Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER 1990 43 Hans Jordens, framkvæmdastj. 21. Ólympíuleikanna færir niðurstöður keppninnar inn I tölvu, jafnóðum og fararsljórar og dómnefndir urðu ásáttar með fyrirgjöfina, og fylgist grannt með dreifingu einkunnanna. Krislján Leósson, annar frá vinstri, tekur við sérstakri viðurkenningu fyrir góðan árangur á 21. Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Carlos Silfredo Barrios, fararstjóri kúbanska liðsins, með ferðáætlun Kúbananna á skrifstofu Ólympíuleikanna í eðlisfræði. dögum sem ætlaðir eru til aðlögunar að tímamismun. 2 dagar eftir leikana eru einnig ætlaðir til aðlögunar að heimatíma þátttakenda svo samtals 4 dögum af 11 er ráðstafað vegna tímamismunar. Júlí á Kúbu er sér- lega mildur, 27°C og 75% raki,“ sagði Carlos brosandi og leit út í rokið og rigninguna sem einkenndu veðurfarið í Groningen á meðan á 21. Ólympíuleikunum í eðlisfræði stóð. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að halda Ólympíuleikana í eðlisfræði á íslandi í reglum Ólympíuleikanna í eðlis- fræði er kveðið á um skyldur sér- hverrar þátttökuþjóðar til að lýsa því yfir innan 5 ára frá fyrstu þátt- töku að leikarnir verði - haldnir í heimalandi hennar tiltekið ár í fram- tíðinni eða eiga ella á hættu að verða visað frá keppninni. íslendingar tóku nú þátt í Ólympíuleikunum í 7. sinn ög hefðu því átt í síðasta lagi í fyrra að tilkynna um vilja sinn en af því varð ekki. Á Ólympíuleikunum í ár lögðu íslendingar fram yfirlýsingu Svavars Gestssonar um vilja menntamála- ráðuneytisins til að stuðla að sh'kum leikum á íslandi að beiðni Eðlisfræði- félags íslands og Félags raungreina- kennara. Ríkisstjórnin staðfesti síðan viljayfirlýsinguna um miðjan júlí síðastliðinn og stefna félögin að því að 29. Ólympíuleikarnir í eðlis- fræði verði haldnir á íslandi 1998. Fjárhagsáætlun hefur þegar verið gerð og mun undirbúningsnefnd skipuleggja leikana og afla styrkta- raðila. Framtíð Ólympíuleikanna í eðlis- fræði virðist tryggð með vinnu Ólympíunefndarinnar undir forsæti pólska fararstjórans Waldimar Gorzkovsky. Ólympíuleikarnir hafa öðlast alþjóðlegan sess með þátttöku sífellt fleiri þjóða og reglulegri áheyrn fulltrúa UNESCO og Sam- tökum eðlisfræðifélaga í Evrópu. Röð gestgjafa fram til ársins 2000 liggur nær óslitið fyrir: 1991 á Kúbu, 1992 í Finnlandi, 1993 í Banda- ríkjunum, 1994 líklega í Kína, 1995 líklega í Ástralíu, 1996 í Noregi, 1997 er óráðstafað, 1998 á íslandi, 1999 er óráðstafað, 2000 í Bretlandi. „Ólympíuleikar á íslandi verða vítamínsprauta fyrir eðlisfræðikennslu í landinu" „Aldrei fyrr hafa jafnmargar þjóð- ir verið fyrir neðan okkur og af Evrópuþjóðum sem 'stóðu sig lakar en við má nefna Noreg, Belgíu og Spán. Þó er engin ástæða til að of- metnast, Islendingar eru taisverðir eftirbátar Vestur-Evrópuþjóða og skiptirþar mestu að námstími í eðlis- fræði er skemmri hér á landi en annars staðar. Við leggjum ekki næga rækt við vísindagreinar í skólakerfinu og byrja ætti fyrr á kennslu eðlisfræði í grunnskóla og hafa strangara stærðfræði- og eðlis- fræðinám á hveiju ári framhalds- skólans," sagði dr. Einar Júlíusson, aðal fararstjóri í tilefni af besta ár- angri íslenskra keppenda á Ólympíu- leikunum í eðlisfræði síðan 1984. Þjálfunin síðastliðið vor fyrir keppnina stóð frá morgni til kvölds í 4 vikur og var úrsiitaatriði í góðum árangri íslensku keppendanna. Einar telur að þannig þjálfun verði að fara fram á hveiju ári en dýr myndi hún verða ef ætti að bæta keppendum til fulls tapið af sumarvinnunni, og greiða kennurum laun fyrir þjálfun- ina. „Það eru viss vonbrigði að illa gekk í fræðilegum hluta Ólympíu- leikanna þar sem íslendingar lentu neðarlega, en í verklega hlutanum stóðu drengirnir sig mjög vel og náðu upp í miðjan keppendahópinn. Þetta bendir til þess að verklegri kennslu sé vel sinnt í íslenskum framhaldsskólum miðað við erlenda framhaldsskóla. Þar vantar þó að auka kröfur í raungreinakennslu þar sem of mikið mið er tekið af meðal- nemandanum," sagði Einar um ástæðu góðs árangurs íslendinga. Hvaða áhrif telur Einar það hafa að halda Ólympíuleikana í eðlisfræði hér á landi? „Islenskir eðlisfræðingar eru í stakk búnir til að halda leikana en það er mikil vinna og undirbún- ingur sem þarf að eiga sér langan aðdraganda. Gera þarf ráð fyrir að kaupa eða smíða tæki fyrir verkiega hlutann fyrir 200 keppendur, því engin þjóð tekur tæki til keppninnar ofan úr hillu. íslenskir skólar myndu njóta góðs af tækjaaðföngum þar sem þeim yrði dreift um allt land eftir keppni. Ólympíuleikarnir í eðlis- fræði verða rnikil lyftistöng fyrir eðlisfræðikennslu í landinu þar sem eðlisfræðikennarar yrðu viðloðandi vinnu við leikana og áhugi fyrir Landskeppni í eðlisfræði myndi auk- ast um allt land,“ sagði Einar að lokum. Fjölmargir hafa styrkt þátttöku íslendinga Á íslandi hefst undirbúningur að Landskeppni í eðlisfræði í nóvember á hveiju ári er framkvæmdanefnd býður öllum framhaldsskólum lands- ins að taka þátt í forkeppni í eðlis- fræði. Menntamálaráðuneytið hefur góðfúslega leyft að keppnin verði haldin á skólaárinu og eru verkefnin send í tíma fyrir keppnisdaginn í . febrúar. Efstu 10 til 15 nemendum úr forkeppninni er boðið til úrslita- keppni í Háskóla íslands í mars og keppa þeir eina helgi í fræðilegri og verklegri eðlisfræði. Allan kostnað við Landskeppnina, prentun, dreif- ingu og verðlaun, greiðir Morgun- blaðið, en samningu verkefnanna og yfirferð lausna vinna kennarar við eðiisfræðiskor Háskólans í sjálfboða- vinnu. 5 hinum efstu í úrslitunum sem jafnframt uppfylla aldursskilyrði Ólympíuleikanna er boðið að fara til keppninnar erlendis og hefst þjálfun þeirra að loknum skóla í maí. I ár var þjálfunin umfangsmeiri en áður og stóð verkleg og fræðileg þjálfun yfir frá morgni til kvölds í 4 vikur auk þess sem síðustu helgina fyrir þátttöku var farið í þjálfunarbúðir. Til að bæta fyrir tekjutapið af sum- arvinnunni styrktu Fjárfestingarfé- lagið og Seðlabankinn keppendur til þjálfunarinnar en kennarar við Há- skólann sinntu þjálfuninni í sjálf- boðavinnu. CASIO-umboðið á íslandi gaf öll- um keppendunum 5 reiknivélar sem uppfylla skilyrði Ólympíuleikanna og Glit gaf minjagripi sem íslensku liðs- mennirnir gáfu keppendum og farar- stjórum annarra landa á Ólympíu- leikunum. Menntamálaráðuneytið greiddi fargjöld til leikanna en gest- gjafarnir í Hollandi sáu um uppihald og ferðir innan Hollands. „Þátttaka íslendinga í Ólympíu- leikunum í eðlisfræði útheimtir mikla vinnu sem að langmestu leyti er unnin af sjálfboðaliðum og útlagður kostnaður er einnig uintalsverður. Þeim aðilum sem styrkt hafa keppn- isþátttökuna færir keppnisliðið bestu þakkir fyrir stuðninginn sem verið hefur ómetanleg hvatning fyrir keppendur og aðstandendur keppn- innar,“ segir Viðar Ágústsson annar fararstjóra íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í eðlisfræði og framkvæmdastjóri Landskeppni i eðlisfræði. Texti og myndir: Viðar Agústsson Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á © 15 klst námskeiði fyrir byriendur! Fáið senda námsskrá. Tölvu- oa verkfræöibiónustan ^ % Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu FEDERAL Vinningstölur laugardaginn 6. okt. 1990 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.493.316 2.4SI« 11 52.795 3. 4af 5 279 3.590 4. 3af 5 7.446 313 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.406.269 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Á VÖNDUÐUM TEPPUM FYRIR STIGAHÚS OG SKRIFSTOFUR TEFLOM Gram Teppi FMDMKS BERTELSEN FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.