Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 25 Tuttugri látnir í um- ferðarslysum á árinu Ellefu hinna látnu 25 ára eða yngri, þar af fjögur börn 2-15 ára TUTTUGU íslendingar hafa látist í 16 umferðarslysum hér á landi fyrstu níu mánuði ársins. Sex manns á aldrinum 11-25 ára hafa látist í fjórum umferðarslysum í Arnessýslu. Fjórir hafa látist í tveimur slysum í Húnavatnssýsl- um. Þijú banaslys hafa orðið inn- an borgarmarka Reykjavíkur og tvö skammt utan borgarinnar. Fjórir hinna látnu voru gangandi vegfarendur, þar af þijú börn á aldrinum 2-11 ára. Tveir létust í bifhjólaslysi; einn hinna látnu var hestamaður, sjö voru farþeg- ar í bilum og sex ökumenn. I fyrra voru höfðu 19 látist í fjórtán slys- um eftir níu mánuði. Fyrsta banaslys ársins varð þann 18. mars í Árnessýslu, milli Hrauns- ár og Stokkseyrar. Þar beið 15 ára gömul stúlka bana er bíll, sem hún var farþegi í, valt. Þann 4. apríl lést 41 árs gamall maður þegar bíll sem hann ók hafn- aði á ljósastaur á Vesturlandsvegi, við Gagnveg, skammt vestan við Keldnaholt. 11 ára gamall drengur beið bana þegar hann varð fyrir vélsleða á veginum við Nesjavallavirkjun þann 5. apríl. Tveggja ára drengur lést er hann varð fyrir bíl í Funabergi í Hafnar- fírði 2. maí. Tveir ungir menn, 20 og 21 árs gamlir, biðu bana er bifhjóli sem þeir voru á var ekið á bíl við Hvera- gerði þann 6. maí. Sex dögum síðar, þann 12. maí biðu tveir ungir menn, 19 og 25 ára, bana þegar bíl sem annar þeirra ók var ekið út í Ölfusá, skammt frá húsi KÁ á Selfossi. 22 ára gamall maður beið bana þann 26. maí þegar bíll sem hann ók lenti út af veginum og út í Þor- valdsá á Ársskókgsströnd. 17 ára stúlka beið bana er bíll sem hún ók valt á Skagastrandarvegi þann 2. júní. Þrennt, 63 ára karl og tveir far- þegar hans, 59 og 68 ára gamlar konur, biðu bana í árekstri skammt norðan Reykjaskóla við Hrútafjörð þann 9. júní. 27 ára gamall maður beið bana þegar bíll sem hann ók valt á Vestur- landsvegi við Tíðaskarð í Kjós þann 28. júlí. Þann 3. ágúst beið 52 ára gamall maður bana þegar hann varð fyrír flutningabíl við Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. 79 ára gamall maður lést þann 17. ágúst af áverkum sem hann hiaut í árekstri, sem bíll sem hann var farþegi í lenti í, á mótum Bú- staðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík. 46 ára gömul kona beið bana í áreksti á Suðurlandsvegi við Sand- skeið þann 16. september. Konan var farþegi í bíl á vesturleið. Slysinu olli ökumaður jeppabifreiðar á aust- urleið og er sá grunaður er um ölvun. Sjö ára gömul stúlka lést á Borg- arspítalanum þann 25. september af áverkum sem hún hlaut er hún varð fyrir bíl á Suðurgötu móts við Háskóla íslands, þann 13. septem- ber. 23 ára gamall maður beið bana er bíll, sem hann var farþegi í, lenti út af vegi á Tjörnesi 29. september. 34 ára gamall hestamaður beið bana er vörubíll ók á hann og hesta hans á þjóðveginum í Stafholts- tungum þann 30. september. Sóknarpresturinn að Bergþórshvoli; Eggert Haukdal kærður vegna ummæla í nafnlausu dreifibréfi „Astæðan væntanlegt prófkjör,“ segir Eggert LÖGMAÐUR Páls Pálssonar, sóknarprests að Bergþórshvoli, hefur kært Eggert Haukdal, alþingismann, til ríkissaksóknara vegna um- mæla sem er að finna í nafnlausu dreifibréfi sem dreift var um Rang- árvallasýslu á sl. vori og sumri og Páll telur ærumeiðandi. Segir í bréfi frá Joni Oddssyni, lögmanni Páls, að Eggert Haukdal hafi dreift þessu bréfi, sem ber yfirskriftina „Greinargerð um skólamál í Vestur- Landeyjum haustið 1988“, og jafnframt viðurkennt í fjölmiðlum að vera höfundur að því. Eggert Haukdal segir ástæðu þess að þessi orð hans séu rifjuð upp núna vera að í uppsiglingu sé prófkjör. í bréfi lögmannsins segir að um- bjóðandi hans sé opinber starfsmað- ur og hafi ekki haft afskipti af hreppsmálum eða þeim deilum sem dreifibréfíð snúist um. Hins vegar hafi hann áður orðið fyrir „aðkasti og ærumeiðandi aðdróttunum frá hr. alþingismanni Eggert Haukdal.“ Hafi Páll á sínum tíma fallið frá málarekstri á hendur Eggert vegna tilmæla frá biskup. Ummælin í dreifibréfinu sem kært er út af eru eftirfarandi: „Svo sem kunnugt er barði og hrakti séra Páll barn Guðrúnar fyrir nokkrum árum grátandi frá sínum bæ og fyr- irskipaði því að koma þangað aldrei framar. Fylgdi hann þeirri aðgerð eftir með símtali við móðurina: Von- andi er að Guðrún hafi ekki við þann atburð lært að beija og hrekja frá sér börn, þó það væri kannski til eftirbreytni fyrir hana úr því að þessi „hákristilegi" maður, séra Páll notar þá aðferð." Lögmaður Páls krefst þess að ákæruvaldið hlutist til um opinbert mál á hendur Eggert Haukdal og ómerkingu fyrrnefndra ummæla. Þá krefst hann að alþingismanninum verði gert að greiða Páli skaða- og miskabætur að upphæð 600 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. „Ég kem ekki nálægt þessum málum hans Eggerts Haukdals og vil það ekki,“ sagði Páll Pálson, sóknarprestur að Bergþórshvoli þeg- ar þetta var borið undir hann. Morgunblaðið bar þessa kæru lög- manns Páls einnig undir Eggert Haukdal, alþingismann, og sagði hann: „Állt er þetta nú mál hvim- leitt. Páll kærði mig líka margsinnis fyrir nokkrum árum en kærulátun- um linnti þegar biskup skipaði rann- sóknarnefnd til að athuga málið. Lagði hún til við biskup að séra Páli yrði gefinn kostur á að segja af sér og í öðru lagi að mál hans færi fyrir kirkjudóm. Páll lofaði þá bót og betrun fyrir biskup. Hann lofaði að vera góða barnið og hætta að kæra. Það var um þetta leyti, þegar kærurnar voru i hávegum, sem hann tók svona á þessu barni, barni syst- urdóttur minnar, hrakti það grátandi frá sínum bæ og fyrirskipaði að koma aldrei til sín aftur og leika við son sinn. Kallaði hann móðurina til sín og jós yfir hana skömmum. Þetta var í almæli í sveitinni á sínum tíma. Af hveiju kærði Páll ekki þá? Það var kannski vegna þess að þá hafði hann svo mikið að gera í öðrum kærum. Nú eru þess orð mín í í tveggja ára gömlu dreifibréfi send í Dagblaðið rétt fyrir prófkjör. Um leið og þessi menn í sveitinni eru að senda þetta til Dagblaðsins eru þeir um leið að rifja upp þetta mál sem var úr sögunni og Páll lofaði á sínum tíma bót og betrun fyrir. Hvað meta nú kirkjuyfirvöld sem sömdu við hann að hætta þessum leik sem nú er hafin á ný?“ Próf kjör Sjólf stæðisf lokksins Kosningaskrifstofa Þuríðar Pálsdóttur er í Vatnsholti 10, sími 33989. Skrifstofan er opin frá kl. 17-21. Allir velkomnir. Þuríður á staðnum — kaffi á könnunni. Tryggjum Þuríði 5. sætið. Stuðningsmenn. Veröld tryggir þér lægstu faigjöldin til stór- borga Evrópu Meö einstökum samningum sínum tryggir Veröld þér hagstæðustu fargjöldin og úrval vandaðra hótela í stórborgum Evrópu. Hvert sem leiðin liggur færðu ferðina hjá Veröld. LONDON Brottfarir í október með fararstjóra kr. f; 33.900 PARIS Victoria Hotel kr. * 29.690 LUXEMBUR Hotel Italia kr. 29.690* G L A S G O Ingram Hotel kr. 25.290* Verð m.v. 2ja manna herbergi í 3 naetur. AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK, SÍMI: (91) 622011 & 622200. ••■flíARIÍ yW^IXIV FARKHRT FIF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.