Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.10.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER 1990 45 LÍFSBRAUTIN eftir Guðjón R. Sigurðsson Að taka sér fyrir hendur að skrifa um lífíð er ekki svo auðvelt fyrir okkur hina ólærðu. En öll fáum við í lífsnesti hinn ódauðlega neista frá Guði almáttugum föður alls lífs, sem er tengt hvað öðru allt í gegn. Það er ekki yfirleitt skoðað sem lærdómur lífið sem við förum í gegn- um, jafnvel þó það verði 90 ár. En maðurinn sem lífvera er forðabú sem geymir að minnsta kosti minningarn- ar, Það er einkennileg hugsun margra að þótt þeir sjálfir hafi sama og eng- an skilning á lífinu þá eru þeir tilbún- ir til að troða heimsku sinni í sak- lausar bamssálir, beinlínis til að nið- urlægja bam sem ekki hefur sjálft þroska og er því opið fyrir því óþekkta. Við hinir ólærðu fömm út í lífið með misjafnt veganesti. Fái bamið ekki ást í sitt unga hjarta þá verður það því til hömlunar að finna ham- ingju, því ást er grundvöllur alls lífs. í okkar einfalda daglega iífi fínnum við það. Það vom ekki menn sem kenndu mér að finna kærleikann. Hundamir vom oft erfiðir að höndla, þar ríkti afbrýðisemi, þeim fannst að ég ætti aðeins að vera góður þeim, þótt þeir reyndu að drepa hina hundana, sem ég líka strauk og var góður við. En eftir að ég hafði barið þá fyrir hatrið á hinum hundunum þá sleiktu þeir hendur Guðjón R. Sigurðsson „Það er ekki yfirleitt skoðað sem lærdómur lífið sem við förum í gegnum, jafnvel þó það verði 90 ár. En maður- inn sem lífvera er forðabú sem geymir að minnsta kosti minning- arnar.“ mínar og var sem þeir segðu: „Við elskum þig nú samt.“ Er þetta svona í okkar viðskiptum við aðra menn í daglegu lífi? Og eru menn þakklátir fyrir það sem þeim er gott gert? Fengu ekki kennarar styrki til að fara í útlenda skóla og koma svo útþandir af vísdómi sem ríkið borg- aði fyrir. En það gleymist að við öll erum ríkið. Við erum öll fjölskyldan sem þurfum að haldast í hendur á hinni mjóu braut til þroska andans, þroska þess kraftar sem tekur okkur upp á hærri svið og sem á eftir að leiða okkur til heilagleikans hæða. Gleymum ekki að við erum að mynda framtíð lífsins á þessari litlu plánetu sem er aðeins eins og dropi í hafinu í samanburði við allt það sem er úti í geimnum, sem allt eru verk hins sama föður er sendir okkur út á lífsbrautina þar sem við mætum svo mörgum ólíkum mannverum og saklausum lífverum úti í náttúrunni. í minni fávisku ráfaði ég út á hina breiðu götu þar sem þú getur fundið bæði gott og illt, bæði sannleikann og það sem er falskt. Þar mætti ég hálærðum með gríðar stóra poka. Poka fulla af vísdómi sem enginn fær að njóta nema þeir sjálfir og heimta meira kaup en aðrir því þeir séu svo lærðir. Og þar var karl með hrossat- að í poka til að hlúa að birkiplöntum, til að fegra landið. Einfeldnin og sakleysið verður ekki dæmt í peningum. Höfundurbýrá Fagurhólsmýri og stundar tréskurð. Akranes: Umskipti í verslunarrekstri Akranesi. MIKLAR hræringar hafa verið í verslunarrekstri á Akranesi að undanfömu og verslanir ýmist skipt um eigendur, flutt í nýtt húsnæði eða jafnvel hætt rekstri. Tvær rótgrónar verslanir, skó- verslunin Staðarfell og Úra- og skartgripaverslun Helga Júlíussonar, hafa á undanförnum mánuðum skipt um eigendur en þær höfðu verið í eigu sömu aðila um áratuga skeið. Það var Elías Guðjónsson kaupmaður og fjölskylda hans sem ráku verslun- ina Staðarfell en Elías lést á síðasta ári. Skóverksmiðj an Strikið á Akur- eyri keypti verslunina og voru samn- ingar undirritaðír fyrir skömmu. Hafa hinir nýju eigendur nú þegar tekið við rekstrinum. Úra- og skartgripaverslunin hefur um langan tíma verið í eigu Helga Júlíussonar úrsmiðs en hann hefur nú dregið sig í hlé og selt Guðmundi Hannah gullsmiði verslunina og rek- ur hann jafnframt versluninni við- gerðaraðstöðu fýrir úr og skartgripi. Einnig hefur Haraldarbúð sem Haraldur Haraldsson kaupmaður rak, en var áður matvöruverslun Sláturfélags Suðurlands, verið lokað, en sú verslun hafði verið í rekstri um langan tíma. En það eru líka til nýjar verslanir því fyrir skömmu var opnuð gler- augnaverslun á Akranesi sú fyrsta sinnar tegundar. Verslunin er við Skólabraut og er nafn hennar Sjón- glerið. Þá hefur gamla kaupfélagshúsið við Kirkjubraut, sem síðustu árin var eign Sambandsins, verið selt og er kaupandi þess eigandi verstunarinn- ar PC-tölvurnar og mun hann fiytja rekstur sinn í húsnæðið á næstunni. Myndbandaleigan Ás sem verið hefur til húsa í Kaupfélagshúsinu hefur keypt gamla bæjarhúsið handan göt- unnar og flytur þangað á næstunni. - J.G. s * 3 « NÚ ER TIL MIKILS AÐ VINNA! Vertu með í verölaunasamkeppni norrænu krabba- meinsfélaganna um að hætta aö reykja! Fáðu þér upplýsingabækling með eyðublaðl fyrir þátttökutilkynningu, fylltu það út og settu ófrímerkt í póst í síðasta lagi 15. október. Þann dag byrjar þú fjögurra vikna líf án tóbaks og átt möguleika á glæsi- legum verðlaunum. Bæklinginn færðu í apótekum, á heilsugæslustöðv- um, á bensínstöðvum Olís og Shell, í Kringlunni og mörgum stórverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu og víðar. Krabbameinsfélagið Landsbanki íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.