tíð. En hennar er sárt saknað. Dídí lést að morgni 1. október eftir skamma en stranga baráttu við illan sjúkdóm, aðeins 59 ára gömul. Blessuð sé minning hennar. Guðný Þorsteinsdóttir Mánudagin 1. október sl. andað- ist í Borgarspítalanum vinkona okk- ar hjóna, Anna Hallgrímsdóttir, langt fyrir aldur fram, en hún varð aðeins fimmtíu og níu ára gömul. Foreldrar Önnu voru hjónin Herdís Lárusdóttir frá Siglufirði og Hall- grímur G. Bjömsson frá Miðfirði fyrrverandi bifreiðastjóri og fisk- verkandi. Þau slitu síðar samvist- um. Vegna heilsubrests móður Önnu, Herdísar Lárusdóttur, fór Anna aðeins fimm ára gömul í fóst- ur til frænku sinnar, Halldóru Sig- urðardóttur og hennar manns, Þor- steins Péturssonar kaupmanns og útgerðarmanns, og ólu þau hana upp. Arið 1951 giftist Anna eftirlif- andi manni sínum, Hreini Sumar- liðasyni kaupmanni. Þau eiga þijú börn, uppkomnar og dugmiklar stúlkur, þær heita Sigurh'na, Agústa og Jona Margrét. Barnabörn Önnu og Hreins eru nú sex talsins. Það er nú svo þrátt fyrir að eini fasti punkturinn í lífinu sé sá að einhvern tíma skuli allir deyja, að manni verður alltaf jafn hverft við og vill ógjarnan sætta sig við orðinn hlut. Þegar horft er yfír farinn veg koma minningamar upp í hugann, ljúfar minningar um góða konu. Ánna var ákveðin í skoðunum sínum og skóf ekkert af hlutunum, sama hver í hlut átti. Hún lét sig málin varða, var hreinskiptin, fals- laus og einlæg með afbrigðum, hún var sönn vinum sínum. Við hjónin höfum átt margar ógleymanlegar stundir saman með þeim Önnu og Hreini, bæði hér heima og erlendis. Það viljum við nú þakka fýrir. Um síðustu áramót fórum við saman eins og oftsinnis áður til útlanda, í þetta sinn á ára- mótafagnað. Þar var Anna hressust af okkur eins og endranær. Engum af okkur hefði dottið í hug að Anna ætti eftir ólifað aðeins níu mánuði þessa árs, þess sama árs sem við óskuðum hvert öðru farsældar á nýju ári. Sannarlega veit enginn ævina fyrr en öll er. Já, minningarnar sækja að og margs er að minnast. Við minn- umst notalegu kvöldanna á heimili þeirra Önnu og Hreins, þar sem skrafað var saman um heima og geima, mest var þó rætt um verslun og viðskipti, en þar lá hugur okkar saman. Kannski þegar líða tók á kvöldið var gítarinn tekinn upp og lagið tekið, en Anna var söngelsk og hafði gaman af tónlist. Gítarinn hennar Önnu hefur þagnað í bili, en þráðurinn verður tekinn upp síðar. Okkar ágæti vinur Hreinn sér nú á bak góðri konu, konu sem var honum meira en góð eiginkona, hún var honum ómetanlegur starfsfélagi gegnum árin. Kjörbúð Laugaráss stofnsettu þau árið 1959 og ráku hana samfelltí 25 ár. Þar stóð hún við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Það fór heldur ekki fram hjá okkur hjónum hve samhent og hamingju- söm þau Anna og Hreinn voru, sannarlega alla tíð eins og nýtrúlof- uð, því er missir Hreins mikill. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum biðjum við algóðan Guð að varð- veita vinkonu okkar Önnu og styrkja vin okkar Hrein og hans fjölskyldu í sorgum sínum. Fjöl- margir félagar innan kaupmanna- samtakanna hafa beðið mig fyrir samúðarkveðjur til handa Hreini og hans fjölskyldu í þessum kveðjuorð- um. Skarð Önnu verður vandfyllt. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Gunnar og Jona Þegar ég frétti að hún Anna mín hefði verið lögð inná sjúkrahús með alvarlegan sjúkdóm og væri vart hugað líf runnu í gegnum huga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.