Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Akranes: Is-Arctic kaupir niður- suðuverksmiðju Arctic Stefnt að því að framleiðsla geti haf- ist eftir um það bil hálfan mánuð NÝSTOFNAÐ hlutafélag, Is-Arctic hf., hefur gert samning við Landsbanka íslands um kaup á niðursuðuverksmiðjunni Arctic á Akranesi. Samningurinn er að sögn Ottars Ingvarssonar, fram- kvæmdastjóra, gerður með nokkrum fyrirvörum en Ottar sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til að hægt yrði að hefja fram- leiðslu í verksmiðjunni eftir um það bil hálfan mánuð. Tveir hluthafar, þeir Óttar og Eyþór Ólafsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metisins, standa að Is-Arctic en að sögn Óttars, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd hlutafé- lagsins, er meiningin að franskt dreifingar- og sölufyrirtæki, Spec- ialim sarl í París, gerist hluthafi í félaginu á næstunni. Óttar sagði að fyrirtækið hefði fengið vilyrði frá bæjarstjórninni á Akranesi um áfslátt .á gjöldum af starfseminni. Þá benti hann á að gera þyrfti lagfæringar á hós- næði verksmiðjunnar til þess að vinnsluleyfí Ríkismats sjávaraf- urða fengist og hægt væri að hefja framleiðslu í verksmiðjunni. Ráð- gert er að framleiða í henni kavíar og niðursuðuvörur. Aðspurður sagðist Óttar vera bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins. „Við höfum nú þegar gert ramma- samninga með þeim fyrirvara að framleiðslán fari í gang,“ sagði Óttar, „og höfum þannig tiyggt söluna næstu mánuði. Við von- umst svo til þess að framleiðslan geti farið í gang eftir um það bil hálfan mánuð.“ I máli Óttars kom einnig fram að Ásgeir Eiríksson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar. Gert er ráð fyrir að fastir starfs- menn í verksmiðjunni verði 15 til 25. Morgunblaðið/Sverrir Viðskiptaviðræður íslendinga ogSovétmanna hafnar Almennar viðskiptaviðræður íslendinga og Sovét- manna hófust í Borgartúni 6 í gær og myndin var tekin við það tækifæri. í íslensku viðræðunefndinni eru Sveinn Á. Bjömsson í utanríkisráðuneytinu, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Jón Ógmundur Þormóðsson skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri Seðlabank- ans, Jóhann R. Benediktsson sendiráðsritari í ut- anríkisráðuneytinu, Benedikt Sveinsson fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins, Einar Benediktsson framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, Garðar Sverrisson framkvæmdastjóri Sölu- samtaka lagmetis, Geir A. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Marels, Gísli Guðmundsson forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, Gylfí Þór Magnússon framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélaginu hf. og Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss hf. Formaður sov- ésku nefndarinnar er Y. Ledentsov. Sex tilboð hafa borist í Hvaleyri hf. í Hafnarfirði Blaðamaður Morgunblaðs- ins íIrak Blaðamaður Morgunblaðs- ins, Jóhanna Kristjónsdóttir, hefur fengið vegabréfsáritun til Iraks og er nú komin til Bagdad til fréttaöflunar fyrir blaðið. Vegna þess hve _tal- samband er erfítt við írak reyndist ókleift að koma frétt- um frá henni til íslands í gær. ALfstaða til tilboðanna tekin 1 þessari viku SEX TILBOÐ hafa borist í Hvaleyri hf. í Hafnarfirði, þar á meðal frá Hval hf., og afstaða til þeirra verður að öllum líkindum tekin í þessari viku, að sögn Jóhanns Bergþórssonar forstjóra Hagvirkis. Hagvirki á 50 milljóna króna hlut í Hvaleyri hf., Jón S. Friðjónsson, forstjóri Hvaleyrar, 5 milljóna króna hlut og Samherji hf. á Akur- eyri 50 milljóna króna hlut. Jóhann segi'r að rætt hafi verið um að bæði Hagvirki og Samheiji drægju sig út úr rekstri Hvaleyrar. Jóhanh Bergþórsson segir að segir Jón Guðmundsson. Guðrún Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa hf. í Hafn- arfírði, segist ekki hafa gert tilboð í Víði HF. „Það væri slæmt að missa kvóta Víðis frá Hafnarfírði, þar sem skipið hefur landað miklu af sínum afla á fiskmarkaðinum í Hafnar- fírði, auk þess sem erfitt er fyrir hafnfirska sjómenn að fá vinnu. Við höfum hins vegar ekki bolmagn til að kaupa Víði, Fyrir skipið fengj- ust í mesta lagi 60-70 milljónir króna ef það væri selt kvótalaust úr landi,“ segir Guðrún Lárusdóttir. segir Hagvirki vilji selja sinn hlut í Hval- eyri fyrst og fremst vegna þess að fyrirtækið hafi fengið sænsk-norsk- an samstarfsaðila, sem vilji að Hag- virki einbeiti sér að verktakastarf- semi. Jóhann segir að eignir Hval- eyrar hf. verði annaðhvort seldar í heilu lagi eða bútum en fyrirtækið Skotið á gæsir við Suðurgötu ÞRJÁR gæsir, ein dauð og tvær særðar, fundust á túni við Suður- götu í gær. Ekki er vitað hver hlut átti að máli en för eftir jepþabifreið fundust í grasinu. Áflífaþurfti særðu gæsirnarþeg- ar lögreglan kom á vettvang um klukkan 18.15 í gærkvöld. Talið er líklegt að skotið hafí verið á gæsim- ar úr bifreið en ekki er vitað hveij- ir þar vom að verki. Tvær gæsanna vom merktar. á frystihús í Hafnarfírði og togar- ann Víði HF, sem er með 2.200 tonna aflakvóta í þorskígildum. Verðmæti kvótans er 264 milljónir króna miðað við 120 krónur fyrir kílóið af „varanlegum“ aflakvóta. Jóhann segir hugsanlegt að aðili utan Hafnarfjarðar kaupi Víði HF en bæjaryfírvöld í Hafnarfírði hafi verið látin vita af því að ætlunin væri að selja hlut Hagvirkis í Hval- eyri. „Hins vegar er ekkert leyndar- mál að það hefur verið vandamál að manna frystihús Hvaleyrar," segir Jóhann Bergþórsson. Jón Guðmundsson, forstjóri Sjólastöðvarinnar hf. í Hafnarfirði, segist hafa áhyggjur af því að Víðir HF verði seldur frá Hafnarfírði en fullyrðir að Sjólastöðin hafi ekki gert skriflegt tilboð í skipið. „Við höfðum ekki áhuga á því verði, sem menn töldu sig geta fengið en það hefði alveg komið til greina að kaupa bæði frystihúsið og Víði,“ Síldarsöltun hefst í dag SIGÞÓR ÞH veiddi 25-30 tonn af stórri síld í Norðfirði og Mjóafirði aðfaranótt mánudags og síldin verður söltuð hjá Tanga hf. á Vopna- firði í dag. Þetta er fyrsta síldin, sem söltuð er á þessari vertíð en hún verður söltuð á bæði Rússlands- og Norðurlandamarkað. í næstu viku á að taka til starfa á Vopnafirði fiskimjölsverksiniðja, sem Tangi hf. á 26% hlut í. Halldóra HF landaði rúmlega 30 tonnum af stórri og fallegri síld hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað á sunnudag en skipið fékk aflann við Hvalbakshall í Bemfjarðarál aðfaranótt sunnudags. Þetta er fyrsta sfldin, sem er landfryst á þessari vertíð en hún er fryst á bæði Japans- og Evrópumarkað og í beitu, að sögn Magnúsar Magnús- sonar frystihússtjóra Sfldarvinnsl- unnar. Hann segir að fituinnihald sfldarinnar sé mjög gott, eða 17-18%. Magnús segir að svipað verð fáist fyrir heilfrysta sfld í Evr- ópu og í fyrra, eða 450 sterlings- þund fyrir tonnið. Skriður að komast á samn- inga um Hvalfj ar ðargöng Bæjaryfirvöld á Akranesi, Sementsverksmiðjan á Akranesi og Járnblendiverksmiðjan hafa átt í viðræðum við fulltrúa samgöngu- ráðuneytis um gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Tveir fundir hafa verið haidnir og Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi kveðst bjart- sýnn á að frumsamkomulag náist á þriðja fundi þessara aðila sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. Yrði þar um að ræða samkomulag um stofnun hlutafélags sem sæi um framkvæmdir og rekstur ganganna. Fulltrúar bæjaryfírvalda á Akra- nesi, Sementsverksmiðjunnar og Jámblendiverksmiðjunnar lögðu fram drög að samkomulagi á fyrsta fundi sínum með fulltrúum sam- gönguráðuneytis fyrir nokkrum vikum. í þeim var gert ráð fyrir stofnun, _hlutaf41ags_ sem sæi um framkvæmdir við jarðgöng undir Hvalfjörð og rekstur þeirra til 30 ára með innheimtu veggjalds. Þar lýstu þessir aðilar sig reiðubúna til að hafa forgöngu um stofnun félags sem stæði fyrir undirbún- ingsrannsóknum gegn því að hljóta fyrrgreind réttindi. Samkvæmt eldri útreikningum em þ_ndirbún-_ ingsrannsóknir taldar kosta 5Ö-SÖ milljónir króna. „Það voru minniháttar breyting- ar sem samningahópur ríkisins lagði til á síðasta fundi sem hald- inn var fyrir hálfum mánuði. Þeir vildu að félagið sæi um rekstur ganganna í 25 ár í stað 30 ára og auk þess aðra útfærslu á því hver réttur félagsins yrði til fram- kvæmda," sagði Gísli Gíslason. Hann sagði að í samningsdrög- unum hefði einnig verið nánari útfærsla á uppgjöri félagsins þar sem tekið væri tillit til ákveðinna afskriftareglna sem um málið gilda. ........... r.............. Um 550 innbrot og þjófnaðir í bíla í Reykjavík það sem af er árinu: Bílrúður brotnar og- verðmætum stolið FÆRST hefur í vöxt að brotist sé inn í bíla við fjölfarna staði um hábjartan dag og stolið úr þeim verðmætum. Um helgina voru fjögur slík tilvik kærð til lögreglunnar í Reykjavík. 306 slík tilvik hafa verið kærð á þessu ári til RLR auk 247 tilvika þar sem stolið hefur verið úr bílum án þess að skemmdum sé valdið. - I hádeginu á sunnudag var brotin hliðarrúða í nýlegum Volvo sem stóð við Sundlaugarnar í Reykjavík og tekin úr aftursæti hans svört skjalataska. Með líkum hætti var brotist inn í bfl við Ármúla og þaðan stolið tösku með ávísanahefti og ýmsum gögnum. Læknistösku var stolið úr læst- um bfl við Laugaveg 137. Þá var brotist inn í bfl á Sel- tjamarnesi og úr honum stolið skjalatösku með námsbókum. Að sögn Helga Daníelssonar, j([fírlögregluþjóns_ hjá RLR, va.r tilkynnt um 33 innbrot í bfla í septembermánuði einum og höfðu 306 kærur af þessu tagi borist það sem af er árinu. Að auki höfðu borist 247 kærur vegna þjófnaða úr bílum þar sem spjöll höfðu ekki verið unnin. Stolið er hvers konar verðmætum, radarvörum, myndavélum, skjalatöskum, út- vörpum auk þess sem oft er miklu tjóni valdið með því að bijóta rúð- ur bflanna. Rannsóknarlögreglan vill brýna fyrir fólki að skilja ekki verðmæti eflir í bílum, jafnvel þótt læstir séu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.